Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 9 ALLT í RÖÐ OG REGLU! Ef þú ert þreytt(ur) á óreiðunni og uppvaskinu í kaffistofunni þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum. Duni er ódýrasti barinn í bænum Duni kaffibarinn sparar bæði tíma og pláss. Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg. - hann kostar aðeins 3.820.- krónur! (Innifalið í verði: Málmstandur, 2000 mál, tíu höldur og 1000 teskeiðar.) _ STANDBERG HF. - kaffistofa í hverjum krók! Sogavegi 108 símar 35240 og 35242 Troðfull búð af nýjum, spennandi tískufatnaði! Nýtt úrval daglega! Tískuverslunin X-ið Laugavegi 33 Leggst Páll á mál stjórnar- andstöðunnar? Fjórum frumvörpum stjórnarandHtöðu (um jarð- hitaréttindi, orku fallvatna, Landsvirkjun og til breyt- inga á orkulögum) var vísað til iðnaðarncfndar neðri deildar síðla októbermán- aðar og snemma nóvember- mánaöar 1984. Fjórir mán- uðir liðu frá þvf þessum málum var vísað til nefnd- arinnar, en þar er l’áll formaður, unz þau vóru fyrir tekin 27. marz 1985. Frumvarpið um jarðhita- réttindi var nett öðru sinni tveimur mánuöum síðar, 22. maí sl. öll vóru málin svæfð í þingnefndinni, að sögn Ólafs Kagnars Grims- sonar. Frumvarp Alþýðubanda- lags um jarðhitaréttindi var endurflutt nú í haust. I»á gerír flokkurinn, eða tals- menn hans, kröfu til þess að málinu verði vísað til alLsherjarncfndar en ekki iðnaðarnefndar. I>að sé engu máli til framdráttar að sofna í höndum Páls Péturssonar. Hann leggist einfaldlega á mál sem hugnist honum ekki. Árás á nefnd- inaalla Málsvörn Páls Péturs- sonar var efnislega á þessa laik * 1) Síðastliðin tvö þing, sem ég hefi veitt nefndinni forstöðu, vóni haldnir tólf fundir í þingnefndinni hvort þing, en aðeins átta þingið þar áður, en þá fór Skúli Alexandersson, Al- þýðubandalagi, með for- mennsku í nefndinni. * 2) Arás Ólafs Ragnars Grímssonar á formann nefndarinnar er árás á nefndina alla, stjórnarand- stöðufulltrúa sem aðra, en Iðnaðaraefnd neðrí deildar i Nefndarformað- ur gagmýndur i driMar. á þtafðe.idarf I arfWiui. aá þrirra dá-r. <* það aá k- 'Hafar Ra*aar (Muan (Ahá.) gal h aa an >aráásanál hafl vrri* vá « hána. Liááá hafl fjárr naa i aai þaá rar fynr Irhiá I bh ■ I á halfa árí. Otafar Ragaar of fl tiltrkin mál. arm hann hafi vrr.ð andvlfur Fundnfjotd. «tn þ*t rkk. allt um v.nnubrogð nefndarfor . Haan tald. vinnubríwð arti. minnti á nýtt ákvæð. þ.ng Haai akapa um rftirlitaakyldu þmgfor vtaa arta mrð atðrfum þingnrfnda (Ahá.) I—■ 1 aál. arm haaa varrí þakkaði forarta áminnandi yf.rlýa- ingu Hirtingarvald i hðndum for- „Þangað leitar klárinn .. Páll Pétursson, þingflokksformaöur Framsóknar, hefur löngum veriö talinn í vinstri jaöri flokks síns. Viö engan framsóknarmann, ekki einu sinni for- sætisráðherra, er A-flokkum eins uppsigað á Alþingi. Ólafur Ragnar Grímsson fór fyrir aðför A-flokka aö Páli í fyrradag vegna vinnubragða iönaðarnefndar neöri deildar, sem lýtur verk- stjórn Páls. Barsmíö A-flokka hrekur Pál þó lítt úr vinstri högum. „Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur“. Staksteinar staldra viö ásakanir Ólafs Ragnars Grímssonar í dag. þar var ekki ágreiningur um vinnubrögð. * 3) Þingnefndir eru ekki afgreiðslustofnanir, sem