Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 Gíslason, Hulda Valtýsdóttir, Sig- urjón Fjeldsted, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Hilmar Guðlaugs- son, Katrín Fjeldsted, Ragnar Júl- íusson og Jóna Gróa Sigurðardótt- ir, sem tók sæti Markúsar Amar Antonssonar, er hann var skipaður í stöðu útvarpsstjóra. Auk Mark- úsar gefa þrír núverandi borgar- fulltrúar ekki kost á sér til endur- kjörs, Albert Guðmundsson, Ingi- björg Rafnar og Ragnar Júlíusson. f nóvemberlok árið 1981 var síðast prófkjör fyrir borgarstjórn- arkosningar í Reykjavík, en þá greiddu 5.917 atkvæði af 9.200 flokksbundnum sjálfstæðismönn- um, sem er heldur hærra hlutfall en nú. Úrslitin í prófkjörinu 1981 að því er varðar 15 efstu sætin voru sem hér segir: Davíð Oddsson 3.948 atkvæði, Markús Örn Antonsson 3.925 at- kvæði, Albert Guðmundsson 3.842 atkvæði, Magnús L. Sveinsson 3.290 atkvæði, Ingibjörg Rafnar 3.124 atkvæði, Páll Gíslason 3.096 atkvæði, Sigurjón Fjeldsted 2.897 atkvæði, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son 2.832 atkvæði, Hilmar Guð- laugsson 2.695 atkvæði, Hulda Valtýsdóttir 2.667 atkvæði, Ragn- ar Júlíusson 2.494 atkvæði, Jóna Gróa Sigurðardóttir 2.246 atkvæði, Margrét S. Einarsdóttir með 2.135 atkvæði, Júlíus Hafstein 2.116 atkvæði, Erna Ragnarsdóttir 1.978 atkvæði. Katrín Fjeldsted tók ekki þátt í prófkjörinu 1981, en skipaði 11. sæti framboðslistans í kosningun- um að tillögu kjörnefndar. Hið sama er að segja um Guðmund Hallvarðsson, sem skipaði 15. sæti framboðslistans í síðustu borgar- stjórnarkosningum. Niðurstöður prófkjörsins nú, að því er varðar 15 efstu sætin, voru sem hér segir: Frá prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Prófkjör Sjálfstæöísflokksíns: Átta efstu hlutu bindandi kosningu ÁTTA efstu menn í Drófkiöri Siálf- horirarfiilltrnnr Siálfot!»A;<!floHro. A II-* n..\_i_ ><r_i ÁTTA efstu menn í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins fyrir borgar- stjórnarkosningar í Reykjavík hlutu bindandi kosningu þar sem þeir hlutu yfir 50% gildra at- kvæða. Á kjörskrá voru alls 9.507, atkvæði greiddu 5.282, eða 55,55%, en 300 atkvæði voru ógild. Kjör- nefnd mun gera endanlegar tillög- ur um skipan framboðslistans, sem síðan þarf samþykki fulltrúaráðs- fundar, og samkvæmt gildandi reglum getur kjörnefnd ekki breytt skipan átta efstu sætanna nema með samþykki viðkomandi frambjóðenda, að því er Gunnlaug- ur S. Gunnlaugsson, framkvæmda- stjóri fulltrúaráðsins í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið eftir að úrslit lágu fyrir. Eftir næstu kosningar fækkar borgarfulltrúum úr 21 í 15 en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins eru nú 12, Davíð Oddsson, Albert Guðmundsson, Magnús L. Sveinsson, Ingibjörg Rafnar, Páll Nr. Nafn Fjöldi Ónotað Alls 1 Davíð Oddsson 4538 245 4783 2 Magnús L. Sveinsson 1339 2007 3346 3 Katrín Fjeldsted 1698 1654 3352 4 Páll Gíslason 1696 1447 3143 5 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 1600 1143 2743 6 Hilmar Guðlaugsson 