Morgunblaðið - 09.08.1985, Side 2

Morgunblaðið - 09.08.1985, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 9. ÁGÚ3T 1985 Morgunblaðið/Sig.Sigm. FERÐAST Á GAMLA MÁTANN Nú eru flestar stórár brúaöar en fyrir kemur að hestamenn stytti sér leið og ríði jökulárnar þó að oft séu nokkuð djúpar. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var á dögunum, eru ungmenni að ríða yfir Hvítá í Árnessýslu þar sem hún rennur á milli bæjanna Hvítárholts og Bræðratungu. Heimsmeistaramót unglinga í skák: Islendingar ætla ekki að taka þátt í mótinu SKÁKSAMBAND íslands hefur ákveðið að enginn íslenskur þátttakandi verði sendur á Heimsmeistaramót unglinga í skák, sem haldið verður í borginni Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum dagana 10.—27. september næstkomandi. Ástæðan er sú að það liggur fyrir að fsraels- mönnum verður meinuð þáttaka í mótinu. Að sögn Þorsteins S. Þorsteins- hluta aðildarríkjanna, að mótið sonar forseta Skáksambands ís- lands hyggjast ráðamenn í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum þannig styðja við bakið á skoðana- bræðrum sínum í öðrum araba- ríkjum, sem eiga í baráttu við ísrael. Bandaríkjamenn hafa þeg- ar mótmælt kröftuglega og einnig Danir og gera má ráð fyrir að flest skáksambönd í Vestur-Evrópu fylgi í kjölfarið og sendi ekki keppendur á mótið vegna þessa. Ólympíuskákmótið á næsta ári verður einnig haldið á sama stað og má búast við að sagan endur- taki sig og flestar V-Evrópuþjóðir mæti ekki, verði ekki breyting á afstöðunni tii ísraelsmanna. „Við samþykktum að mótmæla þessu við FIDE og senda ekki keppanda á mótið. Það er ljóst að við getum aldrei tekið þátt í þvi að þjóð sé útilokuð frá skákmótum af pólitískum ástæðum," sagði Þor- steinn i samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að það væri Campo- manes forseti FIDE sem hefði bar- ið það í gegn með stuðningi meiri- Fundir um upp- sagnir heilsu- gæzlulækna „VIÐRÆÐUR eni hafnar og líklega verður nýr fundur á morgun, en að öðru leyti er ekkert hægt að segja um málið að svo stöddu,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson, formaður samninganefndar Læknafélags ís- lands, í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi, að loknum fundi með samninganefndinni og fulltrúum heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis- ins. En sem kunnugt er koma upp- sagnir um 70 heilsugæslulækna um allt land til framkvæmda nk. sunnu- dag. „Hins vegar slitnaði upp úr samningaviðræðum um lækna- vaktina svokölluðu, sem annars vegar er starfrækt fyrir Reykja- vík, Seltjarnarnes og Kópavog og hins vegar fyrir Garðabæ og Hafnarfjörð, og fulltrúar Trygg- ingastofnunar ríkisins sáu engan tilgang i öðrum samningafundi. Þetta þýðir, að öllu óbreyttu, að læknavaktin fellur niður á öllu þessu svæði aðfaranótt sunnu- dagsins kl. 24,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson. yrði haldið þarna, þrátt fyrir að fyrirsjáanlegt hefði verið að vand- ræði myndu skapast vegna þátt- töku Israelsmanna. „Ein fyrsta greinin í lögum FIDE kveður á um það, að ekki megi halda mót, þar sem frjáls að- gangur allra þjóða sé ekki tryggð- ur. Campomanes er því að brjóta lög FIDE með stuðningi hluta að- ildarríkjanna. Það eru ýmsar getgátur uppi um það hvað búi þarna að baki og á það verið bent að þing FIDE er haldið jafnhliða Ólympíuskákmótinu. Ef engin V-Evrópuríki