Morgunblaðið - 09.08.1985, Page 48
HIBQOJRIHBMSKEÐJU
FOSTUDAGUR 9. AGUST 1985
VERÐ I LAUSASÖLU 35 KR.
T
Flugleiðir:
Kaupir fyrirtækið
sjálft hlutabréfin?
MorjfunblaÖiö/ Júlíus
LITASKRÚÐ í MIÐBORGINNI
Á þriðja hundrað börn komu saman í miöbænum í gær og héldu hátíð.
Tilefnið var að leikjanámskeiðum Æskulýðsráðs var að Ijúka eftir
sumarlangt sUrf. Hópar frá sex félagsmiðstöðvum í Reykjavík tóku
þátt í gleðinni og voru börnin í hinum ýmsu gervum. Björn Hallgrímur
Kristinsson frá Bústöðum er reyndar íslenskur í húð og hár en boginn,
einbeittur svipurinn og indjánabandið gefa fyrirmyndina glöggt til
kynna. Trúðurinn, sem gægist yfir öxl hans, lét ekki sitt eftir liggja í að
lífga upp á miðbæinn. Sjá fleiri myndir á miðsíöu.
— Ekki rétt staðið að sölu hlutabréfanna, segir samgönguráðherra
FORRAÐAMENN Flugleiða hf.
íhuga nú að gera tilboð á vegum fé-
lagsins sjálfs í hlutabréf ríkissjóðs í
fyrirtækinu, skv. upplýsingum, sem
Morgunblaðið hefur aflað sér. Má
búast við því að ákvörðun um þetta
verði tekin í dag. Birkir Baldvinsson
hefur tilkynnt fjármálaráðherra að
tilboð hans í bréfin standi þar til f
kvöld. Birkir Baldvinsson og Albert
Guðmundsson, fjármálaráðherra,
hafa báðir skýrt frá því að í tilboði
Birkis felist staðgreiðsla á 20%
kaupverðs eða 12,6 millj. kr.
Matthías Bjarnason samgöngu-
ráðherra sagðist í gær telja að
ekki væri rétt staðið að sölu hluta-
bréfanna. Hann vildi ekki selja
bréfin einum manni búsettum er-
lendis, jafnvel þó íslenzkur væri.
Umræddur maður hefði gert lítið
úr stjórnarmönnum Flugleiða í yf-
irlýsingum í fjölmiðlum. Ekki
væri rétt að efna til nýrra væringa
innan félagsins, nær væri að
styðja við bakið á því í harðnandi
samkeppni, sem það stæði frammi
fyrir. Matthías sagðist hafa greint
frá þessari skoðun sinni á ríkis-
stjórnarfundi í gærmorgun og
fleiri ráðherrar hefðu tjáð sig um
málið. Að sínu mati væri æski-
legast að samstaða væri innan
ríkisstjórnarinnar um þetta mál.
„Við fylgjumst með þessu máli
og lokum engum möguleikum á
meðan bréfin hafa ekki verið seld
öðrum, ef til vil gerum við tilboð
ef bréfin seljast ekki núna,“ sagði
Helgi Thorvaldsson, formaður
Starfsmannafélags Flugleiða, í
samtali við Morgunblaðið. Hann
sagði að verðið sem sett væri á
bréfin réði Starfsmannafélagið
ekki við og sagði að þetta mál
hefði tekið allt aðra stefnu en
Starfsmannafélagið hefði búist
við miöað við fyrri yfirlýsingar
fj ármálaráðherr a.
Ljósmynd Snorri Snorrason
í allt sumar hafa skipshafnir víða um land verið önnum kafnar við að ganga
frá ísfiski í gáma, sem fara á markað í Bretlandi. bessi mynd var tekin nýlega
þegar unnið var af krafti við að „gáma“ fisk á ísafirði.
ísfiskútflutningur miðað við júlí 1984:
Tvöföldun á magni
og verð 25 % hærra
ísfiskútflutningur á fiskmarkaði í
Bretlandi rúmlega tvöfaldaðist að
magni til í júlímánuði 1985, þegar
mið er tekið af júlímánuði á síðasta
ári. Þrátt fyrir þetta aukna magn
fékkst 25% hærra verð fyrir fiskinn.
Flutningar til varnar-
liðsins verða boðnir út
Tel að bandarísk yfirvöld hafi gert sig sek um lögbrot,
segir Mark Young, stjórnarformaður Rainbow Navigation
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum hafa ákveöið að bjóða út flutninga fyrir
varnarliðið á Keflavíkurflugvelli milli Bandaríkjanna og íslands. Sl. eitt og
hálft ár hefur bandaríska skipafélagið Rainbow Navigation Inc. nær setið
eitt að þessum flutningum í skjóli laga frá 1904, sem kveða á um að
bandarísk fyrirtæki skuli njóta forgangs hvað varðar flutninga fyrir banda-
rísk hernaðaryfirvöld. Forseti Bandaríkjanna hefur nýtt sér heimild í þessum
lögum til að fela flotamálaráðuneytinu að bjóða flutningana út og má vænta
þess að útboðsskilyrði verði tilbúin eftir einn til þrjá mánuði.
Frá þessu var skýrt á fundi með
fréttamönnum í gær, sem Geir
Hallgrímsson utanríkisráðherra og
Edward Derwinski, sérlegur ráðu-
nautur bandaríska utanríkisráðu-
neytisins, boðuðu til að loknum við-
ræðum sínum síðustu tvo daga.
