Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 32
MUKULNBLAÐJD, MIDVlKUljAGliK l'J. JUNÍ lifey oZ Flugránið í Beirút ísraelsstjórn milli steins og sleggju Tel A»i?, 18. júní. AF. KRAFA dugræningjanna á Beirút-flugvelli um að rúmlega 700 shítar, sem eru í haidi í ísrael, verði látnir lausir í skiptum fyrir Bandaríkjamennina, sem þeir halda í gíslingu, skapar ríkisstjórn fsraels mikinn vanda. Annars vegar vill hún ógjarnan bregðast mikilvægasta bandamanni sínum og hins vegar er hún undir miklum þrýstingi frá almenningi í ísrael, sem vill alls ekki að samið verði við ræningjana. í gær var haft eftir Chaim Bar- Iæv, Iögreglumálaráðherra Is- raels, að ef bandaríkjastjórn óskaði eftir því opinberlega að skipt yrði á shítunum og banda- rísku gíslunum, mundi stjórnin taka núverandi afstöðu til endur- mats. ísraelsstjórn hefur neitað að verða við kröfu flugræningj- anna og hafa tugþúsundir manna tekið þátt í útifundum í landinu til að sýna stuðning sinn við þá af- stöðu. Ronald Reagan, forseti Banda- ríkjanna, segir að stjórn sín muni ekki koma fram með beiðni um skipti á föngum og gíslum. Hún láti ekki undan hryðjuverka- mönnum. ÚtVarpið í ísrael segir að menn þar í landi hafi á tilfinninmjnni, að Bandaríkjamenn vilji að Israel- ar láti shítana lausa fyrir Banda- ríkjamennina og axli einir ábyrgð á því undanláti. Bandaríkjamenn telji sig þá hafa hreina samvisku. Shítarnir í ísrael, sem ræningj- arnir vilja fá lausa, voru upphaf- lega handteknir í Líbanon á með- an á hernaði ísraela þar stóð. Þeir eru sakaðir um að hafa lagt á ráð um hermdarverk og tekið þátt í árásum á ísraelska hermenn. Þeg- ar ísraelar drógu lið sitt frá Líb- anon voru fangarnir fluttir í gæslu í ísrael, en talið er að fyrir- hugað hafi verið að láta þá lausa. Larry Speakes, blaðafulltrúi Reagans Bandaríkjaforseta, vísaði í dag á bug fréttum um að Banda- ríkjamenn hefðu beðið Rauða krossinn að hafa milligöngu um skipti á shítunum í ísrael og gísl- unum i Beirút. Hann minnti á, að þegar shítarnir 700 voru fluttir til ísraels í apríl sl. hefði bandaríska utanríkisráðuneytið látið í ljós það álit að flutningarnir væru lík- lega brot á alþjóðalögum. Hann sagði, að það væri hins vegar skilningur bandaríkjastjórnar að ísraelar hefðu haft í hyggju að láta mennina lausa smám saman. Kvað hann það ekki geta orðið meðan bandarísku farþegarnir væru gíslar flugræningja úr hópi shíta. m m?:' p® tS’~ sm ' AP/Símamynd John Testrake, flugmaður bandarísku farþegaþotunnar sem shítar hafa á valdi sínu í Beirút, ásamt Phyllis, konu sinni, á heimili þeirra í Richmond í Montana. Myndin er tekin nokkru áður en Testrake lagði upp í hina örlagaríku flugferð. Berri gerður ábyrg- ur fyrir lífi gíslanna Beirút, 18. júní. AP. NABIH Berri, sem Bandaríkjastjórn hefur gert ábyrgan fyrir lífi og limum bandarísku gíslanna í TWA-þotunni í Beirút, er dómsmálaráð- herra í ríkisstjórn Líbanons og leiðtogi Amal-hersveita shita, sem njóta stuðnings Sýriendinga. AP/Símamynd Nokkrir Bandaríkjamannanna, sem látnir voru lausir úr flugvél TWA, á Beirút-flugvelli á fostudag. Hörð gagnrýni á grísk stjórnvöld Höfðu flugræningjarnir samverkamenn á Aþenu-flugvelli? ¥ Barri hefur verið mesti valda- maður í vesturhluta Beirút eftir að hermenn hans yfirbuguðu stjórnarherinn þar í fyrra. Shitar stofnuðu Amal-hreyfing- una árið 1975 til að berjast fyrir réttindum sínum og hefur Berri verið leiðtogi hennar frá 1979. Amal hefur fengið vopn frá íran og nokkrum arabaríkjum. Márgir liðsmanna Amai vilja fylgja for- dæmi shita í íran, sem þar lúta forystu Khomeinis erkiklerks, en um það er ekki eining. Enda þótt Berri sé formlega leiðtogi Amal hefur hann ekki full tök á liðsmönnum sveitanna og hafa margir þeirra þverskallast við að hlíta fyrirmælum hans að undanförnu. Auk þess að vera dómsmála- ráðherra í samsteypustjórn