verða á mótinu eða þinginu vegna þessa er næsta víst að Campomanes verður endur- kjörinn forseti FIDE,“ sagði Þor- steinn ennfremur. Aðspurður sagði Þorsteinn að ef svo færi sem horfði að Vestur- Evrópuríkjum væri gert ókleift að taka þátt í Ólympiuskákmótinu gæfi það vissulega hugmyndum um sérstakt skáksamband V-Evr- ópuríkja byr undir báða vængi. Campomanes nýtur stuðnings flestra ríkja Austur-Evrópu, sem og þjóða frá Afríku og Asiu. Helgarveðrið FREMUR svalt verður um allt land um helgina, 7—12 gráður lík- legast. Einhver væta verður um norðan- og austanvert landið. Sunnan- og vestanlands verður skýjað með köflum og að öllum líkindum úrkomulaust. Hyggst synda yfír Mý- vatn áður en hún legg- ur í Gíbraltarsundið „Þegar ég kom til landsins kom til greina að synda yfir annaðhvort Mývatn eða Þingvallavatn, en svo varð Mývatn fyrir valinu vegna þess að ég hefði þurft lengri tíma en ég hef til umráða til þess að venja mig við kuldann í Þingvallavatni," sagði bandaríska sundkonan Lynn Cox í samtali við Morgunblaðið í gær. Lynn kvaðst alltaf undirbúa sig vel og rannsaka aðstæður vand- lega áður en hún legðist til sunds, enda væntanlega eins gott þegar þess er gætt að margir þeirra staða sem hún hefur lagt til at- lögu við eru frægir fyrir að vera erfiðir yfirferðar, ýmist sökum stríðra strauma, hákarla eða undiröldu. Eitt sinn kvaðst hún til að mynda hafa sloppið naum- lega undan stórum hákarli sem lagði til atlögu við hana undan Góðravonarhöfða í S-Afríku. Hún kvaðst ekki kvíða Mývatnssund- inu, sem hún ætlar að þreyta 13., 14., eða 15. ágúst og sagðist vera nýbúin að synda í vötnum í Chile, þar sem hitastigið væri kringum 5 gráður. Lynn Cox varð fræg þegar hún setti hrað. .net á sundi yfir Erm- arsundið, arið 1972, þá aðeins 15 ára gömul og yngst allra sem synt hafa yfir Ermarsundið. Síð- an hefur hún þreytt margt sundiö yfir torfarnar sundleiðir og fræg sund, ár og vötn víðs vegar um heiminn. íslandsferð Lynn Cox er liður i heimsreisu þar sem hún mun halda uppteknum hætti. Hyggst hún m.a. synda aftur yfir Ermarsundið og yfir Bosborus-, Gíbraltar- og Messínasundin. „Island er þriðji viðkomustað- urinn í þessari hnattferð," sagði Lynn. „Eg hóf ferðina á þvi að synda til lands í Los Angeles frá farþegaskipinu Queen Mary, sem var statt u.þ.b. tíu mílur frá landi. Síðan synti ég svipaða vegalengd eftir Potomac-ánni hjá Washington DC og á morgun fer ég svo norður að undirbúa mig fyrir sundið yfir Mývatn. Síðan liggur leiðin til Gíbraltar, sem skilur að Evrópu og Afríku.“ „Mér finnst gaman að gera það sem aldrei hefur verið gert áður,“ sagði Lynn er hún var spurð af hverju hún legði í slíkar þrek- raunir. „Lífið gengur út á að setja sér takmörk og ná þeim.“ Morgunblaðið/ Árni Sæberg „Lífíð gengur út á að setja sér takmörk og ná þeim síðan," sagði Lynn Cox í gærkvöldi, en hún lét sig ekki muna um að stinga sér til sunds frá Arnarnesinu fyrir Ijósmyndarann, enda minni líkur á að rekast á hákarl þar en undan Góðravonarhöfða. Forstjórar íslensku skipafélaganna: Munum örugglega bjóða verði útboðsskilmálarnir sanngjarnir FORSTJÓRAR stærstu íslensku skipafélaganna lýstu almennt ánægju sinni með þá ákvörðun bandarískra stjórnvalda, sem kynnt var í gær, að vöruflutn- ingar fyrír varnarliðið milli Bandaríkjanna og Islands yrðu boðnir út, og töldu víst að félög þeirra myndu gera tilboð í