Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985
Námskeið fyrir söng-
fólk og píanóleikara
TVEGGJA vikna námskeið fyrir
söngfólk og píanóleikara hófst i
mánudag í Stekk, sal Tónlistar-
skólans í Reykjavík á Laugavegi
178. Söngnámskeiðinu stjórnar
prófessor Svanhvít Egilsdóttir, sem
kennt hefur við Tónlistar-
háskólann í Vínarborg sl. 24 ár.
Píanókennarinn er breskur, Charl-
es Spencer að nafni, og starfar
hann einnig í Vínarborg.
Svanhvít hefur um árabil hald-
ið söngnámskeið reglulega í
Finnlandi og í Vínarborg. Þátt-
takendur á námskeiðinu hér eru
sextán. Sjö þeirra eru nemendur
Svanhvítar í Vínarborg sem sér-
staklega eru hingað komnir
vegna námskeiðsins. Aðrir þátt-
takendur eru fyrrverandi nem-
endur Svanhvítar og fólk í
söngnámi. Aðeins tveir taka þátt
í námskeiðinu í píanóleik og er
annar þátttakendanna erlendur.
Námskeiðin hefjast kl. 9 á
hverjum morgni og standa fram
eftir kvöldi. Þáttakendur í nám-
skeiðunum hljóta bæði þjálfun
hver í sínu lagi og einnig saman,
þannig að píanóleikararnir leika
undir hjá söngfólkinu. Dóra
Reyndal, kennari í Söngskólan-
um í Reykjavík, er meðal þátt-
takenda í söngnámskeiðinu.
Kvað hún námskeiðin afar gagn-
leg og væri almenn ánægja með-
al þátttakenda. Námskeiðunum
lýkur sunnudaginn 22. september
með tónleikum sem að öllum lík-
indum verða haldnir í Norræna
húsinu.
Seamus Heaney og
Gunnar á Hlíðarenda
mörku er okkur að góðu kunn,
hefur áður flutt ljóð sín í Nor-
ræna húsinu. Það er eitthvað
mjög sannfærandi við þessa
skáldkonu, ljóð hennar herma
frá innilokun þar sem til dæmis
er lagt upp úr andstæðum eins
og skrifstofufólki og fiðrildum. í
Ijóðum hennar er líka andrúms-
loft í anda Orwells, skáldsögu
hans 1984. Stóru og sterku þjóð-
irnar hafa uppi ráðagerðir um
framtíð mannsins og þær skelfa
Marianne Larsen. í Norræna
húsinu minnti hún á tímabæra
staðreynd: Konur eru ekki hund-
ar.
Finnska skáldið Pentti Saar-
itsa tók í ljóðum sínum undir
með Marianne Larsen að ástæða
væri til að óttast. Ljóð Saaritsa
eru hnitmiðuð, raunsæ, en líka í
anda hins frjóa hugmyndaflugs.
Leið hans liggur einhver staðar
mitt á milli sterkrar skynjunar
hversdagsleikans og ljóðræns
margræðis. Meðal yrkisefna
hans er dansinn og heimurinn og
dansinn. Eða eins og Pentti
Seamus Heaney
Saaritsa kvað: „Enginn sagði að
þessi dans myndi duna svo
lengi.“
Kolbeinn Bjarnason flautu-
leikari laðaði fram hugljúfa tóna
handa gestum ljóðahátíðarinnar
og var honum fagnað. Á fyrsta
Ijóðakvöldinu lék Pétur Jónas-
son gítarleikari. Þessi tónlistar-
innskot eru vel til fundin.
■1 \
Spencer henni við hlið, ásamt tveimur þátttakendum á námskeiðinu.
Hvernig
( lístþérá?
Ehthandfdng
ístaóþriggja
Bókmenntir
Jóhann Hjélmarsson
Norræna húsið:
Norræn Ijóðlistarhátíð.
Ljóðakvöld:
Georges Astalos, Seamus Heaney,
Marianne Larsen, Pentti Saaritsa,
Sigurður Pálsson.
TónlLst:
Kolbeinn Bjarnason.
Annað kvöld Norrænu ljóðlist-
arhátíðarinnar hófst með lestri
Sigurðar Pálssonar sem „knúinn
funhita" las úr ljóðaflokki sínum
Segðu mér að sunnan. Sigurður
sagði frá fundi á ljóðvegum
„milli þín og heimsins" og benti
á að „orð eru líka lyklar að
hlekkjum“. í ljóðum Sigurðar
var tunglið blindfullt. En það
gerðist líka meira. Sigurður las
draumljóð, „orð sem mig hefur
dreymt“, samanber orðið væng-
bjartur tileinkað minningu Vil-
mundar Gylfasonar. Sigurður
kom við í Færeyjum þar sem
síminn syngur og Erlendur Pat-
ursson gengur um Færeyjar
holdi klæddar. Eftir nýjum ljóð-
um að dæma er ljóðræn tjáning
Sigurðar Pálssonar að verða enn
opnari, ekki síst í Reykjavíkur-
ljóðum, stemmningum úr borg-
inni. Sigurður byggir ljóð sín
sem fyrr mikið á hrynjandi
endurtekningum og orðaleikjum.
írska skáldið Seamus Heaney
þykir með merkari skáldum um
þessar mundir. Hann flutti ljóð
sem fjölluðu um það hvernig
skófla breytist í penna hjá nýrri
kynslóð ættaðri úr sveit og las
minningar úr bernsku, ljóð gædd
upprunalegum hljómi, fyndin og
oft skemmtileg. Hann er vanur
upplesari, enda þurfti hann lítið
að styðjast við blöð og bækur og
hann hefur leikhæfileika sem
gera þennan fremur hljóðláta
Þennan stól prýöa allir kostir
sem prýtt hafa skrifstofu-
stólana okkar til þessa og að
auki er hann einfaldari í
stillingu. í staö þriggja
handfanga áöur stillir þú bak
stólsins, setu og hæö hans
meó einu handfangi. Hannaöur
í samvinnu viö sjúkraþjálfara.
STALIÐJAN"f
SMIÐJUVEGI 5, KÖPAVOGI, SÍMI 43211
mann eftirminnilegan. Hann las
nokkur ljóð úr North, bók sem
fjallar í senn um Norður-Irland
og norðurhluta heims. I þeirri
bók er ljóð um Gunnar á Hlíðar-
enda sem Heaney las og var lær-
dómsríkt að kynnast túlkun hins
irska skálds á Njálu sem víða er
bók bóka.
Georges Astalos fæddist í
Búkarest, en hann skrifar á
frönsku. Astalos flutti fáein ljóð
um vötn og höf, fiska, krabba og
mannlega uppreisn sem felur
m.a. í sér losta, ástríðu. „Ég náði
að skynja uppreisn holdsins,”
segir Astalos í ljóði sem Thor
Vilhjálmsson þýddi „á handa-
hlaupum", eins og hann komst
að orði, það er ný tegund þýð-
inga, að minnsta kosti í tengsl-
um við ljóðlistarhátíð þar sem
betur þarf að huga að þýðingum
Okkar stolt
íslensk framleiósla.
Marianne Larsen
og annarri kynr.ingu bókmennta
en rétt gefa sér tíma til að setj-
ast niður og snara.
Astalos er eftir þeim sýnis-
hornum að dæma sem hann las
skáld sem yrkir að nokkru leyti í
anda súrrealisma, en hefur
margt að segja frá eigin brjósti.
Flutningur hans var afar vand-
aður.
Marianne Larsen frá Dan-