Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 Girardelli og Zurbriggen spáð góðu gengi í vetur - Stenmark veröur með á fullu í vetur Heimsbikarinn hefst á sunnudaginn Heimsbikarkeppnin í alpa- greinum skíðaíþrótta hefst aö nýju á aunnudaginn. Þi verður keppt í bruni karla í Courmayeur á Italíu. Konurnar hefja keppni fjórum dðgum síðar í Puy St. Vincent í Frakklandi. Keppendur hafa undirbúið sig vel fyrir keppn- ina að þessu sinni eins og jafnan áður. Flestir spá Svisslendingum góðu gengi í vetur eins og á sið- asta árí. Þá voru þeir nánast ein- ráðir í kvennaflokki og áttu besta brun- og stórsvigsliöið í karla- greinunum. Það var aðeins Marc Girardelli frá Lúxemborg sem veitti þeim einhverja keppni. Ing- mar Stenmark, sem nú er 29 ára, sstlar að vera með í vetur og segist ekki áður hafa verið í betrí nfingu. Marc Girardelli, Lúxemborg, og Pirmin Zurbriggen, Sviss, eru taldir líklegastir til að berjast um titilinn aö þessu sinni. Girardelli, sem var besti svigmaöurinn í fyrra, ætlar aö keppa í bruni í vetur og næla sér þannig í nokkur stig. Girardelli er fæddur í Austurríki en keppir fyrir Lúxemborg. Pirmin Zilrbríggen sem vann bæöi bruniö og stórsvigið á heims- meistaramótinu í Bormio á ftalíu í fyrra, verður örugglega sterkur í vetur. Hann var óheppinn í fyrra er hann varö fyrir hnémeiöslum og varö aö skera hann upp á miöju keppnistímabili, þannig aö hann missti úr 10 mót. Margir telja aö þessi meiösli hafi kostaö hann sigur í heimsbikarkeppninni í fyrra. Hann varö þá í ööru sæti á eftir Marc Girardelli. Zurbriggen hefur veriö jafnvígur á allar greinar, svig, stór- svig, risastórsvig og brun. Tveimur keppnum í heimsbik- arnum er reyndar lokið. Tvö brun- mót fóru fram í Las Venas í Argent- ínu í ágúst og þar sigraöi Svisslend- ingurinn Karl Alpiger, sem sagöur er í góöri æfingu núna og veröi aö teljast nokkuö sigurstranglegur í brunmótunum. I keppninni í Arg- entínu í ágúst varö Zurbriggen í 9. og 24. sæti og Girardelli kom nokk- uö á óvart með því hafna í 9. og 10. sæti, en bruniö hefur ekki verið hans sterkasta hliö. Stenmark æfir Sænski skíöakappinn Ingemar Stenmark ætlar nú aö freista þess • Marc Girardelll frá Lúxomborg vorður að ðllum Ifkindum í barátt- unni um heimsmeiatarabikarinn í vetur. Hann ar núverandi handhafi heimsbikarsins. • Pirmin Zurbriggan frá Svtss mun nú reyna að ná bikamum úr handi Giradelli. Zurbriggan vann bmði bruniö og stórsvigið á heimsmeist- aramótinu í Bormio á Ítalíu f fyrra. aö komast aftur í fremstu röö. I fyrra gekk ekki of vel hjá kappanum og náöi hann ekki aö vinna eitt einasta mót. Hann var þó nálægt því tvíveg- is, er hann hafnaöi í ööru sæti. Hann segist ekki hafa æft svo vel áöur og ætlar sér stærri hlut í heimsbikarn- um nú en í fyrra. Hann hefur einbeitt sér aö grunntækninni í sumar. Svíar hafa átt góöu svigliöi á aö skipa undanfarin ár og áttu þeir sex af 20 bestu í fyrra, en nú eiga þeir aöeins þrjá sem eru meöal 20 bestu. Stig