Morgunblaðið - 27.11.1985, Page 5

Morgunblaðið - 27.11.1985, Page 5
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 5 unda sæti, en sat í áttunda sæti í borgarstjórn. Ég átti svona frekar von á því að lenda í áttunda eða níunda sæti nú.“ Aðspurður sagði Sigurjón að úrslit prófkjörsins hefðu að vissu leyti komið sér nokkuð á óvart. „Það kom mér á óvart, en er gleði- legt samt sem áður, hversu góðri kosningu Árni Sigfússon náði og einnig er ánægjulegt hversu ofar- lega Anna K. Jónsdóttir lenti á listanum. Að mínu mati er hlutur kvenna í þessu prófkjöri of lítill. Aðeins er ein kona í átta efstu sætunum og með fullri virðingu fyrir okkur karlmönnunum þá megum við gæta okkar á því. Ég er þeirrar skoðunar að konur eigi að skipa fleiri örugg sæti á framboðslistum til bæjar- og sveitarstjórnarkosn- inga“. Sigurjón kvaðst óánægður með það að prófkjörið hefði verið lokað og einnig það fyrirkomulag að merkt skyldi hafa verið við fram- bjóðendur í númeraröð á kjörseðl- inum. „Ég er svo íhaldssamur að ég vil láta krossa við frambjóðend- ur eins og ávallt er gert í öllum kosningum. Það hefur mun meiri hagræðingu í för með sér fyrir þá sem telja þurfa atkvæðin," sagði Sigurjón Fjeldsted. Hulda Valtýsdóttir: Efstíhuga þakklæti til stuðningsmanna HULDA Valtýs- dóttir hafnaði í 11. sæti. Hlaut hún samtals 2136 atkvæði, þar af 2037 í 11. sæti. Hulda var spurð álits á úr- WKF 'Vt slitum prófkjörsins: „Ég væri ekki hreinskilin ef ég viðurkenndi ekki að'fyrir mitt leyti eru þessi úrslit mér nokkur vonbrigði," sagði Hulda. „Hins vegar taka menn ekki þátt í kosningum sem þessum án þess að gera í aðra röndina ráð fyrir að svona kunni að fara. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til allra þeirra sem sýndu mér velvild og hlýhug í þessari snörpu kosningabaráttu og vil ég nota þetta tækifæri til að koma því þakklæti til skila,“ sagði Hulda Valtýsdóttir. Helga Jóhannsdóttir: Himinlifandi „ÁRANGUR minn í prófkjör- inu kom mér svo sannarlega á óvart, ég átti alls ekki von á því að komast í eitt af 15 efstu sætun- um,“ sagði Helga Johannsdóttir. Helga hafn- aði í 12. sæti og hlaut samtals 1.805 atkvæði. „Auðvitað er ég fyrir mína hönd himinlifandi yfir úrslit- um prófkjörsins og vil hér með nota tækifærið til að þakka öllum þeim er studdu mig.“ Aðspurð um hlut kvenna í próf- kjörinu kvaðst Helga hafa bundið vonir við að að minnsta kosti tvær konur yrðu í átta efstu sætunum. „Hlutur kvenna hlýtur alltaf að verða lítill á meðan svo margar konur eru í framboði. Kosninga- baráttan var afskaplega hörð. Því hefði líklega verið heppilegra ef færri konur hefðu boðið sig fram svo að meiri samstaða hefði orðið um kosningu þeirra". Helga kvaðst vera hlynnt opnu prófkjöri enda nyti Sjálfstæðis- flokkurinn fylgis margra óflokks- bundinna borgarbúa. Sagðist hún ekki geta fundið því fyrirkomulagi að merkja við frambjóðendur í númeraröð, neitt til foráttu nema þá helst að það tefði fyrir við taln- ingu atkvæða. Hljómar er ein þeirra hljómsveita, sem koma mun fram að nýju í Broadway eftir áramótin. Skemmtidagskrá með lögum Gunnars Þórðarsonar í Broadway eftir áramót: Sinfóníuhljómsveit íslands: Karsten Andersen stjórnar annað kvöld Margar þekktar hljóm- sveitir endurvaktar INNAN skamms verður byrjað að aefa skemmtidagskrá með lögum Gunnars Þórðarsonar, sem flutt verður í veitingahúsinu Broadway eftir áramótin, Frumsýning er áform- uð föstudaginn 10. janúar og væntan- lega verða sýningar fram á vorið. Nokkrar þekktustu hljómsveitir fyrri ára verða endurvaktar af þessu til- efni, svo sem Hljómar, Trúbrot og Lónlí blú bojs og dúettinn Þú og ég. Gunnar Þórðarson hefur samið hátt á þriðja hundrað dægurlög og hafa mörg þeirra orðið geysivinsæl. Á skemmtununum í Broadway verða öll frægustu og vinsælustu lög hans leikin og mun dagskráin standa í tæpa tvo tíma. í