Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 51 Ferskfiskmarkaðurinn á Bretlandi: Höggvið nærri heildar- sölumeti TOGARINN Júlíus Geirmundsson frá ísafirði hjó í gær nærri heildar- sölumetinu I Bretlandi. Hann fékk alls 181.584 pund (10.136.000 krón- ur) fyrir afla sinn, en metið er í eigu Guðbjargar ÍS, sem í sumar fékk 186.158 pund fyrir aflann. Eitt skip, Viðey RE, er þarna á milli en hún fékk 184.567 pund fyrir afla sinn í sumar. Júlíus Geirmundsson seldi alls 219 lestir í Hull. Heildarverð var 10.136.000 krónur, meðalverð 46,28. Þá seldu „tvílembingarnir" frá Vestmannaeyjum, Þórunn Sveins- dóttir og Bylgja, 132,2 lestir í Hull. Heildarverð var 5.167.800 krónur, meðalverð 39,10. Þessi skip hafa að undanförnu verið á veiðum með svokallað tvílembingstroll, en það er dregið af tveimur skipum sam- tímis og aflinn síðan innbyrtur í bæði skipin eða aðeins annað. Eldur í reykofni TALSVERÐAR skemmdir urðu þeg- ar eldur kom upp í reykofni kjöt- vinnslunnar Búrfells á Skúlagötu 22. Þegar starfsmenn mættu til vinnu í gærmorgun urðu þeir þess varir að allt hafði brunnið, sem brunnið gat í reykofni þar sem kjötmeti er reykt. Þeir töldu eldinn slokknaðan og því ekki ástæðu til að kalla á slökkvilið. En þegar leið að hádegi urðu þeir elds varir við loft og kom í Ijós, að eidur var í kring um reykháf frá reykofninum. Slökkviliðið í Reykjavík var kallað á vettvang og varð að rjúfa gat á þak hússins til þess að komast að eldinum. Slökkvistarf gekk tiltölulega vel, en talsvert verk reyndist að rjúfa gat á þakið. Að loknu slökkvistarfi voru slökkviliðsmenn settir á vakt fram eftir degi. 20 ný loð- dýraleyfi NÝLEGA var 20 loðdýraleyfum út- hlutað, 14 leyfum fyrir nýjum refabú- um og stækkun á eldri búum og 6 leyfum fyrir mink. 23 umsóknir lágu fyrir fundi úthlutunarnefndarinnar og var afgreiðslu þriggja umsókna frest- að „á meðan áburðarréttur er kannaður". Flest leyfi voru veitt til Suður-Múlasýslu, eða 5, og 3 í Norður-Þingeyjarsýslu og Árnes- sýslu. Djúpvegur. Lægsta tilboð 72%af áætlun VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Tak sf. í Búðardal átti lægsta tilboð í styrk- ingu Djúpvegar í Álftafirði sem Vegagerð ríkisins bauð nýlega út. Tilboð Taks var 1.300 þúsund kr„ sem er 71,7% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Þrjú önnur fyrirtæki buðu í verkið og voru þau öll innan kostn- aðaráætlunar, það hæsta 85% af kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætl- un Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 1.814 þúsund kr. ★ ★ ★ ★ ★ Spennan er komin í hámarkl Fimm stjörnu kvöldin nálgast fluga Anna Vittúálms * ¥ ¥ Tískusýning í kvöld kl. 21.30 Módel- samtökin sýna Jhótel esju Smidjuvegi 1, sími 46500. Kópavogi, TONAFLOÐ IRIO föstudags- og laugardagskvöld 12 söngvarar ásamt hljómsveitinni Goógá Gestur kvöldsins n MJÖLL HÓLM4LA Miöll Hólm 0 Berta Jón Stef Oddrún Ragnar Geir Guöjón Þorvaldur Edda Friðrik Selma Þór Nielsson Matur framreiddur kl. 20.00. Boröapantanir í síma 46500 frá kl. 13.00—19.00. Húsid opnad öörum en matar gestum kl. 22.00 nfcshnv TCNLEIkSR Hollywoodmodel sýna þaö nýj- asta frá Flónni H0LUMI00D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.