Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 Fimm fiskeldisstöðvar í byggingu í Hvalfirði Úlfar Antonsson, einn af eigendum Napa, með kræklinga úr fjörunni í Hvítanesi. Gamla herskipabryggjan, sem notuð er við krsklingsræktina, er f HVALFIRÐI hafa fjögur fiskeldis- fyrirtæki hafið tilraunir með fiskeldi og fimmti aðilinn er með slíkt í undirbúningi. Nýstárlegust er tilraun fyrirtækis, sem nefnt hefur verið Napi, með kræklingsrækt undir gömlu herskipabryggjunni í Hvíta- nesi en kræklingsrækt hefur ekki verið reynd að neinu marki hér i landi þar til nú. Fiskeldisfélagið Strönd er með sjókvíaeldi við Saur- bæ og Laxalón í Hvammsvík. ís- lenska jirnblendifélagið er með seiðaeldi i Grundartanga og tvö fyrirtæki í Reykjavík eru með hug- myndir um sjókvíaeldi fyrir landi Hvamms. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fóru upp í Hval- fjörð í vikunni og skoðuðu stöðv- arnar. Napi: Kræklingsrækt undir herskipabryggj unni í Hvítanesi Fyrirtækið Napi (gamalt ís- lenskt orð sem merkir efsti tindur á fjalli) var stofnað í vor af fimm einstaklingum m.a. i þeim tilgangi i baksýn. að gera tilraunir með ræktun og sölu kræklings og annarra skel- dýra. Stofnendur eru allir áhuga- menn um kræklingsrækt, tveir eru líffræðingar, tveir auglýsinga- menn og einn iðnaðarmaður. „Góð blanda," eins og einn úr hópnum, Úlfar Antonsson líffræðingur, sagði við blaðamann. Einn úr hópnum var sendur til Færeyja í vor til að kynna sér kræklingsrækt þar. Síðan bjuggu þeir til kræklingshengjur úr göml- um loðnunótum og lögðu þær á kræklingsfjörur i lok júni til að safna lirfum. Þar voru þær iátnar liggja í mánuð og síðan settar í sjó við Hvítanes í Hvalfirði. Eru Velkomin í afmælisfagnaðinn Um helgina fögnum við því, að hálf öld er liðin frá því Skíðaskálinn í Hveradölum hóf starfsemi sína. Verið velkomin í afmælishófið, sem stendur alla helgina í nýuppgerðum húsakynnum. Komið og njótið góðra veitinga, riQið upp gömul kynni og skoðið nýju viðbygginguna og breytingamar sem orðið hafa innan og utan dyra. LAUGARDAGUR OG SUNNUDAGUR: Hlaðborð með heitum og köldum réttum í hádeginu. Kaffihlaðborð Jrá kl. 14 til 18. Sérstakt kaffihlaðborð með 50 heitum og köldum réttum kl. 19.30. SNÆFINNUR TRÚÐUR mætir í kaffitímanum á laugardag og sunnudag og gefur bömunum blöðmr og frostpinna. HAUKUR MORTHENS og félagar skemmta gestum með dinner- og danstónlist bæði sunnudags- og laugardagskvöld. KVÖLDVERÐAR- PANTANIR í SÍMA 99-4414 Athugið að Skíðaskálinn stendur aðeins matargestum opinn á laugardagskvöld. Verð kr. 890. VARÐELDUR KVEIKTUR OG FLUGELDA- SÝNING á laugardagskvöld, afmællsdaginn. Skálað fyrir afmællnu í boði hússins. HÓPFERÐA- BIFREIÐ ilytur þá er þess óska í Skíðaskálann ki. 19.00 á laugardagskvöld frá Umferðarmiðstöðinni. Hópferðir til baka kl. 1.00 og 2.30 e.m. Fargjald kr. 150. Finniir Garðarsson stöðvarstjóri Fiskeldisfélagsins Strandar hf. meó spræk seiði úr sjókvíunum. kræklingshengjurnar látnar hanga niður úr gömlu herskipa- brygKjunni í Hvítanesi. „Staðsetn- ingunni réð sú vitneskja að þarna er gömul kræklingaslóð og ætti hann því að