Morgunblaðið - 06.09.1985, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 06.09.1985, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 43 Suður-Afríka; hræsni og yfirdrepsskapur íslendinga íslendingur skrifar. Nú er til siðs að óskapast yfir „framferði" hinna hvítu í Suður-- Afríku. Gott og vel. Við fylgjum bara eftir, þegar kippt er í spott- ann frá hinum skandinavíska blaðaheimi — og við fáum sendar myndir frá Bretum. Þeir eru svo vel inni í málunum! — Sérstaklega eftir að þeir hjálpuðu til að reka frá stjórn í Ródesíu Ian Smith, sem lengi var eina von hvítra — og svartra þar i landi. Nú er Ródesía á valdi svartra. Er þá allt gott þar? — Einn blóð- völlur, vegna skæruhernaðar. Og svo mun verða um Suður-Afríku, eftir að tekist hefur að svæla út þá hvítu, sem þar hafa stjórnað með festu og fyrirmynd. Það viður- kenna líka þeir svörtu, sem hafa aðlagað sig að nútímafyrirkomu- lagi í þjóðlífi. Við erum látin horfa á myndir í sjónvarpinu frá því, hvernig þeir svörtu kúga þá hvítu, því það gera þeir sannarlega, með hjálp vest- rænna ríkia og sakleysingja á borð við okkur Islendinga. Sjónvarpsmenn hér eru senni- lega stoltir af því, að geta sýnt sem mesta kúgun og skemmdarstarf- semi, sem unnin er á eigum hvítra manna þarna niður frá. Einn fréttamaður — eða kona — hefur, að þvi er virðist sérhæfa sig í því að segja frá þessu öllu í Suður— Afríku og er mjög „sannfærandi“ á svip. Nú, en svo við snúum okkur að svertingjunum sjálfum, þá kemur það í ljós í einni fréttamyndinni, að í lögregluliðinu, sem er að reyna að hemja skrílslæti þeirra svörtu — eru svertingjar — og þeir eru þá að „berja" á kynbræðrum sín- um. — Er ekki ástæða til að segja okkur frá þessu í fréttinni? Eru þá einhverjir svartir, sem aðhyll- ast stefnu minnihlutans, þess hvita? Eða eru þessir svörtu í lögreglu- liðinu og hernum „kúgaðir" til að taka þátt í aðgerðunum? — Eða er verið að „blekkja" okkur hér norður frá, með því að hafa svarta með í lögregluliðinu? — Eða er þetta einhvern veginn enn öðru- vísi, einhvern veginn þannig, sem við ekki skiljum og þess vegna ekkert verið að „pæla“ í því, — eða þannig? Er bara ekki sannleikurinn sá, að við íslendingar höfum hreint ekkert skynbragð til að bera, til að geta dæmt um ástandið í Suð- ur-Afríku og ættum a.m.k. ekki að dæma kynbræður okkar, hina hvítu þar, vegna þess, að við höfum sjálfir engar tilfinningar til hins svarta þjóðflokks, sem byggir Afríku, — nema senda honum skreið og hana stundum maðkétna. Skreiðina seljum við svo hverri herforingjastjórninni á fætur annarri, og erum t.d. núna að bíða þess, að nýi herforinginn í Nígeríu sjái aumur á okkur og gefi leyfi fyrir sendingu nokkurra pakka af margra ára gamalli skreið, sem Þorleifur Kr. Guólaugsson skrifar: í leiðara Alþýðublaðsins sem lesinn var í útvarpinu fyrir skömmu var innflutningur á kjöti til varnarliðsins gerður að umtals- efni. Þar var og deilt harkalega á samskipti Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í þessu kjötmáli. í leiðaranum kom fram að í þessi fjörutíu ár sem varnar- liðið hefur verið hér hefur ekki verið lyft hendi til að koma í veg fyrir innflutning, fyrr en nú. Hvað hafa Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið verið að hugsa allan þennan tíma, með alla þá siðgæð- isvitund-sem þeir búa nú vfir? Því kannske getur „skriðið" um borð í skip af sjálfsdáðum! Eða er það ráð að halda áfram að berja það inn í huga almennings hér á landi, að hvítir menn í Suð- ur-Afríku séu kúgarar og glæpa- menn eins og fréttir þaðan eru túlkaðar? Við höfum okkar vanda- mál hér, „eins konar“ svertingja og við beitum nákvæmlega sömu aðferðum og hinir hvítu í Suður-- Afríku. í „Verndar-málinu", sem enn er ekki afstaðið kom upp „Suður— Afríkumál" í Laugarneshverfi. Ekki einu sinni prestar safnaðar- ins eða prestar í landinu (utan einn, sem er ekki lengur þjónandi) höfðu orð að segja um þetta „Suð- ur-Afríkumál“ okkar! — Hræsnin og yfirdrepsskapurinn blómstrar hér og það meira að segja allt árið. er náttúrulega auðsvarað, þeir hafa ekki aðhafst neitt í 40 ár nema tottað dúsu og hvorki hreyft legg né lið. Jafnvel bændur hafa ekki sagt orð, þrátt fyrir öll sín söluvandræði, en þeir kunna ekki