Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 Minning: ívar S. Einars- son frá ívarsseli Fæddur 3. nóvember 1901 Dáinn 16. nóvember 1985 Mást skal lína og letur, steinn skal eyöast, listarneistinn í þeim skal ei deyðast. Perlan ódauðlega í hugans hafi hefjast skal af rústum þjóða og landa. Komi hel og kasti mold og grafí, kvistist lífsins tré á dauðans arin, sökkvi jarðarknörr í myrkva marinn, myndasmíðar andans skulu standa. ívar var sonur hjónanna Helgu ívarsdóttur og Einars Sigurðsson- ar og bjó hann alla tíð á ívarsseli við Vesturgötu í Reykjavík. Hann var elstur af 7 systkinum; Kjartan, Áslaug og Gunnar eru látin, en eftir lifa Sigurður, Ólöf og Sigríður, en þær systur önnuð- ust hann vel eftir að móðir hans lést, en ívar kvæntist aldrei. Hann vann gegnum tíðina hina almennu verkamannavinnu, en kunni þá list að segja frá, og þeir eru ekki ófáir sem eiga góðar minningar úr stofunni á Seli, en svo var ívarssel oft nefnt þegar ívar var í essinu sínu í frásögnum, með tilheyrandi áherslum. Á þessari stundu bregður fyrir mörgum minningum sem eru mér kærar. Ég lifði mín bernskuár á Seli og bjó frændi á loftinu. Þær voru ófáar ferðirnar upp stigann, fví snemma fór ég að hænast að vari en hann var óþreytandi að finna upp á einhverju mér til dundurs, segja sögur, flytja ljóð, mála myndir, eða tísta á fiðlu- garminn, þegar best lét. T.d. bjó hann til myndasögu í heila bók, með skrifuðum texta undir og prýddi kápuna með teikningum, þá var lítið um íslenskar barnabækur, og fáar þeirra voru prýddar myndum að ráði. Þá las hann oft sögur úr Rauð- skinnu og fleiri þjóðsagnakverum, og var það kærkomin tilbreyting frá Öskubusku og Mjallhvít, en margar voru þessar sögur svo mergjaðar, að fylgja þurfti hann mér niður stigann, því litla hjartað þoldi illa draugasögur á skamm- degiskvöldum, fyrst í stað, en svo kom að því að ég bað um fleiri og fleiri sögur svo frænda þótti nóg um. Hann málaði og teiknaði mikið og alltaf á umbúðapappír og það sem til féll, eins var hann mjög næmur að ná andlitsdráttum þekktra manna og hlustaði á tón- list gömlu snillinganna. Það voru ekki ófáar gönguferð- irnar okkar vestur á Seltjarnarnes eða út í Örfirisey, og fróðleikur hans um land og staðhætti er nokkuð sem ég bý að enn í dag. Eitt sinn er við komum að eiði urðum við fyrir áreitni hunds og varð það til þess að hann þurfti að bera mig á bakinu yfir mela og móa, það var fátt sem hann lét ekki eftir stelpuskottinu. Hann las mikið og fór mjög vel með sínar bækur, engu líkara að þær hefðu allar sál í höndum hans. Árin liðu og þannig hagaði til 1964 þegar ég stofnaði heimili að ég flutti ásamt eiginmanni að Seli og bjó þar í 4 ár og þá lágu leiðir okkar saman á ný í daglegri umgengni. Það veganesti sem frændi gaf mér í bernsku og gegnum árin er nokkuð sem hugur minn geymir alla tíð, og árin munu ekki útmá. Ég þakka frænda mínum allar okkar góðu stundir, sem bæði glöddu og fræddu í senn. Blessuð séminning frænda míns. Lovísa Einarsdóttir + Móöirmín, INGIVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, er látin. Útförin veröur frá Kapellunni í Fossvogi föstudaginn 29. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd f jölskyldunnar, Jóhann Axalsson. t Eiginkona mín, ÁSTA BJÖRNSDÓTTIR, Seljavegi 17, andaöist25. nóvember sl. Lárus Magnússon. + Systir okkar, ÁGÚSTA THORBERG, andaöist 25. nóvember aö Vífilstööum. Helga, Rannveig og Magnús Thorberg + Systirokkar, JÓNÍNA STEINUNN JÓNSDÓTTIR, andaöist 26. nóvember. Systkínin. + Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir, HALLDÓR ÓSKAR ÓLAFSSON, Reynimel 80, lést í Vífilsstaöaspítala 25. nóvember. Helena Svanhvít Sigurðardóttir, Siguröur Ó. Halldórsson, Ester Tryggvadóttir, Ólafur Ó. Halldórsson, Guörún Ása Brandsdóttir, Sigríöur Halldórsdóttir, Brynjólfur Guöbjörnsson, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Oddur Gunnarsson, Bjarni Ó. Halldórsson, Erna Böövarsdóttir og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, KRISTJÁN JÓNASSON, lasknir, Ásvallagötu 58, veröur jarösúnginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Styrktarsjóö St. Jósefsspítala Landakoti. Unnur Jónsdóttir, Dýrleif Kristjánsdóttir, Karl Grimm, Stefán Kristjánsson, Ólöf H. Bjarnadóttir, Guöríóur Kristjánsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Kristján Karlsson. Þórður Benjamíns- son frá Hergilsey Stykkishólmi, 16. nóvember. I dag var gerð frá kirkju útför Þórðar Benjamínssonar fyrrum bónda og athafnamanns frá Hergilsey á Breiðafirði, en hann lést í sjúkrahúsinu hér 10. þ.m. 89 ára að aldri fæddur í Flatey á Breiðafirði 2. ágúst 1896. Foreldr- ar hans voru Benjamín Jóhannes- son og Guðríður Sigurðardóttir. Þórður missti föður sinn 7 ára og fór þá til vandalausra. Á Auðs- haugi á Barðaströnd var hann æskuár sín og þar kynntist hann konu sinni, Þorbjörgu Sigurðar- dóttur, og þau giftust 1918. Voru þá jarðir ekki á lausu og bjuggu þau fyrstu árin víða og meðal annars í Arnarfirði. Þá fengu þau á leigu 7 hundruð í Hergilsey, þar sem þau bjuggu í 22 ár. Þaðan var svo haldið í Flatey og þar áttu þau heima í 12 ár og nytjuðu Hergilsey. Eftir veruna í Flatey var flutt til Stykkishólms og þar áttu þau heima æ síðan og seinast á Dvalarheimilinu. Eftir að þau komu til Stykkishólms höfðu þau sumardvöl í Flatey meðan þrek entist. Þorbjörg og Þórður eignuðust 16 börn og eru 12 þeirra á lífi og eru afkomendur þeirra orðnir margir. Þórður var lifandi trúar maður og gekk í Hvítasunnusöfnuðinn, áshmt konu sinni. Við útförina töluðu trúbræður hans, Sam og Daniel Glad, Dag- bjartur Guðjónsson sem komu frá Reykjavík. Sonur Þórðar, Benja- mín, flutti kveðjuorð og minntist föður síns og trúarreynslu hans. Einnig söng hann ásamt trúsystk- inum tvo sálma úr Hörpustrengj- um hvítasunnumanna. Séra Gísli + Eiginmaöur minn, JÓHANN HELGASON, andaöist í Borgarspítalanum 25. nóvember. Jóhanna L. Helgason. + Ástkær sonur okkar, bróöir og mágur, STEINAR SKÚLASON, Kúrlandi 18, erlátinn. Útför hans fer fram frá Bústaöakirkju fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Erla Vilhjálmsdóttir, Skúli Jóhannesson, Vilhjálmur Skúlason, Unnur Steinsson. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, KRISTÍN EINARSDÓTTIR, frá Seyðisfiröi, sem lóst 18. nóvember, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Jón örn Ingvarsson, Guóbjörg Guðmundsdóttir, Ólafur Ingvarsson, Áslaug Þórólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaöur minn, SIGMAR BRYNJÓLFSSON, veröur jarösunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi, fimmtudaginn 28. nóvember k1.3 síðdegis. Esther Jóhannesdóttir. H. Kolbeins jarðsöng. Kirkjukór- inn undir stjórn Jóhönnu Guð- mundsdóttur annaðist sönginn og Bjarni Lárentsínusson söng ein- söng. Ég kynntist Þórði eftir að hann flutti hingað í Hólminn. Þau kynni voru öll á einn veg. Þar fór vandað- ur og traustur maður til orðs og æðis. Hann sagði mér bæði frá uppvaxtarárum og eins starfs- árum sínum. Hann var ekki í vafa um hvaðan hann hafði styrkinn í oft erfiðri baráttu. Allt komst þetta vel af, sagði Þórður. Ég fékk góðan lífsförunaut sem stóð traust í hverju okkar átaki. Farsældin var þvf mikil, góð börn, góð heilsa og alltaf nægilegt lífsviðurværi. Hvað þarf maður meira? Hann minntist dvalarinnar á Auðshaugi með hlýju og virðingu. Þar nam hann undirstöðuatriði í dönsku og þýsku máli, auk venjulegs barna- lærdóms sem þá var af skornum skammti og ekki má gleyma bæn- unum og sálmunum sem voru uppistöður í lífi hans og oft gripið til. Margan fróðleik nam hann líka. Var vel að sér í sögu lands og annarra þjóða. Bækurnar sem honum bárust las hann vel og mundi. Allur fróðleikur var honum kær. En umfram allt vissi hann að það er vandi að vera maður í viðsjálum heimi, vissi að besta prédikun var að vanda líf sitt, standa við orð sín, standa í skilum. Það var efst í huganum og þannig kom hann mér fyrir sjónir og þetta reyndi ég hann. Ég leit oft til hans í sjúkrastof- una. Alltaf var hann glaður og þakklátur. Drottinn er alltaf með mér, sagði hann einu sinni við mig, ég fann það svo glöggt. Það er mín gleði. Og svo var enn minnst liðinna stunda. Minnst eyjanna sem voru honum kærar. Farsælli baráttusögu í þessum heimi er lokið. Nýr áfangi og þar sem annars staðar mun hann verða liðtækur. Með virðingu og þökk kveðja vinir og samferðamenn góðan dreng, sem skilur eftir dýr- mætan arf þeim sem honum kynntust. Ég þakka góðum vini einlæga og trygga samfylgd. Guð blessi hann og ástvini hans. Arni Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.