Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 40
40 IZUMI STÝRILIÐAR Allar stæröir fyrír allar spennur. Festingar fyrir DIN skinnur. Gott verð. I = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRRANTANIR-WÓNUSTA Bjóðum nánast allar stærðir rafmótora frá EOF í Danmörku. EOF rafmótorar eru í háum gæðaflokki og á hagkvæmu verði. Ræðið við okkur um rafmótora. = HEÐINN = SELJAVEGI 2, SIMI 24260 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 r hinni nýju verslun Hans Petersen hf., sem sehir Yashica-heimilistölvur. mmm^ Hans Petersen hf. opnar tölvuverslun HANS Petersen hf. hefur opnað tölvudeild í verslun fyrirtækisins í Glæsibæ og selur Yashica MSX- heimilistölvur. Leiöbeiningabók á ís- lensku fylgir tölvunum. Yashica YC-64 er í tölvukerfi sem hefur verið þróað til að nota MSX-hugbúnað. En MSX er tölvu- staðall sem japanskir tölvufram- leiðendur hafa komið sér saman um og tryggir kaupendum úrval af hugbúnaði og jaðartækjum. Forritunarmál tölvunnar er mjög einfalt, segir í frétt frá Hans Petersen hf., auk þess sem tölvan er fjölhæf t.d. hefur hún tónlistar- og teiknigetu. Einnig fylgir henni forrit fyrir islenska stafi. Leiðbeiningabókin inniheldur 170 blaðsíður og auk beinnar kennslu á tölvuna er þar m.a. að finna kennslu í að skrifa forrit á MSX Basic. Einnig er fjallað um hin ýmsu jaðartæki og þá mögu- leika sem tölvan býður upp á. Nýtízkuleg bílaþvottastöð Vid bjódum forþvott, sápuþvott, 2-þátta bón og þurrkun. Stöðin getur tekið bíla sem eru allt að 225 cm á breidd og 227 cm á hæö. Við gefum fólki kost á að fá nýtt byltingarkennt efni, Poly-lack, boriö á bílinn meðan þaö bíður (20 mín. á bíl). Poly-lack inniheldur acryl sem gefur bílnum geysifalleg- an gljáa, skýrir litina og endist lengi. I Þýzkalandi er þetta efni borið á alla Mercedes Benz áöur en þeir eru afhentir. Opnunartími: virka daga ki. 9—7 — helgar kl. 10—7. Bílaþvottastöðin, Bíldshöföa 8, (viö hliðina á Bifreiöaeftirlitinu). Fordæma viðskiptabann Bandaríkjanna á Nicaragua Tuttugu íslenskir stjórnmálamenn úr sex stjórnmálaflokkum hafa und- irritað yfirlýsingu varðandi stuðning við friðarumleitanir Contadora- ríkjanna í málefnum Mið-Ameríku og fordæmingu á viðskiptabanni Bandaríkjastjórnar í Nicaragua. Að því er segir í frétt undirbún- ingshóps, skipuðum þeim Stein- grími J. Sigfússyni, (AB), Guð- rúnu Agnarsdóttur (K), Eiði Guðnasyni (A) og Haraldi Ólafs- syni (F), hefur yfirlýsing þessi verið send þjóðarleiðtogum og for- setum þjóðþinga í Bandaríkj- unum, Kanada og löndum Vestur- Evrópu. Auk framangreindra þing- manna rita nöfn sín undir yfirlýs- inguna Páll Pétursson (F), Stefán Benediktsson (BJ), Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (K), Hjörleifur Guttormsson (AB), Jóhanna Sig- urðardóttir (A), Helgi Seljan (AB), Karvel Pálmason, (A), Svav- ar Gestsson (AB), Ellert B. Schram (S), Ragnar Arnalds (AB), Karl Steinar Guðnason (A), Krist- ín Halldórsdóttir (K), Geir Gunn- arsson (AB), Stefán Valgeirsson (F), Guðmundur Einarsson (BJ) og Kjartan Jóhannsson (A). Tæplega fjórðungi meiri þorskafli en í fyrra ÞORSKAFLI landsmanna var um síðustu mánaðamót tæplega