Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. NÖVEMBER1985 > >- Þjófar stela þjófum frá... Sá gamli senuþjófur, Jason Robards, (hér í hlutverki Hickeys í The Iceman Cometh), á bestu kaflana í Max Dugan snýr aftur. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson LAUGARÁSBÍÓ: Max Dugan snýr aftur — Max Dugan Returns irir'/i Leikstjóri Herbert Ross. Handrit byggt á samnefndu leikriti eftir Neil Simon. Aðalhlutverk Marsha Mason, Jason Robards, Donald Sutherland, Matthew Broderic, Dody Goodman, Cariie Lau. Bandarísk, frá 20th Century Fox. Frumsýnd 1983.98 mín. Frægt er orðið í leikhúsheim- inum er ungur og lítt kunnur leikari gaf sig fram til að fara með aðalhlutverkið í nýrri upp- færslu á The Iceman Cometh, árið 1956. Hickey O’Neills telst nefni- lega ekki á færi nýliða. En viti menn, leikstjórinn, José Quint- Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Náður — Gotcha ★ ★'/2 Leikstjóri: Jeff Kanew Handrit: Dan Gordon og Paul G. Hensler. Tónlist: Bill Conti. Kvikmyndataka: King Baggot. Aðaihlutverk: Anthony Edwards og Linda Fiorentino. Bandarísk, llniversal 1985. Enn býðst okkur köfunarleið- angur oní heldur bragðdaufa vandamálaveröld sykursætra bandarískra ungmenna. Þó með nokkuð nýjum hætti, hér eru tán- ingarnir sem sé flæktir í vond mál eins og njósnir, sögusviðið hábölvað (A-Berlín), og vondu karlarnir af verstu gerð: KGB. Eftir myndinni að dæma virð- ast bandarískir menntskælingar (allavega í LA), uppteknir upp fyrir haus í matartímum og öðrum frístundum af hinum merkilegasta leik. Þessir afkom- endur hinna skotglöðu byssubófa ero, hreifst svo af gneistandi hæfileikum og tækni þessa unga manns að hann valdi hann í hið krefjandi hlutverk Hickeys. Ný stórstjarna var fædd á fjölum Broadway: Jason Robards. (Til gamans má bæta því við að þeir Quintero léku aftur sama leikinn þar vestra í haust, undirtektirn- ar jafnvel betri en í fyrra sinnið. Galdurinn endurtók sig.) Því er þetta rifjað upp að kostir myndarinnar Max Dugan snýr aftur, liggja mestmegnis í leik Robards í titilhlutverkinu. Þetta miðlungshlutverk Simons glæðist lífi frá þeirri stund er þessi gamalreyndi, útsmogni hrekkjalómur og bragðarefur birtistátjaldinu. Eiginkona Simons, sem virðist einnig með lífstíðarráðningu í leikritum hans og kvikmynda- vestursins gera sér það sem sagt til dundurs að plompa hvert á annað úr skammbyssum úr launsátri, skotið er reyndar málningu. Er jætta einskonar síðastaleikur að hætti kúreka. Hér segir einkum af einum nemandanum, Edwards, hann heldur til Evrópu í sumarleyfinu, ákveðinn í að glata þar svein- dómnum. Sú sem framkvæmir með honum verknaðinn (Fiorent- ino), reynist hin dularfyllsta og æsilegasta kvenpersóna sem hinn nýafsveinaði skólapiltur eltir síðan í blindni og ástar- bríma allar götur austur fyrir tjald ... Hugmyndin að baki Náður er fyndin en misjafnlega gengur að útfæra hana. Það má segja að það sé ekki fyrr en í lokakaflan- um, þegar Edwards nýtir sér gamalkunnar aðstæður úr bófa- hasarnum við að svæfa bolsé- vikkana — með alvörubyssu í hendi — að dæmið gengur bæri- lega upp. Evrópuferðin er hins- vegar sjaldnast meira en brosleg- ur samsetningur. Það er, sem hlutverk ekkju, (láglaunaðs kennara, hvað haldið þið?), sem nær eiginlega ekki endum saman peningalega. Hún er með son sinn á táningsaldri á framfæri og fjárhagurinn er gjörsamlega í rúst þegar pabbi hennar, (Rob- ards), birtist einsog skollinn úr sauðarleggnum, en karl hafði yfirgefið konu og dóttir á unga aldri. Karl á stutt eftir ólifað (eða svo segir hann). Hann hyggst nú bæta dóttur sinni og barnabarni upp brotthlaupið forðum með fjárfúlgu, sem hann hefur nálg- ast eftir gruggugum leiðum í Las Vegas, nappað henni frá þjófun- um, hægt og lævíslega. En dóttirin lætur ekki freist- ast fyrr en að rigna tekur yfir hana heimilistækjum, húsgögn- um, ilmvötnum og eðalsteinum. Smámsaman fellur hún fyrir fyrr, verið að mjólka unglinga í hópi áhorfenda, enda tókst leik- stjóranum, Kanew, það með drjúgum árangri í næstu mynd á undan, Revenge of the Nerds. Hún var nánast farsi, hér vill Kanew að hann sé tekinn ögn