Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 25 reiðu- ron Yitzak Shamir skyldi víkja úr stjórninni hafði hann ekki rœtt málið við Yitzak Shamir, leiðtoga Likudbandalags- ins, sem á að taka við forsætisráð- herraembættinu, þegar kjörtíma- bilið er hálfnað. I samningi milli stjórnarflokkanna er ákvæði um að ekki sé hægt að reka ráðherra nema báðir flokkar samþykki þá ákvörðun. í ísraelskum lögum er gert ráð fyrir að forsætisráðherra hafi vald til að víkja ráðherra úr átarfi. Mikið fjaðrafok varð því innan Likudbandalagsins þegar Peres hafði skýrt frá brottviknaráform- um sínum; ekki hvað sízt vegna þess að fæsta óraði fyrir því að Sharon myndi verða fáanlegur til að bera fram umbeðna afsökunar- beiðni. Shamir forsætisráðherra og Peres skutu snarlega á fundi og Peres hélt þar fast við ákvörðun sína. Shamir lýsti því yfir eftir fundinn, að stjórnarsamstarfið hengi á horriminni ef Peres breytti ekki afstöðu sinni. Peres sem hefur þótt yfirvegað- Ariel Sharon iðnaðarráðherra Yitzak Peretz ur maður og stundum kannski einum of varfærinn sagðist í engu myndu hvika og sagði að landslög væru ofar samningi stjórnarflok- kanna. Hann sagðist vilja benda á að orð og yfirlýsingar Sharons væru til þess eins fallnar að ala á sundrungu innan ríkisins og koma í veg fyrir að bati næðist einnig f efnahagsmálum. Hann sagðist óhræddur fara í kosningar ef Likud léti málið ganga svo langt að draga sig út úr stjórnarsam- starfinu. Einurð Shimonar Peres kom áreiðanlega mjög flatt upp á Likudmenn. Hún kom ekki slst Ariel Sharon í opna skjöldu. Og nú voru góð ráð dýr. Sharon leitaði í skyndi til Yitzaks Shamirs, sem hefur reynt að bera klæði á vopnin, þegar í odda hefur skorizt innan stjórnarinnar, meðal annars vegna þéss honum er áfram um að fá að setjast í stól forsætisráðherra um hríð áður en hann dregur sig síðan út úr þátttöku í stjórnmálum. Shamir virtist styðja Ariel Sharon, en yfirlýsingar hans voru Moshe Arens þó svo loðnar að iðnaðarráðherr- ann gerði sér ljóst að Shamir myndi að líkindum telja það hag- stæðra að fórna iðnaðarráðherr- anum fremur en rjúfa stjórnar- samstarfið. Bak við tjöldin hófst nú mikið makk og fundahöld voru út og suður. Yitzak Shamir vildi ekki beita sér opinberlega fyrir sáttum af ástæðum, sem síðar verður vikið að. Það kom í hlut rabbíans Yitzak Peretz að taka að sér að miðla málum. Peretz er þingmaður fyrir trúarlegan smáflokk Shas og hefur síðan hann var kjörinn á þing stundum verið kallaður „pólitíska smábarnið" í Knesset. Fæstir töldu Peretz til stórræðanna og allra sízt í hlut ætti maður eins og Ariel Sharon annars vegar og Peres hins vegar, seinþreyttur maður til vandræða, en allra manna þrjósk- astur þegar mælirinn var loks fullur. Peretz fékk fljótlega talið Shar- on á að bera fram óformlega skýr- ingu á orðum sínum. Peres neitaði að taka þau til greina sem full- nægjandi og hófust nú ferðir rabb- íans á milli forsætisráðherrans og iðnaðarráðherrans og gengu orð- sendingar á milli. Efni þeirra var haldið leyndum. Fyrsta vísbend- ingin um að Sharon tæki málið alvarlegar en búist hefði mátt við var að hann ákvað að afpanta ferð sem hann hafði áformað til Banda- ríkjanna. Yitzak Peretz hélt síð- degis hinn þriðja dag í eina ferð enn til búgarðar Sharons í Negev- eyðimörkinni. Skömmu