Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 31 fHtffgmtÞliifrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 35 kr. eintakiö. Vettvangur málamiðlunar Frá því að núverandi ríkis- stjórn var mynduð hafa verið hörð átök innan hennar um afgreiðslu fjárlaga og láns- fjáráætlunar. Þau hafa snúizt um það, hve langt skuli ganga í niðurskurði á ríkisútgjöldum eða nýrri skattheimtu til þess að afgreiða greiðsluhallalaus fjárlög. Þessi rimma stendur jrfir einu sinni enn. Athyglis- vert er, að hún er ekki fyrst og fremst á milli stjórnar- flokkanna tveggja heldur inn- an Sjálfstæðisflokksins, á milli ráðherra hans og að nokkru leyti þingmanna. í kosningabaráttunni fyrir siðustu þingkosningar lagði Sjálfstæðisflokkurinn mikla áherzlu á skattalækkanir og niðurskurð á ríkisútgjöldum. Þetta var í samræmi við mál- flutning talsmanna flokksins í stjórnarandstöðu árin áður. Eðlilegt er því, að einstakir forystumenn Sjálfstæðis- flokksins hafi talið það nokkru skipta, að standa við þessi kosningaloforð. Það hefur tekizt misjafnlega. Átökin innan Sjálfstæðisflokksins um fjárlagaafgreiðsluna og milli einstakra ráðherra hans eru ekki pólitísk átök á milli nafn- greindra einstaklinga. Þetta eru ekki fyrst og fremst átök milli Alberts Guðmundssonar og Matthíasar Bjarnasonar um það hvort fjárframlög eigi að vera meiri eða minni til heil- brigðiskerfisins og vegamál- anna. Þessi ágreiningur endur- speglar vaxandi átök í þjóð- félaginu sjálfu, hvernig verja eigi fjármunum úr sameigin- legum sjóði, sem er að verða alltof rýr. Þegar Matthías Bjarnason krefst þess, að staðið sé við áform um framkvæmdir í vegamálum er hann talsmaður þess mikla fjölda landsbyggð- arfólks, sem telur að bættar samgöngur séu forsenda þess að byggð haldizt um land allt. Þegar Matthías Bjarnason talar um jarðgöng við ólafs- fjörð er hann að endurspegla þá tilfinningu Ólafsfirðinga, að ella muni þessi kaupstaður smátt og smátt fara úr byggð. Þegar Matthías Bjarnason krefst fjárveitinga til heil- brigðiskerfisins er hann að túlka sjónarmið og tilfinning- ar mikils fjölda íslendinga, sem telur óvarlegt að hrófla mikið við því velferðarkerfi, sem hefur verið byggt upp, þótt það kosti mikla peninga. Þegar Albert Guðmundsson krefst niðurskurðar á framlög- um til vegamála er hann að túlka sjónarmið, sem eru mjög sterk í Sjálfstæðisflokknum, á þann veg, að einungis með sársaukafullum aðgerðum verði hægt að koma efnahag landsins á réttan kjöl. Þegar Albert Guðmundsson telur ekki hægt að verða við öllum óskum um fjárveitingar til velferðarkerfisins er hann að endurspegla mjög útbreidda skoðun í Sjálfstæðisflokknum þess efnis, að það sé hægt að nýta peningana, sem fara til þessara þarfa, mun betur. Þegar menn í Sjálfstæðis- flokknum hneykslast á tali Matthíasar Bjarnasonar um jarðgöng eru þeir að endur- spegla þau sjónarmið, sem þar eru ofarlega á baugi, að ein- ungis stöðvun á erlendum lán- tökum geti komið fótunum undir sjávarútveginn á ný. Sjálfstæðisflokkurinn er svo mikill þverskurður af sam- félagi okkar, að innan hans takast á meira eða minna öll hagsmunaöfl og mismunandi sjónarmið í landinu. Þess vegna er út í hött að líta svo á, að skoðanamunur um þessi málefni innan Sjálfstæðis- flokksins sé ámælisverður eða