Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985
33
Börn á Norðurlöndum lesa
mikið í frístundum sínum
— ein af niðurstöðum könnunar norræns sam-
starfshóps á frístundum barna á Norðurlöndum
FORELDRAR á Norðurlöndum virð-
ast eiga það sameiginiegt að hafa
töluverð áhrif á það hvað börnin
þeirra gera, einkum hvað varðar
skipulegt tómstundastarf. Þetta er
ein af niðurstöðum könnunar sem
norrsnn samstarfshópur sem fjallar
um börn og menningu þeirra á
meðal, gerði fyrr á þessu ári um
frístundir barna.
Árið 1983 skipaði norræna ráð-
herranefndin þennan samstarfs-
hóp frá öllum Norðurlöndunum og
hefur hann það verkefni með
höndum að fylgjast með því sem
kynnti þessa könnun af Islands
hálfu, en könnunin var fram-
kvæmd af Rúnari Brynjólfssyni
yfirkennara. Þórunn Gestsdóttir
blaðamaður tók einnig þátt í þess-
ari ráðstefnu sem stjórnmálamað-
ur og varaformaðru Æskulýðsráðs
Reykjavíkur.
Markmiðið með verkefninu „Frí-
stundir barna“ var að fá innsýn í
það hvernig börn á Norðurlöndun-
um verja tómstundum sínum.
Hvatinn að þessari athugun voru
meðal annars þær vangaveltur
sem oft verður vart, að nútímalifn-
Börnin virðast yfirleitt vera mjög
virk og taka þátt í því framboði
sem þeim býðst í tómstundum.
Fram kemur í könnunum að börnin
virðast ennþá hafa tíma til óskipu-
lagðra barnaleikja, ein sér eða með
leikfélögum. Lestur bóka virðist
skipa háan sess, hér á landi sagðist
töluverður hluti barnanna lesa
mikið og sama var upp á teningn-
um á hinum Norðurlöndunum.
fþróttir voru þó vinsælastar og
ýmiss konar tónlistarnám fylgdi
næst á eftir.
í öllum löndunum virðast for-
eldrarnir sem fyrr segir hafa tölu-
verð áhrif á það hvað börnin gera,
einkum hvað varðar skipulegt
tómstundastarf. Bæði börnin og
foreldrar þeirra telja að samskipti
þeirra séu góð og tiltölulega lítið
beri á ágreiningi. Hins vegar telja
ýmsir að þetta breytist á unglings-
árunum. Fram kom á fréttafund-
inum að i heild mætti segja að
björtu hliðarnar á bernskunni
hefðu komið í ljós við þessa at-
hugun og varast bæri að alhæfa
nokkuð um aldursskeiðið á grund-
velli þessara niðurstaðna. Til þess
væri viðameiri og nánari rann-
sókna þörf.
Verkefni norræna samstarfs-
hópsins árið 1986 nefnist „Börn og
hreyfanlegar myndir". Þar verður
fjallað á jákvæðan hátt um kvik-
myndafræðslu, kvikmyndir, mynd-
bönd og fleira.
Ný verslun ÁTVR
opnuð á Akranesi
^ Akranesi, 22. nóvember.
ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkis-
ins hefur flutt verslun sína á Akra-
nesi í nýtt og eigið húsnæði. Versl-
uninn sem er í hluta af byggingu
Trésmiðju Sigurjóns & Þorbergs
hf. er í alla staði glæsileg og að-
staða góð.
Hillupláss er fjórfalt meira en
í gömlu versluninni. Þá hefur
aðstaða til afgreiðslu tóbaks og
póstkrafna batnað og vörumót-
taka er greiðari.
Að sögn starfsmanna verslun-
arinnar hefur aukning orðið á
úrvali víntegunda eftir að flutt
var í nýja húsnæðið. Þá hafa
verið settir upp útstillingarkass-
ar sem koma sér vel fyrir við-
skiptamenn. Útibússtjóri er
Guðný Ársælsdóttir og auk
hennar starfa fjórir við af-
greiðslustörf.
Úr hinni nýju afgreiðslu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á Akranesi.