seinna viðurkenndi einkaritari Sharons, að ráðherrann hefði hætt við að hætta við Bandaríkjaferðina. Fréttamönnum þótti þá sýnt að Sharon hefði samið einhverja þá yfirlýsingu sem Peretz hefði borið forsætisráðherranum og hann hefði getað sætt sig við. Nokkru síðar greindi svo Shim- on Peres frá því að hann hefði ákveðið að taka „skýringar“ Shar- ons til greina og málið væri þar með úr sögunni. Hver var ástæðan fyrir að Likud studdi ekki Sharon? Eins og áður hefur komið fram var stuðningur Likud við Sharon ákaflega hálfvolgur. Menn hafa velt fyrir sér hvaða ástæður lægju þar að baki og hallast að þvi að mestu ráði sú valdabarátta sem er háð innan forystuliðs Likuds og hefur veikt hann mjög í stjórn- arsamstarfinu. Almenningur telur að sá bati sem hefur þrátt fyrir allt orðið í efnahagsmálum í ísrael megi þakka styrkri stjórn Verka- mannaflokksins og styrkri stjórn Shimonar Peresar. Auk þess hefur ráðherrum Verkamannaflokksins tekizt að leggja persónulegan metnað og ágreining til hliðar og sýnt athyglisverða djörfung í mót- un nýrrar efnahagsstefnu. Aug- ljóst er sömuleiðis að hinn almenni borgari í ísrael nú er loks fús að taka á sig þær byrðar sem efna- hagsráðstöfununum hefur fylgt og þann fúsleika má sjálfsagt rekja til þess að stjórnin hefur unnið af heiðarleik og hreinskilni að þessu máli. En innan Likudbandalagsins hefur svo allt lofað í innanflokks- ágreiningi og deilum og ekki hefur tekizt að sýna samstöðu sem er nauðsynleg. Þrír menn keppa leynt og ljóst að því að ná undirtökunum í flokknum: þar er Ariel Sharon iðnaðarráðherra sá sem hæst læt- ur í sér heyra, en David Levy, aðstoðarforsætisráðherra er fast- ur fyrir og ætlar sér að verða eftirmaður Shamirs. ónefndur er svo Moshe Arens, sem var kallaður úr sendiherrastöðu í Washington til að verða varnarmálaráðherra eftir að Sharon var vikið frá eftir innrásina í Líbanon og það sem í kjölfar hennar fylgdi. Margir sem ég ræddi við sögðu að svo gæti farið að þeir Sharon og David Levy myndu á endanum bíða lægri hlut og Moshe Arens hljóta hnossið. Arens er meðal mestu hörkumannanna i ísraelsk- um stjórnmálum og langtum andsnúnari öllum samningum við Araba en flestir aðrir flokks- bræður hans til samans. En hann vinnur öðru vísi en þeir, hann er hægtlátur og innhverfur, mál- snjall og traustur og umfram allt talinn óvenjulega heiðarlegur póli- tíkus. „Sharon hefur enga tilfinn- ingu fyrir því, hvenær rétt er að tala — Arents hefur hins vegar óbrigðult skyn hvenær á að tala hljótt og hvenær á að brýna raust- ina“ sögðu margir í mín eyru. En ein meginástæðan fyrir því að Likud studdi ekki Sharon nú tengist einmitt þessu: Yitzak Shamir vill mikið á sig leggja til að enda feril sinn sem forsætisráð- herra. Keppinautar hans Arens og Levy átta sig á að tíminn nú hefði verið mjög óheppilegur til að rifta stjórnarsamstarfinu og hefði að- eins orðið til að rífa niður það sem þó hefur tekizt að byggja upp. Viðbúið er að fylgishrun hefði blasað við Likud í þeim kosningum sem hefði orðið að efna til ef Shamir hefði sett á oddinn að Peres hætti við að reka Sharon. Þegar á allt er litið hefur þetta orðið til að styrkja stöðu Shimon Peres og Verkamannaflokksins og opnað augu Likudmanna endan- lega fyrir því að Shimon Peres hefur efni á því að taka hispurs- lausar