Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 Minning: Sigríður Emilía Bergsteinsdóttir Halldór Kristinn Ólafsson - Minning Fedd 12. nóvember 1907 Dáin 30. ígúst 1985 Mér er ljúft og skylt að minnast nokkrum orðum tengdamóður minnar sem lést 30. ágúst síðast- Iiðinn, 77 ára að aldri. Emma, eins og hún var oftast kölluð, fæddist í Reykjavík 12. nóvember 1907, dóttir Maríu Sig- urðardóttur og Bergsteins Sveins- sonar. Hún ólst upp hjá föður sín- um austur i Ölfusi til fermingar- aldurs en fluttist þá til Reykjavík- ur. Þar bjó hún með móður sinni þar til hún stofnaði eigið heimili. Alla tíð síðan átti Maria heimili hjá dóttur sinni. Þann 7. febrúar árið 1931 giftist Emma Sigurði Jónssyni verkamanni og siðar vörubifreiðarstjóra frá Minni- Völlum í Landsveit. Þau bjuggu alla tíð i Reykjavík, lengi í Stór- holti 23 sem þeir bræður Sigurður og Guðjón byggðu i sameiningu en lengst í Hvassaleiti 30. Haustið 1976 létust þau María og Sigurður með stuttu millibili. Emma bjó áfram i Hvassaleiti 30 til dauða- dags. Um tíma var hún ein en um nokkurra ára skeið hefur Þórir sonur hennar átt heimili hjá henni. Þá höfðu sum barnabörnin þar aðsetur um lengri eða skemmri tíma vegna náms eða vinnu í Reykjavík. Emma og Siggi eignuðust 4 börn. Elstur er Þórir, veðurfræð- ingur í Reykjavík, og á hann einn son. Þuríður er húsmóðir og kenn- ari og búsett i Biskupstungum. Hún er gift Sigurjóni Kristinssyni og eiga þau 4 börn. Katrín vinnur á Veðurstofu íslands. Hún er gift Inga Viðari Árnasyni og eiga þau 3 börn. Jóna Sigrún er húsmóðir í Eyjafirði, gift Eiríki Hreiðarssyni og eiga þau 4 börn. Emma og Siggi voru samhent og vinamörg og jafnan gestkvæmt á heimili þeirra. Á árunum í Stór- holti 23 leigðu þau námsmönnum utan af landi húsnæði um langt skeið. Margir þeirra tengdust fjöl- skyldunni vinaböndum sem hald- ist hafa alla tíð síðan. Emma gekk ekki alltaf heil til skógar og hafði gengist undir stór- ar aðgerðir. Eftir uppskurð og langa sjúkrahúsvist árið 1979 naut hún allgóðrar heilsu en veiktist skyndilega og lést á Borgarspítal- anum eftir mjög skamma sjúk- dómslegu. Kynnin við tengdamóður mína voru mér mikils virði. Eins og títt er metum við slíkt ekki til fulls Iðnfræðslurád: meðan við ennþá erum stöðugt þiggjandi. Því bregður okkur þeg- ar skyndilega er höggvið á lífs- þráðinn og ekki lengur tækifæri að þakka sem skyldi allt sem fram var rétt. Alltaf var gott til hennar að sækja og allt frá okkar fyrstu kynnum hef ég farið einhvers rík- ari af hennar fundi. Emma var glaðvær og glettin og munu margir minnast hennar hlýja viðmóts. Henni var auðvelt að koma auga á spaugilega hlið hlutanna og miðlaði öðrum af léttri lund. Hún fylgdist grannt með gengi þeirra sem voru henni samferða gegnum lífið. Er timinn leið og niðjunum fjölgaði var hún ætíð sú er leita mátti til, miðlaði gæðum og gleði og tók jafnan svari yngri kynslóðarinnar þegar foreldrarnir kvörtuðu yfir börn- unum. Nú er komið að skilnaðarstund að sinni. Ég kveð hana með virð- ingu og þökk fyrir allt sem hún veitti mér og óska henni heilla- ríkrar vistar á Guðs vegum. Ingi Viðar Árnason Kristaltærir dropar falla úr óravíddum himingeimsins. í ör- skotsstund eru þeir sýnilegir og endurvarpa þá margslunginni birtu og litadýrð