Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 AP/Símamynd Meðlimir stjórnmálaráðsins lýsa velþóknun sinni á því að Nikolai Ryzhkov (efst til vinstri) yrði skipaður forsætisráðherra Sovétríkjanna. Gorbachev boðar „kraft- meiriu efnahagsstefnu Moskvu, 26. nóvember. AP. MIKHAIL S. Gorbachev, aðalritari Sovétríkjanna, setti í dag sov- éska þingiö og hélt stutta tölu. I>ar hvatti hann til „kraftmeiri stefnu til upplyftingar sovésku efnahagsliTi“ en hingaö til hefur veriö framfylgt. Gorbachev minntist ekki á fund sinn með Ronald Reagan í Genf í síöustu viku. Þetta er fyrsta opinbera ræða Gorbachevs í Sovétríkjunum frá því hann sneri aftur frá Genf. Gorbachev setti haustfundi þingsins með því að skipa banda- mann sinn Nikolai Ryzhkov for- sætisráðherra Sovétríkjanna. Ryzhkov tók við embætti í sept- ember af Nikolai A. Tikhonov, sem sagði af sér af heilsufars- ástæðum. í ræðu sinni sagði Gorbachev að við erfiðleika hefði verið að etja í efnahagsmálum í upphafi þessa árs, en fyrir aðgerðir stjórnarinnar og flokksins hefði tekist að bæta stöðu mála. Á morgun, miðvikudag, verður skýrsla gefin á þinginu. Aðeins tveir aðiljar úr stjórnmálaráðinu sátu fundinn í Genf, þeir Gorbac- hev og Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra, og mun annar hvor þeirra væntanlega lýsa yfir skýrslunni. Stjórnmálaráðinu var greint frá viðræðunum í Genf á mánu- dagskvöld og eftir á var gefin út yfirlýsing þess efnis að „komið hefði verið á sambandi", sem gerði mögulegt að vinna að sam- komulagi um afvopnun. Stigið hefði verið spor í rétta átt. Bretland: Þingið ræðir samkomulag Thatchers og Fitzgeralds Búist við afgerandi meirihlutasamþykki London, 26. nóvember. AP. UMRÆÐUR hófust í dag í neðri deild breska þingsins um sam- komulag ríkisstjórnar Thatcher og ríkisstjórnar írska lýðveldis- ins um Norður-írland og standa þær í tvo daga. Búist er við að þingið samþykki með yfirgnæf- andi meirihluta að veita Irska lýðveldinu rétt til afskipta af stjórn Norður-írlands. Margrét Thatcher, forsætis- ráðherra, hóf umræðurnar. Hún hvatti mótmælendur á Norður- írlandi til að færa sér í nyt þann möguleika, sem samkomulagið veitir, til framfara og úrbóta í málefnum Norður-Irlands. Umræðunum lýkur með kosn- ingu á miðvikudag og dagblaðið Guardian telur að dagurinn verði auðveldur fyrir frú Thatcher. Samkomulagið var undirritað af Thatcher og Garrett Fitzger- ald, forsætisráðherra frska lýð- veldisins, fimmtánda nóvember og samþykkt í þinginu í Dyflinni í síðustu viku. Evrópubandalagslönd: Atvinnuleysi nær óbreytt Brii8sel, 26. nóvember. AP. ATVINNULEYSI í löndum Evrópubandalagsins var í október 11,1 pró- sent af vinnufæru fólki. Sú tala er nær óbreytt frá síðasta mánuði en í september 1984 var hún 11,0 prósent. Hæst var tala atvinnulausra í janúar síðastliðnum en þá voru þeir 11,9 prósent Tala atvinnulausra hækkaði um 31 þúsund í síðasta mánuði og voru þá 12,67 milljónir. Hér er þó um að ræða minnstu hækkun í októ- bermánuði síðan 1970, segir í skýrslu Evrópubandalagsins. Hlutfall atvinnulausra í einstök- um löndum var þannig: Niðurlönd 13,1 prósent, Belgía 13,4 prósent, Bretland 12,3 prósent, Irland 17,4 prósent, Vestur— Þýskaland 8,0 prósent, Frakkland 10,8 prósent, Italía 13,1, Lúxem- borg 1,6 prósent, Danmörk 8,5 pró- sent. Hassan ætlar ekki aö ræða við Peres Kabat, Marokkó, 26. nóvember. AP. HASSAN konungur II. af Marokkó sagði á þriðjudag að hann vænti þess ekki að ræða milliliðalaust við Shim- on Peres, forsætisráðherra ísraels. Hassan sagði blaðamönnum á mánudag að Peres hefði sent sér orðsendingu þess efnis að hann vildi hitta sig að máli. „Ég svaraði því til að ég myndi með ánægju veita honum viðtöku," sagði Hass- an, „en sagði honum líka að við gætum ekki komið fram sem ferða- menn." Peres lýsti samdægurs yfir því að hann myndi með glöðu geði koma til fundar við Hassan. En á þriðjudag sagði Hassan frönskum blaðamönnum í höll sinni að