Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 46
46 i-et flaaMarqag ?,■; h'jdac■.jtwív.n ,q;a, ja. joaom MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 Eiginkonamín, ÞÓRUNN J. G. SIGUROARDÓTTIR, Starhaga 10, Raykjavik, lést i Borgarspítalanum 10. september sl. Sigurjón Þóroddsson og aörir aóstandendur. Móðir, tengdamóðir, amma og systir okkar, SIGRÍOUR KRISTINSDÓTTIR HIGGINS, lést í Palatine, lllinois, U.S.A., 5. september sl. Brian Higgins, Nansý Higgins, Christina Higgins, Kevin Higgins, Debbie Higgins, Tara Higgins, Erik Higgins, Konráó Kristinsson, Víglundur Kristinsson, Sigurbjarni Kristinsson. Faöirokkar, + ERLING SMITH, Hrafnistu, Hafnarfiröi, lóst aömorgni 11. þ.m. Elsa Smith, Paul Ragnar Smith, Óthar Smith. t Elskulegur faöir okkar, tengdaf aðir, af i og langaf i, MAGNÚS EINARSSON, húsvöróur, Hverfisgötu 83, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 13. septemberkl. 15.00. Jón Magnússon, Erla Magnúsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Kristjén Einarsson, Magnea Magnúsdóttir, Péll Magnússon, Eövald Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÖRNÓLFSDÓTTIR, Droplaugarstööum, Reykjavík, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. september kl. 15.00. Laufey Magnúsdóttir, Ólafur Sæmundsson, Helga Magnúsdóttir, Þóróur Þórðarson, Sígrún Magnúsdóttir, Trausti Magnússon, Hrefna Lúthersdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÚSTAF A. GUÐJÓNSSON fyrrverandi aóalvaróstjóri, Bjarnarstíg 11, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 12. septem- berkl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag islands. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Systirokkar, MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR, er lést 4. september sl. veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 13. septemberkl. 10.30. Guöný Richter, Þórhallur Stefénsson, Ásta Stefénsdóttir, Fjóla Stefénsdóttir, Anna L. Stefénsdóttir. Minning: Kristinn Einarsson deildarstjóri Fæddur 16. september 1922 Diinn 1. september 1985 Kristinn Einarsson deildar- stjóri andaðist 1. september sl. Út- för hans fer fram frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 12. septem- ber. Kristinn lauk námi í skipaverk- fræði í Teknisk Institutt í Osló og starfaði síðan það sem eftir var ævinnar hjá Samábyrgð íslands á fiskiskipum við rannsóknir og bætur á skipatjónum. Þetta starf vann hann af árvekni og lagði oft hart að sér í erfiðum ferðalögum víðsvegar um landið og erlendis. Hann var útsjónarsamur, sam- vizkusamur og afburða hagleiks- maður, svo sem fallegt heimili fjölskyldunnar ber glöggt vitni. f æsku var Kristinn frábær íþróttamaður og varð íslands- meistari í fimleikum. Hann var góður skíðamaður og unni útivist. Með Kristni vini mínum og mági er fallinn í valinn mikill drengskaparmaður, hjartahlýr og einlægur. Hann var mikill heim- ilismaður. Velvild og hlýja ríktu á heimili Ebbu systur minnar og Kristins, þar sem börn, barnabörn og vinir áttu góðar stundir. Eftir lifa eiginkonan Ebba, þrjú mannvænleg börn, Þórir, Unnur og Franz, og barnabörnin fimm. Þar er stórt skarð fyrir skildi. Blessuð sé minning Kristins Ein- arssonar. Hans G. Andersen Vinur minn og starfsfélagi, Kristinn Einarsson, er látinn. Hann lést í Landspítalanum þann 1. september sl. tæplega 64 ára að aldri. Kristinn fæddist á Eyrarbakka þann 16. september 1921, sonur hjónanna Einars Eirikssonar og Þórunnar Bjarnadóttur, sem bæði eru látin. Hann ólst upp hér i Reykjavík og að loknu barna- og gagnfræðaskólanámi hóf hann nám í skipasmíði og lauk prófi i því fagi árið 1945. Fljótlega eftir það hélt hann til Noregs til fram- haldsnáms og dvaldi þar nokkur ár. Kynni okkar Kristins hófust ár- ið 1950 en þá hóf hann störf hjá Samábyrgð íslands á fiskiskipum og var hann starfsmaður stofnun- arinnar óslitið til dauðadags eða í 35 ár. Tildrögin voru þau að árið 1950 ákváðu stjórnendur Sam- ábyrgðar að láta gera drög að