Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 37 Að skattleggja hollustu - eftir Jóhannes Björnsson Það er viðurkennt af sérfræðing- um, að nærri láti, að neysla íslend- inga á grófu korni þyrfti að aukast um 50% hið minnsta til þess að tryggja þeim öll nauðsynleg bæti- efni og trefjaefni, þannig að Með- al-Jóninn geti haldið góðri heilsu. í brauðum, sem íslenskir bakara- meistarar baka um þessar mundir og hafa staðið neytendum til boða fyrir tiltölulega lágt verð, a.m.k. miðað við ýmsar aðrar fæðuteg- undir, er afar mikið af grófu eða heilu korni. Brauð og hollusta Sem fæðugjafi hafa korn og brauð margvíslega kosti. Skal hér á eftir gerð grein fyrir nokkrum þeirra, og í þeirri upptalningu er stuðst við álit manna, sem gerst þekkja til þessara mála, m.a. Jóns óttars Ragnarssonar, dósents. - Korn er einn besti sterkjugjaf- inn sem þekkist og sterkjan er hollasti orkugjafinn. - Korn er besti trefjaefnagjafinn, en trefjaefnin eru ekki aðeins lífsnauðsynleg, heldur vantar þau sárlega í fæði íslendinga. - Korn er frábær bætiefnagjafi, m.a. fyrir B-vítamín og margvís- leg steinefni. Sum af þessum bætiefnum eru einmitt af skorn- um skammti í fæði I slendinga. - Korn inniheldur fjölómettaðar fitusýrur (fófs), sem m.a. vernda okkur gegn hjarta- og æðasjúk- dómum og er snautt af kólest- eróli og mettuðum fitusýrum, sem ýta undir þessa sömu sjúk- dóma. - Korn inniheldur ekkert matar- salt, en er hins vegar góð upp- spretta fyrir kalíum og fleiri steinefni, sem sporna gegn óæskilegum áhrifum matarsalts á blóðþrýsting. - Einn meginkostur brauðs er sá, að það inniheldur, auk kornsins, bökunarger. Ger er einhver besti B-vítamín- og snefilsteinefna- gjafi, sem völ er á, og bætir því enn frekar hollustugildi brauðs- ins. - í góðu brauði er auk þess smjör- líki, en ekki bökunarfeiti. Smjör- líki hefur yfirleitt þann kost fram yfir bökunarfeiti að vera A- og D-vítamínbætt. Áhrif skattheimtu á brauðneyslu Um þessar mundir berast þær fregnir, að ríkisstjórnin hafi uppi áform um að innheimta 30% vöru- gjald af framleiðsluverði þess brauðs, sem bakaríin framleiða og raunar af öllum framleiðsluvörum bakaríanna. Hugmyndir um slíka skattheimtu hljóta að vekja furðu. Mörg rök má nefna gegn skatt- formi sem vörugjaldi. Skal hér nokkurra slíkra getið, fyrst og fremst þó að því leyti, sem þetta varðar brauð- og kökugerð. Álagning vörugjalds er í eðli sínu afar órökræn skattheimta. Vörugjaldið leggst á suma vöru- flokka, en aðra ekki, og er þannig til þess fallið að hafa óeðlileg áhrif á neysluval almennings. Augljóst er, að vörugjaldið hefur í för með sér minnkandi neyslu á brauðvör- um, en að sama skapi aukna neyslu annarrar matvöru, sem ekki er gjaldskyld, t.d. á kjöti og fiski. Athyglisvert er, að á sama tíma sem menn hugleiða að hækka þannig stórlega verð á brauði, fer fram útsala á sílspikuðu dilkakjöti. Útsalan er „fjármögnuð" beint og óbeint af enn stórkostlegri niður- greiðslum, heldur en til skamms tíma hefur tíðkast. Er greitt úr sjóðum, sem skattþegnar sjálfir hafa verið neyddir með lagaboðum og fyrirmælum stórnvalda að koma á fót, til að tryggja sölu á Jóhannes Björnsson „Vörugjald yrði rothögg á starfsemi bakaría hér á landi og gerði að engu þá ánægjulegu þróun, sem hér hefur verið að gerast neytendum til hagsbóta, og lýsir sér í mikilli fjölgun brauð- tegunda og á tiltölulega hóflegu verði.