Morgunblaðið - 12.09.1985, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 12.09.1985, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 27 AP/Slmamynd í hópi skipverja i Greenpeace, skipi grænfrióunga, er Kjeld Olsen fyrrum utanríkisrióherra Danmerkur. Skipið er nú i leió til Muruoa, þar sem ætlunin er að mótmæla kjarnorkutilraunum Frakka. Myndin af Olesen um borð í Greenpeace var tekin í Curacao. Greenpeace siglir áleiðis til Mururoa Curacao, 11. september. Ritzau. GREENPEACE, skip grænfriðunga, siglir í dag eða i morgun ileiðis til Mururoa-eyjaklasans til að mómæla kjarnorkutilraunum Frakka þar. Greenpeace hefur legið í höfn í Curacao, þar sem settur hefur verið um borð í skipið búnaður til fjarskipta um gervihnött. Á morgun lætur franska frei- gátan Balny úr höfn í Tahiti og segja blöð þar að herskipið muni fylgjast með ferðum Greenpeace og halda sig i námunda við grænfriðunga. í áhöfn Greenpeace er Kjeld Olesen, fyrrum utanrfkisráð- herra Danmerkur. Olesen kveðst taka þátt í aðgerðum grænfrið- unga og sigla með skipi þeirra þar sem “ráðstefnur og ræður séu ekki nóg“. Um borð í Greenpeace eru 10 blaðamenn og munu þeir geta sent fréttir sínar og greinar um gervihnött vegna þess fullkomna tæknibúnaðar, sem komið hefur verið fyrir í skipinu. Þrjár seglskútur lögðu upp frá Auckland á Nýja-Sjálandi í dag og er ætlun skipverja að slást í för með Greenpeace til Mururoa. V-Þýskaland: Könnun sýnir Rau sterkari en Kohl H&mborg, 11. september. AP. EF GENGIÐ yrði til atkvæða í Vestur-Þýskalandi um þessar mundir mundi kanslaraembættið sennilega falla í hendur sósíal-demókratans (SPD), Jó- hanns Rau, í stað Helmuts Kohl, ef marka má niðurstöður skoðanakannann- ar, sem birt var í dag. Tímaritið Stern lét gera skoðanakönnunina, en næstu kosningar fara fram 1987. Talið er víst að sósíaldemókratar bjóði Rau fram í kanslaraembættið, en hann er sem stendur forsætis- ráðherra Nord-Rhein Westfalen. Aðrar nýlegar skoðanakannannir hafa einnig sýnt að fylgi Kohls fer minnkandi á sama tíma og fylgi við Rau eykst. í skoðanakönnun Stern kom fram að 43% aðspurðra vildu fá Rau í embætti kanslara, en ein- ungis 32% vildu að Kohl héldi embættinu. Af þeim 874 sem svör- uðu í könuninni sögðust 44% mundu greiða sósíaldemókrötum atkvæði ef kosningar væru haldn- ar nú, en 43% sögðust mundu kjósa annað hvort kristilegademó- krata (CDU) eða kristilegasósíal- ista (CSU). Flokkur Græningja mundi fá 7% atkvæða og Frjáls- lyndi demókrataflokkurinn (FDP) 6%. Sovétríkin: Aðems 29 gyðing- um leyft Genf, 11. september. AP. YFIRVÖLD í Sovétríkjunum leyfðu aðeins 29 Gyðingum að flytja úr landi í ágúst, sem er mikil fækkun frá fyrri mánuði þegar 174 fengu að fara, að sögn talsmanns skrifstofu í Sviss sem aðstoðar Gyðingana við að koma sér fyrir í nýju landi. Átta þessara útflytjenda fóru til að flytja fsrael, en hinir til Italíu. Sovésk yfirvöld hafa leyft 704 Gyðingum að flytjast úr landi á þessu ári. Brottflutningur Gyðinga frá Sov- étríkjunum náði hámarki 1979 er