Morgunblaðið - 06.09.1985, Side 15

Morgunblaðið - 06.09.1985, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 15 Úr kynningarbás Bonitas sf. á japanska selgetinn. MorgunDiaoio/ porKeu kynningarbás hlið við hlið á sýn- ingunni. Kaffibrennslan kynnir þar nýja kaffitegund sem Santos- blanda nefnist. Er Santos-kaffið, sem framleitt hefur verið um ára- bil, aðaluppistaðan í nýja kaffinu og blandað saman við það Col- umbia-kaffi og Mið-Ameríku kaffi frá Kaffibrennslunni. Verður framleiðslu á Santos-kaffinu að öllum líkindum hætt með tilkomu nýju Santos-blöndunnar. Kexverksmiðjan Holt kynnir tvær nýjar Holtakextegundir sem enn hafa ekki hlotið nafn. Er hér um hafrakex að ræða, önnur teg- undin með súkkulaðihjúp og hin með söxuðum hnetum og súkku- laðibitum. Er sýningargestum boðið að bragða á nýja kexinu og þeir síðan beðnir að segja til um hvor tegundin þeim líki betur. Ætlunin mun vera að setja þá teg- und á markað sem fellur sýn- ingargestum betur í geð. Af öðrum nýjungum má nefna að Verksmiðjan Vífilfell kynnir nú nýja tegund af svaladrykknum Hi-C og er hann með eplabragði. Áður var komið í verslanir Hi-C með sítrónubragði og appelsínu- bragði. Síðastliðið vor tók til starfa Toshiba EF matreiðsluklúbbur- inn, á vegum Einar Farestveit & Co. Að sögn Drafnar H. Farest- veit, ritstjóra, var í fyrstu ákveðið að klúbburinn yrði eingöngu fyrir eigendur Toshiba-örbylgjuofna en þar sem eigendur annarra teg- unda af örbylgjuofnum sýndu matreiðsluklúbbnum mikinn áhuga, var ákveðið að opna hann öllum á heimilissýningunni. Því geta allir eigendur örbylgjuofna nú gerst félagar í Toshiba EF matreiðsluklúbbnum og á ódýrari hátt en ella, á meðan á sýningunni stendur. Þá eru í gangi viðræður við norskt fyrirtæki um að það kynni og gefi út þennan mat- reiðsluklúbb í Noregi. LEIKFIMI (9—12 ára) JAZZBALLETT (13 ára og eldri) Fjölbreytt námskeiö byrja í næstu viku Úrvals kennarar og leiöbeinendur Bryndís Dagný Meöal annarra Katrín Sólveig Bjóðum einnig upp á Ijósabekki, gufuböð og nuddpott. Nuddari og snyrtifræðingur á staðn- um. Komið og njótið þjónustunnar í glæsilegu um- hverfi. Innritun hafin í síma 46191. Morguntímar — síödegistímar — kvöldtímar Eitthvaö fyrir alla Herraleikfimi ef næg þátttaka fæst Hópafsláttur 5 eða fleiri saman Sólarland Hamraborg 20A, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.