hneykslanlegur. Hann er þvert á móti til marks um að í Sjálf- stæðisflokknum er að finna kvikuna í þjóðfélagsumræðum okkar eins og jafnan áður. Þeir, sem leita að hreinum lausnum á svona dæmi, munu ekki finna þær. Slíkar lausnir eru ekki til. í raun og veru er ekki til neitt, sem hægt er að kalla „lausn" í málum af þessu tagi. Eina leiðin, sem er til er málamiðlun. Það er hið sögu- lega hlutverk Sjálfstæðis- flokksins að vera vettvangur málamiðlunar í þjóðfélagi okkar. Ef einn aðili ætlar að setjast yfir hlut annars, ef þéttbýlið ætlar í krafti fjöl- mennis að ákveða byggða- stefnuna, svo að dæmi sé tekið, verður aídrei friður á íslandi. Það verður hins vegar haft til marks um hæfni forystu- manna Sjálfstæðisflokksins, hversu vel þeim tekst að rækja það hlutverk, sem er þeirra aðalstarf, að vera sáttasemjar- ar milli ólíkra hagsmuna og sjónarmiða í þessu litla þjóð- félagi. Norræna ljóðlistarhátíöin: Ljóðin fylgja mannfólkinu MEÐAL þátttakenda í Norrænu ljóðlistarhátíðinni, sem nú stendur yfir í Norræna húsinu, eru mörg erlend ljóðskáld og eru sum þeirra komin hingað um langan veg. Því þótti forvitnilegt að fá álit þeirra á stöðu ljóðsins í dag. Peter Sandelin MorgunblaSið/Bjarni Mikilvægast að Ijóðið tali fyrir sig sjálft — segir Peter Sandelin frá Finnlandi „Ég haföi þaö á tilfinningunni að Ijóö næðu ekki til fjöldans. Aö þau vaeni einungis skrifuð fyrir fáa út- valda og að ekkert fengi því breytt en svo frétti ég að Ijóðin mín hefðu fengið hljómgrunn og þá get ég ekki iátið það vera að skrifa,“ sagði Ijóð- skáldið Peter Sandelin frá Finn- landi. „Þannig hafði það mikil áhrif á mig þegar ég frétti af sjúklingi, sem var þungt haldinn andlega og hafði tekið upp hjá sjálfum sér að lesa eitt Ijóð á dag sér til heilsubótar. Þetta eina Ijóð varð að fleiri Ijóðum og loks náði hann fullri heilsu. Þetta fannst mér ánægjulegt að heyra, sérstaklega þegar það fylgdi sögunni að það voni mín Ijóð sem hann las.“ - Þekkir þú verk íslenskra ljóð- skálda? „Því miður get ég ekki sagt það. Þó hef ég lesið lítillega af því sem hefur verið þýtt. í þeim ljóðum sem ég hef lesið finnst mér gæta mikillar náttúrustefnu en ég sakna spennunnar, sem mér finnst nauð- synlegt að finna í ljóðum. íslensk ljóð eru ólík því sem ég er að fást við. í mínum huga eru þau á mörkum þess að vera þessa heims á meðan ég reyni, meðvitað eða ómeðvitað, að koma tilverunni til skila eins og hún er. Ég skrifa um það sem er en ekki það ósýnilega." - Umhvaðfjallaljóðinþín? „í Ijóðunum reyni ég að koma á framfæri því sem mér finnst mikil- vægt og ég tel að gæti orðið ein- hverjum að liði. Ljóð mín eru raunsæi. Fyrir mér verða orð og tunga að túlka eitthvað ákveðið um leið og þau búa yfir ákveðinni vídd þrátt fyrir formfestu. Það má vera að þau verði of háfleyg og sumum finnist skorta á tilfinn- ingar en það verður að gæta ákveð- ins jafnvægis og forðast lágkúru og hátíðleika." - Er einmannalegt að vera skáld? „Á meðan ég er að skapa verð ég að vera einn. Eg hef þá trú að það sé nauðsynlegt að fá frið, vera einn með sjálfum sér en ekki á sífelldu flandri. Maður tínir sjálfum sér á þessu flandri. Auðvitað er nauð- synlegt að hitta annað fólk af og til, annars er maður ekki lifandi þátttakandi í því sem er að gerast og hefði lítið að miðla