ekki mætti túlka orð sín sem svo að hann vildi hitta Peres augliti til auglitis, heldur tilboð, sem ætlað var að sýna að arabar væru opnir fyrir viðræðum. „Ef Peres hefur eitthvað til málanna að leggja getur hann stungið því í umslag og sent aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna," sagði Hassan við blaðamenn. Nýja-Sjáland: Frakkarnir ætla ekki að Wdlington, Nýja-Sjálandi, 26. nóvember. AP. FRAKKARNIR tveir, sem dæmdir voru í 10 ára fangelsi á föstudaginn var fyrir manndráp af gáleysi og hlutdeild í skemmdarverkinu á Rain- bow Warrior, skipi Greenpeace- samtakanna, munu ekki áfrýja dómnum, að því er verjandi þeirra sagði í dag, þriðjudag. Gerard Curry, verjandi þeirra Dominique Prieur og Alain Maf- art, frönsku leyniþjónustumann- anna, við réttarhöldin í Auckland, vildi ekki skýra þessa ákvörðun nánar, en heimildamenn meðal lögmanna hermdu, að ekki hefði þótt á það hættandi að áfrýja máiinu til æðri dómstóls í Welling- ton vegna möguleika á þyngingu dómanna. David Lange, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði í gær, að afryja Frökkunum yrði ekki sleppt úr haldi, meðan ríkisstjórn hans væri við völd. Þingkosningar verða næst á Nýja-Sjálandi árið 1987. Þegar dómur var felldur yfir frönsku leyniþjónustumönnunum á föstudag, sagði Paul Quiles, varnarmálaráðherra Frakklands, að stjórn hans væri að vinna að því að fá þá leysta úr haldi. t gær sprengdu Frakkar kjarn- orkusprengju á Mururoa-eyju á Kyrrahafi. Sprengjan var, að sögn ný-sjálenskra jarðskálftafræð- inga, talin hafa verið 7 kílótonn að styrkleika. Er þetta sjöunda kjarnorkutilraun Frakka á Mur- uroaáþessu ári. David Lange forsætisráðherra hefur fordæmt sprenginguna. NSA í klemmu vegna umfjöllunar blaða Pelton játar að hafa þegið fé af Sovétmönnum Wa«hmgton, 26. nóvember. AP. RONALD William Pelton, sem handtekinn var á mánudag fyrir njósnir í þágu Sovétmanna, hefur nú játað að hafa þegið fé af út- sendara KGB, Anatoly Slavnov að Pelton var fjarskiptasérfræö- ingur bandarísku leyniþjón- ustunnar NSA á árunum 1965 til 1979 og hefur því verið haldið fram að sovéski njósnarinn Vit- ali Yurchenko, sem nýverið leit- aði hælis í Bandaríkjunum, en sneri síðan aftur til Sovétríkj- anna, hafi vísað bandarískum yfirvöldum á hann. Mikil leynd hvílir yfir starf- semi leyniþjónustunr.ar NSA og er hún sjaldan í sviðsljósinu. Hlutverk hennar er að leysa dulmál á fjarskiptum erlendra aðilja um allan heim, búa til dulmál á fjarskipti Bandaríkja- manna og gera tölvukerfi þeirra óaðgengileg. James Bamford var þrjú ár að vinna bók um NSA og segir hann að mjög vandasamt sé að komast yfir upplýsingar um leyniþjón- ustuna. Það fæst ekki einu sinni upp- gefið hver fjöldi starfsmanna NSA er. Það er sjaldgæft að starfs- menn NSA svíkist undan merkj- um. NSA var stofnuð 1952, en starfsemi af þessu tagi teygir anga sína aftur til fyrri heims- AP/Símamynd Starfsmaður FBI leiðir Ronald William Pelton (til hægrí) frá fangelsi sínu í Annapolis. Bátakaupmaðurinn Pelton starfaði áður fyrr fyrir bandarísku leyniþjónustuna NSA og er hann sakaður um að láta Sovétmönnum leyni- legar upplýsingar í lé. styrjaldar. Mesti hnekkur, sem NSA hefur beðið, var árið 1960. Tveir fyrrverandi félagar úr bandaríska sjóhernum gengu til starfa hjá NSA árið 1957 og þremur árum síðar flúðu þeir til Sovétríkjanna. Bernon Mitchell og William Martin sneru aldrei aftur úr sumarleyfi sínu og þegar þeirra hafði verið saknað í tvo mánuði skutu þeir upp kollinum í Moskvu og héldu blaðamanna- fund. Þar sögðu þeir að starfsemi bandarískra leyniþjónusta væri siðlaus og ógnaði heimsfriðinum. Um svipað leyti og Mitchell/ Martin-málið komst í hámæli kom upp annað njósnamál, sem ekki. vakti eins mikla athygli. Maður að nafni Jack Dunlap varð uppvís að því að selja Sovét- mönnum leynilegar upplýsingar. Dunlap var aldrei kærður og 1963 framdi hann sjálfsmorð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.