Hljómum leika Gunnar Þórðar- son, Rúnár Júlíusson, Engilbert Jensen og Erlingur Björnsson. í Trúbroti leika Gunnar og Rúnar, Shady Owens, Gunnar Jökull Há- konarson og hugsanlega Karl Sig- hvatsson. I Lónlí blú bojs leika Gunnar, Rúnar, Engilbert og Björg- vin Halldórsson. f dúettinum Þú og ég eru Helga Möller og Jóhann Helgason. Loks er áformað að nokkrir helstu söngvarar landsins komi fram og syngi lög Gunnars. Hljómsveit Gunnars Þórðarson- Gunnar Þórðarson. ar mun leika undir og einnig fyrir dansi að lokinni skemmtidagsránni. Hljómsveitina skipa auk Gunnars þeir Sigurður Karlsson, Gunnar Hrafnsson, Jón Kjell og Stefán Þ. Stefánsson, en eftir er að skipa í aðrar stöður. Skemmtidagskráin með lögum Gunnars Þórðarsonar verður með svipuðu sniði og aðrar dagskrár, sem Broadway hefur boðið uppá undanfarin ár og notið hafa mikilla vinsælda. Má þar nefna Rokkhátíð, Bítlahátíð, ómar Ragnarsson og Ríó tríó. N/ESTU áskrifUrtónleikar Sinfóníu- hljómsveiUr íslands á þessu sUrfs- ári verða á morgun, fimmtudag, I Háskólabíói og hefjst kl. 20.30. Stjórnandi á tónleikunum verður Karsten Andersen, sem var aðai- stjórnandi SinfóníuhljómsveiUr ís- lands á árunum 1973 til 1977. Með honum hér á landi að þessu sinni er sex manna hópur norskra sjón- varpsupptökumanna, sem eru að gera mynd um sUrf og iðju Ander- sens. Sjónvarpsupptökumennirnir hafa m.a. fylgt stjórnandanum til Tyrklands, Englands og nú allra Norðurlandanna. Þeir komu sl. sunnudag og munu ferðast um landið og kvikmynda Andersen og konu hans, Else, í skoðunarferðum um Gullfoss, Geysi og Krísuvík. Norska sjónvarpið stendur að gerð þáttarins, en Karsten Andersen er nú búsettur í Noregi. Hann stundaði fyrst tónlistar- nám i Osló og síðar á Ítalíu, Hol- landi og Englandi. Hann lagði mesta áherslu á fiðluleik og kom fram sem einleikari með Fíl- harmóníuhljómsveitinni í Osló aðeins 19 ára að aldri. Hann lék síðar með þeirri hljómsveit í nokk- ur ár en tók jafnframt að fást við hljómsveitarstjórn og var ráðinn til Stavangurs árið 1945. Síðar var hann meira en tvo áratugi aðalhljómsveitarstjóri og listrænn leiðbeinandi tónlistarfé- lagsins „Harmonien“ i Bergen, og hefur átt mikinn þ átt í að móta hina frægu listahátíð sem þar er haldin árlega. Hann hefur jafn- framt verið eftirsóttur gestur margra fremstu hljómsveita álf- unnar og er nú prófessor við Tón- Karsten Anderson. listarháskólann i Osló. Karsten Andersen stjórnaði Sinfóníu- hljómsveit Islands fyrst á Listahá- tíð 1972, en var ráðinn aðalstjórn- andi hennar 1973. Einleikari á tónleikunum annað kvöld er sænskur píanóleikari, Staffan Scheja. Hann hefur vakið mikla athygli í mörgum löndum á sl. árum. Hann fæddist 1950 og kom fyrst fram með Fílharmoníu- hljómsveitinni i Stokkhólmi 14 ára gamall. Hann stundaði nám við Julliard-skólann i New York. Að undanförnu hefur hann verið bú- settur í New York, en er annars á stöðugum ferðum um heiminn. Á þessu ári fór hann m.a. i tónleika- för til Asíu, tók þátt i Okinawa- tónlistarhátiðinni í Japan og lék síðan einleik með Sinfóniuhljóm- sveitinni i Singapore. Með þeirri hljómsveit fór hann siðar i tón- leikaför um Evrópu. ELDHÚSlNNRÉTnNGAR STRAX í DAG Það er enginn afgreiðslufrestur á Habitat eldhúsinnréttingunum. Þær eru til á lager, til afgreiöslu strax. Innréttingarnar eru vandaðar, mjög auðveldar i uppsetningu og verðið óviðjafnaniegt. Sýningareldhús eru í versluninni að Laugavegi 13. Kreditkort eru velkomin. Síminn er 25808. Einfaldur neftri- skápur meö hurö. Verft frá kr. 3.390,- Tvöfaldur efri- skápur meö huröum. Verfl frá kr. 3.751.- Skúffueining meö 4 skúffum. Verð frá kr. 6.511,- Hár skápur meö hurð og hillum. Verft frá kr. 6.898,- Tvlskiptur neðri- skápur með hurðum. Verft frá kr. 4.790,- Hornskápur efri meö hurðum. Verft frá kr. 3.932.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.