Morgunblaðið - 20.08.1985, Qupperneq 42
42
fclk í
fréttum
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985
BIRNA EINARSDÓTTIR
FRAMKVÆMDASTJÓRIÍSLENSKRA GETRAUNA
„Ég fíktaði aðeins
við þetta í skólanum“
Mér líkar afskaplega vel
hérna og þetta er vinna þar
sem ég ræð mér sjálf að miklu
leyti," sagði Birna Einarsdóttir
24 ára nýútskrifaður viðskipta-
fræðingur sem nýlega tók við
stöðu framkvæmdastjóra hjá ís-
lenskum getraunum.
„Það er að vísu oft erfitt að
taka ákvarðanir en þetta kemur
allt með tímanum."
— Tókstu þátt í getraununum
J áður en þú byrjaðir í þessu
starfi?
„Ekki get ég beint sagt það. Ég
var að fikta við þetta af og til
þegar strákarnir í skólanum voru
að selja miða. En ég hef ekki gert
þetta reglulega. Það eru einmitt
margir mjög hissa þegar þeir
uppgötva að framkvæmdastjóri
Getraunanna er ekki á kafi í
þessu sjálfur.
Ég hef fylgst með íslenskum
fótbolta en held ekki með neinu
sérstöku liði íslensku eða er-
lendu."
— í hverju er starfið þitt fólg-
ið?
„Ég hef yfirumsjón með
starfseminni og það eru 11
manns sem vinna hérna ann-
aðhvort í fullu starfi eða hluta-
starfi. Ég er í sambandi við aug-
lýsendur, umboðsmenn um land
allt og sé almennt um daglegan
rekstur.
Á næstunni ætlum við af stað
með mikla auglýsingaherferð svo
það er nóg að gera í því sam-
bandi. Þetta er reyndar mikill
annatími hjá okkur því fyrsta
leikvikan hefst núna 24. ágúst.
Að sjálfsögðu er margt sem ég
er ekki komin inn í ennþá en hér
Birna Einarsdóttir
Morgunbladið/Bjarni
er fullt af góðu fólki í kringum
mig sem hægt er að fá hjálp og
stuðning frá.“
— Ertu strax farin að sjá eitt-
hvað sem þú vilt breyta?
„Ég er ekki komin nógu vel inn
í þetta allt til að geta farið að
skipuleggja breytingar. Það eina
sem ég sé strax að má gera meira
af er að auglýsa."
t
Stúlkurnar
stældu
hárgreiðslu
og klæðaburð
Líklega kannast unga fólkið
ekkert við þessa konu, en þeir
sem eru komnir um eða yfir
fimmtugt kynnu að fá glampa í
augu og minnast þeirra stunda
þegar þessi kona hafði lík áhrif og
frægir popparar í samtímanum.
Fyrsta myndin hennar í USA
var „Roman Holiday" 1953 þar
sem hún lék á móti Gregory Peck.
Eftir það stældu stúlkurnar hár-
greiðslu hennar og klæðaburð og
hver myndin rak aðra.
Brúðkaup
ársins?
AUDREY HEPBURN
Audrey upp á sitt besta 1953.
Leikstjórinn sem „skapaði"
þessa stjörnu var William Wyler.
Liðlega 30 árum síðar lítur Audr-
ey Hepburn til baka og segir: Ég
vissi lítið hvað ég var að gera í
fyrstu myndunum og tók þetta
eins og spennandi leik. En leik-
stjórinn nýlátinn, William Wyler
sem nú er verið að gera heimilda-
mynd um, kom í upphafi auga á
þokkan í sakleysi hennar sem
gerði hana fræga. Hún minnist
hans með mikilli hlýju og segir
hann hafa varðveitt sig á föður-
legan hátt þegar mest þurfti við er
unglingsstúlka var allt í einu hrif-
in inn í frægð, frama og lífsmáta
Hollywood á glæsiárunum.
Yasmin Khan, dóttir Ali
Khan og Ritu Hayworth,
gekk að altarinu fyrir stuttu
með Basil Embericos, syni
bandarísks verksmiðjueiganda.
Það var í París sem athöfnin
og veislan voru haldin og vígslan
fór fram í gríðarstórri grískor-
þodoskri kirkju en brúðguminn
tilheyrir þeirri kirkjudeild. Fað-
ir Yasmin er látinn en móðir
hennar er haldin sjúkleika og
gat ekki verið viðstödd. Þrátt
fyrir það var margt um manninn
og brúðhjónin ljómuðu af ham-
ingju eins og vera ber.
Kirk Dougte og frú maettu alla
leið fri Bandaríkjunum.
Hin hamingjusömu hjón, Basil Emberico og Yasmin Khan. Hún er 35 ára
en hann er 36. Veislan var haldin á Ritz í París.
Fyrrverandi konungshjón í Hellas, Konstantin og Anne Marie.
Karim núverandi. Aga Khan mætti
í brúðkaupið þrátt fyrir að hann sé
múslimi að trú.