Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR19. JÚNÍ 1986 3 Miðfjörður: Góðviðri dag hvern og gras- spretta ör Staðarbakka, 18. júní. TÍÐARFARí vor hefur verið fremur hagslæU. Að vúsu gerði kuldakast upp úr 20. maí og var fremur svalt fram um miðjan júní svo grasspretta var hæg. En það sem mestu máli skipti að kominn var sæmilegur gróður áður en kólnaði svo fénaðarhöld munu vera í góðu lagi. Nú er góðviðri á hverjum degi og grasspretta ör. Líkur eru á að sláttur geti hafist um næstu mán- aðamót. Framkvæmdir eru í fullum gangi, svo sem skurðgröftur og jarðvinnsla, einnig vegafram- kvæmdir. Búið er að ganga til fulls frá smíði á brú yfir Vesturá en byrjað var á því verki í fyrra. Nú er unnið af krafti að vegagerð að brúnni og uppfyllingu. Verk það var boðið út af Vegagerð ríkisins og nýtt verktakafyrirtæki hér í sýslunni, Húnavirki, tók það til framkvæmda. Brúin er talsvert neðar á ánni en gamla brúin. Hestamannafélagið Þytur hér í sýslu hefur fengið land á Króks- staðamelum til afnota. Er þar nú verið að undirbúa aðstöðu fyrir hestamannamót sem fyrirhugað er að halda á þessu sumri. Þá er einnig í smíðum flugskýli einka- flugmanna þarna við flugvöllinn sem notast þá einnig í sambandi við starfsemi hestamannanna. Á síðastliðnum vetri voru reist tvö gróðurhús á Laugarbakka. Eru það tvær fjölskyldur sem standa að því. Er þar allt komið í fullan gang og talið að um mjög góða framleiðslu sé þarna að ræða. Hefur sala gengið vel, enda hafa eigendur fullan hug á auknum umsvifum síðar, ef svo gengur sem nú horfir. Nú eru þarna til sölu tómatar, gúrkur, paprika og sumarblóm. Ákveðið hefur verið að Eddu- hótel verði rekið í barna og ungl- ingaskólanum á Laugarbakka í sumar. Miðfjarðará var opnuð í gær og komu aðeins fimm laxar eftir daginn. Benedikt Góð þátttaka í gróðursetningarferð Skógræktarfélags Reykjavíkur Um 50 manns tóku þátt í árlegri gróðursetningaferð Skógræktarfélags Reykjavík- ur að Reynivöllum í Kjós síð- astliðinn laugardag. Um eitt- þúsund plöntur voru settar niður í góða veðrinu að þessu sinni en meiningin er að halda þarna áfram gróðursetningu á næstu dögum að sögn Vil- hjálms Sigtryggssonar fram- kvæmdastjóra Skógræktarfé- lags Reykjavíkur. Á myndinni sjást nokkrir þátttakendanna fá sér hress- ingu að loknu vel unnu verki. SPARISKIR I KINI RIKISS.IOÐS ' ERU EKKI ÖLL EINS Ein gerðin er innleysanleg strax 10. júlí á næsta ári og samt með háu vöxtunum og fullkomlega verðtryggð. Vextimir em meðaltal vaxta 6 mánaða verðtryggðra reikninga viðskiptabankanna og 50% vaxtaauki þar á ofan. DÆMI UM ÁVÖXTUN: 10. jan - 10. aprfl voru vextir og verðtrygging af 100 þús. kr. spariskírteini m/hreyfanlegum vöxtum semvexogvex Sölustaðir eru: Seðlabanki (slands, viðskiptabankamir, sparisjóðir, nokkrír verðbréfasalar og pósthús um land allt. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.