flutningana þegar þar að kæmi. Með þeim fyrirvara þó að útboðsskilmálar yrðu sanngjarnir. „Mér þykja þetta all nokkur tíð- indi,“ sagði Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, „vegna þess að þarna náðist þaö takmark is- lenskra stjórnvalda og islenskra skipafélaga að íslensk skipafélög fái að sitja við sama borð og aðrir varðandi þessa flutninga. Ég tel að Geir Hallgrímsson utanrikis- ráðherra hafi þarna náð umtals- verðum árangri. Siðan er hitt markmiðið eftir að ná þessum flutningum aftur í íslenskar hend- ur, eins og var áður um nærfellt 20 ára skeið. Flutningarnir fyrir varnarliðið hafa verið íslenskum skipafélögum mjög mikilvægir og 'O INNLENT það er eiginlega útilokað að hægt sé að halda uppi tíðum siglingum til og frá Bandarikjunum án þeirra." Hörður sagði að vafalaust myndi Eimskipafélagið fjótlega hefja undirbúning að því að bjóða i flutningana, en það væri erfitt að segja til um það hvaða möguleika þeir hefðu í því sambandi þar eð ekki lægi ljóst fyrir hvernig út- boðinu yrði háttað. Ragnar Kjartansson fram- kvæmdastjóri hjá Hafskip fagnaði því „að fyrir dyrum stæði að draga úr þessari umdeildu siglingaeinok- un“, eins og hann orðaði það. „Hér er um grundvallaratriði að ræða, þótt lausnin sé vart þakkar- verð úr höndum boðbera frjáls- ræðisins," sagði Ragnar. „Það hef- ur verið gengið að þeirri megin- kröfu islenskra stjórnvalda að jafnrétti ríki milli islenskra og bandarískra skipafélaga. Hitt er annað, að lausn málsins hefur dregist úr öllu hófi. Skaði skipafélaganna er orðinn mjög mikill og nemur milljónum banda- ríkjadollara. Okkur finnst að Bandaríkjamenn hafi sýnt litlum afskekktum bandamanni sínum lítinn skilning, að draga það i þennan tima að finna lausn á deil- unni.“ Ragnar sagðist telja fullvist að Hafskip myndi bjóða í flutn- ingana, og reyndar gengi hann að þvi vísu að svo gilti um flest ís- lensku skipafélögin. Hann var ekki eins viss með erlend skipa- félög; „Erlend skipafélög sem eru með skip á Atlantshafinu munu vafa- laust skoða dæmið, en við verðum að hafa það í huga að þessir flutn- ingar eru ekki það miklir að það taki því fyrir þau að leggja lykkju á leið sína til að koma við á Is- landi. Þvi finnst mér óliklegt að erlend skipafélög bjóði í flutn- ingana, en ég útiloka það ekki,“ sagði Ragnar. Omar Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri skipadeildar Sam- bandsins, sagði að Sambandið myndi örugglega gera tilboð í flutningana væru útboðsskilmál- arnir heiðarlegir. Þegar Rainbow Navigation Inc. yfirtók flutningana fyrir um einu og hálfu ári hafði Eimskip um 70% flutninganna og Hafskip var með 30%. Sambandið stundaði þá ekki vöruflutninga fyrir varnar- liðið. ómar sagði hins vegar, að það hefði legið ljóst fyrir þegar Sambandið hóf siglingar með fisk til Bandarikjanna fyrir nokkru á nýju skipi sínu, að stefnt yrði að því að flytja vörur til varnarlið- sins i bakaleiðinni. Fjallað um umsókn Arnarflugs „UMSÓKN Arnarflugs er komin á mitt borð og nú munu réttir aðilar fjalla um hana. Fyrr en álit þeirra liggur fyrir vil ég ekkert láta hafa eftir mér um afstöðu mína til um- sóknarinnar,“ sagði Matthías Bjarnason samgönguráðherra að- spurður í gær um umsókn Arnar- flugs um leyfi til áætlunarflugs til Hamborgar. Ráðherrann sagðist ekki reikna með að ákvörðun lægi fyrir á næstunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.