Morgunblaðið - 12.09.1985, Síða 40

Morgunblaðið - 12.09.1985, Síða 40
40 IZUMI STÝRILIÐAR Allar stæröir fyrír allar spennur. Festingar fyrir DIN skinnur. Gott verð. I = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRRANTANIR-WÓNUSTA Bjóðum nánast allar stærðir rafmótora frá EOF í Danmörku. EOF rafmótorar eru í háum gæðaflokki og á hagkvæmu verði. Ræðið við okkur um rafmótora. = HEÐINN = SELJAVEGI 2, SIMI 24260 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 r hinni nýju verslun Hans Petersen hf., sem sehir Yashica-heimilistölvur. mmm^ Hans Petersen hf. opnar tölvuverslun HANS Petersen hf. hefur opnað tölvudeild í verslun fyrirtækisins í Glæsibæ og selur Yashica MSX- heimilistölvur. Leiöbeiningabók á ís- lensku fylgir tölvunum. Yashica YC-64 er í tölvukerfi sem hefur verið þróað til að nota MSX-hugbúnað. En MSX er tölvu- staðall sem japanskir tölvufram- leiðendur hafa komið sér saman um og tryggir kaupendum úrval af hugbúnaði og jaðartækjum. Forritunarmál tölvunnar er mjög einfalt, segir í frétt frá Hans Petersen hf., auk þess sem tölvan er fjölhæf t.d. hefur hún tónlistar- og teiknigetu. Einnig fylgir henni forrit fyrir islenska stafi. Leiðbeiningabókin inniheldur 170 blaðsíður og auk beinnar kennslu á tölvuna er þar m.a. að finna kennslu í að skrifa forrit á MSX Basic. Einnig er fjallað um hin ýmsu jaðartæki og þá mögu- leika sem tölvan býður upp á. Nýtízkuleg bílaþvottastöð Vid bjódum forþvott, sápuþvott, 2-þátta bón og þurrkun. Stöðin getur tekið bíla sem eru allt að 225 cm á breidd og 227 cm á hæö. Við gefum fólki kost á að fá nýtt byltingarkennt efni, Poly-lack, boriö á bílinn meðan þaö bíður (20 mín. á bíl). Poly-lack inniheldur acryl sem gefur bílnum geysifalleg- an gljáa, skýrir litina og endist lengi. I Þýzkalandi er þetta efni borið á alla Mercedes Benz áöur en þeir eru afhentir. Opnunartími: virka daga ki. 9—7 — helgar kl. 10—7. Bílaþvottastöðin, Bíldshöföa 8, (viö hliðina á Bifreiöaeftirlitinu). Fordæma viðskiptabann Bandaríkjanna á Nicaragua Tuttugu íslenskir stjórnmálamenn úr sex stjórnmálaflokkum hafa und- irritað yfirlýsingu varðandi stuðning við friðarumleitanir Contadora- ríkjanna í málefnum Mið-Ameríku og fordæmingu á viðskiptabanni Bandaríkjastjórnar í Nicaragua. Að því er segir í frétt undirbún- ingshóps, skipuðum þeim Stein- grími J. Sigfússyni, (AB), Guð- rúnu Agnarsdóttur (K), Eiði Guðnasyni (A) og Haraldi Ólafs- syni (F), hefur yfirlýsing þessi verið send þjóðarleiðtogum og for- setum þjóðþinga í Bandaríkj- unum, Kanada og löndum Vestur- Evrópu. Auk framangreindra þing- manna rita nöfn sín undir yfirlýs- inguna Páll Pétursson (F), Stefán Benediktsson (BJ), Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (K), Hjörleifur Guttormsson (AB), Jóhanna Sig- urðardóttir (A), Helgi Seljan (AB), Karvel Pálmason, (A), Svav- ar Gestsson (AB), Ellert B. Schram (S), Ragnar Arnalds (AB), Karl Steinar Guðnason (A), Krist- ín Halldórsdóttir (K), Geir Gunn- arsson (AB), Stefán Valgeirsson (F), Guðmundur Einarsson (BJ) og Kjartan Jóhannsson (A). Tæplega fjórðungi meiri þorskafli en í fyrra ÞORSKAFLI landsmanna var um síðustu mánaðamót