Morgunblaðið - 03.07.1985, Síða 24
24
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1985
Garri Kasparov
Anatoli Karpov
Kasparov hótar að
tefla ekki við Karpov
Bclpad. I.jnlí. AP.
GARRI Kasparov, áskorandi um
heimsmeistaratitilinn í skák, hótaði
um helgina að taka ekki þátt í ein-
vígi því sem er fyrirhugað í septem-
Dollarinn
hækkar
London, 2. júlí AP.
Bandaríkjadollar hækkaði gagn-
vart flestum gjaldmiðlum Evrópu f
dag og var það talið eiga rót sína að
rekja til vaxandi vörupantana í
Bandaríkjunum.
Dollarinn hækkaði gagnvart
sterlingspundinu, þannig að síð-
degis í dag kostaði það 1,3042 doll-
ara (1,3090). Gengi dollarans var að
öðru leyti þannig, að fyrir hann
fengust 3,0455 vestur-þýzk mörk
(3,0365), 2,5480 svissneskir frankar
(2,5482), 9,2775 franskir frankar
(9,2550), 3,4350 hollenzk gyllini
(3,4225), 1.947,50 ítalskar lírur
(1.934,50), 1,3573 kanadískir dollar-
ar (1,3570) og 248,40 jen (248,25).
Gull lækkaði og var verð þess
309,50 dollarar hver únsa (313,30).
ber gegn Karpov heimsmeistara.
Astæðan er sú að Campomanes for-
seti FIDE hefur skipað sömu dóm-
ara og dæmdu einvígið í Moskvu og
umdeilt varð.
Kasparov sagði að hann væri
fyrst og fremst gramur yfir því að
Gligoric hefði verið útnefndur að-
aldómari einvígisins. Hann sagði
að skipun GLigoric væri gerræðis-
ákvörðun af hálfu forseta FIDE.
„Ég fullyrði að ég mun ekki heyja
einvígið ef staðið verður við að
Gligoric verði aðaldómari," hefur
AP-fréttastofan eftir skákmeistar-
anum.
Margnefnt einvígi á að fara fram
í Moskvu í september. f hinu fyrra
hafði Karpov náð 5—0, en Kasp-
arov tókst að minnka forskotið í
5—3 og fyrirskipaði Campomanes
þá að einvíginu skyldi hætt og
keppendur ættu að heyja nýtt á
haustnóttum. „Ég er á móti þeim
dómurum sem styðja Campomanes
í ákvörðun sinni um að slíta fyrra
einvíginu. Sú ákvörðun gekk í ber-
högg við anda þessarar íþróttar,"
sagði Kasparov í viðtali við Tanj-
ug-fréttastofuna.
Forstjóri indverska flugfélagsins:
Telur sprengíngu
líklegustu orsökína
FORSTJÓRI Indverska flugfélagsins vísaði á bug fréttum þess efnis að
tæknilegir gaUar á stjórnbúnaði indversku farþegaþotunnar, sem fórst und-
an ströndum írlands, eða yfirsjón flugmannanna hafí valdið slysinu.
Forstjórinn, Dhruba Bose, sagði
að „líklega" hefði verið um
skemmdarverk að ræða. Hann
sagði ennfremur að sennilegasta
skýringin á því hvers vegna flug-
stjórinn hefði ekki sent út neyð-
arkall væri sú að sprenging hefði
orðið í þotunni. Því hefði flugvélin
ekki lent í sjónum í heilu lagi,
heldur sprungið í loftinu. Einnig
hefði sést á líkum farþeganna að
skyndileg breyting hefði orðið á
loftþýstingi vélarinnar.
Nú eru minni líkur taldar á því
að unnt verði að ná flugrita þot-
unnar upp úr sjónum. írska
stjórnin skýrði frá því sl. föstudag
að hljóðmerki hefðu heyrst nálægt
þeim stað þar sem þotan féll i sjó-
inn. Talsmenn breska varnar-
málaráðuneytisins sögðu hins veg-
ar í dag að ekki hefði enn tekist að
ákvarða staðsetningu flugritans,
enda hefðu engin hljóðmerki bor-
ist síðan á föstudag.