1720 909 2629 7 Árni Sigfússon 1889 796 2685 8 Júlíus Hafstein 2070 542 2612 9 Jóna Gróa Sigurðardóttir 2047 383 2430 10 Sigurjón Fjeldsted 2075 223 2298 11 Hulda Valtýsdóttir 2037 99 2136 12 Helga Jóhannsdóttir 1805 1805 13 Anna K. Jónsdóttir 1774 1774 14 Guðmundur Hallvarðsson 1705 1705 15 Þórunn Gestsdóttir 1422 1422 Atkvæði hvers frambjóðanda í einstök sæti: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 1 Davíð Oddsson 4538 4644 4680 4697 4719 4732 4738 4762 4768 4775 4776 4783 2 Magnús L. Sveinsson 78 1339 1975 2307 2550 2743 2925 3089 3166 3241 3290 3346 3 Katrín Fjeldsted 39 965 1698 2106 2395 2656 2875 3045 3156 3234 32% 3352 4 Páll Gíslason 61 698 1272 16% 2033 2304 2561 2765 2900 3007 3081 3143 5 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmss. 26 660 1051 1325 1600 1897 2128 2344 2478 2583 2668 2743 6 Hilmar Guðlaugsson 11 111 345 1171 1431 1720 1973 2192 2343 2454 2557 2629 7 Árni Sigfússon 39 353 693 991 1272 1585 1889 2168 2346 2485 2598 2685 8 Júlíus Hafstein 12 116 331 559 1212 1481 1787 2070 2227 2387 2493 2612 9 Jóna Gróa Sigurðard. 12 133 369 619 929 1252 1547 1832 2047 2193 2304 2430 10 Sigurjón Fjeldsted 9 92 298 549 830 1138 1446 1747 1916 2075 2193 2298 11 Hulda Valtýsdóttir 21 167 373 592 854 1100 1360 1607 1764 1921 2037 2136 12 Helga Jóhannsdóttir 13 53 189 343 505 735 971 1218 1390 1545 1687 1805 13 Anna K. Jónsdóttir 13 71 260 472 696 907 1127 1352 1492 1611 1692 1774 14 Guðmundur Hallvarðss. 16 71 187 312 495 700 914 1159 1304 1453 1594 1705 15 Þórunn Gestsdóttir 8 82 203 302 424 594 777 934 1060 1207 1322 1422 Hvað verður um störf 320 manna og afkomu 1200—1300 manns? Ræða Vals Páls Þórðarsonar formanns starfsmanna- félags Hafskips hf. á félagsfundi 25. nóvember Það er öllum ljóst, að við starfs- menn Hafskips hf. höfum haft af því miklar áhyggjur, að rekstur þess legðist niður. Hér eiga í hlut á fjórða hundrað starfsmenn og fjölskyldur þeirra, svo að niður- staða þessa máls mun hafa bein áhrif á afkomumöguleika a.m.k. 1200 manns auk hinna óbeinu áhrifa á hag fjölmargra annarra aðila. Þetta samsvarar því að öll atvinna legðist niður í kaupstað eins og Ólafsvík eða afkoma fleiri en allra íbúa Eyrarbakka og Stokkseyrar samanlagt yrði lögð í rúst, svo dæmi séu tekin. Þá er ótalin sú afdrifaríka afleiðing, sem það hefði fyrri íslenzkt atvinnulíf, ef eðlilegri samkeppni í siglingum til landsins og frá því yrði ekki lengur haldið uppi, sem örugglega kæmi fram í hækkandi vöruverði innan skamms tíma. Það djarflega framtak, sem Hafskip hf. fór út í með því að hazla sér völl í alþjóðaviðskiptum með beinum siglingum milli Evr- ópu og Bandaríkjanna, er nú úr sögunni. Félagið hafði ekki bol- magn til þess að standast hina vægðarlausu samkeppni, sem nú ríkir á þessu sviði í erfiðu mark- aðsástandi. „Við metum því mikils þá fyrirætlun íslenzka skipafélagsins hf., sem við, er höfum haft bezt tækifæri til þess að fylgj- ást með atburðum síð- ustu daga, köllum björg- unarsveitina, að auka hlutafé félagsins í 200 millj. króna.