Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985
RéttarhöldUm yfir
„Slátraranum
frá Lyon“ frestað
Ljon, Frakklandi, 10. sept AP.
Dómstóllinn í Lyon hefur fyrir-
skipað enn frekari rannsóknir á
ákærum gegn stríósglæpamanninum
Klaus Barbie. Búist hafði verið við
að réttarhöldin yfir Barbie, sem er
72 ára og þekktur undir nafninu
„Slátrarinn frá Lyon“, hæfust í nóv-
ember, en nú er líklegt að þeim
verði frestað þar til í janúar 1986.
Barbie var yfirforingi Gestapo í
Lyon frá 1942 til 1944 og var
dæmdur til dauða af frönskum
herrétti 1952 og 1954. Hann var
ákærður fyrir að hafa fyrirskipað
og tekið þátt í morðum á 4 þúsund
manns og brottflutningi 8 þúsund
andspyrnumanna og gyðinga. Eft-
ir stríðið slapp hann til Bólivíu.
Þaðan var honum vísað úr landi
1983 til Frönsku-Guyana, þar sem
hann var handtekinn og fluttur til
Lyon.
Geimvarnaáætlun Bandaríkjanna:
Fyrsta tilraun-
in á föstudag
— tveir þingmenn krefjast lögbanns
Snjór í Mexíkó á miðju sumri
Wasington, 11. september. AP.
Pentagon hefur ákveðið að fyrsta
tilraun með vopn gegn gervihnöttum
fari fram á lestudag en tveir þing-
menn í stjórnarandstöðu á Banda-
ríkjaþingi hafa í hyggju að leita til
dómstóla til að koma í veg fyrir að af
tilrauninni verði.
í tilrauninni felst að geimvopn-
inu verður skotið frá F-15-orr-
Sautján
líflátnir
Peking, 10. september. AP.
SAUTJÁN menn hafa nýlega ver-
ið líflátnir í Kína fyrir morð,
nauðganir og rán, að því er fram
kemur á veggspjöldum, sem sett
voru upp fyrir framan dómshúsið
í Peking í gær.
Flestir voru mennirnir úr
strjálbýlinu eða atvinnuleys-
ingjar úr borginni, og allir
nema fjórir voru á þrítugs-
aldri. Sex þeirra voru sóttir til
saka fyrir sex mismunandi af-
brot.
Aftökurnar fóru fram í Pek-
ing á tímabilinu frá 23. ágúst
til 5. september, samkvæmt því
sem segir á veggspjöldunum.
Kínverski þjóðarleiðtoginn,
Deng Xiaoping, hóf mikla her-
ferð gegn glæpastarfsemi í ág-
úst 1983, að því er sagt er eftir
að bílalest, sem hann var í,
tafðist drykklanga stund vegna
götubardaga glæpaflokka.
Vestrænir sendiráðsmenn
telja, að í það minnsta 10.000
aftökur hafi farið fram í land-
inu síðan. Dauðadæmdir refsi-
fangar eru skotnir í Kína.
Kalifornía:
Náðu heróíni
fyrir milljón
dollara
Su Jo&é, Kmljforníu, 10. neptember. AP.
BANDARÍSKA eiturlyfjalögreglan
kom höndum yfir meira en einnar
milljónar dollara verðmæti af persn-
esku beróíni og handtók mann sem
álitinn er eigandi þess á föstudag.
Að sögn lögreglunnar er hér um að
ræða hluta af innflutningi alþjóðlegs
smyglarahrings.
Ahmad Sadeghi, þrjátíu og
fimm ára gamall verktaki frá
Sunnyvale í Kaliforníu, var settur
í gæsluvarðhald eftir að hann
hafði boðið útsendara lögreglunn-
ar hylki fullt af heróíni. Álitið er
að eiturlyfið hafi fyrst verið flutt
frá Suðvestur-Asíu til Þýskalands,
en síðan komið fyrir í bíl sem
fluttur var til Bandaríkjanna.
ustuþotu en skotmarkið verður sjö
ára gamall vísindagervihnöttur
yfir Kyrrahafi, að sögn heimildar-
manna sem aðeins vildu veita upp-
lýsingar undir nafnleynd. Þing-
mennirnir Georg Brown og Joseph
Moakley hafa lýst sig andvíga
geimvarnaráætlun Bandaríkj-
anna. Þeir ætla að leggja málið
fyrir fylkisdómstólinn í Wash-
ington og krefjast lögbanns á til-
raunina. Hyggjast þeir byggja
kröfu sína á þeirri röksemd að
stjórn Ronalds Reagan hafi látið
hjá líða að tilkynna þinginu til-
raunina.
Tímasetning þessarar tilraunar
er mjög þýðingarmikil því gervi-
hnötturinn, sem nota á sem
skotmark, verður í heppilegri
stöðu á braut sinni á föstudag, en
verður það ekki aftur nokkrar
næstu vikur.
Það getur víðar viðrað illa en á ísa köldu landi. Jafnvel suður í Mexíkó, sem er á sömu breiddargráðu og
Sahara-eyðimörkin, hefur tíðin verið heldur köld í sumar. Fyrir skömmu keyrði þó fyrst um þverbak þegar
töluverðum snjó kyngdi niður í Mexíkóborg svo að illfært var um götur. Olli ófærðin mörg hundruð árekstrum
og einu dauðaslysi og margir tugir húsa brotnuðu undan snjóþyngslunum.
