Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1986 fktargttnÞliifeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Porbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson. Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Úrslit í prófkjöri Urslitin í prófkjöri sjálf- staeðismanna vegna kosn- inganna í Reykjavík hafa enn sannað það, sem oft hefur verið sagt áður, að prófkjör leiða sjaldan til umtalsverðra breyt- inga á framboðslistum. Ef uppstillingarnefnd hefði ákveð- ið listann nú í stað þeirra 5.257, sem atkvæði /greiddu, hefði hlutur kvenná í fyrstu átta sætunum áreiðanlega orðið meiri, svo að dæmi sé tekið. í grein hér í blaðinu á laugar- daginn andmælir Auður Auð- uns, fyrrverandi ráðherra, þingmaður og borgarfulltrúi, þeirri skoðun, sem fram var sett hér á þessum stað í síðustu viku, að prófkjör sjálfstæðis- manna í Reykjavík hafi leitt til viðunandi niðurstöðu fyrir þá. Auður Auðuns lítur þannig á, að með þessu hafi Morgun- blaðið verið að fagna niðurstöð- um prófkjaranna en ekki kosn- inganna, sem á eftir þeim fylgdu. Segir hún, að niðurstað- an í síðasta prófkjöri, 1981, hafi orðið Sjálfstæðisflokknum til lítils sóma, þá hafi kona náð að komast í 5. sæti og loks önnur í 10. sæti. Hið sama er að endurtaka sig nú. Það kom- ast of fáar konur í efstu sætin á framboðslistanum sam- kvæmt niðurstöðu prófkjörsins. Er þetta þeim mun undarlegra fyrir þá sök, að þær konur, sem starfað hafa í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn á þessu kjörtimabili, hafa síður en svo legið á liði sínu. Kunna sérlistar kvenna að hafa þau áhrif, að þær fái síður stuðning en karlar í kosningum af þessu tagi? Uppstillingarnefnd hefði á hinn bóginn haft þessa sér- lista ofarlega í huga við ákvarð- anir sínar. Hér hefur verið drepið á mesta ágalla þessara úrslita. Þau hafa sér það hins vegar helst til ágætis, hve Davíð Oddsson, borgarstjóri, fær ein- dreginn og óskoraðan stuðning. Alls hlaut Davíð fylgi meira en níutíu af hundraði þeirra, sem kusu í prófkjörinu. Meiri traustsyfirlýsinga geta menn tæplega vænst í lýðræðislandi. Fylgi Davíðs Oddssonar byggist á því, að hann hefur áunnið sér traust og vinsældir jafnt borg- arbúa sem samstarfsmanna. Er það mikils virði í þeim hörðu átökum, sem eru framundan um stjórn höfuðborgarinnar, að oddviti sjálfstæðismanna skuli ganga til þess leiks full- viss um að hann hefur stóra fylkingu að baki. Alls tóku 55% þeirra, sem rétt höfðu til að kjósa, þátt í prófkjörinu. Sjálfstæðisflokk- urinn sannar það enn, að eng- inn stjórnmálaflokkanna stenst honum snúning að því er varðar skírskotun til fólks. Nú gerðist það meira að segja, að Albert Guðmundsson, iðnað- arráðherra, sem hefur verið virkasti frambjóðandi í próf- kjörum sjálfstæðismanna síðan hann hóf bein afskipti af stjórnmálum 1970, lét þau boð út ganga, að hann ætlaði að sitja heima, þótt hann ritaði undir yfirlýsingu til stuðnings Davíð Oddssyni. Nú tóku um 700 færri þátt í prófkjörinu en 1981; þá var hart tekist á um það, hvor yrði í efsta sætinu Davíð Oddsson eða Albert Guðmundsson og hlyti þar með borgarstjóraembættið, ef sigur ynnist í kosningunum. Nú voru engin sambærileg átök og geta sjálfstæðismenn vel við þessa víðtæku þátttöku unað. Til að barátta Sjálfstæðis- flokksins við vinstri flokkana á vori komanda skili þeim árangri, sem að er stefnt, er ekki einungis nauðsynlegt að vel sé staðið að málefnalegum undirbúningi. Hitt skiptir ekki minna máli, að góður friður skapist um þá frambjóðendur, sem ganga til kosninganna undir forystu Davíðs Oddsson- ar. Fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar urðu nokkrar breytingar á listanum frá nið- urstöðu prófkjörsins og þar til framboðslistinn var endanlega ákveðinn. Nú er óhægara um vik að gera slíkar breytingar. Borgarfulltrúum hefur verið fækkað úr 21 í 15 og alls hlutu 8 frambjóðendur í prófkjörinu