“ Eftir stendur því það verkefni að bjarga íslandsiglingum Haf- skips hf., sem íslenzka skipafélag- ið hf. tók við. í því efni virðast standa eftir tveir kostir: Fyrri kosturinn er sá, að íslenzka skipa- félagið hf. haldi þessum rekstri áfram. Hinn kosturinn er sá, að Eimskipafélag íslands hf. yfirtaki reksturinn. Það þarf ekki mikla skarp- skyggni til þess að sjá, að síðari kosturinn er með öllu óaðgengileg- ur fyrir okkur starfsmennina, þar sem hann þýddi í raun, að megin- þorri okkar mundi missa atvinnu sína. Eimskip sækist i raun og veru ekki eftir neinu nema við- skiptavinum okkar. Því var sam- vinna milli íslenzka skipfélagsins hf. og Skipadeildar Sambandsins okkur miklum mun skapfelldari, því í þeirri leið var gert ráð fyrir, að verulegur hluti okkar héldi atvinnu sinni. Sú leið, sem okkur starfsmönn- unum þykir þó langæskilegust er sú, að íslenzka skipafélagið hf. geti haldið áfram starfsemi sinni. Og það er ekki eingöngu vegna þess að hún tryggir bezt áfram- haldandi atvinnu eins margra úr okkar hópi og frekast er kostur. Það er jafnframt vegna þess, að með endurskipulagningu í rekstri íslandssiglinganna teljum við Ijóst, að íslenzka skipafélagið hf. geti orðið ágætlega arðbært fyrir- tæki, sem er líka forsenda fyrir afkomuöryggi okkar og fjöl- skyldna okkar í framtíðinni. Við vitum, að þótt það verkefni takist að tryggja framhald á ís- landsrekstri Islenska skipafélags- ins hf. munum við ekki öll geta haldið atvinnu okkar hjá félaginu. Okkur er ljóst, að skynsamleg endurskipulagning rekstursins Valur Páll Þórðarson getur haft í för með sér einhvern samdrátt í starfseminni og minnk- andi umsvif, a.m.k. fyrst um sinn. En þrátt fyrir þetta erum við öll einhuga um að vinna að því, aðeins mörg okkar geti haldið atvinnu sinni og frekast er kostur. Við metum því mikils þá fyrir- ætlun Islenzka skipafélagsins hf., sem við, er höfum haft bezt tæki- færi til þess að fylgjast með at- burðum síðustu daga, köllum gjarnan björgunarsveitina, að auka hlutafé félagsins i 200 millj. króna. Ég sagði björgunarsveitina, því það má vera hverjum ljóst, sem fylgst hefur með framgangi mála, að þeir sem staðið hafa þar í eldlín- unni hafa freistað þess að bjarga því sem bjargað varð, þar með talið okkar störfum og hagsmun- um Útvegsbankans. Og við viljum, hvert eftir sinni getu, styðja við bakið á björgunarsveitinni og Út- vegsbanka íslands og öðrum aðil- um, sem á undanförnum vikum hafa tjáð okkur stuðning sinn. Við viljum sérstaklega þakka þann stuðning, sem við höfum fengið frá stéttarfélögum okkar, sem við efum ekki, að muni skila sér með áþreifanlegum hætti í einu eða öðru formi. Þó að margir telji, að stjórn- málamenn eigi sem minnst að koma nálægt fyrirtækjarekstri, höfum við talið rétt að fara fram á þennan fund með ykkur og leita eftir atbeina ykkar, sem eruð full- trúar okkar á stjórnmálasviðinu. Þó að við höfum aðeins örlítinn hluta atkvæðisréttar í almennum þingkosningum í samanburði við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.