Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 fclk í fréttum 'j. Eigendur staðarins Matthías Jóhannsson, Filippus Pétursson og Jean Pierre Biard. MorgunblaAiA/Árni Sæberg Auk þess eru meóeigendur Regína Harðardóttir og Sigríður Arnardóttir. 50 þús. krónur fyrir að sjá goðið Rokksöngvarinn bandaríski Bruce Springsteen hefur verið iðinn við að halda tónleika að undanförnu, því á sl. 15 mánuðum hefur hann komið fram í hvorki meira né minna en 62 borgum, og er tala þeirra sem hlýtt hafa á kappann á þessari hljómleikaferð hans nú komin uppí3'/2 milljón. Miðar á hljómleika hans í Washington DC seldust upp á tveimur hlukkustundum og segir sagan að miðar á fremstu bekkjum hafi farið á 50 þús. krónur stykkið á svörtum markaði. Greinilegt er að aðdáend- urnir hafa ekki látið neitt aftra sér frá því að sjá goðið. VEITINGASTAÐURINN „ÞRÍR FRAKKAR" OG EIGENDURNIR AÐ SJÁLFSÖGÐU FRANSKIR „Draumur okkar í langan tíma að opna svona stað Það gerast ennþá ævintýri í Þingholtunum og eitt þeirra varð til fyrir skemmstu er íbú- arnir í gamla bænum gátu farið að „spássera" aftur inn á hornið hjá Klein (kjötbúð á horni Bald- ursgötu og Nönnugötu) og teyga að sér matarilm að nýju og tylla sér niður við krás og kertaljós. Ekki var þó búið að opna gömlu búðina aftur, heldur hafði skotið þar niður franskri matargerð og kaffihúsamenningu undir nafn- inu „Þrir Frakkar". Eigendurnir eru þrír frans- menn og eiginkonur þeirra og fyrir skömmu, yfir lambalundum og fleiru góðgæti, var reifuð til- urð staðarins. „Þetta hafði verið draumur okkar í langan tíma. í Frakklandi er það fastur liður í lífi almenn- ings að fara af og til á veitinga- hús og matur skipar mjög stóran sess í lífi fólksins. Eftir að hafa verið að gæla við þessa hugmynd og húsnæðið var komið upp í hendurnar á okkur, varð þetta niðurstaðan, að við réðumst í þetta fyrirtæki. Einn af okkur hefur starfað sem mat- . reiðslumaður í mörg ár víðsvegar um land, þar á meðal á Búðum á * Snæfellsnesi í þrjú ár. Við hin eru áhugamenn í faginu. Staðurinn er ekkert endilega franskur þó ýmsar hefðir hljóti að gera vart við sig, sem við höfum verið aldir upp við þó ekki væri nema notkun hvítlauks og olífuolíu. Matseðllinn okkar, sem við út- búum daglega, getur aldrei orðið alveg franskur, enda sum hráefn- in sem við myndum þurfa ófáan- leg hér á landi og ekki leyfilegt að flytja þau hingað. Og eins og við sögðum áðan útbúum við nýj- an matseðil daglega og það sem á honum er hverju sinni veltur á því hráefni, sem býðst. Við höfum það að markmiði að nota einungis ferskt hráefni og höfum t.d. ekk- ert í dósum nema tómatpúrru og olífuoliu. — Þegar talinu er vikið að því, að staðurinn sé nokkuð úr alfara- leið og inni í miðju hverfi segja þau það sína skoðun, að ef matur- inn bragðist vel sé fólk ekki að setja það fyrir sig þó það þurfi að taka á sig krók. „Á hinn bóginn er þetta líka með vilja gert að vera í svona gömlu hverfi. Það skapar vissa stemmningu að koma á veitinga- stað sem er ekki innan um marga aðra álíka og í íbúðarhverfi. Þetta getur líka orðið skemmtilegt fyrir hverfisbúa að hittast af og til yfir matarbita eða kaffibolla og rabba. Á íslandi er það ríkjandi siður að sælgætissölu sé komið á hvert einasta götuhorn og hvers vegna skyldi það ekki allt eins vera þróunin að koma veitinga- stað í öll hverfi. Við sjáum fyrir okkur nágrannana koma saman á sunnudegi ti) dæmis og fá sér franska pönnuköku og kaffi um leið og fólk kynnist innbyrðist." — Talið berst að íslenskri matargerð og þeim boðum og bönnum sem ríkja hér á landi í sambandi við rekstur staða af þessu tagi. — Það er ýmislegt fleira sem kom okkur spánskt fyrir sjónir. Vínmenning Islendinga er efni í sérstaka bók. Það eitt að fara á veitingahús og þurfa að smakka með tilþrifum ódýrustu vínteg- und sem hægt er að fá eins og um eðalvín væri að ræða er merkilegt. Þetta er nákvæmlega það sama og biðja fólk um að bragða á kóka kóla áður en drukkið er úr ölflöskunni. Mikið mál var að fá vínveit- ingaleyfi og til að byrja með þurftum við að bjóða gestum okkar uppá saft með girnilegum steikum og ljúfmeti, við kertaljós og dúkuð borð. Þegar leyfið var svo komið í örugga höfn þurfum við að læsa vínið inni í skápum á nóttunni og fjarlægja það af barnum. Þetta er alveg kostulegt. Svo eru það samskiptin við framleiðendurna sem er ábóta- vant eða öllu heldur samskipta- leysið sem ríkir. Hérna er allt svo skipulagt og reglur keyra úr hófi fram. Hér færð þú t.d. ekki að flytja inn osta og þarft að kaupa þá vandlega innpakkaða, geril- sneydda og skorna í stað þess að geta rökrætt við sveitabóndann sjálfan um gæði ostsins, smakka á honum og kreista. Það vantar þetta mannlega og nána í við- skiptin. Listinn okkar var orðinn óhemju langur þegar við fórum að líta yfir það sem okkur fannst skondið eða ábótavant. Blaðamaður er búinn að renna ljúffengum hádegisverði niður og mál komið að hefjast handa við skriftirnar. Hólmfríður Karlsdóttir í „The Jerusalem Post“ Hólmfríður Karlsdóttir, nýkjórin Ungfrú heimur, hefur sem kunnugt er vakið heimsathvgli enda verðug titilsins. Sunnudaginn 17. nóvember sl. birti dagblaðið „The Jerusaletn l’ost" þessa mynd af Hófí eins og hún var kölluð í myndatexta. Kkki var þó hirt um að nafngreina fulltrúa Bandaríkjanna og Bret- Ittnds, sem urðu í óðru og þriðja sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.