öðrum. Ég tala hér af eigin reynslu, því áður en ég gifti mig, átti ég oft erfitt með að tjá mig við aðra öðruvísi en i ljóðum. Þetta breytt- ist allt eftir að börnin mín komu til sögunnar og ég fann að ég var ekki einn um þennan þrúgandi kvíða innra með mér. Hann hrjáði alla í kring um mig, jafnvel unga- börn sýndu merki um kvíða. Eftir þessa uppgötvun tóku ljóðin mín miklum stakkaskiptum og urðu betri bæði að minum dómi og gagnrýnenda." - Hvað finnst þér um ljóðahátíð sem þessa? „Það er alltaf gott að hitta aðra sem eru að fást við ljóðlist og auka þannig við þekkinguna. Mönnum er hollt að lesa ljóð annarra, af þeim má mikið læra. Ég hef oftar en ekki orðið fyrir sterkum áhrif- um frá annarri annars ólikri ljóð- list en minni, eins og til dæmis af ljóðum eftir spánska höfunda. Ljóð þeirra gefa mér mikið. Ekki má heldur gleyma mikilvægi þess að menn kynnist persónulega eins og gerist á svona ljóðahátið og að hér gefst tækifæri til að hlusta á önnur skáld lesa úr eigin verkum, sem alltaf er áhrifamikið." - Viltu segja eitthvað að lokum? „Ég vil þá helst undirstrika að fyrir mér er það mikilvægast að ljóðið tali fyrir sig sjálft. Það sem ég hef að segja segi ég í ljóði.“ KG Britta Marakatt Morgunblaðið/Bjarni Ljóðin okkar hafa annan tón og hljómfall — segir Britta Marakatt fulltrúi Sama „Ljóðahefð Sama í rituðu máli er ung, við byrjuðum ekki að skrifa Ijóð fyrr en við fengum ritmál fyrir um það bil 10 árum og Paulus Utsi, sem var okkar brautryðjandi í Ijóðagerð gaf út sína fyrstu Ijóðabók árið 1975,“ sagöi Britta Marakatt, sem er fulltrúi Sama á Norrænu Ijóðlistar- hátíðinni. „Síðan hafa mörg skáld komið fram á sjónarsviðið, sérstak- lega árið 1981, þá voru gefnar út Ijóðabækur eftir sjö ólíka höfunda en síöan hefur hægst um. Ljóðin sem við erum að skrifa í dag eiga sér bakgrunn í „Joj’k“-söng, sem er gömul frásagnarlist og Samar hafa tileinkað sér í gegn um aldirnar. í „Joj’k“ er sögð ákveðin saga um leið sögumaður Ifkir eftir vindinum. - Ljóðin ykkar, skera þau sig úr á einhvern hátt? „Já við skerum okkur talsvert mikið úr. Ljóðin okkar hafa allt annan tón og hljómfall. Það finn ég vel þegar ég hlusta á hin skáldin sem hér eru saman komin. Yrkis- efnið er líka annað. I ljóðum Sama segir frá náttúrunni, guði og hans áhrifum og ítökum í náttúrunni eða þau rifja upp gamlar endur- minningar frá liðinni tíð og hvað framtíðin gæti hugsanlega borið í skauti sínu. Mörg okkar upplifa annars konar þögn en aðrir hafa tækifæri til í skarkala stórborg- anna, þögn sem enginn annar þekkir. Þessari þögn reynum við að koma til skila. - Hvað varð til þess að þú fórst aðyrkja? „Eftir að hafa dvalið á námsár- um mínum fjarri heimabyggð um langan tíma en flutti síðan aftur heim fannst mér ég vera endur- borin. Ég varð að koma á framfæri þeim hughrifum sem ég varð fyrir svo að aðrir gætu tekið þátt í gleði minni og skilið hversu mikil ham- ingja það er að eiga rætur í Sama- landi. Umhverfið hefur þau áhrif á mig og mín verk að ég gæti hvergi átt heima nema þar.