Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 Tilfærslur hjá Flugleiöum NOKKRAR breytingar og tilfærslur hafa veriö gerðar á æðstu stjórn Flugleiða. Emil Guðmundsson, sem verið hefur hótelstjóri á Loftleiðum, Áburðarverksmiðjan: Ríkissátta- semjari lagði fram sáttatillögu Á SÁTTAFUNDI síðdegis í gær lagði ríkissáttasemjari fram sáttatillögu í deilu iðnaðarmanna í Áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi við vinnuveit- endur, sem staðið hefur í rúman mánuð. Ekki fengust upplýsingar um innihald tillögunnar í gærkvöldi, en báðir aðilar munu taka afstöðu til hennar fyrir hádegi í dag. Magnús Geirsson forsvarsmað- ur verkfallsmanna, sagði að tillag- an yrði kynnt og borin undir at- kvæði þeirra 18 iðnaðarmanna, sem verið hafa í verkfalli, kl. 9.00 f.h. í dag. Atkvæðin verða talin í húsakynnum sáttasemjara klukk- an 11.00 og mun þá afstaða vinnu- veitenda ennfremur liggja fyrir, að sögn Hákonar Björnssonar for- stjóra Áburðarverksmiðjunnar. Magnús Geirsson sagði að ekki hefði verið tekin afstaða til þess hvort iðnaðarmenn gengju strax til starfa eftir hádegi ef samkomu- lag næðist. Hákon Björnsson sagði að enn væri unnið við framleiðslu vetnis, kolefnis og ammmóníaks i verk- smiðjunni, en vélarbilun hefur komið í veg fyrir að hægt hafi verið að fullvinna árburðinn sl. hálfan mánuð. Iðnaðarmennirnir sem eru í verkfalli sjá um viðhald vélanna. Sex sækja um embætti lög- reglustjóra SEX SÆKJA um stöðu embættis lögreglustjórans í Reykjavík, sem verður veitt frá 1. desember næstkomandi. Þeir eru Böðvar Bragason, sýslumaður í Rangárvallasýslu, Hjalti Zóphaníasson, deildar- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, Stefán Hirst, skrif- stofustjóri við embætti Lög- reglustjórans í Reykjavík, Sverrir Einarsson, sakadómari, og William Thomas Möller, aðalfulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. verður sölustjóri í Kaupmannahöfn. Einar Olgeirsson tekur við stjórn Hótels Loftleiða, en hann hefur veitt Hótel Esju forstöðu. Hans stöðu þar tekur Hans Indriðason, sem verið hefur yfirmaður norðursvæðis. Vil- hjálmur Guðmundsson verður yfir- maður norðursvæðis, en hann var sölustjóri í Kaupmannahöfn. Nýr sölustjóri innanlandsdeildar verður Sveinn Sæmundsson og tekur Sæ- mundur Guðvinsson einn við blaða- og fréttadeild Flugleiða, en þeir saman hafa veitt deildinni forstöðu. Bretlandseyjar hafa verið færð- ar undan norðursvæði, þannig að ísland og Norðurlönd heyra ein- göngu undir það. Einar Helgason, sem hefur verið yfir stöðvarrekstri á Keflavíkurflugvelli, verður einn- ig yfir sölumálum á Bretlandseyj- um. „Þetta er liður í breytingum, sem við hófumst handa um í vor. Við leggjum áherzlu á að menn öðlist yfirsýn yfir fyrirtækið með tilfærslu milli deilda," sagði Sig- urður Helgason, yngri, forstjóri Flugleiða í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Bandaríkjamarkaður: Morgunblaftií/Júllus Tíð slys á gömlum konum í umferðinni TÆPLEGA áttræð kona var flutt meðvitundarlaus með höfuðáverka í slysadeild Borgarspítalans eftir að hafa orðið fyrir bifreið á Frakka- stíg í hádeginu í gær. Hún var á leið yfir götuna þegar hún varð fyrir fólksbifreið, sem ekið var niður Frakkastíginn. Slysið á Frakkastíg er hið þriðja á skömmum tíma er full- orðnar konur hafa orðið fyrir bifreið. 