Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 RéttarhöldUm yfir „Slátraranum frá Lyon“ frestað Ljon, Frakklandi, 10. sept AP. Dómstóllinn í Lyon hefur fyrir- skipað enn frekari rannsóknir á ákærum gegn stríósglæpamanninum Klaus Barbie. Búist hafði verið við að réttarhöldin yfir Barbie, sem er 72 ára og þekktur undir nafninu „Slátrarinn frá Lyon“, hæfust í nóv- ember, en nú er líklegt að þeim verði frestað þar til í janúar 1986. Barbie var yfirforingi Gestapo í Lyon frá 1942 til 1944 og var dæmdur til dauða af frönskum herrétti 1952 og 1954. Hann var ákærður fyrir að hafa fyrirskipað og tekið þátt í morðum á 4 þúsund manns og brottflutningi 8 þúsund andspyrnumanna og gyðinga. Eft- ir stríðið slapp hann til Bólivíu. Þaðan var honum vísað úr landi 1983 til Frönsku-Guyana, þar sem hann var handtekinn og fluttur til Lyon. Geimvarnaáætlun Bandaríkjanna: Fyrsta tilraun- in á föstudag — tveir þingmenn krefjast lögbanns Snjór í Mexíkó á miðju sumri Wasington, 11. september. AP. Pentagon hefur ákveðið að fyrsta tilraun með vopn gegn gervihnöttum fari fram á lestudag en tveir þing- menn í stjórnarandstöðu á Banda- ríkjaþingi hafa í hyggju að leita til dómstóla til að koma í veg fyrir að af tilrauninni verði. í tilrauninni felst að geimvopn- inu verður skotið frá F-15-orr- Sautján líflátnir Peking, 10. september. AP. SAUTJÁN menn hafa nýlega ver- ið líflátnir í Kína fyrir morð, nauðganir og rán, að því er fram kemur á veggspjöldum, sem sett voru upp fyrir framan dómshúsið í Peking í gær. Flestir voru mennirnir úr strjálbýlinu eða atvinnuleys- ingjar úr borginni, og allir nema fjórir voru á þrítugs- aldri. Sex þeirra voru sóttir til saka fyrir sex mismunandi af- brot. Aftökurnar fóru fram í Pek- ing á tímabilinu frá 23. ágúst til 5. september, samkvæmt því sem segir á veggspjöldunum. Kínverski þjóðarleiðtoginn, Deng Xiaoping, hóf mikla her- ferð gegn glæpastarfsemi í ág- úst 1983, að því er sagt er eftir að bílalest, sem hann var í, tafðist drykklanga stund vegna götubardaga glæpaflokka. Vestrænir sendiráðsmenn telja, að í það minnsta 10.000 aftökur hafi farið fram í land- inu síðan. Dauðadæmdir refsi- fangar eru skotnir í Kína. Kalifornía: Náðu heróíni fyrir milljón dollara Su Jo&é, Kmljforníu, 10. neptember. AP. BANDARÍSKA eiturlyfjalögreglan kom höndum yfir meira en einnar milljónar dollara verðmæti af persn- esku beróíni og handtók mann sem álitinn er eigandi þess á föstudag. Að sögn lögreglunnar er hér um að ræða hluta af innflutningi alþjóðlegs smyglarahrings. Ahmad Sadeghi, þrjátíu og fimm ára gamall verktaki frá Sunnyvale í Kaliforníu, var settur í gæsluvarðhald eftir að hann hafði boðið útsendara lögreglunn- ar hylki fullt af heróíni. Álitið er að eiturlyfið hafi fyrst verið flutt frá Suðvestur-Asíu til Þýskalands, en síðan komið fyrir í bíl sem fluttur var til Bandaríkjanna. ustuþotu en skotmarkið verður sjö ára gamall vísindagervihnöttur yfir Kyrrahafi, að sögn heimildar- manna sem aðeins vildu veita upp- lýsingar undir nafnleynd. Þing- mennirnir Georg Brown og Joseph Moakley hafa lýst sig andvíga geimvarnaráætlun Bandaríkj- anna. Þeir ætla að leggja málið fyrir fylkisdómstólinn í Wash- ington og krefjast lögbanns á til- raunina. Hyggjast þeir byggja kröfu sína á þeirri röksemd að stjórn Ronalds Reagan hafi látið hjá líða að tilkynna þinginu til- raunina. Tímasetning þessarar tilraunar er mjög þýðingarmikil því gervi- hnötturinn, sem nota á sem skotmark, verður í heppilegri stöðu á braut sinni á föstudag, en verður það ekki aftur nokkrar næstu vikur. Það getur víðar viðrað illa en á ísa köldu landi. Jafnvel suður í Mexíkó, sem er á sömu breiddargráðu og Sahara-eyðimörkin, hefur tíðin verið heldur köld í sumar. Fyrir skömmu keyrði þó fyrst