Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 27
{ t Dregið verði úr sjávar- veiðum á laxi LANDSAMBÖND stangaveiðifé- laga, veiðifélaga og fiskeldis- og hafbeitarstöðva hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað er á ríkisstjórn íslands að beita sér fyrir því að dregið verði úr sjávarveiðum á laxi í Norður-Atlants- hafi, bæði með styttum veiðitíma og minnkun á hámarksafla. í yfirlýsingu sambandanna segir m.a.: Komið hefur í ljós, að á síðustu mánuðum hefur veiðst merktur lax frá íslandi bæði við Grænland og fyrir norðan Færeyjar. Vakin er athygli á því, að færeyski veiðiflot- inn var á síðustu vertíð að veiðum fast upp við 200 mílna landhelgis- línuna og eykur það líkur á auknu hlutfalli á íslenskum laxi í afla þeirra. Menningarvika Samtakanna 78 hefst um helgina FULLVELDISDAGINN 1. desember hefst menningarvika Samtakanna 78, félags lesbía og homma á íslandi í félagsheimili samtakanna að Braut- arholti 18, 4. hæð. Húsið er opið almenningi alla vikuna frá sunnu- degi til föstudags frá klukkan 20 á kvöldin. I frétt frá samtökunum segir, að á dagskránni sé kynningar- og menningarefni, sem erindi eigi til allra, sem telji sig óupplýsta um kynningar- og menningarefni í lýðveldingu. Á menningarvikunni verða m.a. sýndar kvikmyndir um hlutskipti homma og lesbía. Á þriðjudag flytur Þorvaldur Krist- insson erindi um homma i kvik- myndum, miðvikudag verður ljóða- og sagnakvöld og á fimmtu- dag verður sýnd kvikmynd, sem ber heitið „Afleiðingarnar". MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 Sumarhús Borgfirðingafélagsins, Borgarsel í Svignaskarði. Borgfirðingafélagið í Reykjavík 40 ára Borgfirðingafélagið í Reykjavík heldur upp á 40 ára afmæli félagsins f Fóstbræðraheimilinu 30. nóvember. Eitt af markmiðum félagsins er að efla samskipti milii félagsmanna og manna heima í héraði og er félagið aðili að sögufélagi Borgarfjarðar og Byggðasafni Borgarfjarðar. Félagið hefur í mörg ár boðið öldruðum Borgfirðingum til kaffi- drykkju einu sinni á vetri auk þess sem haldnar eru nokkrar samkom- ur og er þá spiluð félagsvist. Kvennadeild hefur starfað innan félagsins frá árinu 1964. Hefur deildin starfað mjög ötullega að ýmsum málum og hefur til dæmis farið á elliheimili fyrir hver jól með smá glaðning til aldraðs fólks úr héraðinu. Þá hefur kvennadeildin einnig lagt mikið af mörkum til sumarhúss félagsins í Svignaskarði þar sem Borgfirðingafélagið hefur á leigu Iandspildu. Þar hefur verið komið upp sumarhúsi, sem félagið leigir félagsfólki yfir sumarmánuð- ina. Einnig hefur þar verið hafinn vísir að skógrækt. Stjórn Borgfirðingafélagsins skorar á fólk, sem ættað er úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslum að ganga í félagið og efla með því starfsemi þess. Núverandi stjórn skipa, Björn Kristjánsson, formað- ur, Magnús Skarphéðinsson, gjald- keri, Svavar Kjærnested, ritari, Sigrún Halldórsdóttir og Sigurður Bjarnason meðstjórnendur. <Ur frélUtilkynninfjn.) Þriðja áfanga Verkmenntaskólans á Akureyri: Umræðuefni á 16. ársfundi MFA: ] Staða verkalýðshreyf- ingarinnar í þjóðfélaginu STAÐA verkalýðshreyfingarinnar í þjóðfélaginu og viðhorf til hennar verða til umfjöllunar á 16. ársfundi Menningar- og fræðslusambands alþýðu fiistudaginn 29. nóvember kl. 14.00. Fundurinn verður haldinn í fundarsal VR í Húsi verslunarinnar við Kringlumýrarbraut, 9. hæð, segir í frétt frá MFA. Á fundinum mun formaður MFA, Helgi Guðmundsson, ræða um MFA og næstu verkefni. Síðan verða flutt tvö erindi. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ ræðir efnið sérhyggja á kostnað samstöðu og Svanur Kristjánsson háskólakenn- ari um efnið verkalýðshreyfing: stofnun eða hreyfing. Á ársfundi MFA koma fulltrúar verkalýðsfélaga og ýmissa sam- taka og stofnana, sem MFA á samstarf við, en að öðru leyti verður fundurinn opinn áhuga- fólki. Þess er vænst að sem flestir ' sjái sér fært að sækja fundinn og | taki þátt í umræðum um efni hans. i ( ( t____ < Aðalfundur félags háskólamenntaðra uppeldisfræðinga FÉLAG háskólamenntaðra uppeldis- fræðinga heldur aðalfund sinn mið- vikudaginn 27. nóvember 1985 kl. 20.30 sd. í Lágmúla 7, 3. hæð, í hús- næði BHM. Auk venjulegra aðalfundar- starfa er ætlunin að ræða stöðu og framtíð félagsins. Allir há- skólamenntaðir uppeldisfræðing- ar sem áhuga hafa á félaginu eru hjartanlega velkomnir. Kvenfélag Bústaðasóknar: Hinn árlegi aðventudag- ur haldinn 1. desember KIRKJUKLUKKUR Bústaðakirkju en Kvenfélag Bústaðasóknar gaf verða settar upp nú í byrjun aðventu 150.000 krónur vegna kaupa þeirra _____________________ og á eina klukkuna er áletrað: „Gefin í tilefni árs aldraðra 1982 — frá Kvenfélagi Bústaðasóknar'*. Norðurverk á lægsta tilboð NÝLEGA voru opnuð tilboð í inn- réttingar þriðja áfanga Verkmennta- skólans á Akureyri, bóknámsálmu. Sá hluti skólahússins, um 1.250 fer- metrar, er nú fokheldur. Þrír aðilar buðu í verkið og var tilboð Norður- verks hf. lægst. Tilboð Norðurverks hljóðaði upp á 11.577.556 krónur (91,9% af kostnaðaráætlun), Híbýli hf. 12.183.770 (96,7%) og Aðalgeir og Viðar hf. 12.511.785 (99,3%). Kostnaðaráætiun, sem unnin var á Verkfræðiskrifstofu Norður- lands, hljóðaði upp á 12.594.062 krónur. Að sögn Magnúsar, bygginga- fulltrúa Verkmenntaskólans, eldur bygginganefnd fund í dag og sagði hann allar likur á þvi að iægsta tilboði, frá Norðurverki hf., yrði tekið. Verkinu á að vera lokið fyrir 15. júlí á næsta ári, „en það er þó auðvitað háð fjárveitingum. Verk- ið er boðið út með þeim fyrirvara að hugsanlega þurfi að stoppa ef ekki fæst fjárveiting frá ríkinu og Akureyrarbæ, en skv. áætlun á að byrja að kenna í húsnæðinu næsta haust," sagði Magnús. Hinn árlegi aðventudagur sókn- arinnar verður haldinn 1. desem- ber. Kaffisala verður opin öllu sóknarfólki. Stjórn félagsins leggur áherslu á að fleiri konur komi til starfa í félaginu og hyggst Kvenfélag Bú- staðasóknar halda fund nk. janúar til að kynna starfsemina. Nafn Láru Herbjörnsdóttur, formanns Kvenfélags Bústaða- sóknar, misritaðist i Morgunblað- inu sl. sunnudag i viðtali og er beðist velvirðingar á því. Já, nú er svo sannarlega allra veðra von. Þá er ekki verra að koma við á næstu smurstöð Skeljungs og láta yfirfara bílinn fyrir vetraraksturinn. Um leið og við skiptum um smurolíu og smyrjum undir- vagninn athugum við smurolíu- síuna, loftsíuna og eldsneytis- síuna og skiptum um þær ef með þarf, yfirförum rafgeym- inn, mælum frostþol kæiikerf- isins og rúðuvökvans og rakaverjum kveikjukerfið. Við sjáum líka um að setja keðjur undir bílinn fyrir þig í ófærðinni. Renndu við og láttu athuga bílinn, vetrarþjónustan okkar er bæði ódýr og örugg. Þú verður ekki í neinum vandræðum með að komast heim aftur. Smurstöðvar Skeljungs L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.