Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 „íslendingar bestu áheyrend- ur sem hægt er aö hugsa sér“ - segir austurríski fagottleikarinn Wemer Schulze, sem heldur hér tónleika ásamt pólskum píanóleikara MorgunblaðiA/iúlfus Werner Schulze og Elísabeth Zajac-Wiedner í æfíngu í vikunni. AUCTURRISKI fagottleikarinn og íslandsvinurinn Werner Schulze er nú staddur hér i landi áaamt pólskum píanóleikara, Elisabeth Zajac-Wiedner. ísland er síðasti áfangastaður þeirra í tveggja vikna tónleikaferö um Norðurlöndin. Þegar hafa þau haldið tvenna tón- leika hér landi en þeir þriðju og síðustu verða í kvöld, fímmtudag, í Langholtskirkju. Schulze er formaður Austur- rísk-íslenska félagins i Vínar- borg og tónlistarmönnum hér á landi að góðu kunnur. Hann hef- ur greitt götu margra íslenskra tónlistarmanna í Austurriki og skipulagt menningarheimsóknir milli þessara landa. M.a. skipu- lagði hann ferð Sinfóníuhljóm- sveitar íslands til Austurríkis árið 1981 og för kórs Langholts- kirkju til Austurríkis á sl. sumri. Schulze er kennari við Tónlist- arháskólann í Vínarborg og leggur auk þess stund á tónsmíð- ar. Hann hefur lagt sérstaka rækt við kontrafagott sem ein- leikshljóðfæri. Schulze er með- limur í austurríska blásara- kvintettinum og hefur tvívegis komið með honum hingað. Hann hefur haldið yfir 250 tónleika í 20 löndum. Elisabeth Zajac- Wiedner kennir einnig við Tón- listarháskólann í Vínarborg. Hún og Schulze hafa starfað saman í eitt ár og saman kalla þau sig Zwio. Tvö verk verða frumflutt á tónleikunum annað kvöld, „Trio fyrir Zwio“ eftir Schulze þar sem hann leikur til skiptis á kontra- fagott og Heckelphon ásamt pí- anóinu. Hitt verkið er „Fjórir þættir fyrir kontrafagott og nótnaborðshljóðfæri" eftir Helmut Neumann. Eitt athyglis- verðasta verkið á tónleikunum er þó vafalaust tvíleiksverk fyrir nokkra hvali og kontrafagott eftir Schulze, en verkið er til- einkað hvölum og notuð upptaka með „söng“ hnúfubaka. Schulze sagði i samtali við blm. að vísindamenn hefðu kom- ist að því að hnúfubakar eiga ótrúlega fjölbreytt tónmál og sömu stefin koma fyrir á skipu- legan hátt sem leiðir líkur að því að þeir „tali“ saman á þennan hátt. „Hljóðin sem hvalirnir framleiða hljóma eins og nokk- urs konar tónlist og í verkinu flétta ég saman hljóðfæraleik og upptökur með söng hnúfubaka, til að sýna fram á hve hljóðin eru lík,“ sagði Schulze. „Að mínu mati er áhrifameira að flytja tvíleiksverkið hér á ís- landi, en í nokkru öðru landi. ís- lendingár eru afskaplega opnir fyrir nýjungum í tónlist og bestu áheyrendur sem hægt er að hugsa sér. Því er ég sannfærður um að verkinu, sem er all óvenjulegt, verður vel tekið á tónleikunum á fimmtudags- kvöld.“ Auk tvíleiksverkanna á tón- leikunum leikur Zajac-Wiedner Andante spianato e Grande Pol- onaise eftir Chopin og 32 til- brigði um eigið stef eftir Beet- hoven. Tónleikarnir í kvöld verða sem fyrr segir í Lang- holtskirkju og hefjst kl. 20.30. Fair hlutir eru oftar i hendi þinm en hnífapörin. Þess vegna þarf aö vanda valið. NOVA er nýtt munstur úr eðalstáli meö mattri satínáferð, fagurlega hannaö. WILKENS @ SILFURBUÐIN Laugavegi 55, Reykjavík Sími 11066 Frá veitingu viðurkenningar á Hótel ísafjörður. * Isafjörður: Ljósm/ Hlutu viðurkenningu fyr- ir garð sinn í þriðja skipti Ísafírði, 3. september. BÆJARSTJORN ísafjarðar ásamt garðyrkjunefnd bæjarins efndu til kaffísamsætis á Hótel fsafírði í kvöld til að veita viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóðir bæjarins. Hjónin Anna Jónsdóttir og Lúðvík Kjartans- son, Króki 2, fengu viðurkenningu fyrir fallegasta heimilisgarðinn, en þau hjónin hafa tvisvar áður fengið verðlaun fyrir garð sinn. Birkir Þorsteinsson og Olíufé- lagið hf. fengu verðlaun fyrir fal- legustu lóð atvinnurekstrar vegna umhverfis stöðvarhúss Olíufélags- ins við Mjóusund. í ávarpi sem formaður garðyrkjunefndarinnar, Ásthildur Þórðardóttir, flutti gat hún þess, að ekkert fjölbýlishús í bænum hefði verið með það vel hirta lóð, að hægt hefði verið að veita viðurkenningu fyrir. Þó sagði hún að umhirða lóða á ísafirði hefði batnað mikið hin síðari ár. Kristján Jónasson forseti bæj- arstjórnar ísafjarðar afhenti við- urkenningarskjöl og þakkaði við- komandi fyrir hið góða fordæmi þeirra við fegrun bæjarins. — Úlf*r Tíö innbrot í sumarbústaÖ: Jeppakerru stolið - búslóðinni í fyrra JEPPAKERRU var stolið frá sumar- bústað á Vatnsendabletti 267 um verslunarmannahelgina. Kerran er úr rauðbrúnum vatns- vörðum krossviði með handvirkum sturtubúnaði og nokkuð löngu beisli. Tvö göt eru á afturgafli niður við botn og einnig er gat á botni. Auk þess var stolið vara- dekki frá sama stað. Þjófnaðir hafa verið nokkuð tíðir frá og úr þessum sama sumarbústað. Þann- ig var til að mynda búslóðinni úr sumarbústaðnum stolið fyrir um ári síðan. Rannsóknarlögregla ríkisins biður þá, sem kunna að geta gefið upplýsingar um þjófnaðina, vin- samlega að hafa samband við RLR í síma 44000. © ... það er ekki það sama aö selja og afgreiða Þetta er nýstárlegt námskeið í sölutækní sem samiö hefur veriö sérstaklega fyrir kaupmenn og starfsfólk í verslunum þar sem leggja verður áherslu á persónulega sölumennsku ef árangur á að nást. Á námskeiöinu veröa þátttakendur þjálfaöir í því aö byggja upp söluna og Ijúka henni. Unnin veröa raunhæf verkefni í sölutækni fengin úr umhverfi þátttakandans. Námskeiöiö er árangur af samstarfi Verslunar- skóla íslands og Kaupmannasamtaka íslands. Námskeiöstími: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30—15.00, námskeiöiö hefst 19. sept. nk. og lýkur 1. okt. Kennsla fer fram í húsakynnum Kaup- mannasamtaka íslands, Húsi verslunarinnar, 6. hæö. Leiöbeinandi á námskeiöinu veröur Helgi Bald- ursson, viöskiptafræöingur. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Kaupmannasam- taka íslands, Húsi verslunarinnar, í síma 687811.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.