Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985 45 I Þórður J. Magnús- son — Kveðjuorð Fæddur 24. september 1910 Dáinn 15. nóvember 1985 Það er erfitt að átta sig á því, að Þórður félagi okkar sé horfinn úr hópnum og komi ekki á fundi meir. Það eru ekki nema örfáir dagar síðan hann var með okkur og tók þátt í umræðunum um störfin sem eru framundan, af brennandi áhuga svo sem hans var ávallt vandi. Þórður hefur verið félagi í Lionsklúbbi Kópavogs i rúm 20 ár og ávallt reynst hinn nýtasti í öllu starfi, enda gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í klúbbn- um. Við minnumst hans sérstak- lega fyrir margar hressilegar ræður, skemmtilega gagnrýni og hnyttin tilsvör. Hann var líka ávallt þar að finna sem mest var starfað og þörfin brýnust að hönd væri lögð á plóg. Þórður var sann- ur lionsmaður. Næst síðasta kvöld- ið sem hann lifði sat hann fund með okkur, félögum sínum, og lagði þá sitt til málanna að venju, enda var hann með ráðhollari mönnum. Þetta kvöld varð sá skemmtilegi atburður, að Tryggvi Magnús sonur Þórðar gerðist fé- lagi í klúbbnum við formlega at- höfn. Þannig tekur hver kynslóðin við af annarri, þannig heldur lífið áfram. Það einkenndi Þórð öðru fremur, að hann var mikill félagshyggju- maður. Ef litið er yfir ævistörf hans sést, hve hann lagði gjörva hönd á margt, sem félagsmálum er tent. Hér á ekki að rita neina ævisögu, en drepið á nokkur helstu atriði á lífsferlinum. Þórður Jóhann fæddist á Suður- eyri við Súgandafjörð 24. sept. 1910, sonur hjónanna Magnúsar Kristjáns Halldórssonar, skip- stjóra, og konu hans, Ingibjargar Guðrúnar Guðbjartsdóttur. Hann ólst upp á Flateyri lengst af, gekk þar í vélskóla, en hafði áður numið að Laugarvatni og siðar var hann vetur í Samvinnuskólanum. Störf- in sem Þórður hefur gegnt um ævina eru mörg og margvísleg. Hann hefur verið háseti og véla- maður til sjós, verkstjóri við fisk- vinnu í landi og hann hefur verið kaupfélagsstjóri í nokkur ár fyrir vestan. En lengst hefur Þórður unnið sem sölustjóri hjá búvöru- deild SÍS í Reykjavík eða um 30 ár að hann lét af störfum 1981 vegna aldurs. ótaldar eru fjölmargar trúnaðarstöður, sem Þórður hefur gegnt. Hann hefur setið í stjórn íþróttafélags og verkalýðsfélags, hann hefur verið í hreppsnefnd og sóknarnefnd og hann var sjúkra- samlagsformaður bæði vestur á Flateyri og um árabil hér í Kópa- vogi. Hann hefur verið í stjórn og trúnaðarráði starfsmanna SÍS og nokkur síðustu árin var hann i stjórn Sambandsins sem fulltrúi starfsfólksins. Hann var í stjórn Norræna félagsins í Kópavogi og eitt árið var hann formaður Lions- klúbbs Kópavogs. Enn er þó ótalið eitt hið siðasta verk Þórðar, en hann skrifaði og átti í handriti sögu heilbrigðis- mála i Kópavogi, en hann skrifaði og átti í handriti sögu heilbrigðis- mála i Kópavogi. Mun sú saga ætluð sem þáttur í hinu mikla ritverki, Saga Kópavogs, sem nú er að koma út i 3 bindum á vegum Lionsklúbbs Kópavogs. óhætt mun að fullyrða, að Þórð- ur hafi verið mikill gæfumaður i starfi sinu og lífi allt fram til síðasta andartaks. Þó mun gæfa hans hafa verið stærst er hann fékk konu sinnar, önnu Tryggva- dóttur frá Þingeyri. Þau gengu í hjónaband 1943, en hafa lengst af búið hér syðra eða síðan 1949. Þau eignuðust einn son, Tryggva Magn- ús, sem nú hefur sest í sæti föður síns hér í klúbbnum okkar. Þórður var maður starfs og gleði, en beið þó óttalaus kveðju- + Móöir mín og tengdamóöir, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Bérugötu 31, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju kl. 15.00, fimmtudaginn 28. nóvember. Blóm afbeöin. Hafsteinn Jónsson, Áróra Páladóttir. