Morgunblaðið - 21.08.1985, Page 29

Morgunblaðið - 21.08.1985, Page 29
Afréttarmál Vatnsdælinga: MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985 29 Sýslunefnd mátti úrskurða í málinu FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur úrskurðað að sýslunefnd Austur- Húnavatnssýslu hafi verið heimilt að úrskurða í ágreiningsmáli hrepps- nefnda Ás- og Sveinsstaðahreppa um nýtingu á sameiginlegum afréttum þeirra á Grímstungu- og Haukagilsheiðum og víðar í sumar. Samkomulag náðist ekki á milli hreppanna um nýtingu afréttanna og óskaði Áshreppur þá úrskurðar sýslunefndar. Sýslunefndin úrskurðaði að gerðar skyldu ýmsar ráðstafanir til að hlífa heiðinni, m.a. að hross skyldu ekki rekin á afréttinn. Hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps kærði úrskurðinn til félagsmála- ráðuneytisins og krafðist ógild- ingar á þeirri forsendu að sýslu- nefnd hafi ekki haft heimild til úrskurðar í málinu. Lokakafli úrskurðar félags- málaráðuneytisins er þannig: „Telja verður að ágreiningsefni því sem hér um ræðir megi sveit- arstjórn skjóta til úrskurðar sýslumanns og að sýslunefnd sé sem yfirstjórnanda allra afréttar- og fjallskilamála í sínu umdæmi heimilt að úrskurða um ágreining- inn. Hins vegar er sá úrskurður ekki endanlegur. Ef málsaðili tel- ur rétti sínum á einhvern hátt hallað með úrskurði sýslunefndar er honum að sjálfsögðu heimilt að skjóta honum til dómstóla. Með vísan til framanritaðs er það álit ráðuneytisins að sýslunefnd Aust- ur-Húnavatnssýslu hafi verið heimilt að úrskurða í umræddu ágreiningsmáli." Frumsýning á Rambo í Evrópu HÁSKÓLABÍÓ frumsýnir Rambo fyrsta allra landa í Evrópu í dag. Framleiðandi er Buzz Feitshans, leikstjóri er George P. Cosmatos og tónlistin er eftir Jerry Goldsmith. Handritið er eftir Sylvester Stallone og James Cameron, samkvæmt sögu eftir Kevin Jarre. Með aðalhlutverk fara Sylvester Stallone sem Rambo og Richard Crenna, Charles Napier og Steven Berkoff. Aðalsöguhetjan, Rambo, er fengin til að fara í hættulegan rannsóknarleiðangur til Víetnam og kanna hvort einhverjir Banda- ríkjamenn séu enn stríðsfangar þar. í Víetnam lendir Rambo í ýmsum svaðilförum og ævintýrum Hjólhýsi brennur Ljósmynd/Valgeir GuAmundsson. HJÓLHÝSI þýskra ferðamanna brann til kaldra kola við Veiðivatnaveg hjá Vatnsfelli í Rangárvallasýslu sl. laugardagsmorgun. Höfðu Þjóðverjarnir tekið sér næturgistingu við veginn og voru að undirbúa morgunverðinn þegar kviknaði í út frá eldavélinni. Eldurinn magnaðist skjótt og fengu ferðamennirnir ekki við neitt ráðið. Þjóðverjarnir komu til landsins með Norrönu með tvo bfla auk hjólhýsisins, en verða nú að yfirgefa landið án hjólhýsisins. áður en hann nær sambandi við sína menn. Samkvæmt upplýsingum í „Hollywood Reporter" hefur Rambo slegið öll aðsóknarmet í Bandaríkjunum í sumar. Ákveðnir annmarkar fylgja sóknarmarkinu — segir Gunnar Þór Magnússon, útgerðarmaöur á Ólafsfirði „Sóknarmark hefði ekki geflð okkur nema 10 tonnum meira af þorskígildi fram yflr aflakvótamarkið. Auk þess fylgja sóknarmarkinu Samvinna við önnur stjórn- málaöfl hefur ekki verið rædd — segir Garðar Sverrisson, einn stofnenda Félags jafnaðarmanna „VIÐ TÖLDUM mikla þörf á því að auka mjög áherslur á jafnaðarstefn- una innan Bandalagsins. Okkur hefur fundist hún hverfa um of í skuggann fyrir stjórnkerfisbreytingunum eða baráttunni gegn þingræðinu," sagði Garðar Sverrisson, starfsmaður Bandalags jafnaðarmanna og einn hclsti hvatamaður stofnunar Félags jafnaðarmanna innan Bandalagsins. Stofnfundur félagsins var á mið- vikudagskvöld í fyrri viku og var Þorlákur Helgason, skólameistari á Selfossi, kjörinn formaður. Vara- formaður er Jónína Leósdóttir, varaþingmaður, gjaldkeri Árni Sig- urbjörnsson, deildarstjóri, ritari Kristín S. Kvaran og meðstjórnandi Arnar Björnsson á Húsavík. Aðspurður hvort þessi félags- stofnun væri vísir að klofningi Bandalagsins, sagði Garðar: „Eg hef ekki trú á þvi að aukin áhersla á jafnaðarstefnuna innan Bandalags jafnaðarmanna verði tilefni til klofnings. Mér er ekki kunnugt um að andstæðingar jafnaðarstefnunn- ar séu mjög öflugir innan BJ þessa stundina." — Boðar þessi félagsstofnun samruna við Alþýðuflokkinn? „Við erum fyrst og fremst að leið- rétta ákveðna slagsíðu í áherslum BJ. Samvinna við ðnnur stjórn- málaöfl hefur ekki verið rædd,“ sagði Garðar ennfremur. ákveönir annmarkar, sérstaklega fyrir dagróðrarbáta. Viö ákváðum því að halda okkur við aflamarkið," sagði Gunnar Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri Stíganda hf. á Ólafs- flrði, sem gerir út bátinn Sigurfara ÓF 30. Hann hét áöur Friðrik Sigurðs- son og er einn kvótahæsti bátur landsins. Hann var búinn aö fylla 800 tonna þorskveiðikvóta sinn í maí sl. þrátt fyrir að hann væri frá veiðum í marsmánuði vegna viðgerða. „Velji maður sóknarmark þá er ákveðið þak á þorskaflanum, en ótakmörkuð veiði á öðrum fiskteg- undum, sem við höfum ekki svo mikið af hér. Um sóknarmark gilda þær reglur að ákveða verður í upp- hafi veiðitímans hvaða daga bátur- inn er á sjó, sem er erfitt fyrir dagróðrarbát. Þannig gæti staðið á að báturinn væri bundinn við bryggju þegar vel gefur, en á sjó þegar ekkert fiskast. Ef kvóti báts- ins hefði hinsvegar verið lélegur þá hefði sóknarmark verið valið," sagði Gunnar. Gunnar sagði að enn ætti eftir að fylla ýsu- og ufsakvótann, sem fylgdu bátnum frá Þorlákshöfn * þaðan sem hann er keyptur. Kvót- inn miðaðist við veiðar fyrir Suður- landi og því fengist ekki breytt eins og gerst hefur þegar bátar hafa ver- ið seldir að sunnan og vestur þá er kvótum bátanna breytt til sam- ræmis við þær tegundir sem veiðast á hverjum stað. „Atvinnuástandið á ólafsfirði mundi trúlega lagast ef síldveiðar með reknetum og nótaskipum yrðu leyfðar fyrr á hausti um leið og síidin er söltunarhæf. Okkur mundi muna um hverja viku sem síldveið- um yrði flýtt. Þá veiðist hún norðar og mundi trúlega hafa afgerandi áhrif á atvinnuástandið á staðnum. Það er hinsvegar slæmt að ekki t skuli vera hægt að hliðra til í kvóta-' kerfinu eins og búið er að útgerð- inni í dag, sem ber sig hvorki til sjós né lands, allt tekið af henni og hún fær ekkert fyrir sig. Það er að vísu skárra ef menn eru fljótir að fylla kvótann," sagði Gunnar að lokum. Ekkert athugavert við að fðlk stofni félög um áhugaefni sín — segir Valgerður Bjarnadóttir, varaformaður