Morgunblaðið - 12.09.1985, Síða 51

Morgunblaðið - 12.09.1985, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 51 Ferskfiskmarkaðurinn á Bretlandi: Höggvið nærri heildar- sölumeti TOGARINN Júlíus Geirmundsson frá ísafirði hjó í gær nærri heildar- sölumetinu I Bretlandi. Hann fékk alls 181.584 pund (10.136.000 krón- ur) fyrir afla sinn, en metið er í eigu Guðbjargar ÍS, sem í sumar fékk 186.158 pund fyrir aflann. Eitt skip, Viðey RE, er þarna á milli en hún fékk 184.567 pund fyrir afla sinn í sumar. Júlíus Geirmundsson seldi alls 219 lestir í Hull. Heildarverð var 10.136.000 krónur, meðalverð 46,28. Þá seldu „tvílembingarnir" frá Vestmannaeyjum, Þórunn Sveins- dóttir og Bylgja, 132,2 lestir í Hull. Heildarverð var 5.167.800 krónur, meðalverð 39,10. Þessi skip hafa að undanförnu verið á veiðum með svokallað tvílembingstroll, en það er dregið af tveimur skipum sam- tímis og aflinn síðan innbyrtur í bæði skipin eða aðeins annað. Eldur í reykofni TALSVERÐAR skemmdir urðu þeg- ar eldur kom upp í reykofni kjöt- vinnslunnar Búrfells á Skúlagötu 22. Þegar starfsmenn mættu til vinnu í gærmorgun urðu þeir þess varir að allt hafði brunnið, sem brunnið gat í reykofni þar sem kjötmeti er reykt. Þeir töldu eldinn slokknaðan og því ekki ástæðu til að kalla á slökkvilið. En þegar leið að hádegi urðu þeir elds varir við loft og kom í Ijós, að eidur var í kring um reykháf frá reykofninum. Slökkviliðið í Reykjavík var kallað á vettvang og varð að rjúfa gat á þak hússins til þess að komast að eldinum. Slökkvistarf gekk tiltölulega vel, en talsvert verk reyndist að rjúfa gat á þakið. Að loknu slökkvistarfi voru slökkviliðsmenn settir á vakt fram eftir degi. 20 ný loð- dýraleyfi NÝLEGA var 20 loðdýraleyfum út- hlutað, 14 leyfum fyrir nýjum refabú- um og stækkun á eldri búum og 6 leyfum fyrir mink. 23 umsóknir lágu fyrir fundi úthlutunarnefndarinnar og var afgreiðslu þriggja umsókna frest- að „á meðan áburðarréttur er kannaður". Flest leyfi voru veitt til Suður-Múlasýslu, eða 5, og 3 í Norður-Þingeyjarsýslu og Árnes- sýslu. Djúpvegur. Lægsta tilboð 72%af áætlun VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Tak sf. í Búðardal átti lægsta tilboð í styrk- ingu Djúpvegar í Álftafirði sem Vegagerð ríkisins bauð nýlega út. Tilboð Taks var 1.300 þúsund kr„ sem er 71,7% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Þrjú önnur fyrirtæki buðu í verkið og voru þau öll innan kostn- aðaráætlunar, það hæsta 85% af kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætl- un Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 1.814 þúsund kr. ★ ★ ★ ★ ★ Spennan er komin í hámarkl Fimm stjörnu kvöldin nálgast fluga Anna Vittúálms * ¥ ¥ Tískusýning í kvöld kl. 21.30 Módel- samtökin sýna Jhótel esju Smidjuvegi 1, sími 46500. Kópavogi, TONAFLOÐ IRIO föstudags- og laugardagskvöld 12 söngvarar ásamt hljómsveitinni Goógá Gestur kvöldsins n MJÖLL HÓLM4LA Miöll Hólm 0 Berta Jón Stef Oddrún Ragnar Geir Guöjón Þorvaldur Edda Friðrik Selma Þór Nielsson Matur framreiddur kl. 20.00. Boröapantanir í síma 46500 frá kl. 13.00—19.00. Húsid opnad öörum en matar gestum kl. 22.00 nfcshnv TCNLEIkSR Hollywoodmodel sýna þaö nýj- asta frá Flónni H0LUMI00D

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.