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, MAGDALENU SVEINBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, Merkurgötu 12, Hafnarfiröi. Daníel Kristinsson, Þórir Óskarsson, Sgurgunnar Óskarsson, Guðlaug Óskarsdóttir, Dýrley Siguröardóttír, Ingibjörg Þorgeirsdóttir, María Hansen, Sæmundur Ingólfaaon, barnabörn og langömmubörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og útför eiginmannsmins, JÓHANNS SKAPTASONAR, fyrrverandi aýalumanna Húaavfk. Sigrfóur Vföia Jónadóttir, Veaturgötu 160, Akraneai. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minning- argreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir- vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minning- arorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Eggert Laxdal fráNesi — Minning stundarinnar, sem hann vissi að var ekki langt undan. Hann var ekki drykkjumaður en kneyfði þó fagnafull guðanna í kjörvínum lifsins. Hann gæti því sagt líkt og Ómar Khayyam forðum daga: .. .Og loks er engill býður dekkri drykk ég drekk ei síður hiklaust veigar þær. Við félagar Þórðar í Lionsklúbbi Kópavogs flytjum ástvinum hans hjartanlegar samúðarkveðjur. Sjálfir tregum við ágætan félaga. Það mun ávallt verða bjart yfir minningu hans í hugum okkar. Félagar í Lionsklúbbi Kópavogs Frændi, þegar fiðlan þegir, ljóð Halldórs Laxness, kemur mér í hug, er ég hugsa til frænda míns Dúdda. Hans fiðla mun aldrei þagna þó hrökkvi strengur. Ég þakka frænda mínum fyrir það sem hann var mér alla tíð og megi friðarkveðja fylgja honum. Ömmu minni og Tryggva Magn- úsi sendum við samúðarkveðjur og hugur okkar dvelur hjá þeim. Ragnhildur G. Finnbjörnsdóttir Látinn er í Noregi Eggert Laxdal frá Nesi í Höfðahverfi í Suður- Þingeyjarsýslu. Hann varð bráð- kvaddur 21. október 1985 á heimili sínu, aðeins 61 árs gamall. Það er margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg, en allt tekur enda. Nú er kominn vetur, allt hefur fölnað og annað hlutskipti tekur við. Þannig hefur það ætíð verið. Eggert mágur minn var lýsandi dæmi glaðværðar og trúmennsku í hvívetna. Ég kynntist Eggert þegar hann var átján ára gamall á Akureyri. Þar vann hann um tíma. Síðan fór hann til sjós í Vestmannaeyjum. Þar kynntist hann unnustu sinni, Svövu Gunnarsdóttur. Þau stofn- uðu heimili og fluttust í Vík í Mýrdal. Þar starfaði hann við Lór- anstöðina á Reynisfjalli. Eignuð- ustu þau tvö börn, Sigurdísi og Gunnar, sem búsett eru í Kópavogi og Reykjavík. Eftir nokkurra ára hjónaband slitu þau samvistir. Þá kynntist Eggert eftirlifandi konu sinni, Beret, af norsku þjóðerni. Þau bjuggu tíu ár á íslandi. Eign- uðust þau tvær dætur, Birget og Grohild. Síðan flytur fjölskyldan búferlum til Noregs. Þar bjó Egg- ert í þrettán ár fram að andláti sínu. Hann átti fagurt heimili í Haugasundi. Þar er mikil nátt- úrufegurð. Eggert var mikill nátt- úruunnandi. Hann vildi helst ferð- ast yfir fjöll og dali. Útilegur, lax- og silungsveiði var sport að hans skapi, enda voru þau hjón farin að undirbúa íslandsför á sumri komanda. Eggert var Islendingur í húð og hár og leitaði hugur hans oft heim á Frón. Nú hefur honum verið valin önnur leið, sem verður áreiðanlega bæði björt og fögur. Það er erfitt fyrir þá, sem standa eftir á strönd- inni og horfa á eftir ástvini sínum yfir móðuna miklu að sætta sig við hvarf góðs vinar. Minningin um góðan dreng verð- ur aldrei frá okkur tekin. Ég votta innilega samúð mína börnum, eiginkonu og systkinum. Guð styrki ykkur og huggi. Sigrídur Latdal BARNASKIÐAGALLAR Skíðagallar Barna tvískiptir meö smekkbuxum. Str. 98, 105,110,120,130 sm. Litir: Grátt/svart. Rautt/grátt. Verö 2.795,-. Skíðagallar Barna- og unglinga tví- skiptir meö smekkbux- um. Str. 128 til 164 sm. Litir: Grátt/rautt. Rautt/grátt. Verö 3.750,-. Skíða- og úti- samfestingar barna Str. 90smtil 128 sm. Litir: Grátt/rautt. Blátt/grátt. Rautt/blátt. Verö 2.450,-. Póstsendum 5% staögreiösluafsláttur VISA hummel^ Ármúla 38. Sími 83555.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.