“ - Finnur þú samkennd í ljóðum skálda frá öðrum þjóðum? „Já, ég hrífst af ljóðum Græn- lendinga, Kúrda og Baska að ógleymdum ljóðum indíánaþjóð- flokka í Suður-Ameríku. í ljóðum þeirra finn ég sama baráttuand- ann og kemur fram í ljóðum Sarna." - Hvaða þýðingu hefur svona ljóðahátíð? „Við öðlumst meiri skilning á ljóðum annarra og þar sem ég sit mjög einangruð norður f Svíþjóð er þetta kærkomið tækifæri fyrir mig að hitta og kynnast öðrum ólíkum Ijóðskáldum annarra þjóða. Sem Sami er ég mjög ánægð með að við fáum að vera með. I boðinu felst viss viðurkenning á tilvist okkar sem þjóðar með eigin menningu og það er gott að finna að aðrir taka eftir því sem við erum að gera.“ KG ■■ Wi östen Sjöstrand Morgunbltóið/Bj.rni Island þrengir að með nýjum spurningum — segir Östen Sjöstrand „Staða Ijóðsins í vitund fólks er mismunandi eftir löndum,” sagði sænska Ijóðskáldið Östen Sjöstrand. „I Póllandi er Ijóðið lífskjarni fólks. Það hef ég sjálfur upplifað þegar ég dvaldi í Póllandi á meðan ég viðaði að mér efni í „Artist‘% tímarit um listir og menningu mismunandi mcnningarsvæða, sem ég hef ritstýrt um tíu ára skeið. Sama má segja um Irland, þar ríkir sterk Ijóðahcfð. Af þessu mætti draga þá ályktun að Ijóð- ið leiti á þegar þrengir að rétt eins og trúin á guð verður sterkari þegar eitthvað bjátar á. Og svo er sagt að hér sitji menn á hverjum bæ og skrifl hverju svo sem það veldur.“ - HvaðmeðSvíþjóð? „Ef Svíi væri spurður hvort hann væri ljóðelskur þá mundi hann sverja það af sér, en ef gengið væri á hann þá gæti hann þulið upp Bellman. Þannig að þetta er ekki alveg rétt, ljóð eiga djúpar rætur í Svíþjóð. Og það skemmti- lega er að gerast að í dag eru ung skáld að koma fram, sem ekki einkennast jafn mikið af pólitík eins og fyrir tveimur til þremur árum þegar mönnum tókst ekki að aðgreina ljóðið frá pólitfk. Sjálfur þyki ég erfiður en er samt lesinn ef dæma má eftir sölu ljóða- bókanna, sem komið hafa út eftir mig. I útvarpinu hefur dagskráin lengi endað með þætti sem heitir „Ljóð dagsins" og ljóð og ljóðalest- ur hefur átt greiðan aðgang að fjölmiðlum. Því hefur það stundum heyrst að „Svíþjóð sé land ljóðs- ins“, en ætli það eigi ekki frekar við um ísland." - Hefur þú lesið ljóð eftir ís- lenska höfunda? „Nei, því miður get ég ekki sagt það og hef ég hugsað mér að reyna að bæta úr þvf. Þær fáu þýðingar sem ég komst yfir ollu mér nokkr- um vonbrigðum og fannst mér sem í þær vantaði nokkur mikilvæg atriði, ef til vill eru þær of háfleyg- ar. Eins og oft á ferðum mínum erlendis þá viða ég að mér efni í tímaritið sem ég ritstýri og nú læt ég mig dreyma um að koma út hefti sem helgað væri Islandi og íslenskri menningu." - Þú segir að þín eigin ljóð séu erfið, verður þú fyrir innblæstri? „Já, ég get ekki neitað því og ég get nefnt þér sem dæmi að á meðan ég var að koma frá mér ljóðunum, sem urðu til eftir dvöl á Irlandi, sem orkaði sterkt á mig, þá leit ég varla upp. Ljóðin runnu frá mér og það var ekki fyrr en undir lokin að ég gerði mér grein fyrir að allt ætlaði að ganga upp, ljóðin mynd- uðu eina heild. Eftir á fannst mér eins og þungu fargi væri af mér létt. Nú á seinni árum hef ég ekki haft nema takmarkaðan tima til að yrkja. Ritstjórnin með sfnum ferðalögum tekur mikinn tíma að ekki sé minnst á alla þá vinnu sem liggur að baki þvf að eiga sæti í Nóbelsverðlaunanefndinni, ekki það að ég kvarti, vinnan er vel þess virði." - Hvað finnst þér um ljóðahá- tíöina? „Það sem situr eftir er að hafa fengið tækifæri til að kynnast