bindandi kosningu, þar sem þeir fengu yfir 50% greiddra atkvæða. En ástæða er til að minnast á þennan þátt málsins hér, svo að ekki gleymist, að endanlegur iisti sjálfstæðis- manna vegna borgarstjórnar- kosninganna getur tekið breyt- ingum frá því, sem úrslit próf- kjörs mæla fyrir um. Kosið verður til sveitar- stjórna 31. maí næstkomandi. Þangað til er aðeins hálft ár. Á næstu mánuðum færist hiti í allt pólitískt starf í landinu. Sjálfstæðismenn í Reykjavík ríða á vaðið. Uppi munu ein- hverjar hugmyndir meðal and- stæðinga þeirra um að sameina kraftana í von um að með því geti þeir frekar en ella svipt Sjálfstæðisflokkinn meirihluta í höfuðborginni. Eftir hina vondu reynslu, sem Reykvík- ingar höfðu af glundroðastjórn vinstri manna 1978 til 1982 þarf ekki að koma á óvart, að þeir reyni eitthvað nýtt. Reyk- víkingar eiga mikið undir því komið, að sjálfstæðismenn leggi fram samhentan og sigur- stranglegan framboðslista. Stjómmál í ísrael: Likudbandalagið var búið að „fórna“ Shai Fyrri grein Þær tvær vikur sem ég var í ísrael nú í nóvember leið varla sá dagur, að ekki drægi til tiðinda á einn eða annan hátt: Israelar og Sýrlendingar háðu loftbardaga yfir suðurhluta Líbanons. Miklar bollaleggingar voru meðal ísra- elskra stjórnmálamanna vegna stöðugra funda Husseins Jórdan- íukonungs annars vegar og Assads Sýrlandsforseta hins vegar, en síðustu ár hefðu verið kuldi í samskiptum þessara aðila. Menn þóttust lesa út úr þessum fundum, að Sýrlendingar væru staðráðnir í að koma í veg fyrir að Jórdaníu- konungur tæki upp einhliða við- ræður um friðarsamninga við Israela. Israelska þjóðhagsstofn- unin birti skuggalegar tölur um verðbólgu og atvinnuleysi, þar sem sýnilegt var að ríkisstjórninni hafði ekki tekizt að ná því mark- miði sem að var verið að stefna. Mikil reiði var vegna morða á sjö ísraelskum ferðamönnum í Ras Burka á Sinai og yfirlýsinga Mubaraks forseta Egyptalands, þar sem reynt var að gera sem allra minnst úr þessu voðaverki. Larnaca-morðin voru mönnum ofarlega í huga og Achillo Lauro ránið. Talað er um vaxandi ítök ofsatrúarmanna I ísraelsku þjóð- og stjórnmálalífi, vanda sem við er að glíma vegna þess að æ fleiri flytjast alfarnir á brott og inn- flutningur hefur nánast stöðvast. En einna hæst bar þó kreppuna sem yfir vofði þegar Shimon Peres forsætisráðherra tilkynnti að hann hefði ákveðið að reka Ariel Sharon iðnaðarráðherra úr ríkis- stjórninni og í nokkra daga virtist sem samsteypustjórn Likud og Verkamannaflokksins riðaði til falls, með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Um öll þessi atriði er vert að fjalla og reyna að skýra. I þessari grein verður rabbað um þá við- burðaríku og furðulegu sólar- iiringa eftir að Shimon Peres lýsti yfir því að Sharon skyldi víkja úr stjórninni og reynt að skýra einnig hvaða ástæður lágu að baki þess að Sharon sá sitt óvænna og sendi frá sér eins konar afsökunarbeiðni. Sharon hefur treyst á langlundargeð Peres Upphaf málsins er ekki nýtt af nálinni. Ariel Sharon sem er umdeildasti stjórnmálamaður ísraels nú og síðustu ár, hefur hvað eftir annað og með miklum gauragangi gert hríð að stjórninni — sem hann situr þó að vísu sjálf- ur í. Sharon færðist svo allur í aukana þegar sögusagnir fóru að kvisast út um að Peres væri í leynilegu samningamakki við Jórdani og hefði gefið þeim góð orð um að afhenda þeim að minnsta kosti hluta Vesturbakk- ans — sem ísraelar kalla alltaf Júdeu og Samaríu. Landnemar á nokkrum stöðum á Vesturbakkan- um, meðal annars í Ofra, sendu frá sér yfirlýsingu sem mátti raun- ar túlka sem hálfgildings stríðs- yfirlýsingu við stjórn Israels. Þar var sagt að landnemar á Vestur- bakkanum myndu ekki hika við að grípa til vopna gegn ísraelska hernum, ef sýnilegt væri að ætti að gefa Jórdönum land þeirra. Mörg blöð í Israel fordæmdu þessa yfirlýsingu og ýmsir for- svarsmenn Israela á Vesturbakk- anum reyndu