að berja ióminn. Svo þegar sjálf- stæðismaðurinn Albert Guð- mundsson hreyfir við þessu máli ætlar allt vitlaust að verða og all- ar leiðir kannaðar til að koma höggi á ríkisstjórnina, og þá emb- ættismenn sem að þessu máli standa. Þeir segja að margt sé skrýtið í kýrhausnum. Skrifið eða hringið til Velvakanda A-flokkarnir hafa ekkert gert nema tottað dúsu Þessir hringdu . . . Orð skulu standa 6114—5486 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: Svo er mál með vexti að ég var að leita mér að litasjónvarps- tæki, sem ekki er í frásögur fær- andi. Ég hringdi í nokkrar versl- anir til að fá upplýsingar um verð á tækjunum. Síðan trítlaði ég í nokkrar verslanir til að kynna mér tækin betur og kom þá í Ijós að það verð sem ég hafði fengið uppgefið í símanum, stóðst í fæstum tilfellum. Sjón- varpsviðgerðarmaður hafði bent mér á að hringja í Sjón- varpsmiðstöðina í Síðumúlanum. Þegar ég kom þangað eftir að hafa hringt þangað fyrst til að kynna mér verðið kom í ljós að verðið var þremur þúsundum hærra en mér hafði verið sagt. Afgreiðslumaðurinn brást við þessu á ákaflega óvæntan hátt og seldi mér tækið á því verði, sem hann hafði tjáð mér í sím- ann að það kostaði, hann hefði því miður misminnt. Að sjálf- sögðu keypti ég sjónvarpstækið undrandi og glöð og staðgreiddi það. Af þessu má Ijóst vera að enn eru orð og eiðar við lýði í landinu, þó vilji það bregðast. Tækinu var siðan komið fyrir, öllum til gleði og ánægju, og vil ég að lokum koma á framfæri kæru þakklæti fyrir viðskiptin við Sjónvarpsmiðstöðina. Páll J. Árdal er höfundur „Ef væri ég söngvari Haraldur Sigurgeirsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Ég var að lesa Morgunblaðið og rak þá augun í að Þóra Jó- hannsdóttir spyr hver hafi ort „Ef væri ég söngvari syngi ég ljóð“ og hún spyr einnig hvort erindin séu fleiri en þau þrjú sem flestallir þekkja. Ég get upplýst Þóru um það að þetta mun vera eftir Pál J. Árdal og er það ekki lengra. Þetta ljóð er fyrsta lagið í Nýju söngvasafni handa skólum og heimilum, og lagið er eftir Weber. Velvakandi fékk upplýsingar um þetta ljóð frá allmörgum, og er sem margir Íslendingar séu vel kunnir flestu því sem í bundnu máli er á íslensku. Einn þeirra sem tjáði sig um þetta ljóð hafði það að segja að í bók- inni Mamma fær það besta væri Ijóðinu skipt upp í 6 erindi og væri þá hvert erindi einungis tvær línur. Telpnaskokkur fannst I>óra Jakobsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Fyrir stuttu var ég á gangi í Bankastrætinu og gekk þá fram á brúnan telpnaskokk, sem ein- hver hafði greinilega týnt, og var hann í plastpoka. Ef það er einhver sem saknar hans þá má fá upplýsingar um skokkin í síma: 18197. Albert frábær 4419—3728 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: Mig langar alveg sérstaklega að þakka Albert Guðmundssyni fjár- málaráðherra fyrir þátttöku hans í umræðuþættinum í sjónvarpinu á þriðjudagskvöldið. Hann var al- veg frábær. Það er óhætt að segja að þar er maður sem óhræddur er að segja sína meiningu og vona ég bara að hann verði sem allra lengst í brúnni á þessari skútu. Margir hafa haft á orði við mig hvað þeim hafi þótt þessi þáttur góður enda ekki við öðru að búast þar sem líkur maður fer sem Al- bert. Ég gæti sagt margt fleira honum til ágætis en læt hér samt staðar numið. ■y Simi fífi-50-90 VEITINGAHUS HÚS GÖMLU DANSANNA. Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9—3. Hljómsveitin DREKAR ásamt hinni vinsælu söngkonu MATTÝ JÓHANNS Aöeins rúllugjald. -Míele 10% kynningarafsláttur meöan á sýningunni stendur Þessar heimsþekktu vestur-þýsku hágæöa vélar eru kynntar á sýningunni „Heimiliö 85“ í Laugardalshöll Veldu IVlmele annað er málamiðlun LESBOC „Ég hef ekki drepið neinn í fjögur ár .. “, grein eftir llluga Jökulsson. Hann grípur þar niður í bréfasafn Ernest Hemingways. Síðari grein Gísla Sigurðssonar úr tónlist- arferð með Sinfóníuhljómsveit íslands í sumar, „Meö músík í farangrinum". Kristín Sveinsdóttir skrifar grein sem nefn- ist: Vefjarlist og formfræðilegar hefðir. Þýdd grein um konurnar í lífi listmálarans Modiglianis. Vönduð og menningarleg helgarlesning AUGLÝSfNGASTOFA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.