rúmlega 50 þúsundir fluttu úr landi, en á síðasta ári fluttu þaðan 992 Gyðingar. Innflutningur Svía frá S-Afríku jókst um 57 % Stokkhólmi, 11. september. TT. INNFLUTNINGUR Svía frá Suður- Afríku hefur aukizt um 57 %á fyrstu fimm mánuðum ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Nemur inn- flutningur frá Suður-Afríku um 0,3% af heildarinnflutningi Svía. Innflutn- ingur Suður-Afríku frá Svíþjóð nem- ur hins vegar 1,3% af heildarinn- flutningi Suður-Afríkumanna. Samtals keyptu Svíar vörur af Suður-Afríkumönnum á fyrstu fimm mánuðum ársins fyrir 236 milljónir sænskra króna, eða jafn- virði rúmlega milljarðs íslenzkra króna. Helztu vöruflokkarnir eru ávextir, bræðslumálmar og nikkel. Á síðasta ári keyptu Svíar vörur frá Suður-Afríku fyrir 403,8 millj- ónir sænskra króna og námu ávaxtakaup fjórðungi upphæðar- innar. Sænska stjórnin kveðst ætla að stöðva innnflutning á ávöxtum og matjurtum frá Suður-Afríku. Innflutningur Svía frá Suður— Afríku fyrstu fimm mánuði ársins hefur minnkað um 29%, miðað við sama tímabil í fyrra. Hið slæma efnahagsástand í Suður-Afríku kann að vera skýringin. Námu tekjur Svía af útflutningi til Suð- ur-Afríku fyrstu fimm mánuðina 578 milljónum sænskra króna, eða á þriðja milljarð íslenzkra króna. Suður-Afríka hefur á undanförn- „Við kærum okkur ekkert um að Heysel verði að vinsælum ferða- mannastað vegna harmleiksins, sem þar varð,“ sagði Freddy Thi- elemans, aðstoðarmaður borgar- stjórans í Brussel, Herve Brouhon. Ákvörðunin var tekin eftir að fjór- ar ferðaskrifstofur í borginni tóku að auglýsa Heysel sem forvitnileg- an ferðamannastað og skipuleggja ferðir þangað. Var það orðið venj- an, að ferðamenn létu taka af sér um árum hækkað á lista yfir helztu viðskiptalönd Svía, úr 50. sæti árið 1977 í 37. sæti á síðastliðnu ári. myndir á staðnum þar sem menn- irnir biðu bana og tóku auk þess eitthvað með sér heim til minning- ar, grjóthnullung eða annað laus- legt. „í sumar þegar mest var um að vera komu hingað a.m.k. tveir langferðabílar daglega með ferða- fólk, ekki fólk, sem kom til að gráta hina látnu, heldur til að láta taka af sér mynd á staðnum," sagði talsmaður lögreglunnar. Briissel: „Ógeðfelldur" áhugi á Heysel-leikvangi Brussel, 11. september. AP. BORGARSTJÓRNIN í Brussel hefur bannað ferðamönnum að leggja leið sína til Heysel-leikvangsins í borginni þar sem 39 manns biðu bana í maí sl. í óeirðum milli áhangenda knattspyrnuliðanna Liverpool og Juventus. Sagði í yfirlýsingu borgarstjórnarinnar, að forvitni ferðalanganna og áhugi þeirra á þessum óhappastað væri heldur „ógeðfelldur". Pú ert í takt við tímann í æfingafötum frá Arena! Það er nánast sama hvert tilefnið er - æfingafötin frá ARENA henta alls staðar: Leiknmi dans fimleikar líkamsrækt ballett o.fl. o.fl. « íþrótta- og leikfimiskór í miklu úrvali SPORTVÖRUVERSLUN .INGOLFS •Setidwnf PÓSTKRÖFXJ ÓSKARSSONAR %V0NDUÐ VARA ■m GLÆSILEG HÖNNUN PGOTT VERÐ A H0RNIKLAPPARSTÍGS OGGRUnSGÓW S:i17S3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.