Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 60
KEILUSALUWIWW OPIWW 1000-00.30 EVTT KDRT AliS SttOAR FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. ' *** -'r*-1 ‘ iSw'VÍ'w Erró og Laxness Ég kunni ekki við annað en hafa hæsta fjall heims í baksýn, sagði Erró, er hann sýndi Halldóri Laxness málverk sitt af skáldinu. Listamaðurinn málaði verkið fyrir Reykjavíkurborg. Það verður sýnt í Norræna húsinu ásamt fleiri verkum Errós. Sjá nánar á bls. 4. Fundur fram á nótt í bónusdeilunni: Viðbrögð dræm við nýjum tillögum VMSI UNDIRTEKTIR VSÍ voru fremur dræmar við breyttum tillögum VMSÍ í samningaviðræðum um nýjan landssamning um bónus, en tillög- urnar voru lagðar fram á fundi aðila um miðjan dag í gær. Töldu þeir þar aðeins um nýja útfærslu að ræða á fyrri kröfugerð, en VSÍ hefur hafnað þeim hluta hennar sem lýtur að föstu álagi á vinnustund í bónus, þar sem sú krafa heyri ekki til bónus- samninga. Fundarhlé var gert seinnipartinn og hófst fundur aftur klukkan 21 og stóð enn um mið- nætti, er Morgunblaðið fór í prent- un. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaösins hafði þá einkum verið rætt um fasta nýtingu í bónus í stað marknýtingar og hafði heldur dregið saman með aðilum. Breytingarnar á kröfugerð VMSÍ felast í því að í stað 30 króna fasts gjalds sem komi á hverja unna vinnustund í bónus, er gerð krafa um að bónusgrunnur hækki um 10 krónur, en hann er nú 81 króna. Þá komi 10 króna gjald ofan á unnan vinnustund í bónus eftir 6 mánaða starf og aðr- ar 10 krónur til viðbótar til þeirra sem hafa 2ja ára starfsreynslu. Framkvæmdastjórn Verka- mannasambandsins hélt fund í gær og var þar gagnrýnt að fram- kvæmdanefndin skyldi ekki hafa verið höfð með í ráðum, þegar teknar voru ákvarðanir um að stöðva vinnu í bónus, en samn- inganefnd sambandsins í bónus- samningunum hefur farið með þessi mál. Engar samþykktir voru þó gerðar á fundinum, en annar fundur framkvæmdastjórnarinn- ar verður í næstu viku. Þá var fundur í Vestmannaeyj- um um bónussamninga, en ákveð- ið að bíða átekta og sjá hverju fram yndi í samningunum í Reykjavík í gær, áður en frekari fundahöld yrðu ákveðin. Akranes og Fáskrúðsfjörður bættust í gær í hóp þeirra staða, þar sem bónusvinnustöðvun hefur tekið gildi. í dag kemur samúðar- bónusvinnustöðvun til fram- kvæmda hjá Dagsbrún og á morg- un hjá Framsókn í Reykjavík. Bónusvinnustöðvun verður í dag á Stöðvarfirði og á morgun, föstu- dag, hafa verið boðaðar stöðvanir á Þorlákshöfn, Höfn í Hornafirði, Neskaupstað og á Þórshöfn. Fleiri félög hafa boðað stöðvun í næstu viku. Framleiðsla hefur minnkað víða í kringum helming, þar sem stöðvunin er komin til fram- kvæmda. Búist er við úrskurði Félags- dóms í næstu viku varðandi lög- mæti samúðarbónusvinnustöðvan- Bann við bjórlíki í gildi á laugardag: Kráareig- endur með uppákomu í miðbænum EIGENDUR nokkurra veitingastaða í miöbænum - svokallaðra kráa - hafa sótt um leyfi til cmbættis lögreglu- stjóra í Reykjavík til uppákomu í miðbænum á laugardag. Með því vilja þeir minnast þess að þá gengur í gildi bann dómsmálaráðherra, Jons Helga- sonar, á sölu svokallaðs bjórlíkis. Um er að ræöa eigendur Gauks á Stöng, Fógetans, Duus og Hellisins. Frá og með laugardegi verður - „óheimilt að framreiða öl, sem áður hefur verð blandað áfengi. Veitinga- mönnum, sem hafa með höndum veitingar áfengis, er skylt að