Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 19 Morgunblaöid/ól.K.Mag. Frá vinstri á myndinni eru: Ingibjörg K. Jónsdóttir iormaður Fósturfélags íslands, Valborg Sigurðardóttir fyrrver- andi skólastjóri Fósturskóla íslands og skipuð sem faglegur ráðgjafi í nefndina, Svandís Skúladóttir formaður nefndarinnar sem vann að áætluninni og lengst til hægri er Margrét Pála Olafsdóttir fulltrúi Fósturfélags íslands í nefndinni og jafnframt varaformaður félagsins. Ráðstefna Fóstrufélags íslands: Ný uppeldisáætlun fyrir dagvistarheimili kynnt RÁÐSTEFNA var haldin á vegum Fóstrufélags íslands í samráði við menntamálaráðuneytið að Borgar- túni 6 síðastliðinn laugardag þar sem m.a. var kynnt nýútkomin uppeldis- áætlun fyrir dagvistarheimili. Um 260 manns sóttu ráðstefnuna: fóstr- ur, þroskaþjálfar auk annarra þeirra er að uppeldis- og skólamálum starfa. Áætlunin, sem komin er út í bók, inniheldur markmið og leiðir í uppeldi á dagvistarheimilum og hefur slíkt rit ekki áður komið út hér á landi, að sögn Ingibjargar K. Jónsdóttur formanns Fóstrufé- lags íslands. „Ritið er fyrst og fremst mikilvægt vinnuplagg fyrir fóstrur sem gegnir sama hlutverki og námsskrár gera fyrir kennara í skólum. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt rit er gefið út hér á landi og markar því tímamót í sögu uppeld- ismála á Íslandi. Á fundinum kom fram almenn ánægja meðal fóstra með ritið og geri ég nú ráð fyrir að hvert dagvistarheimili muni endurskoða starf sitt og samræma þeim hugmyndum sem fram koma í áætluninni,“ sagði Ingibjörg. í 1. grein laga um byggingu og rekstur uppeldisstofnana segir að markmiðið með starfsemi dagvist- arheimila sé að gefa börnum kost á að njóta handleiðslu sérmennt- aðs fólks í uppeldismálum og búa þeim þau uppeldisskilyrði er efli persónulegan og félagslegan þroska þeirra. Fóstrum þótti vanta reglugerð er kveði á um leiðir til að ná markmiðunum og árið 1981 var samþykkt tillaga á Alþingi frá Guðrúnu Helgadóttur um að gerð yrði starfsáætlun á vegum menntamálaráðuneytisins er kvæði nánar á um markmið og leiðir í uppeldisstarfi á dagvistar- heimilum í samráði við aðila er að uppeldis- og skólamálum vinna. í júlí 1982 skipaði menntamálaráð- herra níu manna nefnd til að semja starfsáætlunina, sem nú er að líta dagsins ljós. Uppeldisáætlunin skiptist í níu kafla og er alls 90 blaðsíður. Fyrst er fjallað um hugmyndafræði að baki uppeldisstarfi á dagvistar- heimilum og hlutverk þeirra í nú- tíma þjóðfélagi. Þá segir frá meg- instraumum í hugmyndafræði uppeldis og menntunar á Vestur- löndum og áhrif þeirra á forskóla- uppeldi. Leitast er við að svara hvers vegna sé þörf á markmiðum fyrir uppeldisstörf og ýmis uppeld- issvið eru tekin til athugunar í bókinni. Á sunnudag var síðan haldinn vinnudagur, sérstaklega fyrir þær fóstrur sem komu utan af landi, til að fá fram sjónarmið þeirra viðvíkjandi uppeldismál. „Þær voru almennt sammála um að mikið skorti á skilning yfirvalda dagvistarstofnana, sem eru við- komandi sveitarfélög, og vildu þær eindregið auka á skilning ráða- manna á nauðsyn þessara stofn- ana sérstaklega nú þar sem færst hefur í vöxt að foreldrar barna vinni bæði úti,“ sagði Ingibjörg. Sautjánda bindi björg- unar- og sjóslysasögu BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út bókina Þrautgóðir á raunastund eftir Steinar J. Lúð- vfksson og er bókin sautjánda bindið í bókaflokknum um björg- unar- og sjóslysasögu íslands. í frétt frá útgefanda segir, að í bókinni sé getið margra sögu- legra atburða er urðu á árunum 1967 og 1968 sem bókin fjallar um. Meðal stærri atburða er nefnd frásögn um mannskaða- veðrin er urðu snemma árs 1968 er breski togarinn Kingston Peridot fórst með allri áhöfn fyrir norðan land, breski togar- inn Ross Cleveland og vélbátur- inn Heiðrún II. fórust á ísafjarð- ardjúpi og togarinn Notts Counti strandaði við Snæfjallaströnd. Sagt er frá einstæðri björgun Harry Eddoms, sem var eini maðurinn sem komst lífs af er Ross Cleveland fórst, sagt frá frækilegri björgun áhafnarinnar af Notts Counti og greint ítar- lega frá réttarhöldunum sem fram fóru í Bretlandi eftir sjó- slysin. t bókinni er greint frá fjölmörgum öðrum atburðum, m.a. björgun áhafnar vélskipsins Stíganda er fórst langt norður í höfum 1967. 