Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 1
48 SIÐUR STOFNAÐ 1913 269. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mubarak, Egyptalandsforseti: Hryðjuverkamönniun verða engín grið gefín Egyptar segja, að einn af leiðtogum hermdar- verkamannanna dveljist á hóteli í Líbýu Kairó, Aþenu, 26. nóvember. AP. HOSNI Mubarak, Egyptalandsforseti, sagði í dag, að enginn vafi léki á um aðild Líbýumanna að ráni egypsku þotunnar og bætti því við, að hryðjuverkamönnum yrðu engin grið gefin. Egypski herinn hefur enn mikinn viðbúnað á landamærunum við Líbýu en ekki er búist við átökum milli ríkjanna. Yfirvöld á Möltu segja, að sá flugræningjanna, sem lifði af árás egypsku víkingasveitarinnar, sé Túnismaður, tvítugur að aldri, og að hann hafi stjórnað flugráninu. Á fréttamannafundi í dag sagði Mubarak, forseti Egyptalands, að flugræningjarnir hefðu verið Pal- estínumenn, í klofningshópi úr PLO, og að einn leiðtogi þeirra dveldist um þessar mundir á finu hótelLí Trípólí í Líbýu. Egypski herinn er enn við öllu búinn á landamærunum við Libýu en Mubarak kvað Egypta vilja frið, ekki strið. Það væri ekki hægt að refsa heilli þjóð fyrir misgjörðir eins manns. Sagði hann, að brátt yrði lagt á ráðin um viðbrögð Egypta. í gær var það sagt berum orðum i Kairóútvarpinu, að „þessi svivirðilegi glæpur var framinn af palestinskum klofningshópi og sá, sem reiddi fram nauðsynlegt fé og hvatti til hans, var Khadafy, Líbýuleiðtogi, alkunnur stuðnings- maður glæpa- og hryðjuverka- manna”. Talið er, að einn klofningshópur úr PLO hafi aðsetur í Libýu og er foringi hans Sabry Al-Banna, sem kunnur er undir nafninu Abu Nidal. Mubarak vildi þó hvorki játa né neita, að hann hefði átt við Niijal og sagði, að frá því yrði síðar greint. Að minnsta kosti 60 af 98 mönn- um um borð f egypsku þotunni létu lífið fyrir hendi ræningjanna og þegar egypsku hermennirnir réð- ust til atlögu, þar af fjórir flug- ræningjanna en sá fimmti er á sjúkrahúsi I Valletta á Möltu. Yfirvöld þar halda þvi fram, að hann sé frá Túnis og hafi líklega stjórnað flugrániru. Mun bar vera um að ræða sama manninn, sem flugstjóri egypsku þotunnar hjó til með öxi. Taldi hann í fyrstu, að axarhöggið hefði riðið honum að fullu. Griska stjórnin vfsaði í dag á bug fullyrðingum um, að öryggis- gæsla væri ekki nóg á flugvellinum I Aþenu og var því haldið fram, að útilokað væri, að flugræningj- arnir hefðu farið þar um með vopn. Ýmsir frammámenn í evrópskum flugmálum halda þvf hins vegar fram, að eftirlit sé slakt á Aþenu- flugvelli og hafa jafnvel ráðið flug- félögum frá að fljúga þangað. Rikisstjórnir á Vesturlöndum hafa margar lofað Egypta fyrir ákveðin viðbrögð en f sumum blöð- um er þvf haldið fram, að árásin á flugvélina hafi verið illa skipu- lögð og skelfilegt klúður. Flestir leggja þó áherslu á, að ekki megi dragast úr hömlu að taka upp skipulegt samstarf f baráttunni við hryðjuverkamenn. AP/Símamynd Flugstjóri egypsku þotunnar ásamt fimm stúlkum úr filippískum dansflokki. Voru þær farþegar um borð í fhigvélinni en ræningjarnir létu þær lausar áður en ráðist var til atlögu við þá. Flugstjórinn særðist á höfði þegar for- ingi flugræningjanna skaut á hann. Hryðjuverk í Aþenu: 15 slasast í sprengingu Aþrna, 2S. nÓTembtr AP. FJARSTYRÐ bflsprengja sprakk í dag f Aþenu í sömu mund og strætis- vagn, þéttsetinn lögreglumönnum, ók hjá. Voru 22 menn í vagninum og eru 15 þeirra alvarlcga slasaðir. Strætisvagninn var að koma frá nálægri lögreglustöð þegar sprengjan sprakk og þykir aug- Ijóst, að hún hafi verið tengd fjar- stýrðum kveikibúnaði. Næstu göt- ur voru girtar af meðan verið var að flytja á brott slasaða en svo öflug var sprengjan, að nálægir bílar voru ónýtir og f byggingum við götuna sprungu rúður allt upp á fimmtu hæð. Sprengingin varð tveimur stundum eftir