“ búvöru, hvað sem tautar og raular og hvort sem neytendur hafi lyst á vörunni eða ekki. Viðurkennt er, að kornmeti eins og brauð sé einhver hollasta fæða, sem mönnum er tiltæk. Jafnframt hefur verið á það bent, að aukin neysla brauðmetis bæti heilsufar og sé liður í fyrirbyggjandi heilsu- verndarstarfi. Undarlegt er því, að brauð skuli nú eiga að skatt- leggja og að þau, nánast ein holl- ustuvara, skuli tekin út úr að þessu leyti. Með hugmyndum um upp- töku vörugjalds á brauð er verið að skipa þessari mikilvægu fæðu á bekk með óhollustuvörum, þar sem vörugjald hefur hingað til einkum lagst á neysluvörur, sem ekki hafa þótt sérstaklega hollar. Vörugjald á brauð er því út í hött og í engu samræmi við hugmyndir um fyrirbyggjandi starf á sviði heilsugæslu og stórfelldan sparnað í opinberum útgjöldum, sem á þann hátt mætti ná. Vörugjald yrði rothögg á starf- semi bakaría hér á landi og gerði að engu þá ánægjulegu þróun, sem hér hefur verið að gerast neytend- um til hagsbóta, og lýsir sér í mikilli fjölgun brauðtegunda og á tiltölulega hóflegu verði. Þá yrði afkomu fyrirtækja í brauð- og kökugerð stefnt í tvísýnu með skattheimtu af þessu tagi, en at- vinnugrein þesái veitir nú ríflega 700 manns fulla atvinnu. Ég vil að endingu skora á fjár- málaráðherra, og raunar ríkis- stjórn alla og þingmenn, að láta af hugmyndum um að innheimta vörugjald af framleiðslu íslenskra bakaría. Menn ræða mikið um nauðsyn á upptöku virðisauka- skatts, og í því efni finna þeir núgildandi söluskatti og sölu- skattskerfi allt til foráttu. Ég leyfi mér að benda á, að þær ávirðingar, sem stjórnmálamenn og aðrir hafa á söluskattinn, eiga allar við um vörugjaldsfyrirkomulagið, það skattform, sem rikisstjórnin virð- ist ætla að stórefla til að tryggja stöðu ríkissjóðs. Ég vænti þess að allir þeir, sem hér eigi um að fjalla, taki rökrænt á þessu máli. Höfundur er formaóur Landssam- bands bakarameistara. Jólakort Styrktar- félags vangefinna KOMIN eru á markaðinn ný jólakort með myndum af verkum listakon- unnar Sólveigar Eggerz Pétursdótt- ur. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins, Háteigsvegi 6, í verslun- inni Kúnst, Laugavegi 40, og á heim- ilum félagsins. öllum ágóða af sölu jólakort- anna verður varið til styrktar málefnum vangefinna, en félagið stendur nú í ýmsum fjárfrekum framkvæmdum í þágu þeirra, m.a. byggingu sambýla og gagngerum endurbótum á elsta dagheimili fé- lagsins, Lyngási. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að kortin eru greinilega merkt félaginu. Mt tryggit 'nsUni , * ' ^uvé/ ‘n át«- baJr SUkJ<ul«ði n* * >**£!? <£** ,r/us ... vs8°**tilál Ktrí,, ‘yn te/ur ar/nn Síríus Kbnsum suðusúldodaði Gamla góða Síríus Konsum súkkulaðið er í senn úrvals suðusúkkulaði og gott til átu. Það er framleitt úr bestu hráefnum, er sérlega nærandi og dijúgt til suðu og í bakstur, enda jafnvinsælt í nestispökkum ferðamanna og spariuppskriftum húsmæðra. Síríus Konsum er vinsælast hjá þeim sem velja bara það besta. mA ö Mfrfe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.