Morgunblaðið - 27.11.1985, Side 17

Morgunblaðið - 27.11.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 17 Listin að lifa með krans- æðasjúkdóm Það sem þú og fjölskylda þín þurfið að vita um hjartakveisu - eftir Þórð Harðarson Þýðing: Anna Sigríður Indriðadóttir. Uppsctning og útlit: Hafsteinn Guð- mundsson. Dreifing og umboð: Bókaútgáfan Þjóðsaga. Prentsmiðjan Oddi hf. Bók þessi er nýlega komin út á vegum Félags velunnara Borg- arspítalans. Höfundar er ekki get- ið en bókin mun hluti af banda- rískri ritröð, sem nefnist „Medic- ine in Public Interest". Hún er 96 blaðsíður í hentugri stærð og geymir margvíslega vitneskju handa hjartasjúklingum og fjöl- skyldum þeirra. Formála rita læknarnir Guðmundur Oddsson og Gunnar Sigurðsson. Bókin skiptist i átta kafla: 1. Hjartaogblóðrás 2. Kransæðasjúkdómur Sjávarútvegurinn: Aukin hagkvæmni í olíunotkun getur spar- að verulegar upphæðir - bæklingur um orkunotkun og orku- sparnað í sjávarútvegi kynntur TÆKNIDEILD Fiskifélags íslands og orkusparnaðarnefnd sjávarútvegsráðu- neytisins hafa nú sent frá sér vandaðan bækling um orkunotkun og orkusparnað fiskiskípa. { bæklingnum eru kynntir helztu þættir orkunotkunar um borð í skipum og hvernig draga megi hana saman. Á síðustu missenim hefur nokkrum skipum verið breytt til aukins hagræðis og hefur olíunotkun minnkað um allt að þriðjung hjá viðkomandi skipum miðað við sömu beitingu þeirra og áður. Talið er að spara megi verulegar fjárhæðir með þessu móti. Bæklingurinn og fleiri þættir orkusparnaðar útvegsins voru kynntir á blaðamannafundi í síðustu viku. Þar kom fram, að orkusparnað- arnefnd sjávarútvegsráðuneytisins hafi starfað frá því í desember 1982. Nefndinni hafi verið ráðstafaðar 5 milljónir króna af gengisfé 1982 og 10 milljónir árið eftir til að vinna að orkusparnaði. Nefndin hefur veitt útgerðarfyrirtækjum styrki og lán í þessu skyni, veitt styrki til rann- sókna og kynnt möguleika í orku- sparnaði við fiskveiðar. Nálega 40 einstaklingar og fyrirtæki hafa nú fengið lán vegna þessa. Fyrst í stað voru flest lánin veitt vegna breyt- inga skipa yfir til notkunar svart- olíu, en í seinni tíð hefur mest verið lánað til skrúfubreytinga. Upphæð lánanna hefur takmarkazt af því fé, sem til reiðu hefur verið hverju sinni, yfirleitt numið 200.000 til 500.000 krónum, enda tilgangur lán- veitinganna fyrst og fremst verið að greiða fyrir og hvetja fyrirtæki til orkusparnaðar. Lánin hafa verið til allt að þriggja ára, bundin láns- kjaravísitölu en vaxtalaus. Veittir styrkir hafa að langmestu leyti verið til kaupa á olíueyðslu- mælum. 1983 var ákveðið að veita útgerðarmönnum styrk, sem næmi 40% af andvirði mælisins eða að hámarki 25.000 krónum. Ráðstöfun þessi hefur orðið til þess, að styrkir vegna kaupa á olíueyðslumælum eru nú um 140 alls. Þá hefur lánareglum Fiskveiðasjóðs íslands verið breytt í þá veru, að nú eru veitt lán til endurbóta og vélarkaupa er horfa til orkusparnaðar. Lánshlutfall vegna skrúfubreytinga var einnig hækkað úr 50% í 80% kostnaðar. í bæklingnum er rakin þróun flot- ans, sóknar, olíunotkunar og afla. Þar kemur meðal annars fram, að minnst hefur þurft um 150 kíló af þorski til að borga hverja lest af gasolíu á tíma olíusjóðs 1976. Árið eftir þurfti rúmlega 400 kíló af þorski til hins sama og í dag þarf tæp 600 kíló af þorski til að borga fyrir olíulestina. Hæst fór þetta hlutfall árið 1982, en þá kostaði olíu- lestin tæp 800 kíló af þorski. Olíu- notkun fiskiskipaflotans er talin tæpar 220 milljónir lítra. Þar af er svartolía 60 milljónir lítra. Togara- flotinn er eyðslufrekastur og notaði 64% olíunnar 1983 en var þá með 48% aflaverðmæta. Við botnvörpu- veiðar eru notaðir að meðaltali 340 lítrar af olíu á hverja lest afla, á netaveiðum 176 lítrar og á loðnuveið- um 21 lítri. Helztu leiðir, sem taldar eru til orkusparnaðar, eru hagkvæm skrúfa, skrúfuhringur, lögun stefnis, botnhreisnun, hrein skrúfa, góð stýring, olíumælar, siglingartími, samspil skrúfu og vélar (snúnings- hraði) og nýting afgangsvarma. Samkvæmt upplýsingum tækni- deildar Fiskifélagsins hefur skrúfu og fleiri þáttúm í átt til orkusparn- aðar verið breytt í 8 skuttogurum lengri en 40 metrar. Deildin hefur mælt orkunotkun tveggja skipa fyrir og eftir breytingar, Júlíusar Geir- mundssonar og Júní. f Júlíusi gefa niðurstöður mælinga til kynna 35% minni orkunotkun eftir breytingar, sem kostuðu 