fjórð- ungi meiri en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir samdrátt í þorskafla togar- anna í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra. Annar botnfiskafli var nokkru minni og heildaraflinn er rúmum 50.000 lestum minni en í fyrra og munar þar mestu um loðn- una. Heildarafli smábáta um mán- aðamótin var orðinn rúmar 20.000 lestir. Fyrstu sjö mánuði ársins skipt- ist þorskaflinn þannig á milli vinnslugreina, að 105.649 lestir hafa verið saltaðar, 97.769 frystar, 4.559 fluttar ferskar út og 3.250 hertar. í ágústmánuði var þorskafli báta 7.646 lestir e.ða 843 lestum meiri en í fyrra. Annar botn- fiskafli var 4.893 lestir á móti 5.677 lestum í fyrra eða 774 lestum minni. í ágústmánuði nú veiddist 30.141 lest af loðnu en ekkert í fyrra. Afli annarra tegunda er svipaður milli mánaðanna. Heild- arafli bátanna varð því 46.292 lest- ir nú á móti 16.411 lestum í fyrra eða 29.881 lest meiri. Afli togara 1 ágúst nam alls 33.030 lestum á móti 37.248 í fyrra. Nú varð þorskaflinn 16.565 lestir á móti 26.781 lest í fyrra. Annar botnfiskafli var 16.465 lestir á móti 10.467 í fyrra. Þorskafli báta og togara í mán- uðinum var samtals 9.373 lestum minni en í fyrra, en annar botn- fiskafli 4.214 lestum meiri. Heild- araflinn í mánuðinum varð alls 79.332 lestir á móti 53.659 lestum í fyrra. Fyrstu 8 mánuði ársins var þorskafli báta 131.237 lestir, 27.542 lestum meiri en í fyrra; annar botnfiskafli 63.809 lestir, 7.255 lestum minni en í fyrra og loðnu- aflinn 374.713 lestir, 62.972 lestum minni en í fyrra. Þorskafli togar- anna var 120.0327 lestir, 13.988 lestum meiri en í fyrra; annar botnfiskafli 118.005 lestir, 21.937 lestum minni en í fyrra og heildar- afltnn er nú 7.949 lestum minni. Þorskafli bæði báta og togara fyrstu 8 mánuði ársins er því 251.274 lestir, en var 209.744 lestir á sama tíma í fyrra. Annar botn- fiskafli var 181.814 lestir, en var í fyrra 211.006 lestir. Heildaraflinn var 832.258 lestir, en í fyrra 883.905 og munar þar mestu um mismun á loðnuafla. Afli smábáta umrætt tímabil var 20.652 lestir, þar af 19.348 lestir af þorski. 7.014 lestir veidd- ust á Suður- og Suðvesturlandi, 4.227 lestir á Vestfjörðum, 4.775 á Norðurlandi og 4.636 á Austfjörð- um. í ágústmánuði komu 448 lestir á land á Suður- og Suðvesturlandi, 1.393 á Vestfjörðum, 756 á Norður- landi og 745 á Austfjörðum. Fyrstu 8 mánuði ársins hafa smábátar landað mestu á Rifi, 1.366 lestum, 1.040 var landað á Akranesi, 1.127 lestum í Bolungarvík, 1.282 á Húsavík og 1.185 lestum á Nes- kaupstað, en þetta eru langhæstu einstöku löndunarstaðirnir. Upplýsingar þessar eru fengnar úr bráðabirgðaskýrslu Fiskifélags íslands. ALLT í RÖÐ OG REGLU! Dunl er ódýrasti barinn í bænum Duni kaffibarinn sparar bæði tíma og pláss. Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg. - hann kostar aðeins 3.550,- krónur! (Innifalið í verði. Málmstandur, 2000 mál, tlu höldur og 1000 teskeiðar.) STANDBERG HF. - kaffistofa í hverjum krók! Sogavegi 108 símar 35240 og 35242 Ef þú ert þreytt(ur) á óreiðunni og uppvaskinu í kaffistofunni þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.