Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 21
Ránið á egypsku þotunni MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 Flugránið til háborinnar skammar fyrir málstað araba — segir forsætisráðherra Möltu VilletU, Möltu, 26. nóvember. AP. Forsæti.sráðherra Möltu, Carmelo Mifsud Bonnici, sagði í ræðu í mánu- dag um flugránið að „Malta hefði mikla samúð með málefnum araba en áliti aðgerðir flugræningjanna jafnframt til háborinnar skammar fyrir málstað þeirra". Gengið hefur á ýmsu í samskiptum Moltu og Líbýu en ríkin bundust stjórnmálasam- bandi fyrir skömmu. Malta, sem var áður bresk nýlenda, hefur haldið hlutleysisstefnu í utanríkismálum og lagt áherslu á vinsamleg samskipti við arabaríki. Nitzan Mendelson, 23 ára gömul israelsk kona sem flugræningjarn- ir skutu, var sögð látin á sjúkrahúsi á Möltu á þriðjudag. Ríkisstjórnir þess fólks sem var farþegar í flug- vélinni hafa haldið áfram tilraun- um til að komast að hverjir ræn- ingjarnir voru og hvað þeir vildu. „Hið óvenjulegasta við þetta flug- rán er að flugræningjarnir settu ekki fram neinar pólitískar kröf- ur,“ sagði Joel Levy stjórnandi bandarískrar rannsóknarnefndar. Hann sagði að ekkert hefði komið fram sem benti til að Libýa ætti aðild að flugráninu. Um eldsvoðann sem varð í flugvélinni sagði Levy: „Ég tel að það sé óvíst hvers vegna eldurinn kom upp. Svo virðist sem hann tengist alls ekki handsprengj- unum sem sprungu um borð.“ Vest- rænir diplómatar höfðu áður velt því fyrir sér hvort eldurinn hefði komið upp þegar víkingasveitinn sprengdi sér leið inn í flugvélina. Alþjóðasamtök áætlunarflugfélaga: Athuga öryggisæslu í Kairó og Aþenu Montreal, 26. nóvember. AP. YFIRMAÐUR öryggisdeildar Ab þjóðasamtaka áætlunarflugfélaga (IATA), Rodney Wallis, er nú á leið til Kaíró og Aþenu til að kanna öryggisráðstafanir i flugvöllum borganna. Wallis heldur f för sína vegna ránsins á egypsku farþega- 11 Filipseyingjar dóu Manila, l ilippm'yjum, 26. nivember. AP. TALIÐ er að ellefu sjómenn frá Filippseyjum hafi látið lífið þegar egypska víkingasveitin lagði til atlögu við flugræningjana í egypsku vélinu á alþjóðlega flug- vellinum Luqa á Möltu á sunnu- dagskvöld. Talsmaður utanríkisráðuneyt- is Filippseyja sagði að 21 Filipps- eyingur hefði verið um borð í vélinni þegar henni var rænt. Ræningjarnir hefðu sleppt sjö konum úr haldi og væru þær heilar á húfi. Þrír sjómenn frá Filippseyjum lægju slasaðir á spítala og væri ekki vitað um ástand þeirra. En ellefu sjómenn hefðu látist í árásinni á far- þegaþotuna. vélinni á laugardag, sem lyktaði með því að egypsk víkingasveit réðist til uppgöngu í vélina á Möltu og 60 manns létust. Wallis heldur til Kaíró á ráð- stefnu, sem ákveðið var að halda þar fyrir nokkru, um öryggi á flugvellinum þar í borg áður en hann fer til Aþenu. Talsmaður IATA sagði á fréttamannafundi að ekki bæri að líta á för Wallis til Aþenu sem staðfestingu á þvi að öryggi væri ábótavant á flug- vellinum þar og kenna því um flugránið. Öryggi hefði verið bætt til muna á flugvellinum I Aþenu eftir að Trans World- farþegaþotu á leið þaðan var rænt í sumar af shítum. Talsmaðurinn, Harry Atter- ton, benti á að báðar vélarnar hefðu upphaflega komið frá Kairó. AP/Símamynd Fjölskyldunni færðar gleðifregnir Patrick Baker var eini Bandaríkjamaðurinn sem lifði af ránið á egypsku flugvélinni um helgina. Á mánudag hringdi hann í fjölskyldu sína til að segja henni að hann væri heill á húfl. Suður-Afríka: Segjast ekki eiga í viðræðum við ANC Jókaaaeaarbora, Suóur Afrlku, 26. aór. AP. Azcona næsti forseti Honduras — Cailejas hlaut þó mun fleiri atkvæði Tegucigalpa, Itonduras, 26. nóvember. AP. JOSE Azcona Hoyo, formaður stærsta flokks Honduras, Frjálslyndaflokks- ins, hefur hlotið mun færri atkvæði en aðrir frambjóðendur í forsetakosn- ingunum sem fram fóru á sunnudag. Engu að síður er Ijóst að hann nær forsetakjöri vegna þess að samkvæmt kosningareglunum hlýtur frambjóð- andi þess flokks sem flest atkvæði fær forsetaembættið. RÍKISSTJÓRN Suður-Afríku hefur vísað á bug fréttum um, að hún hafl staðið í samningaviðræðum við Afr- íska þjóðarráðið (ANC) eða hugleitt að leysa leiðtoga þess, Nelson Mandela, úr haldi. Louis Nel, aðstoðarupplýsinga- málaráðherra, sagði í gærkvöldi, að fréttir þessa efnis væru verk „óprúttinna áróðurssérfræðinga handan járntjaldsins". Hann kvað það ætlun fyrr- greindra heimildarmanna að draga upp þá mynd af Suður- Afríku, að landið væri lamað af völdum stöðugra óeirða og yrði því að gera tilslakanir við ANC- skæruliðahreyfinguna. „Kjörorð ANC eru ofbeldi og hryðjuverk, sem hreyfingin beitir svarta borgara í Suður-Afríku í því skyni að gera stjórn landsins óframkvæmanlega," sagði Nel i opinberri tilkynningu. Hann sagði ennfremur, að áður- nefndar fréttir væru til þess sagð- ar að gefa í skyn, að þessum markmiðum ANC hefði verið náð. „En slíkar staðhæfingar eru hlægilegar," bætti Nel við. Nelson Mandela Þó talningu sé enn ekki lokið er ljóst að Leonardo Callejas, for- maður Þjóðarflokksins, hlýtur flest atkvæði. Samkvæmt talningu hefur Callejas fengið 344 þúsund atkvæði en Azcona ekki nema 210 þúsund atkvæði. En Azcona er fremstur þriggja annarra fram- bjóðenda Frjálslyndaflokksir.á og hefur ásamt þeim hlotið 430 þús- und atkvæði á móti 375 þúsund atkvæðum Callejas og tveggja annarra frambjóðenda Þjóðar- flokksins. SIMI Víöfræg, ný bandarísk stórmynd, sem hlotið hefur mjög góöa dóma víöa um heim. Aöalhlutverk leika Jessica Lang (Tootsie, Frances), Sam Shephard (The Right Stuff, Res- urrection, Frances) og Wilford Brimley (The Natural, Hotel New Hampshire). Leikstjóri er Richard Pearce. Myndin lýsir harðri baráttu ungrar konu viö yfirvöld, er þau reyna aö selja eignir hennar og jörö, vegna vangoldinna skulda. SýndíA-salkl. 5,7,9og11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.