Noregur:
Börn starfsmanna í olíu-
iðnaðinum sæta aðkasti
Osló, 1. júlí. Prá fréttariUra MorKunblaAsins, J.K. Laure.
BÖRN þeirra manna, sem starfa við
olíuiðnaðinn í Norðursjó, sæta að-
kasti. Kemur þetta fram í rannsókn,
sem fram hefur farið á vegum sam-
taka starfsmannanna.
Börnin eru ofsótt bæði í skóla og
i nágrenni við heimili sín sökum
þess að feður þeirra vinna við olíu-
iðnaðinn og þau fá að heyra, að
feður þeirra séu „verkfallsóðir
glæpamenn", sem tilheyri launa-
aðli Noregs.
Verkföll í Norðursjó eru orðin
að vandamáli fyrir efnahagslíf þar
í landi. Þegar starfsmenn í
olíuiðnaðinum fara í verkfall, tap-
ar ríkið m.a. miklum skattatekj-
um, sem reiknað hafði verið með í
fjárhagsáætlun ríkisins. Það er
þessi verkfallsgleði, sem börnin
eru látin gjalda fyrir.
Suöur-Afríka;
Tvö svertingjabörn drepin
Jóhannesarborg, 2. jnll. AP.
TVÖ svertingjabörn voru drepin í
Tembisa, fyrir austan Jóhannesarborg
í Suður-Afríku, er handsprengju var
varpað inn á heimili þeirra í gær. Faðir
þeirra særðist alvarlega.
Alls hafa yfir 400 svertingjar ver-
ið drepnir síðan mótmælaaðgerðir
gegn aðskilnaðarstefnunni hófust
fyrir 10 mánuðum í hverfum svert-
ingja. Flestir þeirra hafa dáið í átök-
um við lögreglu.
Samtök olíustarfsmannanna
vísa því alfarið á bug, að þeir hafi
lúxuslaun, en viðurkenna samt, að
margir úr þeirra hópi gorti af há-
um launum sínum. Iðnaðarmaður
með 9 ára starfsferil hafi í árslaun
um 210.000 n. kr. (tæpa eina millj.
ísl. kr.) og það sé ekki meira en
margir hafa í landi.
Nokkrir hinna 735 mannn sem fsraelsmenn hnepptu í varðhald í Suður-Líbanon og hafðir eru f haldi í Atlit
fangabúðunum í ísrael. Flugræningjar bandarísku vélarinnar kröfðust þess að fangarnir yrðu leystir úr haldi til að
gíslunum 39 yrði slkeppt.
Líbanir mótmæla aðgerðum Bandaríkjamanna:
Hóta gagnaðgerðum ef
flugvöllurinn lokast
Beirót. Líbuon, 2. júlí. AP.
KRI8TN1R menn og múhameðstrúarmenn í I.íbanon, sem átt hafa í strfði um
árabil, sameinuðust í dag til að mótmæla þeirri hótun bandarískra stjórn-
valda að loka flugvellinum í Beirút til að hefna gíslatökunnar þar. Suleiman
Franjieh, fyrrverandi forseti landsins, hvatti til þess að öllum samskiptum við
Washington yrði slitið.
Leiðtogar beggja deiluaðila i
Líbanon fordæmdu þær ráðstaf-
anir sem Ronaid Reagan Banda-
ríkjaforseti hefur gert til að fá
flugvellinum í Beirút lokað fyrir
millilandaflugi.
„Líbanon getur ekki tekið slíkri
kúgun þegjandi og hljóðalaust og
við munum grípa til gagnaðgerða,"
sagði Rashid Karami, forsætisráö-
herra Líbanons, í yfirlýsingu sem
útvarpað var í dag. Karami skil-
greindi ekki frekar aðgerðirnar
sem stjórn hans hyggur á.
