Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 tfeemnn -/ Hvaða. tegurvct cxf hamrí ?" áster 0 .. .að hughreysta og hugga. TM tag US. P»t OB.-MI rtoM* nmnm •19« Lo» AngMM Tlnn Syndlcat* n rrr n wr tlF $ Húsnæðisvandræðin eru ætíð hin sömu hér í bænum. Þetta skaltu éta. Fuglasalinn sagði að þú værir vitlaus í hnetur. HÖGNI HREKKVISI „EKXI LITA 'A (?A€> SEAt A^issi SOMTU, HELPUK pA£>,Af? \AP FÁOXa HÓGNA . Annaö að lesa um of- drykkju en kynnast henni Kæri Velvakandi. Ég gat ekki látið sitja við orðin tóm eftir að hafa lesið grein Sölv- ínu Konráðs í Morgunblaðinu 6. nóvember sl. Þar talar hún um að mikið hafi farið fyrir starfi SÁÁ. Guði sé loí að sú starfsemi er jafn virk og raun ber vitni. Svo sannarlega hafa margir endur- heimt geð sitt fyrir tilstuðlan meðferðarinnar. Svo segir hún að því miður hafi talsverður fjöldi ekki náð bata. Getur sú góða kona haldið fram að allir sykursjúklingar eða krabbameinssjúklingar hafi fengið bata? Ég held að þessi ágæta kona skrifi af miklu þekkingarleysi um ofnotkun áfengis. Það er allt annað að sjá og lesa á prenti um alkóhól- ista, eins og þessi kona virðist hafa gert, en að umgangast þá. Það getur enginn dæmt um þessi mál nema að hafa kynnst þeim af eigin raun. Ég álít að ofdrykkjan sé mesta þjóðarbðl okkar og út frá vín- drykkju fer fólk að nota alls konar vímugjafa. Það er rétt að enginn fer nauð- ugur viljugur í meðferð, enda yrði þá ekki um bata að ræða. Fólk þarf að fara með jákvæðu hugar- fari. Eins er farið með sjúklinga I geðmeðferð. Sölvína Konráðs er sálfræðingur að mennt og vinnur að doktorsrit- gerð. Ég skora á hana að kynna sér þau mál sem hún fjallar um mun betur. Sjálf er ég ekki áfengissjúkling- ur en ég er aðstandandi. Mér til hjálpar eru Al-Anon samtökin. Þar miðla allir af reynslu sinni og geta opnað sig hver fyrir öðrum. Þagnarskylda er um það sem fram fer á fundum. Ég hvet því alla aðstandendur alkóhólista að stunda fundi í Al-Anon hvort sem þeir eru virkir eða óvirkir. Að lokum vona ég að Sölvínu gangi vel með doktorsritgerðina. Hildur Kristín Jakobsdóttir, HvolL Víkverji skrifar Svipmót Reykjavíkur er að breytast um þessar mundir. Þar til ráðist verður i smíði nýrra vatnsgeyma á Öskjuhlíð verður hún kollótt. Gömlu hitaveitutank- arnir eru að hverfa. Þeir hafa verið einskonar útverðir borgarinnar í suðri í rúm 40 ár. Hitaveita Reykjavíkur tók til starfa 1930, og var i fyrstu notaður jarðvarmi, er fékkst við boranir við Þvottalaug- arnar. Boranir hófust að Reykjum í Mosfellssveit árið 1933, en hita- veita þaðan var tekið í notkun árið 1943. Þá var fullgerð aðalleiðslan frá Reykjum, vatnsgeymarnir á Öskjuhlíð og leiðslur um borgina að verulegu leyti. Hinn 1. desember 1943 var vatni hleypt í fyrsta hús- ið, en það var Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar á Skólavörðu- holti. Um áramótin var komið heitt vatn í 1.300 hús, en í 2.850 hús í desember 1944. Stofnkostn- aður hitaveitunnar voru þrjátíu milljónir króna, sem var stórfé á þeim tíma. Þess hefur ekki orðið vart, að neinir þeir, sem hafa friðun húsa og mannvirkja á stefnuskrá sinni, hafi talið það af hinu illa, að gömlu tankarnir hverfa. Er næsta óvenjulegt að svo mikill friður ríki um rask af þessu tagi. Mestu skipt- ir auðvitað, að það, sem í staðinn kemur, verði með þeim hætti, að öllum verði til gagns og ánægju. Varpað hefur verið fram hug- myndun um, að þarna rísi ekki eingöngu nýir geymar heldur einn- ig samkomustaður. Verður fróð- legt að fylgjast með úrvinnslu þeirra hugmynda og þeim umræð- um, sem eiga eftir að verða um þær. xxx • • Oskjuhlíðin er skemmtilegt úti- vistarsvæði. Skógurinn í suð- urhlið hennar hefur dafnað vel og leggja margir leið sína þangað, þegar vel viðrar. Eftir að brúin yfir Kringlumýrarbraut hefur verið tekin í notkun og umferðar- þunginn verður meiri á Bústaða- vegi og Skógarhlíð, þurfa fótgang- andi vegfarendur að sýna mikla varúð leggi þeir leið sína úr Hlíð- unum upp í Öskjuhlíð. Fyrir íbúa í Suðurhlíðum verða gerð göng undir Bústaðaveginn. En yfir Skógarhlíð er aðeins ein merkt gangbraut, á móts við Valsheimil- ið, fyrir neðan slökkvistöðina. Æskilegt er, að strax verði hugað að því, hvernig tryggja má þeim, sem vilja njóta gönguferða í Öskjuhlíð sem öruggasta leið yfir Skógarhlíð. Það er ófært að þessi prýðilegi útivistarstaður verði girtur af með bílum, ef þannig má að orði komast. xxx Nýlega voru stofnuð hér samtök undir nafninu Frjálsir veg- farendur. Markmið þeirra er að berjast á móti ofurvaldi einkabíls- ins. Á stofnfundinum kom fram, að einkabillinn sé ein tilbúna þarfa neyslusamfélagsins. Var jafnvel litið á hann sem tæki einhverra afla, er telja sér hag af því að stía fólki í sundur. Fátt hefur þó líklega gert fólki auðveldara að rækta náin kynni, þrátt fyrir fjarlægðir, en einmitt einkábíllinn. Það er rétt, að oft sitja ekki margir í hverjum bíl, þegar farið er á milli staða, en í flestum tilvikum nota menn bílinn til að fara til fundar við einhvern eða sinna erindum á skömmum tíma, og fá þannig meira tóm en ella til að umgangast aðra. Undir hitt skal tekið með for- svarsmönnum Frjálsra vegfar- enda, að ástæðulaust er að láta bílinn hafa algjöran forgang, þeg- ar mönnum eru lagðar lífsreglurn- ar í umferðarmálum. Á nýkynnt- um hugmyndum um skipulag Kvosarinnar í Reykjavík sést, að ríkulegt tillit er tekið til annarra en bílsins. Framkvæmdir á Þórs- götu og neðst á Laugavegi benda til hins sama. Því verður ekki á móti mælt, að stjórnvöld á íslandi hafa lagt sig fram um að hamla gegn einkabíl- ismanum, ef litið er til hinna háu opinberu gjalda, sem lögð eru á nýjar bifreiðir og eldsneyti. Það virðist hins vegar gilda hið sama um bensínið og áfengið, að það er notað, hvað sem það kostar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.