að um 1000 stjórn- leysingjar fóru fylktu liði að þing- húsinu í Aþenu þar sem þeir kröfð- ust þess, að látnir yrðu lausir 16 skoðanabræður þeirra, sem hand- teknir voru eftir óeirðir í síðustu viku. Ekki er þó enn vitað hverjir bera ábyrgð á hryðjuverkinu. Uffe Ellemann-Jensen Danmörk: Rjúfa stjóm- málasamband viö S-Afríku Kaupmannahofn, 26. nóvember AP. UFFE Ellcmann-Jensen, utanríkis- ráðherra Dana, staðfesti f dag, að öllum stjórnmálatengslum við Suð- ur-Afríku yrði slitið. í umræðum á danska þinginu í dag sagði Ellemann-Jensen, að 1. desember nk. yrði skrifstofu vara- ræðismanns Danmerkur í Suður- Afríku lokað og að þá væri lokið formlegum tengslum milli land- anna. Skrifstofu aðalræðismanns- ins var lokað i október sl. Suöur- Afrfkumenn hafa ræðismanns- skrifstofu í Kaupmannahöfn en þar hefur enginn verið að undanförnu. í október féllust ríkisstjórnir Norðurlanda á áætlun um að draga úr tengslum við stjórnvöld i Suður- Afríku, banna eða letja fyrirtæki til að fjárfesta þar og hvetja þau til að versla ekki við suður-afrfsk fyrirtæki. Menningarmálaráðstefnunni í Búdapest lokiö: Engin lokaály ktun vegna deilna um tjáningarfrelsi WtpS. (la(TCf)al*adi, 2S. MTrmber. AP. í DAG, þriðjudag, lauk í Rúdapest í Ungverjal&ndi menningar- málaráðstefnu 35 þjóða án þess að samstaða yrði um lokayfir- lýsingu. Vestrænir fulltrúar lögðu áherslu á tjáningarfrelsi lisU- manna en fulltrúar AusUntjaldsríkjanna vildu ekki á það fall- ast, sögðu, að ríkið ætti að skipa mönnum fyrir verkum í þeim efnum sem öðrum. Ráðstefnunni, sem haldin er í samræmi við ákvæði Hels- inki-sáttmálans, átti að ljúka í gær, mánudag, en vegná til- rauna til að berja saman eina ályktun frestuðust fundarslit- in um einn dag. Sovésku full- trúarnir kenna vestrænum ríkjum um málalok, einkum aðildarþjóðum Atlantshafs- bandalagsins, og höfðu þeir um þau ófögur orð. Fulltrúar Vesturlanda kröfðust þess, að í lokaályktun ráðstefnunnar yrði kveðið á um tjáningarfrelsi listamanna og að ríkisvaldið hætti að skipa þeim fyrir verkum en Sovét- menn og förunautar þeirra vildu, að í áiyktuninni yrði lögð blessun yfir og sérstaklega hvatt til, að ríkið ráðskaðist með listamenn. Ungverjar komu með drög að lokaályktun þar sem forðast var að nefna ágreiningsefni austurs og vesturs og virtist um stund ætla að nást um hana samkomulag. Rúmenar komu hins vegar í veg fyrir það. Voru þeir með því að launa Ungverjum lambið gráa fyrir að hafa á óbeinan hátt vikið að hlutskipti ungverska minnihlutans í Rúmeníu. Aukinn hernaöur umhverfís Kabul laUBabad, PllMu, 26, nÓTember. AP. SOVÉSKI innrásarherinn í Afganistan hefur haflð miklar hernaðaraðgerðir gegn skæruliðum í fjöllunum umhverfls Kabul, böfuðborgina. Átök virðast nú fara vax&ndi milli andstæóra fylkinga innan kommúnistaflokksins ( landinu. Sovéski herinn hefur hafið nýja sókn gegn skæruliðum umhverfis Kabul en þeir hafa látið mikið að sér kveða að undanförnu og gert margar eldflaugaárásir á borgina og herhækistöðvar Sovétmanna. Beita Sovétmenn tugum fallbyssu- þyrlna f sókninni og f sumum herflutningalestanna hafa verið talin nokkur hundruð farartæki auk skriðdreka. í Panjsher-daln- um er nú hins vegar kyrrt að kalla enda vetur genginn í garð og snjó- þyngsli mikil. Fréttir eru aftur á móti um mikla bardaga I vestur- hluta landsins, einkum við borg- irnar Herat og Kandahar. Lík átta manna fundust í Kabul í síðustu viku og er hermt, að þar sé um ræða fólk úr báðum örmum kommúnistaflokksins, Parcham- arminum, sem hefur undirtökin, og Khalq-arminum. Deila þeir um framkvæmd kommúnismans ( Afganistan og hafa oft drepið menn hvorir af öðrum. AP/Símamynd Afganskir skæruliöar læra að beita sovéskum Kalashnikov-rifflum. Myndin var tekin innan landamæra írans í október sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.