MorgunblaÖiö/Jón Gunnlaugsson
F.h. Guðríður Sigurðardóttir, uppeldisfræðingur, Sigrfður Ragna Sigurðardótt-
ir, sem sæti á í norræna samstarfshópnum fyrir íslands hönd og Þórunn
Gestsdóttir, blaðamaður.
Kvenfélagið Bergþóra í
Vestur-Landeyjum 50 ára
unnið er í hverju landi á sviði
menningar meðal barna. Einnig
að koma með hugmyndir og tillög-
ur um samnorræn verkefni og
halda ráðstefnur um þau mál sem
eru til umfjöllunar hverju sinni.
„Frístundir barna“ var verkefni
ársins 1985 og ýmsar spurningar
voru lagðar fyrir 10—11 ára börn
í hverju landi.
Sem dæmi má nefna: hver eru
áhugamál barna, hverjir hafa
áhrif á þau, hver ber kostnaðinn
o.fl. Könnunin var gerð á nokkrum
börnum í hverju landi fyrir sig og
stýrðu sérfræðingar því starfi.
í byrjun nóvember var síðan
haldin ráðstefna í Osló þar sem
niðurstöður þessara kannana voru
kynntar. Það var Guðríður Sigurð-
ardóttir uppeldisfræðingur sem
NÝ hárgreiðslu- og rakarastofa,
Galtará, var opnuð á Hraunbergi 4
í Breiðholti laugardaginn 16. nóvem-
ber síðastliðinn. Eigendur Galtarár
eru þær Steina Kristjónsdóttir og
Vilborg Teitsdóttir.
Steina hlaut hárgreiðslumeist-
araréttindi árið 1979 og hárskera-
meistararéttindi 1983. Hún hefur
unnið að iðn sinni síðastliðin 9 ár.
Vilborg hlaut meistararéttindi í
hárgreiðslu 1977. Frá þeim tíma
hefur hún, auk þess að starfa að
iðn sinni, starfað sem fagkennari
við Iðnskólann í Reykjavík. Þá
aðarhættir séu á góðri leið með
að „eyðileggja" bernskuna, mjög
hafi dregið úr frumkvæði barna í
leik og starfi og sífellt meiri „möt-
un“ eigi sér stað. Á fundi sem
haldinn var með fréttamönnum
fyrir stuttu kom fram að börnin
sem spurð voru áttu bæði heima í
borgum og úti á landi. Svöruðu þau
spurningalistum, skrifuðu stuttar
ritgerðir og nokkrum þeirra var
fylgt eftir með nánari viðtölum.
Einnig var rætt við foreldra um
leik og starf barna þeirra og
samskipti þeirra við þau.
Athyglisvert er að börnin og
foreldrar þeirra lýstu hversdags-
lífi sínu mjög svipað á öllum Norð-
urlöndunum, þannig að það virðist
vera fleira sem börnin eiga sam-
eiginlegt en það sem skilur á milli.
hefur hún unnið sem hárgreiðslu-
meistari í Iðnó frá fyrra hausti.
Nafn hinnar nýju stofu, Galtará,
er fengið úr ljóðlínu í kvæði Jónas-
ar Hallgrímssonar þar sem segir
„Greiddi ég þér lokka við Galtará."
Á stofunni verður boðið upp á alla
almenna hársnyrtiþjónustu. Opið
er frá 9—18 mánudaga til miðviku-
daga, til kl. 20 á fimmtudögum og
til kl. 19 á föstudögum. Á laugar-
dögum er opið frá kl. 10—14.
Meðfylgjandi mynd sýnir þær
Vilborgu og Steinu á hinni nýju
stofu sinni.
NÚ í nóvember eru 50 ár liðin síðan
Kvenfélagið Bergþóra í Vestur-
Landeyjum hóf göngu sína. Félagið
var stofnað af 36 konum úr Vestur-
Landeyjahreppi 7. nóvember 1935.