gæta þess, að veitingar og umgengni séu með menningarbrag," eins og stend- ur í reglugerð dómsmálaráðuneytis- ins. í samtali við Morgunblaðið í gær, sagði Guðvarður Gíslason, framkvæmdastjóri Gauks á Stöng, að með uppákomu vildu kráareig- endur leggja áherzlu á að áfram geti gestir pantað svokallað bjórlíki og verði það þá blandað að þeim viðstöddum. Snýst til norðanáttar REIKNAÐ er með að sunnan- og suðaustanáttirnar sem hafa verið ríkjandi undanfarna daga séu á undanhaldi og í gærkvöldi spáði Veðurstofan að í nótt og í dag snerist vindur smám saman til norðlægrar áttar aftur, með kóln- andi veðri. Nokkur hlýindi voru norðan- lands og austan í byrjun vikunn- ar og komst hiti á Akureyri í tæp 15 stig á þriðjudaginn. Hvalfjörður: Kræklings- rækt undir herskipa- bryggjunni HAFIN er tilraun með kræklingsrækt (krákuskel) í Hvalfirði. Fyrirtækið Napi, sem fimm áhugamenn um kræklingsrækt stofnuðu í vor, stendur fyrir þessum tilraunum og eru krækl- ingshengjurnar festar á gömlu her- skipabryggjuna í Hvítanesi. Úlfar Antonsson líffræðingur, sem er einn fimmmenninganna, segir að ekkert vandamál sé að framleiða krækling hér á landi en viss vandamál geti verið við sölu hans. Innanlandsmarkaðurinn sé lítill og því þurfi að byggja á út- flutningi á erlenda markaði. Á vegum fyrirtækisins er nú unnið að markaðskönnun og ræðst framtíð kræklingsræktarinnar af niðurstöð- um hennar. í Hvalfirði og víðar hér við land er mikið af kræklingi en hann hefur ekki verið ræktaður hér áður svo vitað sé, fyrir utan tilraun Hafrann- sóknastofnunar í Höfnum fyrir mörgum árum, en sú tilraun eyði- lagðist í slæmu veðri. Sjá „Fimm fiskeldisstöðvar í Hval- firði“,ábls. 34-35. Glettingur hf. í Þorlákshöfn: Enskar stúlkur ráðnar Innlendur vinnukraftur ekki fáanlegur 6 ENSKAR stúlkur eru væntanleg- ar hingað til lands næstkomandi mánudag til að vinna í fiski hjá Glettingi hf. í Þorlákshöfn. Aðrar 6 eru væntanlegar síðar í mánuðin- um. Hefur fyrirtækið ekki séð sér fært að fá nægilegan mannafla til vinnslunnar á annan hátt. Pétur Björnsson, starfsmaður J. Marr & Son í Hull, hafði meðal annarra hönd í bagga við ráðn- ingu stúlknanna. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að forsaga málsins væri sú, að fyrir nokkru hefði hann útvegað tveimur fyrirtækjum á íslandi enska fiskflakara í vinnu. Þeir hefðu verið í Glettingi og hjá Jóni Ásbjörnssyni. Stjórnendur Glettii g hcfði itrekað augíýst eftir fólki heima til starfa i fisk- vinnslunni en án árangurs Þeir hefðu þá gripið til þess ráðs, að senda flakarana í V-'':'nrfr: til Hull t’ að ná í alú:*.-: . ....au. Þeir hefðu haft samband við blöð og útvarp á Humber-svæðinu og auglýst á þann hátt. J. Marr & Son hefði veitt þeim aðstöðu til að taka á móti umsóknum og það hefði hreinlega orðið sprenging í skiptiborði fyrirtækisins, svo mikil hefði svörunin verið. Mikið væri gert úr þessu á svæðinu, bæði í blöðum og útvarpi og þætti mörgum það merkilegt að íslenzk fyrirtæki réðu enskar stúlkur í vinnu, sérstaklega með tilliti til þorskastríðsins og af- lciðinga þess fyrir Hull og Grimsby. Pétur sagði, að stúlkurnar fengju ferðir, fæði og húsnæði greitt, en að öðru leyti fengju þær sömu laun og annað starfs- fólk. Þetta væru duglegar stúlk- ur, vanar fiskvinnslu og ættu því fyllilega að vera vinnunni vaxn- ar. anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.