Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 7 Vilmundur Jónsson og Þórbergur Þórðarson spjalla saman. Bókaútgáfan Iðunn 40 ára; „Með hug og orði“ Af blöðum Vilmundar BÓKAÚTGÁFAN Iðunn, sem á þessu ári er fjörutíu ára, minnist afmælisins með því að senda frá sér ritverkið Með hug og orði — Af blöðum Vilmundar Jónssonar landlæknis. Útgáfan er mikið rit að vöxtum, tvö bindi í öskju, alls 757 bls., prýtt um hundrað mynd- um og uppdráttum, segir í frétt frá Iðunni. Vilmundur Jónsson landlækn- ir var einn af ritfærustu mönn- um þjóðarinnar á sinni tíð og afreksmaður í starfi. í fámenn- um hóp hefur um alllangt skeið verið vitað, að hann lét eftir sig Vilmundur Jónsson og kona hans Kristín Ólafsdóttir. margvisieg skrif, sem hafa ekki birst sjónum almennings. Þar á meðal eru minningaþættir, þar sem Vilmundur segir frá eftir- minnilegum atburðum og kynn- um sínum af mörgum þjóðkunn- um mönnum, m.a. Jóhannesi S. Kjarval og Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Vettvangur þáttanna er m.a. æskustöðvar Vilmundar á Seyðisfirði, Langanes, ísafjörður og ísafjarðarsýslur og Reykja- vík. Ætla má, að birting þessara minnaþátta muni þykja allmikl- um tíðindum sæta í islenskum bókmenntum. í ritsafninu er auk þess marg- Jónssonar landlæknis víslegt annað efni: sagnaþættir víðs vegar að af landinu, bundið mál, greinar um íslenskt mál, stjórnmál og heilbrigðismál og bréf, m.a. allmörg bréf til Þór- bergs Þórðarsonar. Mikið af þessu efni hefur ekki sést á prenti fyrr, en það sem áður hefur verið birt er að langmestu leyti í blöðum, tímaritum og sér- prentum, sem nú eru í fárra höndum. óþarft er að kynna Vilmund landlækni mörgum orðum, enda þekkir fjöldi fólks hann af kynn- um og afspurn. Fyrri hluta starfsævinnar var hann fyrst héraðslæknir á Þórshöfn á Langanesi í eitt ár og síðan hér- aðslæknir á ísafirði í 15 ár og jafnframt sjúkrahúslæknir í 13 ár. Hann kom upp sjúkrahúsinu á ísafirði árið 1925 og þótti það þá bera af öðrum slíkum bygg- ingum á landinu. Árið 1931 var Vilmundur skipaður landlæknir og gegndi því embætti í 28 ár. Á þeim tíma samdi hann eða end- ursamdi mestalla heilbrigðislög- gjöf landsins og bryddaði upp á mörgum nýmælum. Um alllangt skeið tók Vilmundur virkan þátt í stjórnmálum. Vestra átti hann sæti í bæjarstjórn Isafjarðar og átti þar frumkvæði að ýmsum nýjungum, sem vöktu athygli um allt land. Hann sat og um skeið á alþingi sem þingmaður fsa- fjarðar og Norður-ísafjarðar- sýslu. Síðustu þrjá áratugi ævinnar hafði Vilmundur lítil afskipti af stjórnmálum. Á þeim árum samdi hann mörg og stór verk um sögu íslenskra lækninga og heilbrigðismála. Þórhallur Vilmundarson pró- fessor, sonur höfundar, hefur séð um útgáfu ritsafnsins, dregið saman og valið efnið og búið til prentunar. Hann hefur jafn- framt samið formála, inngangs- órð greina og skýringar bréfa. ítarleg nafnaskrá fylgir ritinu. Prentsmiðja Oddi hf. prentaði og batt bækurnar. Auglýsinga- stofan Octavo hannaði útlit bóka ogöskju. Félag laganema: Almennur félagsfundur um okur ORATOR, féiag laganema, heldur almennan félagsfund um okur, mió- vikudaginn 27. nóvember. Erindi flytja Jónatan Þór- mundsson, lagaprófessor, Viðar Már Matthíasson, lögfræðingur, Sigurður B. Stefánsson, hagfræð- ingur Kaupþingi, Þorvaldur Ein- arsson, lögfræðingur Búnaðar- bankanum, og Björn Líndal, deild- arstjóri í viðskiptaráðuneytinu. Umræður verða eftir kaffihlé. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 Lögbergi. Hann hefst kl. 20.00 ogeröllum opinn. KréUatilkynning. Næst síðasta helgi Sumargleöinnar á ______ föstudag og laugardag Stórsýning Sumargleöinnar — 15 ára afmælishátíö hefur svo sannarlega slegiö í gegn. Sumargleöin þakkar þúsund- um manna frábærar móttökur á þessu ári. * * t I * * Karnival — dans — söngur — grín og gleöi Síöustu forvöö aö fylgjast meö 17 landsþekktum fjörkálfum af einskærri Sumargleöi. Nú veröur geggjaö stuö á gleöinni þessar tvær síöustu helgar á Broadway. Þaö er mál manna aö Sumar- gleöin hafi aldrei veriö frískari, fjörugri, fjölbreyttari eöa betri og er þá heilmikið sagt. Matseðill Portvísseruð join villesúpa. Léttreyktur rauðvínssoðinn lambalærisvöðvi. Vanilluís með marengstoppum. Pantiömiöaítíma ísíma 77500 þar sem uppselt hefur veriöundanfarn- ar helgar. Jafnvelfrostrosir springaútáSum- argleöinni. varamaöur. Algjör klaufaskapur. ♦ *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.