Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 Trillukarlar loka Reykjavíkurhöfn til að mótmæla veiðibanni. Umræða utan dagskrár um vanda trillukarla: Stórhættulegt að stunda veiðar eftir dagatali — sagði Ámi Johnsen. Trillukarlar eru „frekjuhundahópur“, sagði Garðar Sigurðsson VANDI smábátaútgerðar var gerður að umtalsefni utan dagskrár í sameinuöu þingi í gær. Það var Árni Johnsen (S), sem kvaddi sér hljóðs, og vakti athygli á því, að trillukarlar teldu vegið að lífsafkomu sinni með banni því á veiðum smábáta, sem í gildi hefur verið frá miðjum þessum mánuði og verður til áramóta. Þingmenn Alþýðu- bandalagsins: Frumvarp um stöðvun okurlána- starfsemi ÞINGMENN Alþýðubandalagsins lögðu í gær fram í neðri deild frumvarp til laga um stöðvun okurlánastarfsemi. Þar er gert ráð fyrir því, að öll skuldabréf sem gefin verða út eftir gildistöku lag- anna skuli skráð á nafn og nafn- númer. Handhafaskuldabréf út- gefin fyrir gildistöku laganna skuli skráð á nafn á næsta gjalddaga eftir að lögin taka gildi. í 2. gr. frv. segir, að þegar veðskuldabréfi er þinglýst skuli fógeti senda viðkomandi skatt- stofum upplýsingar um skulda- bréfið, kaupanda þess og seljanda. I 3. gr. segir, að þeir sem starf- ræki verðbréfamiðlun eða fast- eignasölu skuli hafa sérstök leyfi til þess frá stjórnvöldum. I 4. gr. frv. segir, að Bankaeftir- litinu sé heimilt að rannsaka fjár- hag og rekstur þeirra aðila, sem leyfi hafi hlotið til verðbréfamiðl- unar. Form viðskiptaskjala, sem feli í sér skuldbindingar og geti gengið kaupum og sölum hjá verðbréfamiðlurum, skuli hafa hlotið samþykki bankaeftirlits- ins. í 5. gr. frv. segir: „Skuldabréf, sem ekki eru í samræmi við ákvæði þessara laga, eru ógild. Á nafnlausum bréfum verða því ekki reistar innheimtukröfur af neinu tagi." í greinargerð flutningsmanna segir, að frumvarpið sé flutt til þess að setja þegar í stað skorður við ört vaxandi okurlánastarf- semi að undanförnu. Af hálfu ríkisstjórnarinnar hafi komið fram að hún sé með ýmislegt í athugun er þessi mál varðar, en ekki standi til að grípa til neinna sérstakra ráðstafana þegar í stað. Þingmenn Alþýðubandalagsins telji hins vegar núverandi ástand óviðunandi og óhjákvæmilegt að grípa til tafarlausra ráðstafana gagnvart okrinu. Orðrétt segir í greinargerðinni: „Ástæðurnar fyrir aukinni starf- semi okurlánara nú eru ekki síst tvær. Það er í fyrsta lagi mikil og almenn kjaraskerðing vorið 1983, sem haldist hefur síðan, og í öðru lagi „vaxtafrelsið" sem formaður Sjálfstæðisflokksins og forusta Framsóknarflokksins komu á sumarið 1984 og sú upp- lausn sem fylgt hefur í kjölfarið." Guðmundur Einarsson gat þess, að í lögum um verndun Mývatns- svæðisins væru ákvæði þess efnis, að náttúruverndarráð yrði að veita samþykki sitt fyrir hvers kyns jarðraski á svæðinu. Að mati Gauks Jörundssonar, prófessors, flokkaðist vinnsla kísilgúrs úr Mývatni undir ákvæði um jarðrask og iðnaðarráðuneytið hefði því þurft að leita til náttúruverndar- ráðs, þegar námaleyfi Kísiliðjunn- ar var framlengt í upphafi þessa árs. Fram hefði komið, að náttúru- verndarráð vildi stefna iðnaðar- ráðherra fyrir að virða þetta að Ámi Johnsen vitnaði m.a. til fréttar hér í blaðinu í gær um trillukarl á Akranesi, sem á sunnu- dag var tekinn fyrir ólöglegar veiðar og sektaður um 85 þúsund krónur. Árni sagði, að hundruð fjölskyldna í landinu ættu allt sitt undir trilluútgerð og stöðvun þeirra í nokkrar vikur væri afar bagaleg, ekki síst nú fyrir jólin. Hann gagnrýndi þær reglur, sem sjávarútvegsráðherra hefur sett til að takmarka veiðar smábáta, og sagði, að það væri stórhættulegt að ætla smábátum að stunda veið- ar eftir dagatali, en ekki eftir veðurfari. Ilalldór Ásgrímsson (F), sjávarút- vegsráðherra, sagði, að í frum- vettugi, og einnig kvaðst þing- maðurinn hafa skilið orð fráfar- andi menntamálaráðherra á sömu lund. Sverrir Hermannsson kvaðst vilja benda þingmanninum á, að Gauk- ur Jörundsson væri ekki dómstóll í landinu. Höfuðatriði væri þó, að sættir væru að takast í Mývatns- deilunni og rannsóknarhóparnir tveir, sem komið hefði verið á fót, hefðu tekið upp samstarf. Stefnt væri að því að kveða