en þeir falla áfram og hverfa í blámóðu undir- djúpanna. Þannig er líf okkar mannanna. Á mælikvarða eilífðarinnar er mannsævin lítið andartak og lífshlaupið aðeins margbreytilegt litróf sem speglast um stund i litl- um dropa. Þetta litróf á sér þó mikilvægan tilgang. Þegar fólkið sem við elskum deyr eigum við ótal minningar sem lýsa eins og fagurt litróf í hjörtum okkar. Þannig lifa hinir dánu með okkur og vísa veginn til betra lífs. Amma okkar, Sigríður Emilía Bergsteinsdóttir, skilur eftir sig margar minningar hjá þeim sem hana þekktu. Og þeir voru ófáir sem þekktu ömmu því heimili hennar var lengst af fjölmennt og gestamargt enda samkomustaður ört vaxandi fjölskyldu. Langur ævidagur er að baki og amma hefur að lokum öðlast hina eilífu hvíld. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum og margskon- ar erfiðleika þurfti að yfirstíga. Aldrei munum við hana þó öðru- vísi en glaða og reifa, ætíð tilbúna til að ræða við hvern sem var um atburði og vandamál liðandi stundar. Seint munu okkur gleym- ast allar heimsóknirnar { Hvassa- leiti 30. Seint munu okkur gleym- ast öll skiptin er við sátum við eldhúsborðið með ömmu og spjöll- uðum við hana um landsins gagn og nauðsynjar. Og seint mun gleymast glaðleit og huggandi ásýnd gamallar konu sem gott var að leita til er veröldin var vond og heimurinn ósanngjarn. Ungt fólk á stundum erfitt með að skilja hið eilifa lögmál lifs og dauða. Og víst er það að núna veit- ist okkur dálitið erfitt að sætta okkur við fráfall ömmu. En það er huggun harmi gegn að nú er öllu lífsins oki og áhyggjum af henni létt. Nú heldur hún yfir móðuna miklu til fundar við afa og alla hina sem lögðu upp í ferðina á undan henni. Megi góður guð varðveita hana og gefa henni frið. Systkinin í Hraunbæ 70 Fæddur 20. nóvember 1909 Dáinn 5. september 1985 í dag verður afi minn, Gústaf Adolf Guðjónsson, jarðsunginn frá Hallgrimskirkju. Afi fæddist í Reykjavík 20. nóv- ember 1909. Foreldrar hans voru Guðjón Kr. Jónsson, múrari frá Reykjavík, og Elín Eyjólfsdóttir frá Stokkseyri. Þau hjónin eignuð- ust 7 börn og var afi næstelstur. Afi ólst upp i Reykjavík en á sumrin dvaldist hann hjá móður- foreldrum sínum á Bjarnastöðum í Grímsnesi. Um fermingaraldur slitu foreldrar hans samvistir. Til að létta á heimili móður sinnar fór afi að Alviðru í Ölfusi þar sem hann vann sér inn fyrir fæði og klæðum í 3 ár. Afi hóf nám við múraraiðn en vann jafnframt með námi við margvísleg störf. En það dugði ekki til þar sem hann var fyrir- vinna móður sinnar. Varð hann því að hverfa frá námi. Móðir afa lést þegar hann var um tvítugt. Fór hann þá til sjós og vann í nokkur ár á togurum. Afi varð starfsmaður Reykja- vikurborgar 1933 þar sem hann vann við margs konar störf. Árið 1943 hóf hann að starfa á Slökkvi- stöð Reykjavíkur, fyrst sem bruna- vörður en frá 1965 sem aðalvarð- stjóri og gegndi því starfi þar til hann lét af störfum 1976. Samhliða starfi sínu sem brunavörður vann afi lengi vel við múrverk. Það varð hans gæfa þegar hann gekk að eiga Lovísu Sigurrós Ein- arsdóttur þann 16. nóvember 1935. Sigurrós amma var ættuð frá Fremra-Hálsi í Kjós, dóttir hjón- anna Einars Ólafssonar og Jó- hönnu Þorsteinsdóttur. Afi og amma hófu búskap á Lindargötu 36 en fluttu fljótlega