Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985
Tilfærslur hjá
Flugleiöum
NOKKRAR breytingar og tilfærslur
hafa veriö gerðar á æðstu stjórn
Flugleiða. Emil Guðmundsson, sem
verið hefur hótelstjóri á Loftleiðum,
Áburðarverksmiðjan:
Ríkissátta-
semjari
lagði fram
sáttatillögu
Á SÁTTAFUNDI síðdegis í gær lagði
ríkissáttasemjari fram sáttatillögu í
deilu iðnaðarmanna í Áburðarverk-
smiðjunni í Gufunesi við vinnuveit-
endur, sem staðið hefur í rúman
mánuð. Ekki fengust upplýsingar um
innihald tillögunnar í gærkvöldi, en
báðir aðilar munu taka afstöðu til
hennar fyrir hádegi í dag.
Magnús Geirsson forsvarsmað-
ur verkfallsmanna, sagði að tillag-
an yrði kynnt og borin undir at-
kvæði þeirra 18 iðnaðarmanna,
sem verið hafa í verkfalli, kl. 9.00
f.h. í dag. Atkvæðin verða talin í
húsakynnum sáttasemjara klukk-
an 11.00 og mun þá afstaða vinnu-
veitenda ennfremur liggja fyrir,
að sögn Hákonar Björnssonar for-
stjóra Áburðarverksmiðjunnar.
Magnús Geirsson sagði að ekki
hefði verið tekin afstaða til þess
hvort iðnaðarmenn gengju strax
til starfa eftir hádegi ef samkomu-
lag næðist.
Hákon Björnsson sagði að enn
væri unnið við framleiðslu vetnis,
kolefnis og ammmóníaks i verk-
smiðjunni, en vélarbilun hefur
komið í veg fyrir að hægt hafi
verið að fullvinna árburðinn sl.
hálfan mánuð. Iðnaðarmennirnir
sem eru í verkfalli sjá um viðhald
vélanna.
Sex sækja um
embætti lög-
reglustjóra
SEX SÆKJA um stöðu embættis
lögreglustjórans í Reykjavík, sem
verður veitt frá 1. desember
næstkomandi.
Þeir eru Böðvar Bragason,
sýslumaður í Rangárvallasýslu,
Hjalti Zóphaníasson, deildar-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu,
Kjartan Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins, Stefán Hirst, skrif-
stofustjóri við embætti Lög-
reglustjórans í Reykjavík,
Sverrir Einarsson, sakadómari,
og William Thomas Möller,
aðalfulltrúi lögreglustjórans í
Reykjavík.
verður sölustjóri í Kaupmannahöfn.
Einar Olgeirsson tekur við stjórn
Hótels Loftleiða, en hann hefur veitt
Hótel Esju forstöðu. Hans stöðu þar
tekur Hans Indriðason, sem verið
hefur yfirmaður norðursvæðis. Vil-
hjálmur Guðmundsson verður yfir-
maður norðursvæðis, en hann var
sölustjóri í Kaupmannahöfn. Nýr
sölustjóri innanlandsdeildar verður
Sveinn Sæmundsson og tekur Sæ-
mundur Guðvinsson einn við blaða-
og fréttadeild Flugleiða, en þeir
saman hafa veitt deildinni forstöðu.
Bretlandseyjar hafa verið færð-
ar undan norðursvæði, þannig að
ísland og Norðurlönd heyra ein-
göngu undir það. Einar Helgason,
sem hefur verið yfir stöðvarrekstri
á Keflavíkurflugvelli, verður einn-
ig yfir sölumálum á Bretlandseyj-
um. „Þetta er liður í breytingum,
sem við hófumst handa um í vor.
Við leggjum áherzlu á að menn
öðlist yfirsýn yfir fyrirtækið með
tilfærslu milli deilda," sagði Sig-
urður Helgason, yngri, forstjóri
Flugleiða í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi.
Bandaríkjamarkaður:
Morgunblaftií/Júllus
Tíð slys á gömlum konum í umferðinni
TÆPLEGA áttræð kona var flutt
meðvitundarlaus með höfuðáverka
í slysadeild Borgarspítalans eftir
að hafa orðið fyrir bifreið á Frakka-
stíg í hádeginu í gær. Hún var á
leið yfir götuna þegar hún varð
fyrir fólksbifreið, sem ekið var
niður Frakkastíginn.
