Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 27 AP/Slmamynd í hópi skipverja i Greenpeace, skipi grænfrióunga, er Kjeld Olsen fyrrum utanríkisrióherra Danmerkur. Skipið er nú i leió til Muruoa, þar sem ætlunin er að mótmæla kjarnorkutilraunum Frakka. Myndin af Olesen um borð í Greenpeace var tekin í Curacao. Greenpeace siglir áleiðis til Mururoa Curacao, 11. september. Ritzau. GREENPEACE, skip grænfriðunga, siglir í dag eða i morgun ileiðis til Mururoa-eyjaklasans til að mómæla kjarnorkutilraunum Frakka þar. Greenpeace hefur legið í höfn í Curacao, þar sem settur hefur verið um borð í skipið búnaður til fjarskipta um gervihnött. Á morgun lætur franska frei- gátan Balny úr höfn í Tahiti og segja blöð þar að herskipið muni fylgjast með ferðum Greenpeace og halda sig i námunda við grænfriðunga. í áhöfn Greenpeace er Kjeld Olesen, fyrrum utanrfkisráð- herra Danmerkur. Olesen kveðst taka þátt í aðgerðum grænfrið- unga og sigla með skipi þeirra þar sem “ráðstefnur og ræður séu ekki nóg“. Um borð í Greenpeace eru 10 blaðamenn og munu þeir geta sent fréttir sínar og greinar um gervihnött vegna þess fullkomna tæknibúnaðar, sem komið hefur verið fyrir í skipinu. Þrjár seglskútur lögðu upp frá Auckland á Nýja-Sjálandi í dag og er ætlun skipverja að slást í för með Greenpeace til Mururoa. V-Þýskaland: Könnun sýnir Rau sterkari en Kohl H&mborg, 11. september. AP. EF GENGIÐ yrði til atkvæða í Vestur-Þýskalandi um þessar mundir mundi kanslaraembættið sennilega falla í hendur sósíal-demókratans (SPD), Jó- hanns Rau, í stað Helmuts Kohl, ef marka má niðurstöður skoðanakannann- ar, sem birt var í dag. Tímaritið Stern lét gera skoðanakönnunina, en næstu kosningar fara fram 1987. Talið er víst að sósíaldemókratar bjóði Rau fram í kanslaraembættið, en hann er sem stendur forsætis- ráðherra Nord-Rhein Westfalen. Aðrar nýlegar skoðanakannannir hafa einnig sýnt að fylgi Kohls fer minnkandi á sama tíma og fylgi við Rau eykst. í skoðanakönnun Stern kom fram að 43% aðspurðra vildu fá Rau í embætti kanslara, en ein- ungis 32% vildu að Kohl héldi embættinu. Af þeim 874 sem svör- uðu í könuninni sögðust 44% mundu greiða sósíaldemókrötum atkvæði ef kosningar væru haldn- ar nú, en 43% sögðust mundu kjósa annað hvort kristilegademó- krata (CDU) eða kristilegasósíal- ista (CSU). Flokkur Græningja mundi fá 7% atkvæða og Frjáls- lyndi demókrataflokkurinn (FDP) 6%. Sovétríkin: Aðems 29 gyðing- um leyft Genf, 11. september. AP. YFIRVÖLD í Sovétríkjunum leyfðu aðeins 29 Gyðingum að flytja úr landi í ágúst, sem er mikil fækkun frá fyrri mánuði þegar 174 fengu að fara, að sögn talsmanns skrifstofu í Sviss sem aðstoðar Gyðingana við að koma sér fyrir í nýju landi. Átta þessara útflytjenda fóru til að flytja fsrael, en hinir til Italíu. Sovésk yfirvöld hafa leyft 704 Gyðingum að flytjast úr landi á þessu ári. Brottflutningur Gyðinga frá Sov- étríkjunum náði hámarki 1979 er rúmlega 50 þúsundir fluttu úr landi, en á