mönnum, sem maður þekkti ein- ungis af ljóðum og afspurn og ekki má gleyma mikilvægi þess að uppgötva nýtt hæfileikafólk. Til þess að ljóðahátíð takist sem best er mikilvægt að leggja mikið f undirbúningsvinnu og þá mæðir mest á undirbúningsnefndinni. Hún verður að halda fast um það sem á að gera en jafnframt gefa lausan tauminn þar sem við á. Hér finnst mér allur undirbúningur með miklum ágætum, vei búið að öllum og satt að segja kom það mér á óvart að sjá fulltrúa póli- tískra flokka á setningarhátíðinni. Ég er vanari þvf að þeir haldi sig fjarri ljóðahátíðum þar sem ég þekki til. Þetta er fyrsta ferð mín til Is- lands þó ótrúlegt sé og ég verð að segja að ég varð mest hissa á hvað það er stutt hingað. Áhrifin láta ekki á sér standa, hér finnst mér streyma á móti mér andans gift. Island þrengir sér að með nýjum ósvöruðum spurningum, sem eiga rætur í Islendingasögunum og til að geta skilið þær er nauðsynlegt að koma til þess lands sem skáldin eiga rætur sínar. KG Frá vigtun hrossa í Sölvaholti: Helga Sigmundsdóttir og Berglind Hilmars- dóttir, en Bcrglind hefur umsjón með tilraununum í sumar. Fyrir aftan þær eru Soffanías Márusson sem leggur til flest hrossin í tilraunina, Ólafur Guömundsson deildarstjóri fóðurdeildar RALA sem stjórnar tilrauninni og Sigrún Jónasdóttir. Votlendi afbragðs beitiland fyrir hross HROSSABEITARTILRAUNIR sem Rannsóknarstofnun landbúnaðarins stend-» ur fyrir í Sölvaholti í Flóa í samvinnu við fleiri aðila staðfesta fyrri tilraunir með hrossabeit sem sýna að mýrar og flóar eru afbragðs gott beitarland fyrir hross, að sögn Ólafs Dýrmundssonar ráðunautar hjá Búnaðarfélagi Islands. Að sögn Ólafs er tilgangur til- raunarinnar einkum að kanna áhrif beitar á gróður og þrif hrossanna. Einnig fást vísbendingar um hvað mikið land hvert hross þarf í sum- arbeit. Hún fer þannig fram að venjuleg reiðhross og hryssur með folöld eru sett í afgirt hólf í fram- ræstri mýri með mismunandi beit- arálagi: ofbeit, hóflegri beit og lít- illi beit. Er þetta fjórða og síðasta árið sem tilraun þessi stendur en henni líkur síðar í mánuðinum. Ólafur sagði að öll hrossin hefðu þrifist vel og þyngst alveg fram á haust við hóflega og litla beit. „Þetta staðfestir það sem við höfum haldið fram að votlendi er afbragðs beitiland fyrir hross, raunar betra en hálendið, að minnsta kosti til kjötframleiðslu,“ sagði Ólafur. Hann sagði að þetta ætti að hvetja hestaeigendur til að nýta betur lág- lendisbeitina, í stað þess að láta þar vaxa sinu til þess eins að brenna hana á vorin. Vel haldin hross úr léttbeitartilrauninni. Morgunblaði9/Sig. Sigm Vestmannaeyjar: Fjölg yfir I un á fðlki er andsmeðaltali RUMLKGA 180 manns hafa flust frá Vestmannacyjum á þessu ári, en á móti hafa um 150 manns flust til Kyja. Ólafur Klísson, bæjarstjóri í Vestmnannaeyj- um, sagði að undanfarinn tvö ár hefði fjölgað í Eyjum umfram landsmeðaltal, en miðað við þessar tölur væri útlit fyrir að það hægði á þeirri þróun í ár. 251 maður fluttist frá Eyjum á síðasta ári, en þegar tekið hefur verið mið af fæðingum og andlátum fjölgaði um 70 manns, sem er talsvert yfir landsmeðal- tali. Um 4.800 íbúar eru nú í Eyjum og skortir þá 500 manns til að íbuatalan nái því sem hún var fyrir gos. Ólafur Elísson sagði að það væri