1 fréttatilkynningu Arnar og örlygs segir ennfremur: „Bóka- flokkurinn Þrautgóðir á rauna- stund er þegar orðinn einn viða- mesti bókaflokkur hérlendis. Efnisskipan er með þeim hætti að hvert ár er út af fyrir sig en atburðum gerð misjafnlega mikil skil eftir eðli þeirra og atvikum. Hverju ári fylgir ná- kvæm atburðaskrá í tímaröð. Steinar J. Lúðvíksson Mörgum atburðanna lýsa menn sem hlut áttu að máli, ýmist sem björgunarmenn eða þeir sem bjargað var. óhætt er að segja að hér sé á ferðinni áhrifamikil og oft hrikaleg samtíðarsaga, einn af veigameiri þáttum íslandssögunnar.“ Sautjánda bindið var filmu- sett og prentað hjá Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Sigurþór Jak- obsson teiknaði kápuna. aðra tslendinga, leyfum við okkur að líta svo á, að við séum borgarar í þessu þjóðfélagi, sem höfum full- an rétt til þess að standa vörð um lífshagsmuni okkar, ekki sízt, þegar sýnt er, að hagsmunir okkar stangast ekki á við — og reyndar í fyllsta samræmi við — þá kröfu, sem ber að gera til þess, að fyrir- tækjarekstur sé byggður á heil- brigðum grundvelli. Við þurfum atbeina ykkar til þess að íslenzka skipafélagið hf. og Útvegsbanki íslands fái frið til þess að vinna að heilbrigðri lausn þessa máls, og sérstaklega, að því gjörninga- veðri, sem beint hefur verið að Útvegsbanka íslands út af þessu máli linni nú og bankinn fái sið- ferðilegan stuðning í málinu í stað ómaklegra árása. I umræðunni undanfarið hefur á stundum mátt heyra raddir, sem gert hafa mikið úr því að Hafskip hafi ekki safnað eignum. Af hverju skyldi það vera? Við, sem störfum þar, vitum svarið. Það er vegna þess að það hefur alltaf verið markmið fyrirtækisins að láta viðskiptavininn njóta ábatans, sem hefur komið fram í lægri flutningsgjöldum og væntanlega þar með lægra vöruverði en ella. Hvers vegna er aldrei reynt að meta, hver ágóði þjóðarinnar er af þessu? Hvers vegna er aldrei minnst á þann gífurlega sparnað, sem orðið hefur í erlendum flutn- ingsmiðlunarkostnaði vegna þess aðhalds, sem starfsmenn Hafskips erlendis hafa veitt? Hvers vegna er eilíflega klifað á því, að Útvegs- banki íslands kunni að tapa ein- hverjum fjármunum í viðskiptum við Hafskip en aldrei á það minnst, hvort bankinn hafi ekki haft hagn- að af viðskiptum sínum við fyrir- tækið í 27 ár? Og bankinn á von- andi eftir að hafa hag af því í framtíðinni, ef það mikilvæga verkefni tekst að koma rekstri Islenzka skipafélagsins hf. á heil- brigðan grundvöll. Þess mun þjóð- arbúið einnig njóta. Til viðbótar þeim siðferðilega stuðningi, sem við förum fram á, viljum við einnig beina þeirri áskorun til ykkar stjórnmála- mannanna og yfirvalda banka- og sjóðamála, að þessir aðilar með ykkur í fararbroddi greiði fyrir því, að fjárhagslegur stuðningur verði veittur til þess að íslenzka skipafélagið hf. geti hafið rekstur sinn af myndarskap. Við förum ekki fram á gjafafé. Aðeins tíma- bundna aðstoð, sem er alveg óhjá- kvæmileg, ekki sizt vegna þess, hversu fljótt hlutimir þurfa að gerast og hversu lítinn tíma stjórnendur Islenzka skipafélags- ins hf. og við starfsmenn Hafskips höfum haft í þessu máli. Við telj- um það enga goðgá, nema síður sé, þótt fyrirtæki í Reykjavík og starfsmenn þess fái lífsnauðsyn- lega aðstoð til þess að greiða úr örðugleikum, sem í raun og veru eru ekki meiri en vandamál úr öðrum landshlutum og öðrum at- vinnugreinum, sem stjórnvöld reyna nær daglega að leysa, og þá skyldu menn ekki heldur gleyma því, að björgunarsveit okkar hefur lagt metnað sinn í það, svo sér- staka athygli hefur vakið, ekki aðeins að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins og atvinnu starfsmanna þess, heldur og að standa vörð um hagsmuni við- skiptabanka síns og þar með hins sameiginlega sjóðs allra lands- manna. Þegar þetta allt er haft í huga, finnst okkur við geta borið höfuðið hátt, þegar við förum fram á stuðning ykkar, sem við setjum traust okkar á að fá. Góð kaup fyrir kulsækna aðeins 30% útborgun Höfum fengið glæsilegan mokkafatnað frá Iðnaðardeild Sambandsins til sölu á mjög hagstæðu verði. Aðeins 30% útborgun og eftirstöðvar í þrennu lagi eða staðgreiðsluafsláttur. Tækifæri sem enginn kulsækinn ætti AA\\Æ\ |/N|nr%| að láta ganga sér úr greipum. xKIIIvLI\3*IÍCB/wIiC Greiðslukortaþjónusta. MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.