Félagskonur skipta orðið tugum í
gegnum 50 ára farsælt starf. Hug-
sjónir stofnfélaganna hafa verið fé-
laginu leiðarljós í gegnum tíðina.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu
Sigríður Jenný Skagan á Bergþórs-
hvoli, formaður, Ingibjörg Magn-
úsdóttir, Hömlu, gjaldkeri, og Þór-
unn Jónsdóttir, Ey, ritari.
Félagið hefur beitt sér fyrir
margvíslegum mannúðar- og
menningarmálum allt frá upphafi.
Til gamans má geta þess að á
stofnfundi félagsins var samþykkt
að hver félagskona skyldi setja
niður 15 kíló af kartöflum og
prjóna eitt par af sjóvettlingum
til ágóða fyrir félagið. Hélst þessi
siður lengi og voru vettlingarnir
sendir með vermönnum til Vest-
mannaeyja og seldir þar.
Árleg ferðalög félagsins voru
rómuð fyrir ánægju og fróðleiks-
ríka upplifun í félagsstarfi hrepps-
búa, því alltaf tóku konurnar
bændur sína með. Uppbyggingu á
aðstöðu fyrir félagslíf í sveitinni
hefur jafnan verið eitt af aðalmál-
um félagsins. Er félagið nú skráð
fyrir eignarhluta að hinu glæsilega
félagsheimili Vestur-Landeyja,
Njálsbúð. Er slíkt ekki lítið afrek
af ekki stærra félagi, en um 30
konur eru nú í félaginu. Of langt
yrði upp að telja öll þau málefni
sem félagið hefur beitt sér fyrir
og verður því ekki fleira rakið hér.
Félagskonur Bergþóru efna til
kaffisamsætis og síðan á að dansa
fram eftir nóttu laugardaginn 30.
nóvember nk. Þá er áformað að
gera núlifandi stofnfélaga að heið-
ursfélögum, en tvær konur eru nú
heiðursfélagar, þær Sigríður
Jenný Skagan og Benedikta B.
Haukdal. Þess er eindregið vænst
að núverandi og burtfluttir Vest-
ur-Landeyingar ásamt mökum sjái
sér fært að heiðra félagið á þessum
merku tímamótum og hafi sam-
band, fyrir fimmtudagskvöld, við
Laugu frá Berjanesi í síma 83792
eða einhverja í núverandi stjórn
félagsins, en hana skipa Hildur
Ágústsdóttir, Klauf, formaður,
Þuríður Antonsdóttir, Grímsstöð-
Selfossi, 21. nóvember.
HJÁ kvenfélagskonum á Selfossi er
nú í bundirbúningi árlegur basar
sem haldinn er í byrjun desember í
fjáröflunarskyni fyrir hin ýmsu líkn-
armál sem kvenfélagskonur leggja
lið með fjárframlögum.
Að þessu sinni ætla þær að
bregða út af vananum og hyggjast
halda mikinn kökubasar 1. des. í
stað þess að vera með gjafavörur.
Basarinn verður í Tryggvaskála.
Það var hressilegur andi á skrif-
stofu kvenfélagsins í Selinu á
íþróttavellinum, þar sem félagið
um, gjaldkeri og Steinunn Kára-
dóttir, Stíflu, ritari.
Ásdís Kristinsdóttir
Miðkoti, Vestur-Landeyjum.
er til húsa, þegar basarnefndin var
í óða önn að hringja í allar félags-
konur og hvetja þær til að gefa
kökur á basarinn. Undirtektir voru
góðar og hvert loforðið af öðru
fékkst um kökur á basarinn og
nefndarkonur luku upp einum
munni um að allar ættu kvenfé-
lagskonur þakkir skildar fyrir
undirtektirnar. „Ég veit það verða
mjög margar fallegar kökur á
basarnum," sagði ein nefndar-
kvennanna, „þær leggja heiður
sinn að veði við baksturinri".
SigJóns.
Ný hárgreiðslu- og
rakarastofa — Galtará
í óða önn við að safna kökum á basarinn. F.v. Björg Jónsdóttir, Ingimunda
Þorvaldsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir.
Selfoss:
Kvenfélagskonur
með kökubasar