staðreynd að um 4—5% fólks flytt- ust á milli landshluta á ári hverju og hvað það snerti skæru Vest- mannaeyjar sig ekki úr. Það væri og staðreynd að á undanförnum ár- um hefði landsbyggðin átt mjög undir högg að sækja gagnvart höf- uðborgarsvæðinu hvað þessi mál varðaði. Hins vegar hefði atvinnu- ástand verið mjög gott undanfarin tvö ár í Eyjum og til dæmis mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Þá sagði Ólafur að það væri ekki hægt að finna þess merki að fólk úr einni atvinngrein fremur en ann- arri flytti frá Eyjum. Þetta væri jöfnum höndum fólk sem hefði unnið í fiskvinnslu og útgerð og við þjónustugreinar. Ábyrg umræða — eftir SvanhUdi Kaaber Málefni kennarastéttarinnar hafa verið í brennidepli fjölmiðla síðustu mánuði. Þar hafa kjaramál og félagsmál stéttarinnar verið ofarlega á baugi. Kennurum hefur hins vegar reynst harla erfitt að vekja áhuga almennings og fjöl- miðla á því starfi sem unnið er innan veggja skólanna og starfsað- stöðu þeirra sem þar vinna, bæði nemenda og kennara. Því miður bendir þetta til þess að skólastarf á íslandi njóti lítillar virðingar og sé í skugga þeirra hentistefnu sem mjög er ríkjandi í fréttavali hér- lendis. Það er ótvíræð skylda þjóðfé- lagsins að sjá til þess að hver einstaklingur fái tækifæri til náms og þroska við hæfi, enda gert ráð fyrir því í okkar ágætu grunn- skólalögum frá 1974. Þess vegna ættu málefni skólanna að vera okkur hverju og einu persónulegt áhugamál. Það má þvi merkilegt teljast að til þess að almenn um- ræða skapist um skólastarf, þarf alla jafna ábyrgðarlaus skrif eða umtal þeirra sem lítið eða ekkert þekkja til innan veggja skólans og gera sér ekki einu sinni far um að kynnast skólastarfinu áður en þeir fella órökstudda dóma. Þetta á við um blaðaskrif (t.d. skrif Dagfara í DV 3. sept.) og almennar vanga- veltur eftir ráðstefnu Bandalags kennarafélaga og Kennaraháskóla íslands: „fslensk skólastefna.“ Ráðstefna sú var haldin í lok ágúst. Kennarar hvattir til dáða Það hefur flogið fyrir að ýmsum hafi þótt „kúnstugt” hve kennarar Svanhildur Kaaber fögnuðu dr. Wolfgang Edelstein sem flutti aðalerindi ráðstefnunn- ar. í því gagnrýndi hann kennara fyrir að sýna ekki nægilega faglega ábyrgð i starfi sínu og hann gagn- rýndi líka undirbúning kennara- efna í Kennaraháskólanum. Dr. Wolfgang gjörþekkir skóla- starf á íslandi því þrátt fyrir er- lendan uppruna sinn dvaldist hann hér á æsku- og unglingsárum og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum i Reykjavík. Auk þess var hann driffjöðrin í starfi og uppbyggingu skólarannsókna- deildar frá stofnun hennar þar til í „söguskammdeginu" margfræga árið 1983. Hann er einn þriggja stjórnenda virtrar og víðfrægrar rannsóknastofnunar um uppeldis- og skólamál, Max-Planck Institut í V-Berlín. Dr. Wolfgang er þvi einn afar fárra manna sem hafa næga þekkingu og yfirsýn yfir skólastarf almennt, og íslenska skóla sérstaklega, til að rökstyðja gagnrýni sína og brýna kennara til dáða. Þeim sem þetta vita þykir ekki skrítið að íslenskir kennarar fagni slíkum gesti og taki vel eftir athugasemdum hans. Vandi íslenskra skóla Það kom fleira fram i erindi dr. Wolfgangs sem verðugt er til „Krafan um aukna al- menna menntun verður sífellt ágengari í nútíma- þjóöfélagi. Skólinn verð- ur að vera í takt við til- veru samfélagsins, ann- ars er starf hans mark- laust.