75 ára kona liggur með- vitundarlaus i sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bifreið á Snorrabraut á mánudag. í síð- ustu viku varð liðlega áttræð kona fyrir bifreið í Lækjargötu. Hún var á leið yfir gangbraut þegar hún varð fyrir hemlalausri bifreið. Konan lærbrotnaði, fót- brotnaði og hlaut höfuðáverka. Tilraun verður gerð til útflutnings á lambakjöti Aætlun Sigurgeirs Þorgeirssonar til umf jöllunar í landbúnaðarráðuneytinu ÁÆTLUN dr. Sigurgeirs Þorgeirs- sonar sauófjárræktarráðunautar um tilraun til útflutning lambakjöts til Bandaríkjanna { haust er nú til at- hugunar í landbúnaðarráðuneytinu. Bjarni Guðmundsson aðstoðarmaöur ráðherra sagði í gær að ákveðið væri að gera tilraun til útflutnings í haust en óákveðið væri hvernig að slíkri tilraun yrði staðið. Sagði hann að tillögur Sigurgeirs væru til umfjöll- unar og væri ákvörðunar um fram- hald málsins að vænta fljótlega. ■.1 áætlunum minum legg ég til að þetta mál verði tekið fyrir sem tilraunaverkefni landbúnaðar- ráðuneytisins undir stjórn sér- stakrar verkefnisstjórnar sem skipuð verði mönnum með þekk- ingu á kjöti og markaðsfærslu," sagði Sigurgeir þegar hann var spurður út í áætlanirnar. Hann sagði að þegar yrði að hefjast handa því komið væri að sláturtíð en í sláturtíðinni yrði að velja sér- staklega gott kjöt sem hentaði Bandaríkjamarkaði. Þá þyrfti að reyna að fá viðurkenningu á pökk- unaraðstöðu. Hafði hann hið nýja sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli í huga fyrir pökkun en að lömbunum yrði slátrað í Borgarnesi. Þá þyrfti starfshópur- inn að fara ofan í þá kostnaðar- áætlun fyrir auglýsingar og til- raunavinnu sem hann hefði gert og sækja um fjármagn í Fram- leiðnisjóð landbúnaðarins til að fjármagna þann kostnað. „Að því tilskyldu að pökkunar- aðstaða og nauðsynlegt fjármagn fáist er það tillaga mín að væntan- legum viðskiptaaðilum verði boðið hingað til lands. Hér verði aðstæð- ur kynntar fyrir þeim, komið á persónulegum kynnum og gengið frá samningum um magn og verð. Þá kemur í ljós hvort þessir menn Egg nú í fyrsta skipti verðlögð í sexmannanefnd FÉLÖG hrossabænda, eggjafram- leiðenda og kartöflubænda hafa samþykkt að fela verðlagsnefnd bú- vara (sexmannanefnd) að verðleggja framleiðsluvörur þessara búgreina. Egg voru ekki verðlögð í eldri sex- mannanefndinni en nefndin hefur verðlagt kartöflur og hrossakjöt í mörg ár. Erindi stjórna Félags hrossa- bænda, Sambands eggjaframleið- enda og Landssambands kartöflu- bænda sóttu formlega um aðild að „Ekki orð um frumvarpið fyrr en ég legg það framu — segir Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra „ÉG GEF nákvæmlega ekkert upp um fjárlagafrumvarpið fyrr en það verður lagt fram á Alþingi," sagöi Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra er blaðamaður Morgun- blaðsins spurði hann hvort hann hefði í hyggju að leggja einn fram fjárlagafrumvarp, færi svo að ekki næðist samstaða í ríkisstjórn um gerð frumvarpsins. „Ef einhverjir aðrir vilja gefa upplýsingar af ríkisstjórnar- fundum, þar sem fjárlagagerð er til umræðu, þá get ég ekki komið í veg