að draga í land, þar sem hér var nánast um það að ræða að hótað var borgarastyrjöld er hróflað yrði við núverandi skipulagi. Áriel Sharon er ekki þekktur fyrir að velja af kostgæfni, hvað þá yfirvegun, þann tíma þegar hann sendir frá sér stóryrtar orð- sendingar. Fljótfærni hans hefur margsinnis orðið honum dýrkeypt, en hann hefur ugglaust talið að sjálfsagt væri að hamra járnið einmitt þessa daga þótt hann Shimon Peres mætti manna bezt að gera sér ljóst að vopnið gæti snúist í höndum hans. Hann beið því ekki boðanna og réðst af miklu offorsi á stjórn Peresar — og umfram allt Shimon Peres sjálfan. Sakaði hann um undirlægjuhátt, undanlátssemi, kaldhæðnislegt og óþjóðernislegt viðhorf. Og hefur það verið rakið í fréttum í stórum dráttum. Eins og fyrr segir er þetta ekki í fyrsta sinni sem Peres fær það óþvegið frá þessum óstýriláta ráð- herra og Peres hefur fram til þessa kosið að leiða stóryrði hans hjá sér eftir því sem hægt var. En nú var honum nóg boðið. Og Shimon Peres brá við snöfurmannlega og sagði að hann hefði ákveðið að reka Ariel Sharon nema því aðeins að hann sendi sér fullkomna afsök- unarbeiðni, þar sem gífuryrðin væru drégin til baka. Sharon á báðum áttum — Peretz innanríkisráð- herra fer að miðla málum Þegar Peres tilkynnti að Sharon æskunnar: Háskóli á Akureyri verði sjálfstæð stofnun FJÓRÐUNGSÞING æskunnar á Nordurlandi var haldið í félagsmið- stöðinni Dynheimum i Akureyri laugardaginn 16. nóvember sl. Hlutverk þingsins var að fjalla um byggð á Norðurlandi, hvers megi vænta og hvað sé hægt að gera henni til eflingar, einkum með hliðsjón af menntunarskilyrðum, atvinnu, sam- göngum og húsnæði. Þingfulltrúar, sem voru alls um 60, voru nemendur flestra framhaldsskólanna í fjórð- ungnum i aldrinum 16—20 ira. Fjórðungsþingið samþykkti fjölda tillagna og fara nokkrar þeirra hér ieftir: „Fjórðungsþing æskunnar skor- ar á stjórnvöld að beita sér fyrir aðgerðum í húsnæðismálum til þess að draga úr fólksflótta frá landsbyggðinni. Koma verður í veg fyrir að sá gjaldeyrir, sem skapast í framleiðslugreinum úti á landi, verði eftir hjá heildsölum, bönkum og ríkisstofnunum á höfuðborgar- svæðinu. Með þessu móti mætti tryggja öruggari atvinnu og bætt lífskjör. Þá mundi það einnig leiða til þess að verð á fasteignum hækkaði í samræmi við byggingar- kostnað." „Fjórðungsþing æskunnar skor- ar á stjórnvöld að bæta hið fyrsta húsnæðismál skólanna og annarra stofnana á Norðurlandi svo sem elliheimila og sjúkrahúsa. Þar má benda á að húsnæðismál Verk- menntaskólans á Akureyri og Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki eru í hinum mesta ólestri. Þá getur þingið ekki látið hjá líða að benda rlkinu á að greiða framlög sín til stofnana á réttum tíma þannig að stórfelld vaxtabyrði lendi ekki á sveitar- og bæjarfélögum." „Háskóli á Norðurlandi með aðsetur á Akureyri. Það er krafa norðlenskrar æsku að skólinn, sem slíkur verði sjálfstæð stofnun, sem bjóði upp á almennt nám sem sé í nánum tengslum við atvinnuveg- ina. Jafnframt þessu verði unnið markvisst að endurbótum við Há- skóla Islands og hann aðlagaður auknum kröfum nútíma samfé- lags. Við teljum að háskóli á Akureyri muni fjölga tækifærum stúdenta og bæta háskólakennslu áíslandi.** „Þingið telur það grundvallar- atriði að breyta gengisskráning- unni. Þannig að ekki sé verið að arðræna útflutningsfyrirtæki með því að skrá gengið vitlaust. Því fyrirtækin fái ekki raunvirði vör- unnar heldur safnist mismunurinn saman á höfuðborgarsvæðinu. I staðinn leggur þingið til að gjald- eyririnn fari til framleiðandans og hann fái ráðstöfunarrétt yfir honum. Þingið telur að best væri að annaðhvort færi gengið eftir framboði og eftirspurn eða það væri miðað við gengi annars gjald- miðils. Þingið telur að þannig haldist fjármagnið betur í fjórð- ungnum og miðstýringin minnki.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.