landsnefndar Bandaiags jafnaðarmanna, um stofnun Féiags jafnaðarmanna „ÞAÐ ER allt gott um það að segja að fólk stofni félög um áhugaefni sín og ég get ekki séð að það þurfl að benda til klofnings. Ef fólk innan Bandalagsins stofnar félag um framgang jafnaöarstefnunar eða það að vefa eða eitthvað annað, þá er bara allt gott um það að segja,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir, varaformaður landsnefndar Bandalags jafnaðarmanna, en nokkrir félagar I Bandalaginu, þar á meöal tveir þingmenn, stofnuðu Félag jafnaðarmanna fyrir helgina eftir nokkrar deilur um stefnu Bandalagsins. Valgerður sagði uppbyggingu Bandalags jafnaðarmanna aðra en annarra stjórnmálasamtaka í land- inu, fólk væri bundið af skoðunum sínum, en ekki því að einhver flokksvél kúgaði það til hlýðni. Hún sagði fólk í Bandalaginu sammála um ákveðnar grunnhugmyndir, þar sem hið endanlega markmið væri í anda hinnar gömlu góðu jafnað- arstefnu. Það vildi viðhalda velferð- arríkinu, hafa til dæmis menntun og heilsugæslu fólki að kostnaðar- lausu og tryggja það að enginn liði skort. Til þess yrði að gera ýmsar breytingar á íslensku samfélagi, en leiðirnar að markinu væru fleiri en ein. „Að mínu mati er það kerfi sem við höfum í dag ónýtt og það verður að breyta því f grundvallaratriðum ef við eigum að geta haldið hér uppi velferðarríki. Við verðum að koma í veg fyrir sóun í fjárfestingu og ýmsu öðru og það verður ekki gert nema með því að brjóta á bak aftur þá miðstýringu sem nú fylgir stjórnkerfinu í þessu landi. Ég hef aldrei heyrt það fólk sem stendur að stofnun Félags jafnaðarmanna lýsa sig andvígt baráttunni gegn miðstýringu. Þau segja kannski að það eigi að tala meira um það að það séu lág laun f landinu og þaö eigi að ráðast gegn skattakerfinu. Þau vilja fara í kapphlaup við Jón Baldvin og Svavar Gestsson um það hver sé bestur og hvor þeirra hugs- anlega ljúgi minna. Ég er ekki sam- mála þessu viðhorfi. Ég hef mínar áherslur. Þau mega tala fyrir sín- um áherslum. Málið er einfaldlega það, að ég læt þau ekki ákveða það að ég tali með þeirra áherslum, en það er það sem þau vilja. Það er eins og kerfið er í öllum gömlu stjórnmálaflokkunum, en Banda- lagið var einmitt stofnað slíkum þankagangi til höfuðs. Það er ekk- ert apparat sem getur skipað þér að segja annað en það sem þú vilt segja sjálfur. Nú hefur þessi hópur stofnað félag og mér finnst það út af fyrir sig mjög alvarlegt mál að tveir þingmenn á Alþingi Islend- inga skuli vera búnir að undirgang- ast það að hlýða því sem einhver átta manns segja. Það voru átta þúsund manns sem kusu Bandalag- ið í siöustu kosningum. Hvað þá með hina 7.992, skipta þeir engu rnáli," sagði Valgerður Bjarnadóttir að lokum. Náttsöngur í Hallgríms- kirkju í kvöld NÁTTSONGUR verður í Hallgríms- kirkju í kvöld og hefst klukkan 22.00. Sigurður Halldórsson loikur „r þar einleik á selló. Náttsöngur hefur verið fastur liður í helgihaldi í Hallgríms- kirkju undanfarin ár. Þessi starf- semi hefur legið niðri í nokkra mánuði, en nú verður þráðurinn tekinn upp að nýju. Það er List- vinafélag Hallgrímskirkju, sem stendur að náttsöngnum. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.