Yfirmaður í utanríkisráðuneyti
Líbanons sagði hins vegar að
sendiherra landsins í Washington
hefði verið skipað að bera fram
formleg mótmæli við utanríkis-
ráðuneyti Bandaríkjanna gegn að-
gerðum stjórnarinnar.
„Hvers vegna ætti alþjóðaflug-
völlurinn í Beirút að gjalda fyrir
flugrán sem hófst í Aþenu?“
spurði Karami i yfirlýsingu sinni.
Bretar hafa gefið í skyn að þeir
styðji Bandaríkjamenn í þessum
efnum. I yfirlýsingu frá breska
utanríkisráðuneytinu segir að
Bretar vilji að gripið sé til skjótra
aðgerða til að koma í veg fyrir að
Beirút-flugvöllur verði notaður
sem stökkpallur fyrir árásir
hryðjuverkamanna á svæði utan
við Líbanon.
Gíslarnir komnir
til Washington
Frankfurt, 2. júlí. AP.
ÞRJÁTÍU Bandaríkjamenn sem haldið var gíslum í Líbanon, komu í
kvöld til Washington frá Frankfurt í Vestur-Þýskalandi. Var það loka-
áfanginn í ævintýralegri og langri ferð heim sem hófst í Aþenu 14. júní sl.
Meðal þeirra sem tóku á móti
gíslunum í Washington var Ron-
ald Reagan, Bandaríkjaforseti,
og fyrirhugaðir eru miklir fagn-
aðarfundir í heimaborgum gísl-
anna fyrrverandi víðs vegar um
Bandaríkin á fimmtudag, sem er
þjóðarhátíðardagur þar í landi.
Mikill mannfjöldi fylgdi gísl-
unum fyrrverandi síðdegis á
herflugvöllinn rétt fyrir utan
Frankfurt og kvaddi þá með litl-
um veifum, lófataki og góðum
óskum. Níu manns úr gíslahópn-
um fóru ekki með heim til
Bandaríkjanna og ætluðu sumir
að dveljast í Evrópu eitthvað
áfram.
„Þjófar, aumingj-
ar og morðingjar“
— segir Peter Hill, einn gíslanna, um flugræningjana
Wienbaden, Vestur-Pýskalandi, 2. jnli. AP.
PETER Hill, einn gíslanna fyrrverandi •' Beirút, ægist enga samúð
hafa með shítunum sem rændu flugvél TWA i vpenu og her amal-
shítum, því þeir séu ekkert annað en „þjófar, aumingjar og morðingj-
ar“ sem reyna að réttlæta gerðir
sína“.
Hill sagði ennfremur að ræn-
ingjarnir hefðu reynt að heila-
þvo gíslana með myndbanda-
sýningum, fyrirlestrum og rök-
ræðum seint á kvöldin.
Hann sagði að ræningjarnir
hefðu vakið gíslana upp um
miðjar nætur til halda yfir
þeim fyrirlestra og mikið af
gíslunum hefði trúað þeim.
„Þið verðið að skilja að
margt af þessu fólki (gíslunum)
gat ekki einu sinni fundið Líb-
anon á landakorti fyrir þremur
vikum síðan. Svo eina vitneskj-
an sem þeir hafa um landið er
sínar með „tómu kjaftæði um trú
það sem þeir heyrðu frá ræn-
ingjunum og ég álasa þeim ekki
fyrir það.“
Hill álasaði aftur á móti
bandarískum stjórnvöldum og
fjölmiðlum fyrir að gera flug-
ránið að slíku fréttaefni. „Nú
hafa amal-shítar fengið allt
sem þeir óskuðu eftir. Þeir eru
núna þekktir um allan heim og
ég held að það eigi eftir að
skapa fleiri vandamál. Þetta
gefur þeim auk þess viðurkenn-
ingu sem þeir eiga ekki skilið,
því þeir eru ekkert nema þjóf-
ar, aumingjar og morðingjar —
allir upp til hópa,“ sagði Hill.