“ umhugsunar. Til dæmis það að hvergi í hinum vestræna heimi þekkist að jafn illa sé búið að nemendum og hér er gert. Marg- setning skóla og sundurslitinn vinnudagur nemenda eru óþekkt fyrirbæri annars staðar. Hvergi þekkist að kennarar barnanna séu að stórum hluta fólk sem skortir tilskilda menntun eða starfsþjálf- un. Annars staðar viðgengst ekki að ákvarðanataka um skólastarf stjórnist af geðþótta stjórnmála- manna sem ekki telja alltaf þörf á samvinnu við kennara og samtök þeirra. Hvergi í hinum vestræna heimi eru laun kennara jafn lág og hér. Allt er þetta rétt og allt eru þetta atriði sem samtök kenn- ara hafa sett á oddinn í baráttu sinni fyrir betri skóla. Hins vegar hefur gengið seint og illa að fá því framgengt að íslenskir skólanem- endur njóti þess sjálfsagða réttar að standa jafnfætis nemendum nágrannaþjóða okkar. Góð grunn- skólalög eru ekki til neins ef skól- unum og þeim sem þar starfa er ekki gert kleift að fylgja ákvæðum þeirra eftir. Það er lítils virði að setja lagaákvæði um jöfnun tæki- færa nemenda til náms og skóla fyrir öll börn, leggja áherslu á manngildi og mannlega velferð ef niðurskurður í fjárveitingum til skólahalds verður til þess að laga- ákvæði komast ekki í framkvæmd og verða ekki annað en orðin tóm. Markmið skólastarfs sem á að vera að þroska þá hæfileika sem búa í hverjum og einum næst þá fyrst þegar grunnskólalögin ná fullri framkvæmd en ekki með því að stofna ríkisrekinn „einkaskóla", eins og ætla má af leiðaraskrifum í Morgunblaðinu 7. september sl. Aukin almcnn mcnntun Skólahald er nú að hefjast um allt land. í fréttum hefur verið fullyrt að ráðning kennara gangi nokkuð vel, lítið verr en á undangengnum árum. Ein skýringin er sú að sveit- arfélög víða um land hafa í ör- væntingu sinni gripið til þess að bjóða húsnæði, flutningsstyrki og annað í þá veru til að fá kennara til starfa. Auk þess er því síður en svo haldið á lofti að víða um land er stór hluti þeirra, sem taka að sér kennslu, réttindalaust fólk. Hvernig í ósköpunum á að byggja upp vandað skólastarf þegar þann- ig er að málum staðið? Hvers vegna láta foreldrar ekki til sín taka þegar börnum þeirra er mis- munað á þennan hátt? Krafan um aukna almenna menntun verður sífellt ágengari í nútíma þjóðfélagi. Skólinn verður að vera í takt við tilveru samfé- lagsins, annars er starf hans marklaust. Það verða yfirvöld fjár- mála og menntamála að gera sér ljóst. Ef það er markmið okkar að islensk börn og unglingar standi jafnfætis börnum annarra þjóða og íslenskur skóli starfi eftir bestu grunnskólalögum sem um getur verða þeir sem völdin hafa að leggjast á eitt. Stjórnmálamenn verða að átta sig á þvi að skólahald er dýrt og því dýrara sem það metur einstaklinginn meira. Al- menn, ábyrg umræða um skóla- starf er skólunum afar nauðsynleg, það gera sér fáir betur ljóst en kennarar. Lágkúrulegur frétta- flutningur, vísvitandi rangfærslur, órökstuddar árásir og hótfyndni gera hins vegar ekki annað en reka fleyg í það samstarf sem nauðsyn- legt er börnum, foreldrum og kennurum. Höíundur er formaður Bandalags kennarafélaga og skólamálaráðs Kennarasambands íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.