síðasta ári fluttu þaðan 992 Gyðingar. Innflutningur Svía frá S-Afríku jókst um 57 % Stokkhólmi, 11. september. TT. INNFLUTNINGUR Svía frá Suður- Afríku hefur aukizt um 57 %á fyrstu fimm mánuðum ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Nemur inn- flutningur frá Suður-Afríku um 0,3% af heildarinnflutningi Svía. Innflutn- ingur Suður-Afríku frá Svíþjóð nem- ur hins vegar 1,3% af heildarinn- flutningi Suður-Afríkumanna. Samtals keyptu Svíar vörur af Suður-Afríkumönnum á fyrstu fimm mánuðum ársins fyrir 236 milljónir sænskra króna, eða jafn- virði rúmlega milljarðs íslenzkra króna. Helztu vöruflokkarnir eru ávextir, bræðslumálmar og nikkel. Á síðasta ári keyptu Svíar vörur frá Suður-Afríku fyrir 403,8 millj- ónir sænskra króna og námu ávaxtakaup fjórðungi upphæðar- innar. Sænska stjórnin kveðst ætla að stöðva innnflutning á ávöxtum og matjurtum frá Suður-Afríku. Innflutningur Svía frá Suður— Afríku fyrstu fimm mánuði ársins hefur minnkað um 29%, miðað við sama tímabil í fyrra. Hið slæma efnahagsástand í Suður-Afríku kann að vera skýringin. Námu tekjur Svía af útflutningi til Suð- ur-Afríku fyrstu fimm mánuðina 578 milljónum sænskra króna, eða á þriðja milljarð íslenzkra króna. Suður-Afríka hefur á undanförn- „Við kærum okkur ekkert um að Heysel verði að vinsælum ferða- mannastað vegna harmleiksins, sem þar varð,“ sagði Freddy Thi- elemans, aðstoðarmaður borgar- stjórans í Brussel, Herve Brouhon. Ákvörðunin var tekin eftir að fjór- ar ferðaskrifstofur í borginni tóku að auglýsa Heysel sem forvitnileg- an ferðamannastað og skipuleggja ferðir þangað. Var það orðið venj- an, að ferðamenn létu taka af sér um árum hækkað á lista yfir helztu viðskiptalönd Svía, úr 50. sæti árið 1977 í 37. sæti á síðastliðnu ári. myndir á staðnum þar sem menn- irnir biðu bana og tóku auk þess eitthvað með sér heim til minning- ar, grjóthnullung eða annað laus- legt. „í sumar þegar mest var um að vera komu hingað a.m.k. tveir langferðabílar daglega með ferða- fólk, ekki fólk, sem kom til að gráta hina látnu, heldur til að láta taka af sér mynd á staðnum," sagði talsmaður lögreglunnar. Briissel: „Ógeðfelldur" áhugi á Heysel-leikvangi Brussel, 11. september. AP. BORGARSTJÓRNIN í Brussel hefur bannað ferðamönnum að leggja leið sína til Heysel-leikvangsins í borginni þar sem 39 manns biðu bana í maí sl. í óeirðum milli áhangenda knattspyrnuliðanna Liverpool og Juventus. Sagði í yfirlýsingu borgarstjórnarinnar, að forvitni ferðalanganna og áhugi þeirra á þessum óhappastað væri heldur „ógeðfelldur". Pú ert í takt við tímann í æfingafötum frá Arena! Það er nánast sama hvert tilefnið er - æfingafötin frá ARENA henta alls staðar: Leiknmi dans fimleikar líkamsrækt ballett o.fl. o.fl. « íþrótta- og leikfimiskór í miklu úrvali SPORTVÖRUVERSLUN .INGOLFS •Setidwnf PÓSTKRÖFXJ ÓSKARSSONAR %V0NDUÐ VARA ■m GLÆSILEG HÖNNUN PGOTT VERÐ A H0RNIKLAPPARSTÍGS OGGRUnSGÓW S:i17S3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.