11,4 milljónir króna. Breytingarnar lækka olíukostnaðinn um 4,6 milljónir króna á ári og þvi tekur rúm 3 ár að borga breytinguna miðað við algengustu lánakjör. I Júní gefa niðurstöður til kynna 20% minni olíunotkun. Breytingar kost- uðu 2,2 til 2,5 milljónir króna og lækka olíukostnað á ári um 2,7 millj- ónir króna. Breytingar þessar felast aðallega í skrúfustærð og snúningshraða hennar. Mjög mikil hluti flotans er með óhagkvæma skrúfu, enda samið um smíði flestra togara fyrir fyrstu orkukreppuna 1973, en þá þurfti um 200 kíló af þorski til að borga hverja olíulest og því ekki lögð mikil áherzla á hagkvæma skrúfu. Hlut- fall þetta lækkar svo fram til ársins 1976 með tilkomu olíusjóðs, en siðan hækkar það ört. í kjölfar orkukrepp- unnar miðaðist olíusparnaður fyrst og fremst við breytingar véla yfir i svartolíunotkun, enda verð á svart- olíu mun lægra en á gasolíu. Síðan hefur verðmunur minnkað verulega og því horfa menn enn meira til aukinnar hagkvæmni í rekstri eftir fyrrgreindum leiðum. Talið er að með þessu móti megi spara tugmilljónir króna og segir sjávarútvegsráðherra, að afkoma fiskiskipaflotans ráðist af fleiru en aflabrögðum. Lækkun tilkostnaðar við veiðarnar skipti afar miklu máli. 3. Hjartakveisaogbrjóstverkur 4. Greining hjartakveisu og kransæðasj úkdóms 5. Meðferðogstjórnáhættuþátta 6. Lyf oglyfjameðferð 7. Skurðaðgerð, meðferð 8. Að lifa með hjartakveisu. Skemmst er frá því að segja, að þetta er hið ágætasta rit, sem bætir úr augljósri þörf. Bókin er mjög alþýðleg og orðalag er auð- skilið. Stöðugt er skotið inn í text- ann tilvitnunum í orð sjúklinga, alþekktum og algengum athuga- semdum, sem hljóma flestum læknum kunnuglega. Talsvert er um endurtekningar, en þær eru augljóslega ekki af tilviljun eða vangá, heldur til að auðvelda skiln- ing og undirstrika aðalatriði. Bók- in ber því nokkur vitni uppruna síns í Bandaríkjunum. Sumir hefðu kannski kosið ögn metnaðar- fyllri texta með meiri, samfelldari og nákvæmari vitneskju. Sú aðferð hefði hins vegar líklega fælt frá annan og stærri lesendahóp, sem kýs fremur að grípa í bóklestur af þessu tagi stutta stund í senn eftir því hvaða spurningar leita á hugann hverju sinni og krefjast svars. Hins vegar hefur einföld framsetning ekki orðið til þess að slakað sé á fræðakröfum. Dómar bókarinnar í fræðilegum vafaat- riðum eru hófsamir og öfgakenn- ingar lítt virtar viðlits. Bókin ber engin ellimerki, geymir t.d. kafla um útvíkkun á kransæðum og nýj- ustu hjartalyfin, t.d. kalsíum blokkara. Bækur sem þessi eru vandþýdd- ar, þar sem stundum skortir heppi- leg íslensk orð um læknisfræðileg hugtök. Þýðanda hefur tekist starf sitt með ágætum, þótt áhöld séu um einstaka orð. Til dæmis er orðið hjartaáfall ónákvæmt og tíðkast lítið í daglegu tali sjúklinga og lækna. Betra hefði líklega verið að nota orðin kransæðastífla eða hjartadrep. Alltaf má deila um innbyrðis efnishlutföll í fræðsluefni. Helst má gagnrýna að kaflinn um reykingar er fullstuttur, en flestir telja að sjúklingum sé mikilvæg- ara að hætta reykingum en nokkuð annað sem þeim er í sjálfsvald sett. Engin ein ráðstöfun kemst í' hálfkvisti við þetta. Umræða um reykingar fær aðeins eina og hálfa síðu í bókinni, sem er helmingi minna en kaflinn um streitu, en það er allsendis óvíst að streita eigi umtalsverðan þátt í kransæða- sjúkdómi. Loks hefði það verið mikill kostur á góðri bók, ef krans- æðastíflu hefði verið gerð ítarlegri skil, þótt slíkt hefði verið dálítið utan ramma bókartitils. „Listin að lifa með kransæða- sjúkdóm" svarar án efa flestum spurningum, sem leita á sjúklinga og aðstandendur þeirra. Svörin eru skýr og skiljanleg. Stöðugt er hvatt til raunsærrar og bjartsýnnar afstöðu í baráttunni við sjúk- dóminn. Það er undirstrikað, að flestir geta gert ýmislegt til að bæta horfur sínar og flestir geta stundað algenga líkamshreyfingu og atvinnu sína óhræddir, ef það veldur ekki sjúkdómseinkennum. Til að sigra óvininn þarf að kynn- ast honum. Óhætt er að hvetja alla til nánari fræðilegra kynna við kransæðasjúkdóma með því að eignast þessa bók. Vart þarf að taka fram, að uppsetning og útlit bera Hafsteini Guðmundssyni fagurt vitni. Höíundur er prótessor og ytirhekn- ir Lytlækningadeildar Landspítal- ans. Klingjandi kristall-kærkomin gjöf kosta! í boda Bankastræti 10. SÍmi 13122 — 621812.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.