Strand er hættur, Bengt Fjallberg hefur ekki náö sér á strik og Lars Göran Halvarsson, hefur falliö úr 10. sæti í 42. sæti á listan- um yfir bestu svigmenn heimsbik- arsins. Þaö veröur því Stenmark sem veröur aö bjarga heiöri Svia og standa sig. Hann hefur veriö aö æfa mikiö meö Marc Girardelli, sem var besti svig- og stórsvigsmaöurinn í fyrra. Svíinn ungi, Jonas Nilsson, á örugglega eftir aö blanda sér i bar- áttuna í svigkeppninni í vetur. Svissnesku stúlkurnar sigurstranglegastar Hjá konunum er búist viö aö svissnesku stúlkurnar veröi alls- ráöandi eins og í fyrra er þær unnu allar greinarnar. Þar bar hæst Mic- hela Figinl, sem er 19 ára gömul og á örugglega eftir aö bæta fleiri gull- verölaunum í safniö sitt í vetur. Svisslendingar hafa geysisterku landsliöi á aö skipa og unnu þeir heimsbikarinn meö miklum yfir- buröum, bæöi í karla- og kvenna- flokki í fyrra, í keppni landsliöa. Þaö veröa alls 36 keppnir sem fram fara í alpagreinum í vetur. Nú veröur risastórsvig gert aö sér- stakri grein meö eigin stigagjöf. Fimm risastórsvig veröa á dagskrá, en aöeins þrjú þeirra gefa stig. I vetur yeröur 21 keppni sem gefur stig. Fípim brun af 12, fimm svig af 13, fimm stórsvig af 7, þrjú risa- stórsvig af fimm og þrjár alpatví- keppnir. Nýjung í heimsbikarnum núnaer, að eftir fyrri umferö veröa þaö aöeins 30 fyrstu sem fá aö fara í seinni feröina i svigi. Þetta gildir nú reyndar aöeins fyrir keppnirnar í desember hjá körlunum, en í allan vetur hjá kvenfólkinu. Tekur kvennalandsliðið þátt í B-heimsmeistarakeppninni? Handknattleikssambandi ís- lands hefur tekist að fá kostnað- inn, við þátttöku íslenska kvenna- landsliðsins í B-heimsmeistara- keppninni, lækkaöann ef af þátt- töku verður. Eins og fram hefur komiö var íslenska liöinu boöið aö taka þátt í keppninni vegna þess aö eitt Afrfkuríkiö hœtti við vegna mikils kostnaöar. Mikill áhugi er hjá stúlkunum í kvennalandsliöinu og Hilmari Björnssyni, þjálfara, aö taka þátt í þessu móti. En þaö er peningahiiöin sem er þrándur í götu og er verið aö vinna aö þeim málum á vegum Italía: Örugg forysta Juventus - Maradona skoraði og rekinn af leikvelli JUVENTUS heldur enn fimm stiga forskoti í ítðlsku 1. deíldinni í knattspyrnu. Juventus náði jafn- tefti gegn Inter Milan, 1-1. Michel Platini skoraöi með skalla eftir að varið hafði verið frá honum vítaspyrna í síðari hálfleik, Inter vJ'Milan, haföi leitt allan leikinn, Bergomi skoraöi á fyrstu mínútu. Diego Maradona var rekinn af leikvelli rátt fyrir hálfteik, en hann náöi að skora áður beint úr auka- spyrnu. Brotiö var illa á Maradona og hann var ekki alveg sáttur viö þaö og þurfti aö hefna sín og fékk rauöa vspjaldiö fyrir vikiö. Hann skoraöi beint úr aukaspyrnu á 9. mínútu fyrir Napoli en Dino Galparoli jafn- aöi fyrir Udinese, 1-1, rétt fyrir leikslok. Juventus heldur öruggri forystu sinni í deildinni, geröi jafntefli viö Inter Milan, 1-1. Liðið er nú meö 19 stig og er fimm stigum ofar