hleypa í gegn um sig ölhi er í þær er troðið. Betra er að mál farí ekki frá nefnd en að þau hljóti þar ónóga umfjöllun. Það er hckiur ekkert nýtt að stjórnarfrumvörp hafi for- gang um afgreiðslu í þing- nefndum. Hvorki fulltrúar Alþýðu- bandaiags né Kvennalista í viðkomandi þingnefnd tóku þátt í ásökunum Ólafs Kagnars á hendur nefndar- formanninum, hvern veg sem skilja ber þögn þeirra. Vinnulag þingsins Máske spegla starfs- hættir iðnaðarnefndar neðri deildar, sem Ólafur Kagnar Grímsson gagn- rýndi, fyrst og fremst vinnu- lag Alþingis, eins og það j hefur verið liðin mörg ár. Unnið er nótt með degi síðustu vikur fyrir þinghlé y fir jól og áramót og síðustu vikur fyrír þinglausnir að vorí. Þá eru mál afgreidd nánast á færibandi. f annan tíma ganga mál hægt fyrir sig, jafnvel svo að talað er um starfsleysi á stundum. Ný þingsköp — tímamót? Ný þingsköp, sem komu til framkvæmda í haust, eiga að stuðla að því að þingmál dreifist betur á þingtímann, svo að hann og starfskraftar þingsins nýtist betur. Þá eni í hinum nýju þingsköpum, væntan- iega ekki að ástæðulausu, ákvæði um eftirlitsskyldu þingforseta með störfum þingnefnda. f 10. grein hinna nýju þingskapa stendun „Forsetar hafa sameigin- lega umsjón með starfi þingnefnda. Þeir skipa fyrir um fasta fundatíma nefnd- anna þannig að fundir rekist ekki á. Þeir halda skrá um þingmál, sem til nefndanna hefur verið vís- að, og fylgjast með gangi máia svo sem nauðsynlegt kann að vera til þess að geta skipað málum niður á dagskrá þingfunda í hag- kvæmrí tímaröð.“ Framkvæmd þessa ákvæðis skiptir að sjálf- sögðu mjög mikhi máli fyrir vinnubrögð þingsins. Ekki síður hitt að þingmál, eink- um stjórnarfumvörp, séu fullbúin í tíma svo hægt sé að dreifa þeim heppilega niður á starfstíma Alþingis. „Hagkvæm tímaröð þing- mála“ Knginn vafi er á því að skipuleggja má betur starfstíma einstakra þing- nefnda. Iðnaðarnefnd neðri deildar sker sig ekki úr að því leyti. Tilvitnað ákvæði nýrra þingskapa talar sínu máli þar um. En þar með eru starfshættir þingnefnda komnir enn frekar í ábyrgð þingforseta, sem annast sameiginlega fram- kvæmdastjórn Alþingis. Árás A-flokka á for- mennsku Páls Péturssonar dregur vlssulega fram f dagsljósið vinnulag, sem breyta má og breyta á til hins betra. Það breyttist hinsvegar ekkert, a.m.k. ekki til betrí áttar, þá þing- menn Alþýðubandalags fóru með formennsku í þingnefndum langtímum sl. hálfan annan áratug. Vonir standa hinsvegar til þess að ný þingsköp, sem sett vóru í tíð núverandi ríkis- stjórnar, feli í sér verulegar bætur. f því efni eiga forset- ar þingsins leikinn. Þeirra er framkvæmdin á hinum nýju þingsköpum. Og til- gangurinn er að „skipa málum niður á dagskrá þingfunda í hagkvæmri tímaröð". Megi þeim ganga allt í haginn í því efni. Vwterkurog k/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Hugheilar þakkir til sonar, tengdadóttur og allra vina og vandamanna sem heiöruöu mig meö heimsóknum, skeytum og gjöfum á átta- tíu ára afmæli mínu 16. nóvember. Guð blessi ykkur öll, Ingibjörg Sigurdardóttir, Aðalgötu 7, Blönduósi. Kuldaúlpur Kuldablússur Ný sending tekin upp ídag Veröfrákr. 2.400 Póstsendum GEís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.