alvarlegar. Það tekst að því leyti að myndin er aldrei fíflaleg í fáránleik sínum, heldur fyrst og fremst skemmtileg. sjarma karls og stórgjöfum. Og ekki er afabarnið síður ánægt með sitt hlutskifti. Þau einu sem einhverja ólykt þykjast finna af Náður hefur til síns ágætis yfirlætislaust handrit sem á stöku stað er jafnvel kryddað ósviknum bröndurum og svo eru þau Edwards og Fiorentino að- laðandi og eðlileg í aðalhlutverk- unum. Draumaverksmiðjan Hollywood mun víst seint eiga á hættu að verða að loka vegna lélegs mannafla. veisluhöldunum er hvimleiður nágranni og hnýsin lögga, (Suth- erland), sem er að gera hosur sínar grænar fyrir Mason. en þeir eru engir englar heldur ... Prýðileg skemmtun, þökk sé þeim gamla senuþjófi, Robards, sem tvímælalaust má telja í hóp stórleikara leiksviðanna báðum megin Atlantshafsins. Þó svo að hlutverk Dugans bjóði ekki uppá neina leikræna stórsýningu er frammistaða Robards gott dæmi um hversu hæfileikamennirnir eru klókir við að gera sér mat úr litlu. Að öðru leyti er Max Dug- an... í slarkfæru meðallagi, klisjurnar eru farnar að hrjá leikritaskrif Simons. Hann má til með að fara að leita betur í fórum sínum að aðhlátursefni. í dag finnst manni það heldur ótrúlegt að sami penni skrifaði The Odd Couple og fleiri skemmtileg verk og hristi Max Dugan framúr erminni. Að endingu. Textaþýðing myndarinnar er fyrir neðan allar hellur. Hún var ekki hroðvirknis- leg eða áberandi röng, hinsvegar er ekki annað að sjá en að þýð- andinn hafi veigrað sér við að þýða aðrar setningar en þær létt- ustu. Þá er og leiðinlegt til þess að vita að Max Dugan var i gangi á myndbandaleigunum á annað ár áður en hún var frumsýnd. Þau Edwards og Fiorentino eru skemmtilegir leikarar úr hinum breiða hópi upprennandi Hollywoodstjarna. Stokkseyri: * Brúin eykur mönnum SelfowHi, 24. nóvember. Á STOKKSEYRI hefur lóðum verið úthlutað undir 4 hús auk verka- mannabústaða, sem áformað er að byggja á næsta ári. „Hjá okkur eru 2-3 lóðaúthlut- anir talsvert", sagði Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri, „það eykur mönnum hér bjartsýni að sjá brúna á Ölfusárósa í sjónmáli." Um miöbik þorpsins er að rísa nýtt bankaútibú frá Landsbankan- um. Húsið er 200 fermetrar að bjartsýni grunnfleti á einni hæð. Húsið var steypt upp nú fyrir helgina og voru þar að verki menn frá Tréfangi sf. í Hveragerði sem er verktaki að fyrsta áfanga. Gert er ráð fyrir að húsið verið fullklárað í júní á næsta ári. Starfsemi útibúsins fer fram í 20m2 húsnæði og tímabært að bæta aðstöðuna þar. Þann 15. maí sl. voru afhentar tvær verkamannaíbúðir í parhúsi, önnur 107m2, hin 91 m!. Aformað er að bæta við öðru parhúsi með tveimur 107m* íbúðum. Búið er að bjóða út verkið og liggur fyrir að Stefán Stefánsson húsasmíða- meistari á Eyrarbakka verði verk- taki að byggingunni. Húsið á að vera tilbúið um áramótin 1986-87. Sig. Jóns. Leiðrétting 1 FRÉTT í Morgunblaðinu í gær, þar sem sagði frá nýrri hársnyrti- stofu á Siglufirði, var sagt að þar hefði ekki verið slík þjónusta í nokkur ár. Þetta er rangt, því að þar til fyrir 10 dögum var starf- andi Hárgreiðslustofa Agnesar Einarsdóttur, sem rekið hafði stof- una síðastliðin fjögur ár. Agnes Einarsdóttir hárgreiðslumeistari hafði auk þess starfað á Siglufirði síðastliðin 10 ár. Agnes er beðin velvirðingar á þessu mishermi. Þorsteinn Ilnnsteinsson starfsmaður í verslun ísbrots á Bíldshöfða 18. ísbrot sf. — Ný iðnaðarvöruverslim NÝTT fyrirtæki, fsbrot sf., sem er innflutnings- og smásölufyrir- tæki, hefur opnað verslun á Bíldshöfða 18, Reykjavík. Fyrir- tækið mun sérhæfa sig í verzlun með vörur fyrir iðnað svo sem loftverkfæri, rafmagnsverkfæri, handverkfæri, bolta, skrúfur, ásamt öryggis- og vinnufatnaði. fsbrot mun sjá um að útvega með stuttum fyrirvara ýmsar sérvörur og tæki fyrir iðnaðinn, frá erlendum umboðsaðilum. Eigendur fyrirtækisins eru Gunnar Brynjólfsson, Haukur Otterstedt og Sigurður Óli Valdi- marsson. Verzlun fsbrots sf. á Bíldshöfða 18 er opin virka daga frá kl. 9.00 til 18.00 og laugardaga til kl. 16.00. (Úr fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.