en næstu liö, sem eru Napoli, Inter og Milan. Dan Corneliusson skoraði fyrsta markiö fyrir Como í jafntefli, 2-2, gegn Samptíoria. Pino Lorenzo jafnaöi fyrir Sampdoria, sem síöan komst yfir, 2-1, meö marki Vialli, en þaö var Stefano Borgonova sem jafnaöi 7 mínútum fyrir leikslok. Lecce og Avellingo geröu jafn- tefli, 2-2. Franco Causio og Juan Barbas skoröu mark Lecce. Joao Batista og Murelli geröu mörk Avellino. Roma sigraöi Milan, 2-1, á heimavelli sínum. Bruno Conti og Cerezo geröu mörk heimamanna og eina mark Milan geröi Virdis. Torino sigraöi Pisa, 4-1. Mörk Tor- ino gerðu Sabato, Gorradini, Walt- er Schachner og Francini. Mark Pisa geröi Klaus Berggreen. Leikur Fiorentina og Bari endaöi meö markalausu jafntefli og sömuleiöis leikur Atlanta og Verona. HSl. Kostnaöurinn hefur fengist lækkaöur úr einni milljón i 500 þús- und. Islenska landsliöiö yröi í riöli meö Austurríki, Tékkóslóvakíu og Ung- verjalandi. Liöiö á aö geta staöiö í og jafnvel unniö Austurríki, en Tékkar og Ungverjar eru meö mjög sterk liö. Þrjú liö úr hverjum riöli komast í milliriöla og fjóröa liö leik- ur síöan í sérstakri keppni lakari liöa. Þessi ferö yröi íslenska kvenna- liöinu mikil lyftistöng og gæti fært því mikla reynslu. Keppnin fer fram 10. til 22. desember og fer fram í Vestur-Þýskalandi. Þetta yröi i fyrsta sinn sem íslenskt kvenna- landsliö tæki þátt í lokakeppni B-heimsmeistarakeppni. Þaö kemur svo í Ijós á næstu dögum hvort stjórn HSi takist aö fjármagna þessa ferö. Kvennaliöið hefur æft mjög vel aö undanförnu. Man. Utd. kaupir Colin Gibson Frá Bob Hennetsy fráttamanni Morgunblaðaina i Englandi MANCHESTER United hefur ákveðið að kaupa Colin Gibson frá Aston Villa fyrir 250 þúsund pund. Talið er líklegt að gengið verði frá þessu í dag. Gibson er 25 ára varnarmaður og getur einn- ig leikið á miðjunni. Gibson mun koma inní liðið fyrir Arthur Albiston, sem meiddist í leik gegn Leicester á laugardaginn. Gibson er mjög sterkur varnarmaö- ur og hefur leikiö í enska landsliöinu undir 21 árs. Hann er vinstrifótar- maöur. Mikiö hefur veriö um meiösli í herbúöum Manchester United aö undanförnu. Á sjúkralista hjá félag- inu núna eru t.d. Robson, fyrirliöi, Gidman, Duxbury, Remi Moses, Strachan og nú Albiston og Mark Hughes, sem meiddust síöasta laugardag. Alan Brazil hefur veriö á sölulista hjá United, en hann hefur ekki komist í liöiö aö undanförnu. Hann mun nú taka stööu Mark Hughes í framlínunni, um stundarsakir aö minnstakosti. Graham Tumer, framkvæmda- stjóri Aston Villa, sagöist ekki standa í veginum fyrir þessari sölu og ef Gibson vildi fara, mætti hann þaö. Gibson hefur allan sinn knatt- spyrnuferil veriö hjá Villa. Turner vill fá fyrrum leikmann Aston Villa, Steve Hunt, aftur í sínar raöir. Hann hefur leikiö meö WBA aö undanförnu, en lék áöur með New York Cosmos og lék þá við hliö Pele. Taliö er líklegt aö Turner kaupi Hunt t staö Gibsons.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.