samræmingu vátryggingarmats allra fiskiskpa undir 100 rúmlest- um. Þessi floti taldi þá tæplega 600 skip og voru þau skyldutryggð hjá hinum ýmsu bátaábyrgðarfé- lögum úti á landsbyggðinni. Til þessa starfs völdust þeir Kristinn og Bárður heitinn Tómasson og er ekki að efa að það var Kristni mikilsverður og ómetanlegur skóli að fá að starfa með jafnhæfum og reyndum manni sem Bárður var, enda hafði Kristinn alla tíð miklar mætur á þeim heiðursmanni og áttu þeir náið samstarf í fagi sínu margra ára skeið. Árangur þessa verkefnis þeirra voru vátrygg- ingarmatsreglur sem notaðar eru í grundvallaratriðum enn í dag, 35 árum síðar, og segir það sína sögu um vandvirknislega gerð. Jafnframt því að hafa yfirum- sjón með vátryggingarmati vél- bátaflotans veitti Kristinn for- stöðu tjónadeild Samábyrgðarinn- ar og hafði með höndum eftirlit með tjónaviðgerðum og mat á þeim. Ennfremur tók hann þátt í og hafði umsjón með björgun skipa fyrir hönd vátryggjenda. Þessum störfum fylgdu oft erfið ferðalög og vosbúð, sérstaklega á vetrum, og kom sér þá vel að mað- urinn var hraustur og vel íþrótt- um búinn enda í hópi glæsilegustu íþróttamanna landsins á sínum tíma. Kristinn var einnig helsti tengiliður milli Samábyrgðar og bátaábyrgðarfélaganna og enda þótt starf hans væri vandasamt og oft vanþakklátt, eðli síns vegna, tókst honum ætíð að leysa málin í friðsemd og á farsælan hátt, enda geðprúður en rökfastur ef því var að skipta. Það fór auðvitað ekki hjá því að margir leituðu til Krist- ins í sambandi við fag hans og auk aðalstarfa hans hjá Samábyrgð- inni voru honum falin margvísleg trúnaðarstörf bæði á vegum opin- berra stjórnvalda og af einkaaðilum. Kristinn var mikill gæfumaður. Hann eignaðist góða og mikilhæfa konu, Ebbu Andersen, og þrjú myndarleg börn, þau Únni, Þóri Albert og Franz Einar. Á þeirra fallega heimili var ánægjulegt að koma, þar sem snyrtimennskan og gestrisnin sátu ávallt í fyrirrúmi. Starfið var honum hugleikið og veitti honum ánægju þótt erfitt og vandasamt væri stundum og ekki alltaf farið eftir reglunni um átta stunda vinnudag. Síðustu árin gekk Kristinn ekki heill til skógar og háði baráttu við erfiðan sjúkdóm. Sú barátta var bæði löng og ströng en aldrei heyrðist hann kvarta, enda sam- rýmdist það ekki skapferli hans, og ótrauður gekk hann til starfa uns yfir lauk. Það hefur myndast vandfyllt skarð í starfslið Sam- ábyrgðarinnar og er hans nú sár- lega saknað af samstarfsfólki og öðrum sem áttu við hann sam- skipti á sviði starfs hans. Við hjónin og samstarfsfólk hans í Samábyrgðinni sendum Ebbu, börnunum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og þökkum Kristni að leiðarlokum góða og ánægjulega samferð. Blessuð sé minning hans. Páll Sigurðsson Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Innilegar þakkir sendum viö öltum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, fósturfööur, tengdafööur og afa, EIRÍKS E.F. GUOMUNDSSONAR, Moltúni. Sigríður Þórmundsdóttir, Sigurbjörg Eiríksdóttir, Svavar Sigurjónsson, Sigmar Pétursson, Þrúöur Kristjénsdóttir, Guóný J. Hallgrímsdóttir, Björn Haraldsson og barnabörn. + Þökkum hiýhug og samúö vegna fráfalls fööur okkar, BALDURSJÓNSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A-4 Borgarspítalanum fyrir þágóöu umönnun sem hannfékk. Edda Baldursdóttir, Jón Baldur Baldursson, Arnljótur Baldursson, Klara Baldursdóttir, Björk Baldursdóttir. + Viö þökkum öllum þeim fjölmörgu er sýndu okkur hlýju og vinarþel viö andlát og jaröarför konu minnar og móöur okkar, HÖNNU HARALDSDÓTTUR, viö þökkum einnig starf sfólki Landakotsspítala f rábæra læknish jálp og hjúkrun. Gunnlaugur Jónsson, Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson, Anna Sigríöur Gunnlaugsdóttir. Lokað Skrifstofurnar eru lokaöar eftir hádegi í dag, fimmtudag- inn 12. september 1985, vegna jaröarfarar KRISTINS EINARSSONAR deildarstjóra. Samábyrgö íslands á fiskiskipum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.