Morgunblaðið - 27.11.1985, Síða 43

Morgunblaðið - 27.11.1985, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 43 fBF VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGi TIL FÖSTUDAGS Gangandi vegfarendur einn- ig ábyrgir í umferðinni Háttvirti Velvakandi. Umferðarmál eru alltaf til umfjöllunar, enda verður svo mikilvægur þáttur að vaka i sinni okkar sem í borgum búum, þar er vandinn mestur. Þeim sem veljast þar til forystu í umferðar- málum, er mikill vandi á hönd- um. Leggja þarf áherslu á ýmsa þætti umferðar og er átt við eðlileg viðbrögð þeirra sem um veg fara. En er aðhaldið sem umferðaryfirvöld veita fjöl- skrúðugum hópi vegfarenda haldgott? Mitt svar yrði nei væri ég spurður. Aðhald og áróður beinist nærri því eingöngu að ökumönnum. Það mætti stundum halda að engin regla þyrfti að vera á öðru en akstri eða að öll umferð nema aksturinn sé í fínu lagi. Allir geta verið sammála um að slys í umferðinni eru of mörg, þrátf fyrir áróðurinn, alla tíð, þrátt fyrir allar hraðahindranir, ljós, grindverk, götulokanir og hraðatakmarkanir, að ógleymd- um, sígildum áskorunum til ökumanna. En hvað er þá til ráða? Allir vita að akstur bifreiða er nauðsynlegur, ekki dugar að stoppa alveg bílaumferð í borg- inni. Auðvitað væri hægt að leysa vandann á svipaðan hátt og gert hefur verið á Laugavegin- um, loka bara götunum! Nei, það þarf að breyta um aðferð við stjórnun, ekki tönnlast alltaf á sömu gömlu lummunum, draga þá til ábyrgðar sem brjóta um- ferðarreglur. Það þarf með öðr- um orðum að snúa sér að því að gera gangandi og hjólandi veg- farendum ljóst, að þeir eru engu siður ábyrgir en ökumenn! Það væri nýtt og áhrifaríkt að sjá löggæslumann á götunni leið- beina þeim sem fara gangandi. Það væri nýtt og áhrifaríkt að heyra í útvarpi skelegga áminn- ingu til gangandi fólks, að því væri óheimilt að stökkva fyrir- varalaust út á akbrautina í trausti þess að ökumaður fái skellinn ef illa fer! Með vinsemd, Gísli Rúnar Marísson, Laugavegi 161. Óhróður trésmiðsins ' Velvakandi. Nýlega hlustaði ég á erindi í Ríkisútvarpinu, undir dagskrár- liðnum „Um daginn og veginn". Það var flutt af einhverjum Árna trésmið á Hólmavík. Málflutning- ur þessa manns hneykslaði mig svo, að ef síminn hefði ekki verið bilaður hér vegna óveðursins hefði ég hringt til útvarpsins til þess að lýsa vanþóknun minni á þvílíkum málflutningi, í svo virðulegum fjölmiðli sem Ríkisútvarpið vissu- lega er. Það vakti furðu mína hvað flytj- andi gat komið fyrir miklu magni af ómerkilegum og mannskemm- andi óhróðri um fjarstadda menn og málefni f ekki lengri þætti. Nú býst ég við að þeir menn sem þarna urðu fyrir óhróðri séu fylli- lega færir um að svara fyrir sig ef þeir telja það ómaksins vert. Það er því ekki af þeim sökum sem ég sting niður penna til þess að mótmæla þvílíkum málflutningi. Það er heldur ekki ástæðan að ég vilji taka að mér málsvörn fyrir Sambandið og Framsóknarflokk- inn. Hitt er tilefnið að svona mál- flutningur var svo hneykslanlegur að það verður ekki komist hjá því að óbreyttir hlustendur Ríkisút- varpsins mótmæli honum. Þeirri spurningu vil ég beina