fyrir það,“ sagði fjármála- ráðherra. Fjármálaráðherra sagði að þau drög að frumvarpi sem hann hefði kynnt í ríkisstjórninni í fyrradag, væru í algiöru sam- ræmi við þann ramma sem ríkis- stjórnin hefði verið búin að setja sér. „Ég kannast því ekki við neinn bullandi ágreining um fjárlagagerð innan ríkisstjórn- arinnar," sagði Albert. Ekki er þess að vænta að mál þessi skýrist fyrr en að afstöðn- um þingflokksfundum stjórnar- flokkanna í dag og á morgun. Stéttarsambandi bænda fyrir stjórnarfund Stéttarsambandsins sem haldinn var nýlega en á síð- asta aðalfundi Stéttarsambands bænda var aðild búgreinafélag- anna samþykkt með ákveðnum skilyrðum eins og kunnugt er. Stjórn Stéttarsambandsins hefur ekki gengið endanlega frá skilyrð- unum og samþykkti því aðild þess- ara þriggja búgreinasambanda til bráðabirgða til að opna þeim leið til að láta sexmannanefndina verð- leggja búvörur þeirra. Eggjafram- leiðendur eru klofnir í tvö félög, Samband eggjaframleiðenda og Félag alifuglabænda, og hefur aðeins annað félagið, Samband eggjaframleiðenda, óskað eftir aðild að Stéttarsambandinu verðlagningu sexmannanefndar. því félagi er meirihluti framleið- endanna en talið er að félagar í Félagi alifuglabænda ráði yfir meirihluta framleiðslunnar. f lögunum um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum segir að sexmannanefnd skuli semja um verðlagsgrundvöll og ákveða verð á afurðum sérbúgreina enda komi fram um það ósk frá Stéttarsam- bandi bænda og viðurkenndum samtökum búvöruframleiðenda í viðkomandi grein (búgreinasam- bönd sem ráðherra viðurkennir að fengnu samþykki Stéttarsam- bands bænda). standa við þau orð sem þeir létu falla í heimsókn okkar Gunnars Páls Ingólfssonar til Bandaríkj- anna á dögunum. Ef þeir gera það, sem ég efast ekki um, er verkefnið komið á fastan grundvöll og getur haldið áfram samkvæmt þeim samningi sem gerður verður við Bandaríkjamennina," sagði Sigur- geir. Hann sagði einnig að fylgja yrði viðskiptunum vel eftir, bæði hér heima og eins úti. Einkum yrði að leggja áherslu á kynningu í versl- unum og meðal verslunarstjóra viðkomandi verslanakeðja ogeinn- ig yrði að fylgjast rækilega með sölunni ytra. Sigurgeir sagðist leggja til að tekin yrðu frá að minnsta kosti 100 tonn af kjöti í sláturtíðinni fyrir þennan útflutning. Hann taldi að útflutningur ætti að geta hafist í nóvember. Beinan auka- kostnað við þetta tilraunaverkefni áætlar hann 4-5 milljónir kr. í haust. Það gerði hann sér vonir um að gæti sparast í minni út- flutningsbótum af þeim 100 tonn- um sem hugsanlegt væri að selja til Bandaríkjanna, miðað við það verð sem þar ætti að fást. Átta sækja um embætti bæjar- fógeta á Akranesi ÁTTA sækja um embætti bæj- arfógeta á Akranesi, sem er laust frá 1. nóvember næstkom- andi. Umsækjendur eru Barði Þórhallsson, bæjarfógeti á ól- afsfirði, Halldór Kristinsson, bæjarfógeti í Bolungarvík, Jón Sveinsson, héraðsdómslög- maður á Ákranesi, Pétur Þor- steinsson, sýslumaður í Dala- sýslu, Sigurður Gizurarson, sýslumaður í Þingeyjarsýslu og bæjarfógeti á Husavík, Þor- steinn Skúlason, bæjarfógeti í Neskaupstað, og tveir umsækj- enda æskja nafnleyndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.