dafna vel. Einnig kemur það til að þarna þarf ekki að leggja í mikinn kostnað, að minnsta kosti í upphafi, vegna þessara gömlu mannvirkja," sagði Úifar þegar rætt var við hann í Hvítanesi um leið og kræklings- ræktartilraunin var skoðuð. Úlfar sagði að þeir litu á þessa kræklingsræktun fyrst og fremst sem tilraunastarf. „Við viljum athuga hvort það geti verið mögu- leiki í fiskeldi hér á landi að rækta krækling. Við vitum að það er hægt að rækta kræklinginn hér en markaðurinn getur verið vanda- mál. Heimamarkaðurinn er svo lítill að honum er hægt að anna með nokkrum trossum. Þetta verð- ur að byggjast á útflutningi og þau mál erum við að kanna," sagði Úlfar. Hann sagði að mikil kræklings- rækt væri í heiminum og markað- urinn stór. Verðið væri hins vegar ekki sérlega hátt. Hann sagði að hér væri ekki hægt að rækta krækling til að flytja ferskan á markað, útflutningurinn þyrfti að byggjast á einhverju öðru. Mögu- leikarnir gætu hugsanlega falist í því að bjóða kræklinginn sem sér- staka vöru, vegna þess að hann væri ræktaður í hreinum sjó. Úlfar sagði að þeir félagar hefðu hug á að prófa kræklingsrækt víðar í samvinnu við heimamenn. Að öðru leyti sagði hann að framtíðin réð- ist af því hvernig til tækist í markaðsmálunum. „Markmiðið er að vera með góða vöru á réttum tíma og á viðráðanlegu verði,“ sagði Úifar. Kræklingsræktin í Hvalfirði hefur gengið vel þann stutta tíma sem hún hefur staðið yfir. Hafa kræklingarnir vaxið 1 'Á-2 cm og var Úlfar þokkalega ánægður með það. Hann sagði ekki vitað hvað ræktin tæki langan tíma, en bjóst við að tvö ár tæki að fá uppskeru. Sagði hann að Hafrannsókna- stofnun hefði verið með krækl- ingstilraun í Höfnum fyrir meira en áratug, en það hefði allt eyði- lagst í óveðri. Hafrannsóknastofn- un hefur fengið aðgang að krækl- ingsræktinni í Hvalfirði og eru fyrirhugaðar rannsóknir þar á vegum stofnunarinnar, að sögn Úlfars. Fiskeldisfélagið Strönd: Sjókvíaeldi undan Saurbæ Fiskeldisfélagið Strönd hf. var stofnað í vor af nokkrum fyrir- tækjum og einstaklingum á Akra- nesi og Hvalfjarðarströnd. Allir bændur á Hvalfjarðarströnd eru hluthafar. Formaður stjórnar er Stefán Teitsson framkvæmda- stjóri Akurs hf. á Akranesi en stöðvarstjóri er Finnur Garðars- son fiskifræðingur. í sumar hafa verið alin 7 þúsund laxaseiði í tveimur flotkvíum í Hvalfirði undan Saprbæ. I vor voru sett út mun fleiri seiði en mikil afföll urðu á þeim, eða á bilinu 20-60% afföll eftir tegund- um seiða. Seiðin komu ósaltvanin og var reynt að saltvenja þau í sjókvíunum en það gekk ekki og drapst hluti þeirra strax eftir að þau voru látin í sjóinn. Finnur sagði að ýmsar ástæður væru fyrir þessum óeðlilegu afföllum, en taldi að aðalástæðan væri sú að seiðin hefðu ekki verið nógu góð. Bergmann Þorleifsson sem sér um fiskeldistilraunirnar á Grundartanga við eldisker sem eru staðsett nokkuð frá verksmiðjunni. Önnur ker eru undir kælivirkinu sem er á milli verksmiðjuhúsanna, en seiðin dafna vel þrátt fyrir að umhverfið virðist ekki vera upp á það besta. Morgunbiaðið/Árni Sæbenr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.