upp úr um það innan þriggja ára hvort áframhaldandi námavinnsla Kísil- iðjunnar stefndi lífríki Mývatns í varpi um stjórnun fiskveiða næstu tvö ár væri ákvæði þess efnis að veiðar smábáta skuli bannaðar til 9. febrúar með þeirri undantekn- ingu að veiðar á línu séu heimilar fliMnci hættu. Ef það yrði niðurstaða vís- indamanna yrði starfrækslu verk- smiðjunnar hætt. Hann vakti athygli á því, að nú væri tekin föst, gengistryggð upphæð af fjár- munum Kísiliðjunnar á ári hverju og notuð til vísindarannsókna. Svo yrði áfram, jafnvel þótt í ljós kæmi að engin hætta stafaði af náma- vinnslunni á botni Mývatns. Kagnhildur Helgadóttir, fyrrum menntamálaráðherra, lýsti því yfir, að það væri misskilningur að hún hefði viljað láta stefna fyrr- verandi iðnaðarráðherra og núver- andi menntamálaráðherra, enda sakarefni engin fyrir hendi. Lýsti hún ánægju með það samstarf sem tekist hefur milli ráðuneytanna tveggja um rannsóknir við Mý- vatn. þetta tímabil. Kvaðst ráðherra hafa í hyggju að notfæra sér þessa heimild. Allmargir þingmenn tóku til máls og gagnrýndu þeir allir, að einum undanskildum, þær tak- markanir sem smábátaeigendur búa við. Var ráðherra hvattur til að endurskoða gildandi reglur um þessar veiðar. Stefán Benediktsson (BJ) benti á, að samkvæmt aflatölum síðustu ára væri afli handfæra- og línu- báta aldrei meiri en um 15% af heildarfiskafla landsmanna. „Þetta þýðir að það þarf ekki að stjórna þessum veiðum," sagði þingmaðurinn, og taldi að stjórn- völd væru að búa til vandamál með kvótafyrirkomulagi sínu. Við annan tón kvað í ræðu Garð- ars Sigurðssonar (Abl.). Hann gagn- rýndi þingmenn, sem talað höfðu um að lífsafkoma trillukarla væri í veði, og taldi það stóryrði. Hann Guðmundur Einarsson kvað það ekki höfuðatriði þessa máls hve miklir fjármunir færu til Mý- vatnsrannsókna eða hvernig staðið væri að rannsókninni þar. Hann hefði spurst fyrir um málið til að fá upplýst hvernig ráðherra skildi ákvæði laga frá 1974 um verndun Laxársvæðisins. Kjarni þessa máls væri, hvort lögin stæðust eða ekki, og ef þau stæðust ekki, hvort ástæða væri þá til að breyta þeim. Sverrir llermannsson kvað breyt- ingar á þessum lögum ekki í bígerð, en kvaðst mundu taka ábendingar þingmannsins þar að lútandi til athugunar. Svavar Gestsson (Abl.) kvaðst ekki fylgjandi því, að vald náttúruverndarráðs væri skert með lagabreytingu. benti á, að áætlaður kvóti smábáta á þessu ári hefði verið 11 þúsund tonn, en trillukarlar væru nú búnir að veiða 20 þúsund tonn. Garðar taldi að þingmennirnir hefðu verið „að nudda sér utan í atkvæði frekjuhundahóps" og málflutning- ur þeirra væri væminn. Trillukarl- ar, sem staðnir væru að ólög- mætum veiðum, væru lögbrjótar og um þá ættu ekki að gilda aðrar reglur en sjómenn, sem þyrftu að sætta sig við skerðingu á aflahlut sfnum. Fyrirspurnir Spurtum kærumál til saksóknara árið 1984 ÞKJÁR fyrirspurnir voru lagðar fram í sameinuðu þingi í gær. Stefán Benediktsson (BJ) spyr dómsmálaráðherra um störf ríkissaksóknara. Spurt er „Hve mörg kærumál bárust embætti saksóknara á árinu 1984, hver voru þau og hvaða meðferð hlutu þau?“ Gunnar G. Schram (S) spyr heilbrigðis- og tryggingaráð- herra: „Hverjar eru niðurstöð- ur rannsóknar, sem gerð var á vegum heilbrigðisráðuneytis- ins á liðnu sumri, á lækninga- mætti jarðsjávarins við Svartsengi?" Jóhanna Sigurðardóttir (A) spyr heilbrigðis- og trygginga- ráðherra um útgjöld vegna læknis- og lyfjakostnaðar sjúkratrygginga frá 1. janúar 1983til31.október 1985. Jafnframt er spurt um hlut- fallslega þátttöku sjúklinga í ofangreindum kostnaði á um- ræddu tímabili og hver hafi orðið hlutfallsleg hækkun slíks kostnaðar á tímabilinu borið saman við grunnhækkun elli- og örorkulífeyris annars vegar og tekjutryggingar hins vegar. Námaleyfí Kísiliójunnar við Mývatn: Menntamálaráðherra hyggst ekki stefna iðnaðarráðherra EKKI ER FYKIRHUGAÐ að menntamálaráðherra stefni iðnaðarráðherra vegna ágreinings um námavinnslu við Mývatn. Þetta kom fram í svari Sverris Hermannssonar, menntamálaráðherra, við fyrirspurn frá Guðmundi Einarssyni (BJ) í sameinuðu þingi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.