ákvarðanir, því að hann nýtur stuðnings í efnahagsmálum og meðal þorra manna er einnig áhugi á því friðarfrumkvæði sem hann hefur haft. Texti: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR F.h. Sigurður Ringsted, útibússtjóri og Guðjón Steindórsson, skrifstofustjóri. Iðnaðarbankinn á Akureyri 20 ára Síldarsöltun nánast lokið UM ÞESSAR mundir eru liðin 20 ár frá því að Iðnaðarbankinn á Akureyri var opnaður á Geislagötu 14. en það var 21. nóvember 1965. I tilefni afmælisins efnir Iðnaðarbankinn til myndlistarsamkeppni í barnaskólum Akureyrar. Mörg verðlaun verða veitt og munu úrslit verða kynnt bráðlega. Starfsemi Iðnaðarbankans hef- ur vaxið jafnt og þétt og árið 1984 var opnuð afgreiðsla í nýju hús- næði í Hrísalundi 1. Um leið var húsið á Geislagötu endurnýjað. Við opnun bankans 1965 voru starfs- menn 3 en eru nú orðnir 23, þar af þrír í afgreiðslunni að Hrísa- lundi 1. í janúar sl. var tekinn í notkun töivubanki í útibúinu við Geislagötu, sem opnar þjónustu bankans allan sólarhringinn. Úti- bússtjóri Iðnaðarbankans á Akur- eyri hefur frá upphafi verið Sig- urður Ringsted. Skrifstofustjóri er Guðjón Steindórsson. (Fréttatilkynning) SÍLDARSÖLTUN er nú nánast lok- ið. Saltað hefur verið í 251.000 tunn- ur og hefur aðeins eitt ár, 1980, verið saltað meira af Suðurlandssfld. 245.000 tunnur fara til Sovétríkj- anna, Svíþjóðar og Finnlands og lít- ils- háttar magn til Vestur-Þýzka- lands, Bandaríkjanna og Danmerkur auk þess, sem saltað er til notkunar innanlands. Hér fer á eftir listi yfir skiptingu söltunar eftir söltunarstöðum og söltunarstöðvum. ÓLAFSFJÖRÐUR: Stígandi 1.680 HÚSAVÍK: Fiskiðjusam. Hv. hf. 1.680 177 RAUFARHÖFN: Fiskavík hf. 177 1.849 VOPNAFJÖRÐUR: Tangi hf. 1.849 8.430 BORGARFJÖRÐUR EYSTRI: Söltunarstöðin Borg 8.430 1.592 SEYÐISFJÖRÐUR: Norðursíld hf. Strandarsíld s/f 1.592 10.555 8.011 NESKAUPSTAÐUR: Máni Síldarvinnslan hf. 18.566 6.975 6.825 ESKIFJÖRÐUR: Askjahf. 13.800 2.944 Eljan hf. 5.948 Friðþjófur hf. 11.923 Jón Kjartansson hf. 8.949 Sæberg hf. 4.566 Þór hf. 3.714 38.044 REYÐARFJÖRÐUR: Austursíld hf. 3.133 Fiskverkun GSR h/f 4.835 Hraun 237 Kópur hf. 3.174 Verktakar hf. 8.333 19.712 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Árný 20 Pólarsíld hf. 16.920 Sólborg hf. 4.036 Sæbjörg 606 STÖÐVARFJÖRÐUR: 21.582 Hraðfr.hús HSS hf. 8.559 BREIÐDALSVÍK: 8.559 Hraðfr.hús HBB hf. 9.972 DJÚPIVOGUR: 9.972 Búlandstindur hf. 16.180 HORNAFJÖRÐUR: 16.180 Fiskimj. Hornafj. hf. 14.109 Stemma h/f 5.550 19.659 VESTMANNAEYJAR: Fiskiðjan hf. 2.464 Hraðfrystistöðin hf. 1.823 Isfélagið hf. 1.235 Klifsf. 222 Vinnslustöðin hf. 2.134 7.878 ÞORLÁKSHÖFN: Auðbjörg hf. 365 Bjarg sf. 344 Glettingur hf. 7.568 Hafnarnes hf. 686 Meitillinn hf. 1.250 Suðurvör hf. 5.709 15.922 GRINDAVÍK: Fiskanes hf. 5.838 Gjögur hf. 4.397 Hóphf. 2.396 Hópsnes hf. 3.600 Hrfh. Þórkötlust. hf. 1.400 Þorbjörn hf. 7.361 24.992 SANDGERÐI: Fiskverkun Arneyjar 1.896 Miðnes hf. 611 2.507 KEFLAVÍK: Fiskv. Guðm. Axelss. 1.793 Fiskv. Hilmars & Odds 2.435 Keflavík hf. 1.644 Örn & Þ. Erlingss. 719 6.591 INNRI-NJARÐVÍK: Brynjólfur hf. 2.289 HAFNARFJÖRÐUR: 2.289 Hafnfirðingur hf. 1.024 1.024 REYKJAVÍK: Ingimundur hf. 1.419 1.419 AKRANES: H. Böðvarss: & Co hf. 8.201 8.201

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.