Ný skoðanakönnun í Svíþjóð:
Vinstriflokkarnir
hafa yinninginn
Stokkhólmi, 11. september. AP.
VINSTRIFLOKKARNIR með Olof
Palme forsætisráðherra í broddi
fylkingar virðast hafa vinninginn yf-
ir borgaraflokkana í kosningabarátt-
unni i Svíþjóð, ef marka má niður-
stöður nýrrar skoðanakönnunar,
sem birtar voru í dag, miðvikudag.
AP/Símamynd
Þetta er ekki vera frá Apaplánetunni, heldur karlfyrirsæta á tískusýningu
í París, sem sýnir hér undirfatnað eftir forskrift tennisleikarans Björns
Borg. Sumartískan fyrir karlmenn næsta sumar er því hálfsíðar nær-
buxur, blómum skreyttar, síð hvít nærskyrta og svört sólgleraugu til að
sjá í gegn um sítt Ijóst hárið.
Enn sem fyrr er þó mjótt á munun-
um milli fylkinganna.
Það var fyrirtækið SEMKA,
sem könnun þessa gerði, og er það
síðasta skoðanakönnunin á þess
vegum fyrir kosningarnar á
sunnudag. Talsmenn SEMKA
sögðu, að samkvæmt könnuninni
fengju vinstriflokkarnir 49,8% at-
kvæðanna, en borgaraflokkarnir
47,9%.
í könnuninni var rætt við 476
einstaklinga. Koma niðurstöður
hennar ekki heim við úrslit könn-
unar, sem rikisstofnunin SIFO
birti fyrir fimm dögum. Sam-
kvæmt þeirri könnun höfðu borg-
araflokkarnir forskot, sem nam
hálfu prósenti.
í könnun SEMKA fékk Jafnað-
armannaflokkur Palme 44,9% at-
kvæða þeirra kjósenda, sem gert
höfðu upp hug sinn. Kommúnista-
flokkurinn fékk 4,9%.
íhaldsflokkur Ulfs Adelsohn
hlaut stuðning 24,9% kjósenda, og
stuðningsflokkarnir, Frjálslyndi
þjóðarflokkurinn, Miðflokkurinn
og Kristilegi demókrataflokkurinn
6,6%, 14% og 2,4%.
ísrael:
Síðasti stríðsfangahóp-
urinn látinn laus
Tel Aviv, 11. september. AP.
SIÐASTI hópur stríðsfanga ísrael,
119 Líbanir og Palestínumenn, var
látinn laus á þriðjudag. Tekið var á
móti þeim sem hetjum þegar þeir
komu inn um landamærahliðið og
sungu: „Við munum berjast við fsra-
el á ný.“ Flestir í þessum hópi eru
sagðir tilheyra róttækum flokki
shíta, sem kenndur er við Hezbollah.
Hernaðaryfirvöld í Israel segja
að þetta sé tíundi fangahópurinn
sem látinn er laus, og nú hafi 1.132
arabískum stríðsföngum verið
sleppt, úr Atlit-fangabúðunum,
sem eru 50 km fyrir norðan Tel
Aviv. Talsmenn Alþjóða Rauða
krossins segja hins vegar að 1.167
fangar hafi verið fluttir til ísraels
frá Ansar-fangabúðunum í Suð-
ur-Líbanon þegar ísraelsmenn
yfirgáfu landsvæðið. Tala stríðs-
fanganna hefur reyndar alltaf
verið reikandi, og embættismenn
í ísrael ekki verið sammála um
hversu margir hefðu verið teknir
til fanga.
Flugræningjarnir sem tóku þotu
Trans World-flugfélagsins í júní
og héldu bandarísku gíslunum í
17 daga, kröfðust þess að ísraels-
menn létu alla fanga í Atlit lausa.
ísraelsmenn neituðu staðfastlega
að ganga að þeim skilmálum, en
hófu hins vegar að láta fangana
lausa engu að síður. Atlit-fanga-
búðirnar, sem nú standa auðar,
verða notaðar sem fangabúðir
fyrir ísraelska hermenn sem hafa
brotið herlög.
Spáir að fund-
ur Reagans og
Gorbachevs
muni ganga vel
Washington, II. september. AP.
LEIÐTOGI demokrata í Öldunga-
deild bandaríska þingsins, Robert C.
Byrd, spáði því á þriðjudag að væntan-
legur fundur Ronalds Reagan og
Mikhail Gorbachevs leiðtoga Sovét-
ríkjanna myndi ganga vel. Byrd, sem
fyrir skömmu var fyrir þingnefndinni
sem fór til Moskvu og átti þar 3
klukkustunda fund með Gorbachev,
kom til Hvfta hússins með nokkrum
öðrum þingmönnum til að ræða efni
funéarins við Reagan á miðvikudag.
,4’eim mun koma vel saman, ég
er ekki f nokkrum vafa um að Reagan
muB ganga vel,“ sagði hann við frétta-
menn að loknum fundinum.