Slysið á Frakkastíg er hið
þriðja á skömmum tíma er full-
orðnar konur hafa orðið fyrir
bifreið. 75 ára kona liggur með-
vitundarlaus i sjúkrahúsi eftir
að hafa orðið fyrir bifreið á
Snorrabraut á mánudag. í síð-
ustu viku varð liðlega áttræð
kona fyrir bifreið í Lækjargötu.
Hún var á leið yfir gangbraut
þegar hún varð fyrir hemlalausri
bifreið. Konan lærbrotnaði, fót-
brotnaði og hlaut höfuðáverka.
Tilraun verður gerð til
útflutnings á lambakjöti
Aætlun Sigurgeirs Þorgeirssonar til umf jöllunar í landbúnaðarráðuneytinu
ÁÆTLUN dr. Sigurgeirs Þorgeirs-
sonar sauófjárræktarráðunautar um
tilraun til útflutning lambakjöts til
Bandaríkjanna { haust er nú til at-
hugunar í landbúnaðarráðuneytinu.
Bjarni Guðmundsson aðstoðarmaöur
ráðherra sagði í gær að ákveðið væri
að gera tilraun til útflutnings í haust
en óákveðið væri hvernig að slíkri
tilraun yrði staðið. Sagði hann að
tillögur Sigurgeirs væru til umfjöll-
unar og væri ákvörðunar um fram-
hald málsins að vænta fljótlega.
■.1 áætlunum minum legg ég til
að þetta mál verði tekið fyrir sem
tilraunaverkefni landbúnaðar-
ráðuneytisins undir stjórn sér-
stakrar verkefnisstjórnar sem
skipuð verði mönnum með þekk-
ingu á kjöti og markaðsfærslu,"
sagði Sigurgeir þegar hann var
spurður út í áætlanirnar. Hann
sagði að þegar yrði að hefjast
handa því komið væri að sláturtíð
en í sláturtíðinni yrði að velja sér-
staklega gott kjöt sem hentaði
Bandaríkjamarkaði. Þá þyrfti að
reyna að fá viðurkenningu á pökk-
unaraðstöðu. Hafði hann hið nýja
sláturhús Sláturfélags Suðurlands
á Hvolsvelli í huga fyrir pökkun
en að lömbunum yrði slátrað í
Borgarnesi. Þá þyrfti starfshópur-
inn að fara ofan í þá kostnaðar-
áætlun fyrir auglýsingar og til-
raunavinnu sem hann hefði gert
og sækja um fjármagn í Fram-
leiðnisjóð landbúnaðarins til að
fjármagna þann kostnað.
„Að því tilskyldu að pökkunar-
aðstaða og nauðsynlegt fjármagn
fáist er það tillaga mín að væntan-
legum viðskiptaaðilum verði boðið
hingað til lands. Hér verði aðstæð-
ur kynntar fyrir þeim, komið á
persónulegum kynnum og gengið
frá samningum um magn og verð.
Þá kemur í ljós hvort þessir menn
Egg nú í fyrsta
skipti verðlögð í
sexmannanefnd
FÉLÖG hrossabænda, eggjafram-
leiðenda og kartöflubænda hafa
samþykkt að fela verðlagsnefnd bú-
vara (sexmannanefnd) að verðleggja
framleiðsluvörur þessara búgreina.
Egg voru ekki verðlögð í eldri sex-
mannanefndinni en nefndin hefur
verðlagt kartöflur og hrossakjöt í
mörg ár.
Erindi stjórna Félags hrossa-
bænda, Sambands eggjaframleið-
enda og Landssambands kartöflu-
bænda sóttu formlega um aðild að
„Ekki orð um frumvarpið
fyrr en ég legg það framu
— segir Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra
„ÉG GEF nákvæmlega ekkert upp
um fjárlagafrumvarpið fyrr en það
verður lagt fram á Alþingi," sagöi
Albert Guðmundsson fjármálaráð-
herra er blaðamaður Morgun-
blaðsins spurði hann hvort hann
hefði í hyggju að leggja einn fram
fjárlagafrumvarp, færi svo að ekki
næðist samstaða í ríkisstjórn um
gerð frumvarpsins.
„Ef einhverjir aðrir vilja gefa
upplýsingar af ríkisstjórnar-
fundum, þar sem fjárlagagerð er
til umræðu, þá get ég ekki komið
í veg fyrir það,“ sagði fjármála-
ráðherra.