tæplega fjórð- ungi meiri en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir samdrátt í þorskafla togar- anna í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra. Annar botnfiskafli var nokkru minni og heildaraflinn er rúmum 50.000 lestum minni en í fyrra og munar þar mestu um loðn- una. Heildarafli smábáta um mán- aðamótin var orðinn rúmar 20.000 lestir. Fyrstu sjö mánuði ársins skipt- ist þorskaflinn þannig á milli vinnslugreina, að 105.649 lestir hafa verið saltaðar, 97.769 frystar, 4.559 fluttar ferskar út og 3.250 hertar. í ágústmánuði var þorskafli báta 7.646 lestir e.ða 843 lestum meiri en í fyrra. Annar botn- fiskafli var 4.893 lestir á móti 5.677 lestum í fyrra eða 774 lestum minni. í ágústmánuði nú veiddist 30.141 lest af loðnu en ekkert í fyrra. Afli annarra tegunda er svipaður milli mánaðanna. Heild- arafli bátanna varð því 46.292 lest- ir nú á móti 16.411 lestum í fyrra eða 29.881 lest meiri. Afli togara 1 ágúst nam alls 33.030 lestum á móti 37.248 í fyrra. Nú varð þorskaflinn 16.565 lestir á móti 26.781 lest í fyrra. Annar botnfiskafli var 16.465 lestir á móti 10.467 í fyrra. Þorskafli báta og togara í mán- uðinum var samtals 9.373 lestum minni en í fyrra, en annar botn- fiskafli 4.214 lestum meiri. Heild- araflinn í mánuðinum varð alls 79.332 lestir á móti 53.659 lestum í fyrra. Fyrstu 8 mánuði ársins var þorskafli báta 131.237 lestir, 27.542 lestum meiri en í fyrra; annar botnfiskafli 63.809 lestir, 7.255 lestum minni en í fyrra og loðnu- aflinn 374.713 lestir, 62.972 lestum minni en í fyrra. Þorskafli togar- anna var 120.0327 lestir, 13.988 lestum meiri en í fyrra; annar botnfiskafli 118.005 lestir, 21.937 lestum minni en í fyrra og heildar- afltnn er nú 7.949 lestum minni. Þorskafli bæði báta og togara fyrstu 8 mánuði ársins er því 251.274 lestir, en var 209.744 lestir á sama tíma í fyrra. Annar botn- fiskafli var 181.814 lestir, en var í fyrra 211.006 lestir. Heildaraflinn var 832.258 lestir, en í fyrra 883.905 og munar þar mestu um mismun á loðnuafla. Afli smábáta umrætt tímabil var 20.652 lestir, þar af 19.348 lestir af þorski. 7.014 lestir veidd- ust á Suður- og Suðvesturlandi, 4.227 lestir á Vestfjörðum, 4.775 á Norðurlandi og 4.636 á Austfjörð- um. í ágústmánuði komu 448 lestir á land á Suður- og Suðvesturlandi, 1.393 á Vestfjörðum, 756 á Norður- landi og 745 á Austfjörðum. Fyrstu 8 mánuði ársins hafa smábátar landað mestu á Rifi, 1.366 lestum, 1.040 var landað á Akranesi, 1.127 lestum í Bolungarvík, 1.282 á Húsavík og 1.185 lestum á Nes- kaupstað, en þetta eru langhæstu einstöku löndunarstaðirnir. Upplýsingar þessar eru fengnar úr bráðabirgðaskýrslu Fiskifélags íslands. ALLT í RÖÐ OG REGLU! Dunl er ódýrasti barinn í bænum Duni kaffibarinn sparar bæði tíma og pláss. Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg. - hann kostar aðeins 3.550,- krónur! (Innifalið í verði. Málmstandur, 2000 mál, tlu höldur og 1000 teskeiðar.) STANDBERG HF. - kaffistofa í hverjum krók! Sogavegi 108 símar 35240 og 35242 Ef þú ert þreytt(ur) á óreiðunni og uppvaskinu í kaffistofunni þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.