Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 23 Mynd um örlög Wallenberg „ritskoðuð“ í grísku sjónvarpi ÖU gagnrýni á Sovétmenn var klippt burtu Aþenu, 25. aóvember AP. SÆNSKA sendiráðið í Aþenu hefur mótmslt því við grísk stjórnvöld, að mynd, sem gríska ríkissjónvarpið sýndi um sænska sendimanninn Raoul Wallenberg, skyldi hafa verið „ritskoðuð“ og klippt á ýmsan veg. Hafði verið fellt úr upphaflegu myndinni allt, Sovétmenn. Mats Marling, sendifulltrúi sænska sendiráðsins i Aþenu, sagði fyrir helgi, að i griska sjónvarpinu hefði myndin, sem gerð var í Bandaríkjunum, verið „verulega frábrugðin upphaf- lega eintakinu". Hafði hún verið klippt þannig, að burtu var öll gagnrýni á Sovétmenn og þátt þeirra í örlögum Wallenbergs. Marling sagði, að sendiráðið hefði beðið grisk stjórnvöld um skýringu á því hvers vegna þessi „afbakaða útgáfa" hefði verið sem telja mátti gagnrýni á sýnd og hann sagði einnig, að fjöldi Grikkja hefði hringt í sendiráðið og tjáð óánægju sína með ritskoðunina. Wallenberg starfaði við sænska sendiráðið i Búdapest á stríðsárunum og er talið, að hann hafi bjargað lífi allt að 100.000 gyðinga með því að út- vega þeim sænskt vegabréf. Þegar Rauði herinn náði borg- inni undir lok styrjaldarinnar var Wallenberg handtekinn og sendur í fangabúðir i Sovétríkj- unum. Sovétmenn hafa gefið i skyn, að hann hafi látist árið 1947 en Svíar hafa um það vitni margra manna, að hann hafi verið á lífi löngu síðar. Sagði Marling, að i utanríkisstefnu Svía og vitund þjóðarinnar skipti Wallenberg-málið enn sem fyrr mjög miklu. Þegar Marling bar málið upp við grisk stjórnvöld svaraði Costas Laliotis, aöstoðarupplýs- ingamálaráðherra, sem lét af þvi starfi fyrir nokkrum dögum, þvi til, að myndin hefði „ekki verið ritskoðuð". Þó lofaði hann að „upphaflega myndin“ yrði sýnd einhvern tíma seinna. Ýmsir telja, að þetta mál geti orðið til þess, að nokkuð kólni vináttan með jafnaðarmanna- flokkunum, stjórnarflokkunum í Svíþjóð og Grikklandi. Sem dæmi um ritskoðunina má nefna, að þvi var sleppt Raoul Wallenberg þegar rússneskir hermenn handtóku Wallenberg á götu í Búdapest og í einu dagblaðanna í Aþenu segir, að því hafi jafnvel verið sleppt þegar móðir Wall- enbergs segir, að Sovétmenn hafi ekki veitt henni neinar upplýsingar um örlög sonar hennar. Grikkland: Hungurverk- fall flugum- ferðarstjóra Flugumferðarstjórar í Grikk- landi hófu hungurverkfall í dag. Tilgangurinn er að endur- heimta aukagreiðslur og upp- bætur, sem stjórn sósíalista tók af þeim. Einnig krefjast flugum- ferðarstjórarnir bættra vinnu- skilyrða. Að sögn talsmanns flugum- ferðarstjóranna hefur ríkis- stjórnin neitað að ræða við þá og er gripið til aðgerðanna af þeim sökum. Oljóst er hvort hungurvakan hafi áhrif með, þar sem flugumferðar- stjórarnir hyggjast standa sínar vaktir. Þeir hóta hins vegar að hafast við á vinnu- stöðum sínum og halda sér vakandi sem lengst og því kunna aðgerðirnar að segja til sín þegar á vikuna líður. Um fímmtungur ítala les hvorki dagblöð, tíma- rit né bækur Tórínó, ÍUdíu, 25. nóvember. Frá Brynju Tomer, frétUriUra Morgunblaósiiut. 22% ÍTALA, sex ára og eldri, lesa hvorki dagblöð, tímarit né bækur, og er hlutfallið hjá lítt skóla- gengnu fólki og þeim sem náð hafa 55 ára aldri enn hærra eða rösklega50%. Helstu ástæður, sem ítalir geta fyrir að lesa ekki, eru „að hafa ekki vanist því að lesa“ (34%) og „hafa ekki tíma“ (28%). Könnun á lestrarvenjum ítala var gerð á árinu 1984. Fram- kvæmd hennar annaðist ISTAT-stofnunin (Istituto Stat- istico), sem m.a. sér um víð- tækar skoðanakannanir hér á Ítalíu, hjá 25.917 ítölskum fjöl- skyldum víðs vegar um landið. Niðurstöður könnunarinnar, sem verða að teljast fremur ógn- vekjandi, voru kunngerðar í fjölmiðlum hér í gær. Við at- hugun á þeim kemur í ljós, að fimmti hver ítali, eða 22% landsmanna, les ekki, en til þess að komast í hóp lestrarhesta þurftu menn að lesa eitt dagblað á viku, eitt tímarit í mánuði eða eina bók á ári. Þá kom í ljós, að 21% ítalskra fjölskyldna á ekki eina einustu bók á heimilinu, en 15% eiga fleiri en 100 bækur. Meira en þriðjungur fjölskyldnanna reyndist eiga allt að 25 bækur. Verst var ástandið hjá þeim, sem minnst eru skólagengnir, og hjá fólki yfir 55 ára aldri. Af þeim, sem ekki lesa, fylgj- ast 43% ekki með fréttaflutn- ingi útvarps eða sjónvarps og 77% horfa ekki á sjónvarps- þætti, sem tengjast atburðum á líðandi stund (umræðu- eða fréttaþáttum ýmiss konar). Könnunin leiddi enn fremur í ljós, að ítalskar bókmenntir eru vinsælli en erlendar (65% á móti 30%) og að 33% þeirra, sem á annað borð lesa, lesa gjarna sakamálasögur. Kvikmyndir og sjónvarpsmyndir njóta mestrar hylli sjónvarpsáhorfenda, en íþróttir eru í uppáhaldi hjá 47%. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er meira lesið á Norður-Ítalíu en í öðrum lands- hlutum og meira í stórborgum en litlum borgum og bæjum. SKIPSTJÓRNARMENN ATHUGIÐ! Það getur valdið mörgum hugarangri og kvíða þegar skip heimilisföðurins er beðið að tilkynna sig strax til næstu strandstöðvar Landssíma (slands. REYNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR I VEG FYRIR SLYS Á SJÓ NEMA ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA SJÓMANNA SJÁLFRA. ÖRYGGISMÁLANEFND SJÓMANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.