Fjármálaráðherra sagði að
þau drög að frumvarpi sem hann
hefði kynnt í ríkisstjórninni í
fyrradag, væru í algiöru sam-
ræmi við þann ramma sem ríkis-
stjórnin hefði verið búin að setja
sér. „Ég kannast því ekki við
neinn bullandi ágreining um
fjárlagagerð innan ríkisstjórn-
arinnar," sagði Albert.
Ekki er þess að vænta að mál
þessi skýrist fyrr en að afstöðn-
um þingflokksfundum stjórnar-
flokkanna í dag og á morgun.
Stéttarsambandi bænda fyrir
stjórnarfund Stéttarsambandsins
sem haldinn var nýlega en á síð-
asta aðalfundi Stéttarsambands
bænda var aðild búgreinafélag-
anna samþykkt með ákveðnum
skilyrðum eins og kunnugt er.
Stjórn Stéttarsambandsins hefur
ekki gengið endanlega frá skilyrð-
unum og samþykkti því aðild þess-
ara þriggja búgreinasambanda til
bráðabirgða til að opna þeim leið
til að láta sexmannanefndina verð-
leggja búvörur þeirra. Eggjafram-
leiðendur eru klofnir í tvö félög,
Samband eggjaframleiðenda og
Félag alifuglabænda, og hefur
aðeins annað félagið, Samband
eggjaframleiðenda, óskað eftir
aðild að Stéttarsambandinu
verðlagningu sexmannanefndar.
því félagi er meirihluti framleið-
endanna en talið er að félagar í
Félagi alifuglabænda ráði yfir
meirihluta framleiðslunnar.
f lögunum um framleiðslu, verð-
lagningu og sölu á búvörum segir
að sexmannanefnd skuli semja um
verðlagsgrundvöll og ákveða verð
á afurðum sérbúgreina enda komi
fram um það ósk frá Stéttarsam-
bandi bænda og viðurkenndum
samtökum búvöruframleiðenda í
viðkomandi grein (búgreinasam-
bönd sem ráðherra viðurkennir að
fengnu samþykki Stéttarsam-
bands bænda).
standa við þau orð sem þeir létu
falla í heimsókn okkar Gunnars
Páls Ingólfssonar til Bandaríkj-
anna á dögunum. Ef þeir gera það,
sem ég efast ekki um, er verkefnið
komið á fastan grundvöll og getur
haldið áfram samkvæmt þeim
samningi sem gerður verður við
Bandaríkjamennina," sagði Sigur-
geir.
Hann sagði einnig að fylgja yrði
viðskiptunum vel eftir, bæði hér
heima og eins úti. Einkum yrði að
leggja áherslu á kynningu í versl-
unum og meðal verslunarstjóra
viðkomandi verslanakeðja ogeinn-
ig yrði að fylgjast rækilega með
sölunni ytra.
Sigurgeir sagðist leggja til að
tekin yrðu frá að minnsta kosti
100 tonn af kjöti í sláturtíðinni
fyrir þennan útflutning. Hann
taldi að útflutningur ætti að geta
hafist í nóvember. Beinan auka-
kostnað við þetta tilraunaverkefni
áætlar hann 4-5 milljónir kr. í
haust. Það gerði hann sér vonir
um að gæti sparast í minni út-
flutningsbótum af þeim 100 tonn-
um sem hugsanlegt væri að selja
til Bandaríkjanna, miðað við það
verð sem þar ætti að fást.
Átta sækja um
embætti bæjar-
fógeta á Akranesi
ÁTTA sækja um embætti bæj-
arfógeta á Akranesi, sem er
laust frá 1. nóvember næstkom-
andi. Umsækjendur eru Barði
Þórhallsson, bæjarfógeti á ól-
afsfirði, Halldór Kristinsson,
bæjarfógeti í Bolungarvík, Jón
Sveinsson, héraðsdómslög-
maður á Ákranesi, Pétur Þor-
steinsson, sýslumaður í Dala-
sýslu, Sigurður Gizurarson,
sýslumaður í Þingeyjarsýslu og
bæjarfógeti á Husavík, Þor-
steinn Skúlason, bæjarfógeti í
Neskaupstað, og tveir umsækj-
enda æskja nafnleyndar.