í samtali við Morgunblaðið í gær
sagði Mark Young, stjórnarfor-
maður Rainbow Navigation, að
hann teldi að bandarísk yfirvöld
hefðu með þessu gert sig sek um
lagabrot, en vildi að öðru leyti ekki
tjá sig um hver viðbrögð skipafé-
lagsins yrðu.
Derwinski sagði að vegna þess
hve farmgjöld Rainbow Navigation
hafi verið há telji bandarísk yfir-
völd sig hafa heimild til að bjóða
flutningana út, enda væru þar
bandarískir hagsmunir í húfi. Vís-
aði hann í því sambandi til ákvæðis
í lögunum frá 1904, sem veitir
Bandaríkjaforseta heimild til að
víkja frá þeim ef ákveðin skilyrði
eru fyrir hendi, og þá fyrst og
fremst ef óeðlilega hátt gjald er
tekið fyrir þá þjónustu sem veitt er
í skjóli laganna.
Derwinski sagði að hugsanlega
myndu einhverjir bandarískir aðil-
ar leita til dómstóla til að reyna að |
fá þessa ákvörðun bandari.sk ra
stjórnvalda fellda úr gildi. Hann
sagði, að þótt aldrei væri hægt að
segja fyrir um lyktir slíkra mála-
ferla, teldi hann málstað stjórnar-
innar góðan og hún myndi beita sér
af alefli fyrir því að ákvörðunin
stæði. Sagði Derwinski að þessa
ákvörðun bandarískra stjórnvalda
mætti fyrst og fremst þakka góðu
sambandi utanríkisráðherra land-
anna, Geirs Hallgrímssonar og
Shultz. Þetta mun reyndar vera í
fyrsta sinn í sögunni, sem þessi
Iagaheimild hefur verið notuð.
Þegar Rainbow hóf flutningana
fyrir varnarliðið á sínum tíma tóku
þeir upp sama verð og Eimskipafé-
lagið og Hafskip, sem þá höfðu með
flutningana að gera. Geir Hall-
grímsson var spurður hvort Rain-
bow-skipafélagið hefði ekki góð og
gild rök til að hnekkja þeim úr-
skurði flotamálaráðuneytisins að
verð þeirra væri of hátt.
Geir svaraði því til að það væru
hugsanlega aðrar viðmiðanir núna
þar eð markaðurinn hefði breyst,
auk þess sem verð íslensku skipafé-
lagnna á sínum tíma kynni að hafa
verið í hærra lagi. „Okkar markmið
er ekki að haida verndarhendi yfir
of háu verði til handa íslensku
skipafélögunum, heldur stuðla að
því að allir sitji við sama borð,"
sagði Geir.
Ragnar Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri hjá Hafskip, svaraði
sömu spurningu á þann veg, að þótt
skráð verð væri hið sama, veitti
Rainbow Navigation margfalt verri
þjónustu,
Forystumenn íslensku skipafé-
laganna voru almennt ánægðir með
þessa ákvörðun Bandaríkjastjórn-
ar og sögðust að öllum líkindum
bjóða í flutningana þegar þar að
kæmi, svo fremi sem útboðsskil-
málarnir væru sanngjarnir. Geir
Hallgrímsson sagði aðspurður að
hann myndi fylgjast grannt með
því hvaða útboðsskilmálar yrðu
settir
Sjá nánar álit forstjóra íslensku
skipafélaganna á bls. 2.
reiknaö á föstu gengi.
í ár voru samtals 6183 lestir
seldar í Hull og Grimsby, 2918 lest-
ir úr bátum og 3265 lestir úr gám-
um. Samsvarandi tölur fyrir júlí-
mánuð 1984 eru 1714 lestir úr bát-
um og 1247 lestir úr gámum eða
samtals 2961 lest.
í þessari viku hafa verið seldar
samtals 2420 lestir í Hull og
Grimsby og hefur magnið ekki ver-
ið jafn mikið áður. Þrátt fyrir
þetta mikla framboð og tal um að
verð hafi lækkað mikið á markaðn-
um, er meðalverðið fyrir kílóið af
fiski úr skipum aðeins 4‘/i% Iægra
og 11% lægra fyrir fisk úr gámum.
Þá er meðalverðið miðað við meðal-
verð alls júlímánaðar í ár.
Framangreindar upplýsingar
fengust hjá Kristjáni Ragnarssyni,
formanni Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna. Hann sagði
að samtals hefði verið seld 2301
lest það sem af væri þessari viku.
Verðið hefði samtals verið 86,2
milljónir króna og meðalverðið
37,50 krónur. 1260 tonn hefðu verið
seld úr skipum, meðalverðið 38,56
kr., og 1041 lest úr gámum, meðal-
verðið 36,16. Til samanburðar var
meðalverðið í júlímánuði á fiski
fluttum með skipum 40,31 kr. og á
fiski úr gámum 40,52 krónur.
„Við teljum þetta afskaplega vel
sloppið, enda hjálpaði ýmislegt upp
á sakirnar, eins og að kalt var í
veðri í Bretlandi og bræla á miðum,
þannig að minna var um framboð á
afla heimabáta. Það breytir þó ekki
þeirri staðreynd að markaðurinn
stóðst þetta mikla framboð mjög
vel og horfurnar góðar framundan,
ekki síst í næstu viku, en þá er
aðeins gert ráð fyrir að um 1200
lestir af íslandsfiski verði seldar á
breskum fiskmörkuðum,“ sagði
Kristján Ragnarsson.