Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985
Liv Ullmann
gengin út
og höfðu viðbjóð á framferðinu.
En þeir báru líka virðingu fyrir
þeim, vegna þess hve fjarlægir og
dularfullir þeir voru. Nokkru fyrir
Krists burð þegar menning Etrúr-
anna var að líða undir lok, meðan
Agústus var keisari, gegndi til
dæmis Etrúri ráðherrastöðu hjá
ríkinu rómverska.
Það líður líklega á löngu þar til
dularhjúpnum verður endanlega
svipt af Etrúrum. Hvaðan komu
þeir og hvaða vitneskju bjuggu
þeir yfir sem gerði þeim til dæmis
kleift að standa mun framar í ailri
tækni en samtímaþjóðir þeirra?
Hvernig stóð á þeim undarlega
spádómi að Etrúrum væri
skammtaður lífstími, þjóðin gæti
ekki verið til lengur en í níu hundr-
uð ár? En menn halda áfram að
athuga og rannsaka. Evrópuráðið
hefur nefnt árið sem er að líða ár
Etrúranna og veitt talsverðu fé til
rannsókna á menningu þeirra. En
meðan við vitum ekki betur, er þá
ekki bara ágætt að ímynda sér að
þjóðfélag þeirra hafi verið full-
komið?
fclk í
fréttum
Fólkið er horfið
en listin lifir
Alla tið hafa menn látið sig
dreyma um fullkomið sam-
félag, laust við áhyggjur og kvíða,
þar sem menn lifðu saman í sátt
og samlyndi. ófáir hugsjónamenn
hafa ímyndað sér hvernig þetta
samfélag myndi líta út, hvaða lífs-
reglum fólkið þyrfti að hlíta til að
tryggja velferð allra. Á síðustu öld
voru meira að segja nokkrir sem
hrintu draumaríkis-hugmyndum
sínum í framkvæmd, stofnuðu lítil
samfélög þar sem lifað skyldi hinu
fullkomna lífi. Þessi samfélög voru
yfirleitt ekki langlíf, allskyns ófyr-
irséð vandamál skutu upp kollin-
um, og ótrúlega reyndist fólki
erfitt að lynda hverju við annað.
Marx áleit að efnahagsleg velferð
og afnám einkaeignar væri lykill-
inn að frelsi og hamingju. Frjáls-
hyggjumenn telja frelsið fólgið í
óskoruðum rétti til athafna og
helgi eignarréttarins. Allir eiga
það sameiginlegt að vera sífellt að
leita að formúlunni sem gengur
upp.
Fyrir um það bil 2500 árum lifði
blómlegu lífi á norðanverðri Ítalíu
þjóðflokkur, sem iengi hefur verið
mönnum mikil ráðgáta. Því hefur
einmitt verið haldið fram að fólk
þetta hafi þekkt hamingju- og
frelsisformúluna góðu, í öllu falli
bera allar mannvistarleifar þess
sérlega fyndnu og skemmtilegu lífi
vitni.
Enginn veit hvaðan Etrúrarnir
komu, en giskað hefur verið á
Litlu-Asíu. Enn hefur ekki tekist
að ráða tungumál þeirra en víst
er að það er ekki skylt neinu öðru
þekktu tungumáli á jörðinni. Það
er listin sem fræðimenn hafa helst
notað til að gera sér hugmynd um
daglegt líf og hugsunarhátt þeirra.
Til er fjöldi af styttum og vegg-
myndum eftir Etrúra auk bygg-
inga. Byggingarstíll þeirra og list
virðist eiga margt sameiginlegt
með rómverskri og grískri list, en
þegar betur er að gáð, er hún býsna
ólík.
Það sem ef til vill er merkilegast
af því sem má lesa út úr listaverk-
um þeirra er að fullkomið jafnrétti
virðist hafa ríkt milli karla og
kvenna. Þannig hefur það verið til
að byrja með að minnsta kosti.
Eftir að Rómverjar eru farnir að
sýna Etrúrum meiri yfirgang og
neyða þá til að taka upp sína siði
og venjur breytist hlutverk kvenn-
anna smám saman í þá átt sem
þekkist hjá þeim. Fyrstu merkin
um Etrúra á þessum slóðum eru
frá því um 700 fyrir Krist. Menn-
ing þeirra samlagaðist þeirri róm-
versku á tæpum 1000 árum svo
Etrúrarnir hættu að vera til sem
þjóðflokkur.
Styttur í grafhýsum, dauða-
grímur og fleira vitna um viðhorf
Etrúranna til dauðans. Honum
hafa þeir tekið með brosi á vör,
óhræddir með öllu. Engar myndir
eru glaðiegri en þær sem eiga að
vera af dauðu fólki. Og erfidrykkj-
urnar hafa verið stórhátíðir með
glensi og gamni. Þetta einkenni
hverfur smám saman um leið og
jafnréttið með auknum rómversk-
um áhrifum. Um Krists burð er
kominn sami angistarsvipur á allt
sem dauðanum viðkemur og þekk-
ist hjá Grikkjum og Rómverjum.
Rómverjar kölluðu Etrúra forn-
þjóð og lýsir það líklega viðhorfinu
til þeirra. Þeir fyrirlitu þá fyrir
marga siði þeirra og venjur. Erótík
var til dæmis ófrávíkjanlegur hluti
af öllu menningarlífi þeirra, á
myndum má sjá nakta karla og
konur stíga þokkafulla dansa í
samkvæmum Etrúranna. Þetta
þótti Rómverjunum ósiðsamlegt
Hress
hjól-
reiða-
maður
Guðmundur
Andrésson
dýralæknir á Sauð-
árkróki fer allra
sinna ferða á hjóli,
jafnt sumar sem
vetur. Hann hefur
hjólað í 55 ár.
Meðfylgjandi
mynd er af Guð-
mundi á hjólinu
fyrir utan heimili
sitt. Fáir af jafn-
öldrum hans geta
líklega státað af
jafngóðri heilsu því
Guðmundur er orð-
inn níræður.
Meðfylgjandi mynd var tekin
í Róm á föstudaginn, en þá
giftist norska leikkonan Liv Ull-
man þessum virðulega manni sem
er með henni á myndinni og ber
nafnið Donald Saunders.
Aragrúi fólks safnaðist saman á
Kapítólhæð í Róm þar sem hjóna-
efnin voru gefin saman af ítölskum
dómara. Viva la Ullmann, viva la
sposa; (lifi Ullmann, lifi brúðurin!)
hrópuðu svo nærstaddir þegar þau
birtust á tröppum ráðhússins eftir
vígsluna.