Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 29
I
Ný sending af „New style" sófasettunum, sem vöktu veröskuldaöa athygli á Heim-
ilissýningunni í Laugardal. Völ er á raösófasettum, sófasettum og stökum sófum.
Raösófasett frá kr. 39.800.-, sófasett meö tauáklæði frá kr. 39.500.-, leöursófasett
frá kr. 78.100.-, stakir leöursófar frá kr. 29.700.-
Sem sagt...
... á óumflýjanlega
hagstæðu verði
Bláskógar
Ármúla 8, símar 686080 — 686214.
ILJI
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985
Síhanouk á fundi páfa
Róm, 11. september. AP.
Norodom Sihanouk prins,
landflótta þjóðhöfðingi Kambód-
íu sem búsettur er í Kína, átti
fund með Páli II páfa á mánu-
dag.
Að sögn Vatíkansins stóðu
viðræðurnar í 15 mínútur en
ekkert hefur verið gefið út um
hvert umræðuefnið var. Hin
útlæga ríkisstjórn Sihanouks
er viðurkennd af Sameinuðu
þjóðunum. Hefur henni tekist
að sameina ýmis þjóðarbrot
Kambódíu á móti Víetnam-
stjórninni.
Sihanouk er nú á ferðalagi
um ýmis ríki Evrópu til að afla
fylgis tillögu sinni um alþjóða-
ráðstefnu til að vinna að frið-
samlegri lausn vandamála
Kambódíu. Sihanouk er vænt-
anlegur hingað til íslands í
þeim erindagjörðum þann 15.
þessa mánaðar.
Áskriftarsíminn er 83033
Fyrrum andófs-
skáld snýst á sveif
með Gorbachev
Moslmi, 10. sepL AP.
RÚSSNESKA skáldið Yevgeny Yevt-
ushenko, sem um eitt skeið var
harðlega gagnrýndur af sovéskum
yfirvöldum en síðan tekinn í náð aft-
ur, hefur nú snúist á sveif með efna-
hagsumbótastefnu Kremlverja með
Ijóði þar sem skopast er óbeint að
Stalín og skriffinnska fordæmd.
Ljóðið, sem birtist í Pravda, mál-
gagni kommúnistaflokksins, á
mánudag, staðfestir stöðu Yevtush-
enko meðal rússneskra rithöfunda,
en hann var einn hinna „reiðu ungu
manna“ í sovéska bókmenntaheim-
inum á sjöunda áratugnum.
í Ijóðinu kemur einnig fram vel-
þóknun á hugmyndafræði og
stjórnlist hins nýja leiðtoga,
Mikhail S. Gorbachev, sem hefur
beint því til listamanna og rithöf-
unda að þeir styðji umbótastefnu
sína með ráðum og dáð. Ljóðið
snýst um uppáhaldstema Yevtush-
enkos, ráðlausa skriffinna sem
þora ekki að taka frumkvæðið. Þar
kemur fram gagnrýni á Stalín og
einnig er hnýtt í Nikita S.
Khrushchev, fyrrum leiðtoga Sov-
étríkjanna, sem settur var af 1964.
Ljóð Yevtushenkos sýnir hvern-
Yevgeny Yevtushenko
ig sovéskir listamenn geta sett
fram gagnrýni innan vissra
marka. Þótt í ljóðinu sé fjallað um
viðkvæmt málefni, opinbert eftir-
lit, gæti Yevtushenko þess að
beina gagnrýni sinni aðeins að
málum sem fyrir löngu eru úr sög-
unni og minnist hvergi á rithöf-
unda sem nýlega hafa fallið í ónáð
hjá stjórnvöldum.
Nú bjóöum viö Sinclair Spectrum 48K tölvuna á
stórlækkuöu verði.
Sinclair Spectrum er ótrúlega fullkomin: Hún hefur
48K minni, allar nauösynlegar skipanir fyrir Basic, fjölda
leikja-, kennslu- og viöskiptaforrita, tengimöguleika viö
prentara og aörar tölvur, grafiska útfærslu talna og er í lit.
Viö erum sveigjanlegir í samningum.
Heimilistækí hf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI8-15655
A SINCLAIR SPECIRUM
48K. VERDADEINS
KR. 5850.-
OOTT FÖLK