í eigið hús á Hörpugötu í Skerja- firði. Eftir nokkurra ára dvöl þar, keyptu þau reisulegt hús á Bjarn- arstíg 11, sem þau gerðu miklar endurbætur á og bjuggu í til ævi- loka. Heimili þeirra var mjög myndarlegt. Bæði voru þau mikil snyrtimenni og handlagin. Afi var þúsundþjalasmiður og amma var lagin við sauma og hannyrðir. Fæddur 7. desember 1956 Dáinn 7. júlí 1985 „Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem sam- úð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum sam- þykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjall- göngumaður sér fjallið best af slétt- unni.“ (Úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran) Það var á síðustu júnídögunum nú í sumar. Ég var komin norður í sveitina mína með dætur mínar til að njóta sumars á heimili foreldra minna. Það var sólbjartur morg- unn þar til siminn hringdi. í sim- anum var frænka mín að flytja okkur þær óskiljanlegu fréttir að Afi var hraustmenni eins og faðir hans. Hann æfði lengi is- lenska glimu með Glímufélaginu Ármanni. Við hátiðleg tækifæri sýndi afi með félögum sinum í Ármanni islenska glímu á Austur- velli. Afi var góður söngmaður og söng með Alþýðukórnum um nokk- urt skeið. En fyrst og fremst hafði hann gaman af að spila á gítar og syngja með fjölskyldu sinni á kvöldin þegar hann var ekki við vinnu. Eftirlætistómstundariðja afa á sumrin var að renna fyrir lax. Fór hann í ótal veiðiferðir með fjölskyldu sinni og föður. Fyrir hjónaband 1930, eignaðist afi dótturina Erlu. Afi og Sigurrós amma eignuðust saman fjögur börn: Einar Halldór 1938, Olaf Sigurvin 1942, Elínu 1945 og Rósu Hönnu 1952. Börn þeirra giftust öll og eiga afkomendur. Barnabörn afa eru orðin 14 og barnabarna- börnin eru orðin 10. Afi missti eiginkonu sína, Sigur- rós, eftir 24 ára hamingjusamt hjónaband. Þau hjónin voru ákaf- lega samrýmd og missir afa því mikill. Börn þeirra voru þá á aldr- inum 7 ára til 21 árs. Afi hélt heimili fyrir 3 yngstu börn sín þar til þau fóru að heiman, en það var ekki langt að fara, því öll hófu þau systkinin búskap á Bjarnarstíg 11. Það liðu ekki mörg ár frá því að yngsta dóttirin fluttist af Bjarnarstígnum þar til að ég flutti i kjallarann til afa, en afi bjó þá á 1. hæð. Móttökurnar voru hlýjar og mér fannst notalegt að vita af honum á hæðinni fyrir ofan mig. Nú eru liðin tæp 8 ár og margs er að minnast. Eftirminnilegar eru sunnudagsbílferðirnar í gamla glæsivagninum, ljósbláum Chevro- let árg. 1954, sem afi kallaði Lett- ann sinn. Afi hafði yndi af að aka Lettanum og skrapp á hverjum degi, þegar vel viðraði, út fyrir borgina. Fyrstu árin sem ég bjó hjá afa átti hann hest sem hét Andvari. Andvari var í miklu uppáhaldi hjá afa og sást afi oft bruna á Lettanum upp í hesthús þar sem hann átti margar ánægju- legar stundir. Við afi áttum margar góðar stunáir saman. Ég hafði gaman Kiddi hefði fengið heilablóðfall daginn áður og verið fluttur suður á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Mín fyrstu viðbrögð voru van- trú. Þetta gat ekki verið satt. Kiddi var aðeins 28 ára. Ég hlaut að hafa misskilið. Næstu dagar liðu milli vonar og ótta. Stundum komu fréttir sem vöktu vonir. Eiginkona Kidda, for- eldrar hans og systkini skiptust á að sitja hjá honum dag og nótt þennan