krist- inna manna og múhameðstrúar- manna í Líbanon fer Berri með mál Suður-Líbanons og orkumála- ráðuneytið. Hann er 46 ára að aldri, kominn af auðugri kaup- mannsætt og menntaður í lögum í Frakklandi. Sji einnig „Af erlendum vett- vangi,, i bls. 37. Aþenu, 18. júní. AP. (iRÍSK stjórnvöld hafa sætt harðri gagnrýni stjórnarandstæðinga í land inu og fjölmiðla á Vesturlöndum fyrir aðgæsluleysi á flugvellinum í Aþenu. Ræningjar TWA-vélarinnar í Beirút fóru þar um borð og höfðu skammbyssur og handsprengjur í fórum sínum. Þá hefur sú ákvörðun sósíalista- stjórnarinnar í Grikklandi, að láta lausan hryðjuverkamann frá Líb- anon, Ali Atwa að nafni, í skiptum fyrir gríska gísla um borð í vél- inni, einnig sætt ámæli. Margir þingmenn og flugmenn í Bretlandi hafa krafist þess að all- ar flugferðir til Aþenu verði stöðvaðar til að knýja á um hertar öryggisreglur á vellinum þar. Benda þeir á alþjóðasamkomulag frá 1978, sem heimilar að grípa til slíkra ráða gegn ríkjum, sem neita að refsa flugræningjum eða fram- selja þá. Grikkir hafa brugðist ókvæða við þessari gagnrýni. Þeir segja, að um ófrægingarherferð sé að ræða, sem geti haft „neikvæðar afleiðingar". í yfirlýsingu, sem sendiherra Grikkja í Washington sendi frá sér í dag, segir að allar eðlilegar öryggisráðstafanir séu gerðar á Aþenuflugvelli og séu vinnubrögð þar í engu frábrugðin því sem tíðkist á öðrum flugvöll- um á Vesturlöndum. Þá segir sendiherrann, að ákvörðunin um að láta Líbanann lausan hafi verið tekið af umhyggju fyrir grísku farþegunum um borð. Óttast hafi verið um líf þeirra. { yfirlýsingunni er bent á, að 68 farþegar af þeim 145, sem voru um borð í vélinni á leiðinni frá Aþenu til Rómar, hafi fengið frelsi í skiptum fyrir Atwa, sem fór til Algeirsborgar og gekk í lið með flugræningjunum. AP hefur hins vegar eftir ónafngreindum grískum embætt- ismönnum, að öryggisgæsla sé slök á „skiptisvæðinu" (transit) í flugstöðvarbyggingunni á Aþenu- flugvelli, en þar dvöldu flugræn- ingjarnir næturlangt áður en þeir rændu bandarísku farþegaþot- unni. Jafnframt hefur AP eftir ónafngreindum starfsmanni bandaríska flugfélagsins TWA, sem á þotuna sem rænt var, að sérfræðinga félagsins gruni að einhverjir starfsmenn á flugvell- inum í Aþenu hafi verið í vitorði með flugræningjunum. Hafi þeir hugsanlega gert vopnaleitartæki óvirk um tíma eða beitt öðrum ráðum. Beirút- flugvöllur Flugvélin sem rænt var Drúsar Þjóövegurl til Beirút Ættingjarnir bíða fregna í ofvæni New York, 18. júní. AP. /ETTINGJAR bandarísku gíslanna á Bcirút-flugvelli biða fregna af þeim í ofvæni. Vinir og vandamenn hinna, sem látnir voru lausir, fógn- uðu þeim ákaft við heimkomuna um helgina. Fjöiskylda eins gíslanna, Clint- on Suggs að nafni, hefur snúið sér til bandaríska blökkumannaleið- togans Jesse Jackson og beðið hann að beita sér fyrir að fólkið verði látið laust. Jackson fór til Líbanons í fyrra, þegar hann tók þátt í baráttu um útnefningu for- setaefnis bandarískra demókrata, og samdi þá um lausn bandarisks hermanns, sem þar var í haldi. Sumir ættingjanna hafa sagt,. að fréttir um að þeir hafi verið fluttir frá borði séu uppörvandi. Þá séu minni líkur á því að lífi þeirra verði stofnað í hættu í björgunartilraun. Á sunnudag sendu gíslarnir frá sér yfirlýsingu, sem þeir undirrit- uðu allir, og óskuðu eftir því að Reagan Bandaríkjaforseti beitti sér fyrir því að orðið yrði við kröf- um flugræningjanna. Þeir sögðust ekki vilja að beitt yrði hervaldi til að frelsa sig. Adstædur á Beirút-flugvelli TWA 727-þotan, flug 847, er nú í þríója sinn á flugvellinum í Beirút síóan henni var rænt á fostudag. Brennt flak af jórdanskri þotu, sem rænt var í síðustu viku, er við aðra flugbrautina. Brotna línan sýnir mörkin á milli yfirráðasvæða shíta Og drúsa. AP/Sfmamrnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.