til stjórnenda útvarpsins, hvort það sé virkilega svo, að ekkert eftirlit sé haft með því, hvað lutt er í þessum umrædda þætti? Mér virðist að ekki verði komist hjá því að stofnunin biðjist opin- berlega afsökunar á þeim mistök- um sem þarna áttu sér stað. Þráinn Bjarnason, Hlíðarholti. Margt ber að varast í haust- og vetrarumferð Ökumenn: Hafið ljósker bif- ferðinni. Sýnum öldruðu fólki, reiðanna hrein og ljósin rétt blindu og sjóndöpru tillitssemi í stillt. Slæmt skyggni krefst auk- umferðinni og réttum því hjálp- innar aðgæslu. arhönd. Vegfarendur: Endurskinsmerki Nemendur: Munið endurskins- veita ykkur aukið öryggi í um- merkin. Um unglinga og áfengi Ég hugsa oft um drykkjuskap íslendinga, en mest þó um ungling- ana. Hvernig fer um þá unglinga, sem alast upp við drykkjuskap beggja foreldra, á „fyllerfi“ eða í „partýum" fram undir morgun. Sjá ekki allir þennan voða? Ég sný mér til mæðranna og spyr þær: Viljið þið ekki gefa gott for- dæmi og snúa af þessari óláns- braut? Alið þið unglingana ykkar upp í guðsótta og góðum siðum? Ráðamenn þjóðfélagsins ættu að taka þessi mál miklu fastari tökum. Unglingarnir eiga alls ekki að geta fengið áfengi og umfram allt á ekki að samþykkja bjórfrumvarp. Takið þið Árna Helgason í Stykkishólmi til fyrirmyndar. Þar fer sá sem vill vel. Mér finnst að menn ættu að hugsa um þessi mál á ári æskunnar. Eg hefi oft verið beðinn um vín af unglingum, en ég hefi sagt nei, ég vildi þeim ekki svo illt. Vildu nú ekki fleiri taka upp mitt fordæmi og það á ári æskunn- ar. Framtíð þessa unga fólks er í veði. Jóhann Þórólfsson, Noröurbrún 1. Framsókn að falla? Framsókn gæti fallið við, fylgis lent í tjóni. Ér að missa allan kvið, eftir brölt í Jóni. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem glöddu mig meö kveöjum, gjöfum og heimsókn- um á áttatíu ára afmæli mínu hinn 6. nóv. sl. Margrét Finnbjörnsdóttir, frá Isafirði. getriuna- VINNINGAR! 14. leikvika — leikir 23. nóvember 1985 Vinningsröð:2 2 X— 1 1 1 — 1X2 —XX 1 1- vinningur 12 réttir 82351(4/11) 125046(6/11) 2. vinningur: 11 réttir kr.S I65.22 5,- kr. 1 2.728 ■ P 64 40978 671 41835 948 45236+ 9401 46317 16545 48274+ 20349 49680 26247+ 49983 26793 50454+ 29002 51475 56379 60749 64299+ 64427+ 74412+ 74809 80087+ 83981 95945 96206 98869+ 100412 104214 107641+ 108330 109128 117334+ 118677+ 118697+ 125703 127014 131790+ 131924 133863+ 133864+ 136669+ 136973 56134(2/11) 64949(2/11) 132162(2/11) 135321(2/11) íslenskar Getraunir, íþróttamidstödinni v/Sigtún, Reykjavík Kærutrestur er til mánudagsins 16. des. 1985 kl. 12.00 á hádegi. Kaerur skulu vera sknflegar Kærueyöubloð lást h|á umboðsmönnum og á skrifslofunni i Reykjavik Vinnmgsupphæðir geta lækkað, el kærur verða teknar til greina Handhatar nafnlausra seöla ( + ) verða að tramvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna tyrír lok kærutrests erG^k tækifærí • • • Ný snið — ný efni og litir KÁPUSALAN BORGARTÚNI 22 sími 23509 Næg bílastæði KÁPUSALAN AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 88 - SÍMI 96-25250 < % t. Hákur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.