reynslutíma. Þetta var erfiður timi fyrir alla aðstandend- ur, ekki sist þegar veikindi Begga bróður hans og áhyggjur af hon- um bættust við. Sunnudaginn 7. júli var svo slökkt á siðasta von- arneistanum. Kiddi fæddist 7. desember 1956, sonur hjónanna Halldóru Krist- insdóttur og ólafs Þórhallssonar bónda að Syðri-Ánastöðum, Vatnsnesi, V-Húnavatnssýslu. Hann ólst upp á mannmörgu heimili hjá foreldrum sínum, afa sinum Þórhalli, ólöfu ömmu sinni og fjórum systkinum, Þorbjörgu, Þórhildi, Bergi og Júlíusi. Ég man Kidda fyrst grannan, kvikan og glaðlegan strák með ljúfa lund og ljósan hrokkinkoll. Óg þannig var lundin hans alla tíð. Hann var jafnlyndur og glað- lyndur og svo greiðvikinn að ef það var eitthvað sem hann gat af að heyra hann segja frá liðnum tímum en mest spjölluðum við um það sem var efst á baugi hverju sinni i fjölmiðlum. Afi fylgdist geysilega vel með því sem var að gerast í íslensku þjóðfélagi fram á síðustu stundu og hafði mjög sjálf- stæðar skoðanir á hverju málefni. Minnisstætt er mér þegar ég sem lítil stelpa sá í fyrsta skipti áletraða vatnslitamynd sem hékk uppi í stofunni hjá afa. Myndin sýnir hann vera að bjarga tveimur 5 ára drengjum, sem farið höfðu á sleða niður um þunnan isinn á Tjörninni i Reykjavík. Myndinni fylgja áletraðar þakkir foreldra drengjanna fyrir björgunina. Mér fannst mikill fengur í að eiga slík- an afa. Afi var heilsugóður fram eftir aldri enda mjög hraustur maður. Þau fáu skipti sem afi veiktist bar hann veikindi sín ákaflega vel. Snemma á þessu ári fór að bera á því að hann gengi ekki heill til skógar, en afi vildi litið gera úr þvi. Að lokum varð hann að gefast upp og leggjast inn á spítala, þar sem hann dvaldist síðustu 6 vikur ævi sinnar, var aðdáunarvert að sjá hve vel afi bar veikindi sín og hversu þakklátur hann var hjúkr- unarfólkinu á Landspitalanum fyrir góða umönnun. Nú haustar að, laufblöð fölna og falla af trjágreinum. Blómin sem sprungu út í vor, lúta höfði og sofna. En hringrás lífsins er stutt hjá gróðri jarðar. Að voru vaknar allur gróður til lifsins á ný. Hann afi minn sofnaði svefnin- um langa á fyrstu haustdögum en mun vakna upp til bjartara og fegurra lifs þar sem aldrei haustar að. Sigríður Einarsdóttir Gefur út hefti til að kynna iðnnám Iðnfræðsluráð hefur gefið út lit- prentað kynningarhefti sem ber heit-' ið Iðnnám á Islandi. Þetta er tiÞ raunaútgáfa sem verður dreift til allra nemenda 9. bekkjar grunnskóla í upphafi skólaársins 1985-86. I heftinu er útskýrt hvernig iðnnámi er háttað, hvað sé náms- samningur, grunndeild, sveins- próf, meistarabréf og löggilt iðn- grein. iðngreinarnar eru flokkaðar í hópa eða iðngeira, bókagerð, byggingagreinar, málmiðnað og svo framvegis. Gefnar eru stuttar lýsingar á störfum í helstu iðn- greinum innan hvers hóps. Meðal annars eru skýringar á því hvernig náminu sé skipt í verklegt og bók- legt, hvað þurfi að læra á náms- samningi hjá meistara og hvað á vegum iðnfræðsluskólanna. I fréttatilkynningu frá Iðn- fræðsiuráði keniur ennfremur fram að nú sé unnið að því á vegum mermtamálaráðuneytisins að auka náms- og starfsfræðslu í skóla- kerfinu, ' en henni se verulega ábótavant. Minning: GústafA. Guðjónsson fv. aðalvarðstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.