Morgunblaðið - 12.09.1985, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.09.1985, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 „íslendingar bestu áheyrend- ur sem hægt er aö hugsa sér“ - segir austurríski fagottleikarinn Wemer Schulze, sem heldur hér tónleika ásamt pólskum píanóleikara MorgunblaðiA/iúlfus Werner Schulze og Elísabeth Zajac-Wiedner í æfíngu í vikunni. AUCTURRISKI fagottleikarinn og íslandsvinurinn Werner Schulze er nú staddur hér i landi áaamt pólskum píanóleikara, Elisabeth Zajac-Wiedner. ísland er síðasti áfangastaður þeirra í tveggja vikna tónleikaferö um Norðurlöndin. Þegar hafa þau haldið tvenna tón- leika hér landi en þeir þriðju og síðustu verða í kvöld, fímmtudag, í Langholtskirkju. Schulze er formaður Austur- rísk-íslenska félagins i Vínar- borg og tónlistarmönnum hér á landi að góðu kunnur. Hann hef- ur greitt götu margra íslenskra tónlistarmanna í Austurriki og skipulagt menningarheimsóknir milli þessara landa. M.a. skipu- lagði hann ferð Sinfóníuhljóm- sveitar íslands til Austurríkis árið 1981 og för kórs Langholts- kirkju til Austurríkis á sl. sumri. Schulze er kennari við Tónlist- arháskólann í Vínarborg og leggur auk þess stund á tónsmíð- ar. Hann hefur lagt sérstaka rækt við kontrafagott sem ein- leikshljóðfæri. Schulze er með- limur í austurríska blásara- kvintettinum og hefur tvívegis komið með honum hingað. Hann hefur haldið yfir 250 tónleika í 20 löndum. Elisabeth Zajac- Wiedner kennir einnig við Tón- listarháskólann í Vínarborg. Hún og Schulze hafa starfað saman í eitt ár og saman kalla þau sig Zwio. Tvö verk verða frumflutt á tónleikunum annað kvöld, „Trio fyrir Zwio“ eftir Schulze þar sem hann leikur til skiptis á kontra- fagott og Heckelphon ásamt pí- anóinu. Hitt verkið er „Fjórir þættir fyrir kontrafagott og nótnaborðshljóðfæri" eftir Helmut Neumann. Eitt athyglis- verðasta verkið á tónleikunum er þó vafalaust tvíleiksverk fyrir nokkra hvali og kontrafagott eftir Schulze, en verkið er til- einkað hvölum og notuð upptaka með „söng“ hnúfubaka. Schulze sagði i samtali við blm. að vísindamenn hefðu kom- ist að því að hnúfubakar eiga ótrúlega fjölbreytt tónmál og sömu stefin koma fyrir á skipu- legan hátt sem leiðir líkur að því að þeir „tali“ saman á þennan hátt. „Hljóðin sem hvalirnir framleiða hljóma eins og nokk- urs konar tónlist og í verkinu flétta ég saman hljóðfæraleik og upptökur með söng hnúfubaka, til að sýna fram á hve hljóðin eru lík,“ sagði Schulze. „Að mínu mati er áhrifameira að flytja tvíleiksverkið hér á ís- landi, en í nokkru öðru landi. ís- lendingár eru afskaplega opnir fyrir nýjungum í tónlist og bestu áheyrendur sem hægt er að hugsa sér. Því er ég sannfærður um að verkinu, sem er all óvenjulegt, verður vel tekið á tónleikunum á fimmtudags- kvöld.“ Auk tvíleiksverkanna á tón- leikunum leikur Zajac-Wiedner Andante spianato e Grande Pol- onaise eftir Chopin og 32 til- brigði um eigið stef eftir Beet- hoven. Tónleikarnir í kvöld verða sem fyrr segir í Lang- holtskirkju og hefjst kl. 20.30. Fair hlutir eru oftar i hendi þinm en hnífapörin. Þess vegna þarf aö vanda valið. NOVA er nýtt munstur úr eðalstáli meö mattri satínáferð, fagurlega hannaö. WILKENS @ SILFURBUÐIN Laugavegi 55, Reykjavík Sími 11066 Frá veitingu viðurkenningar á Hótel ísafjörður. * Isafjörður: Ljósm/ Hlutu viðurkenningu fyr- ir garð sinn í þriðja skipti Ísafírði, 3. september. BÆJARSTJORN ísafjarðar ásamt garðyrkjunefnd bæjarins efndu til kaffísamsætis á Hótel fsafírði í kvöld til að veita viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóðir bæjarins. Hjónin Anna Jónsdóttir og Lúðvík Kjartans- son, Króki 2, fengu viðurkenningu fyrir fallegasta heimilisgarðinn, en þau hjónin hafa tvisvar áður fengið verðlaun fyrir garð sinn. Birkir Þorsteinsson og Olíufé- lagið hf. fengu verðlaun fyrir fal- legustu lóð atvinnurekstrar vegna umhverfis stöðvarhúss Olíufélags- ins við Mjóusund. í ávarpi sem formaður garðyrkjunefndarinnar, Ásthildur Þórðardóttir, flutti gat hún þess, að ekkert fjölbýlishús í bænum hefði verið með það vel hirta lóð, að hægt hefði verið að veita viðurkenningu fyrir. Þó sagði hún að umhirða lóða á ísafirði hefði batnað mikið hin síðari ár. Kristján Jónasson forseti bæj- arstjórnar ísafjarðar afhenti við- urkenningarskjöl og þakkaði við- komandi fyrir hið góða fordæmi þeirra við fegrun bæjarins. — Úlf*r Tíö innbrot í sumarbústaÖ: Jeppakerru stolið - búslóðinni í fyrra JEPPAKERRU var stolið frá sumar- bústað á Vatnsendabletti 267 um verslunarmannahelgina. Kerran er úr rauðbrúnum vatns- vörðum krossviði með handvirkum sturtubúnaði og nokkuð löngu beisli. Tvö göt eru á afturgafli niður við botn og einnig er gat á botni. Auk þess var stolið vara- dekki frá sama stað. Þjófnaðir hafa verið nokkuð tíðir frá og úr þessum sama sumarbústað. Þann- ig var til að mynda búslóðinni úr sumarbústaðnum stolið fyrir um ári síðan. Rannsóknarlögregla ríkisins biður þá, sem kunna að geta gefið upplýsingar um þjófnaðina, vin- samlega að hafa samband við RLR í síma 44000. © ... það er ekki það sama aö selja og afgreiða Þetta er nýstárlegt námskeið í sölutækní sem samiö hefur veriö sérstaklega fyrir kaupmenn og starfsfólk í verslunum þar sem leggja verður áherslu á persónulega sölumennsku ef árangur á að nást. Á námskeiöinu veröa þátttakendur þjálfaöir í því aö byggja upp söluna og Ijúka henni. Unnin veröa raunhæf verkefni í sölutækni fengin úr umhverfi þátttakandans. Námskeiöiö er árangur af samstarfi Verslunar- skóla íslands og Kaupmannasamtaka íslands. Námskeiöstími: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30—15.00, námskeiöiö hefst 19. sept. nk. og lýkur 1. okt. Kennsla fer fram í húsakynnum Kaup- mannasamtaka íslands, Húsi verslunarinnar, 6. hæö. Leiöbeinandi á námskeiöinu veröur Helgi Bald- ursson, viöskiptafræöingur. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Kaupmannasam- taka íslands, Húsi verslunarinnar, í síma 687811.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.