um þverbak þegar töluverðum snjó kyngdi niður í Mexíkóborg svo að illfært var um götur. Olli ófærðin mörg hundruð árekstrum og einu dauðaslysi og margir tugir húsa brotnuðu undan snjóþyngslunum. Ný skoðanakönnun í Svíþjóð: Vinstriflokkarnir hafa yinninginn Stokkhólmi, 11. september. AP. VINSTRIFLOKKARNIR með Olof Palme forsætisráðherra í broddi fylkingar virðast hafa vinninginn yf- ir borgaraflokkana í kosningabarátt- unni i Svíþjóð, ef marka má niður- stöður nýrrar skoðanakönnunar, sem birtar voru í dag, miðvikudag. AP/Símamynd Þetta er ekki vera frá Apaplánetunni, heldur karlfyrirsæta á tískusýningu í París, sem sýnir hér undirfatnað eftir forskrift tennisleikarans Björns Borg. Sumartískan fyrir karlmenn næsta sumar er því hálfsíðar nær- buxur, blómum skreyttar, síð hvít nærskyrta og svört sólgleraugu til að sjá í gegn um sítt Ijóst hárið. Enn sem fyrr er þó mjótt á munun- um milli fylkinganna. Það var fyrirtækið SEMKA, sem könnun þessa gerði, og er það síðasta skoðanakönnunin á þess vegum fyrir kosningarnar á sunnudag. Talsmenn SEMKA sögðu, að samkvæmt könnuninni fengju vinstriflokkarnir 49,8% at- kvæðanna, en borgaraflokkarnir 47,9%. í könnuninni var rætt við 476 einstaklinga. Koma niðurstöður hennar ekki heim við úrslit könn- unar, sem rikisstofnunin SIFO birti fyrir fimm dögum. Sam- kvæmt þeirri könnun höfðu borg- araflokkarnir forskot, sem nam hálfu prósenti. í könnun SEMKA fékk Jafnað- armannaflokkur Palme 44,9% at- kvæða þeirra kjósenda, sem gert höfðu upp hug sinn. Kommúnista- flokkurinn fékk 4,9%. íhaldsflokkur Ulfs Adelsohn hlaut stuðning 24,9% kjósenda, og stuðningsflokkarnir, Frjálslyndi þjóðarflokkurinn, Miðflokkurinn og Kristilegi demókrataflokkurinn 6,6%, 14% og 2,4%. ísrael: Síðasti stríðsfangahóp- urinn látinn laus Tel Aviv, 11. september. AP. SIÐASTI hópur stríðsfanga ísrael, 119 Líbanir og Palestínumenn, var látinn laus á þriðjudag. Tekið var á móti þeim sem hetjum þegar þeir komu inn um landamærahliðið og sungu: „Við munum berjast við fsra- el á ný.“ Flestir í þessum hópi eru sagðir tilheyra róttækum flokki shíta, sem kenndur er við Hezbollah. Hernaðaryfirvöld í Israel segja að þetta sé tíundi fangahópurinn sem látinn er laus, og nú hafi 1.132 arabískum stríðsföngum verið sleppt, úr Atlit-fangabúðunum, sem eru 50 km fyrir norðan Tel Aviv. Talsmenn Alþjóða Rauða krossins segja hins vegar að 1.167 fangar hafi verið fluttir til ísraels frá Ansar-fangabúðunum í Suð- ur-Líbanon þegar ísraelsmenn yfirgáfu landsvæðið. Tala stríðs- fanganna hefur reyndar alltaf verið reikandi, og embættismenn í ísrael ekki verið sammála um hversu margir hefðu verið teknir til fanga. Flugræningjarnir sem tóku þotu Trans World-flugfélagsins í júní og héldu bandarísku gíslunum í 17 daga, kröfðust þess að ísraels- menn létu alla fanga í Atlit lausa. ísraelsmenn neituðu staðfastlega að ganga að þeim skilmálum, en hófu hins vegar að láta fangana lausa engu að síður. Atlit-fanga- búðirnar, sem nú standa auðar, verða notaðar sem fangabúðir fyrir ísraelska hermenn sem hafa brotið herlög. Spáir að fund- ur Reagans og Gorbachevs muni ganga vel Washington, II. september. AP. LEIÐTOGI demokrata í Öldunga- deild bandaríska þingsins, Robert C. Byrd, spáði því á þriðjudag að væntan- legur fundur Ronalds Reagan og Mikhail Gorbachevs leiðtoga Sovét- ríkjanna myndi ganga vel. Byrd, sem fyrir skömmu var fyrir þingnefndinni sem fór til Moskvu og átti þar 3 klukkustunda fund með Gorbachev, kom til Hvfta hússins með nokkrum öðrum þingmönnum til að ræða efni funéarins við Reagan á miðvikudag. ,4’eim mun koma vel saman, ég er ekki f nokkrum vafa um að Reagan muB ganga vel,“ sagði hann við frétta- menn að loknum fundinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.